Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ minnm Rósina sem fallegasta og það voru ekki ófáar stundimar sem þau feng- ust við að smíða, mála og lagfæra, þannig að við jafnaðarmenn gætum átt þar góðar stundir. Enda voru okk- ar fyrstu kynni af Ásgerði og Steina í Rósinni. Ásgerður var góð blanda af gamla og nýja tímanunm, kjarnorkukona í senn ákveðin og hlý og með góða kímnigáfu. Ekki datt okkur í hug að við værum að hittast í síðasta sinn á 1. maí kaffi, þó okkur gruni að þú hafir vitað það þar sem þú sast á milli Jóns Baldvins og Bryndísar. Þannig vitum við að þú vildir kveðja flokk- inn okkar, á milli Jóns og Bryndísar, en ekki hefði skemmt fyrir ef Jón Sigurðsson og Laufey hefðu getað verið þar. Með þessum fátæku orðum kveðj- um við þig, kæra Ásgerður, með þakklæti fyrir góðar stundir. Elsku Steini, börn, tengdabörn og barnabörn, við sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur. Alla og Ása Það er í tízku nú til dags að tala í niðrandi tón um stjórnmála- flokka og þar með um það fólk, sem vinnur fórnfúst sjálfboðaliðastarf innan vébanda þeirra. Margur spek- ingurinn þykist yfir það hafinn að skuldbinda sig til fylgilags við stjórnmálaStefnu eða stjórnmála- hreyfingu. Menn vilja vera frjálsir og óháðir. Þeir sem þannig tala eru' gjarnan ósparir á gagnrýni á þá, sem starfa innan raða stjórnmálaflokk- anna og bera þeim einatt á brýn aiiri- arlegar hvatir. En það vefst sjaldan fyrir þeirri hinum sömu að gera miklar kröfur til stjórnmálaflokkanna. Þeir eiga áð hafa skýra stefnu og leggja fram vel rökstuddar tillögiir um laushir á að- steðjandi vanda, hvar sem víð berurri niður í þjóðfélagsumTæðunni. En hvernig eiga stjórnmálaflökk- arnir að uppfylla þessar kröfur? Þeir hafa ékki efni á'að kaupa sér sér- fræðiþjónustu: Starfið innán stjórn- málaflokkanna er í stórum dráttum sjálfboðaliðastárf, sem unnið er' í tómstundum, utan þess vinriutíma, sem hver og einn verður að helga brauðstritinu. Og hvar væru stjórn- málaflokkar staddir, ef þeir gætu ekki reitt sig á áhuga, fórnfýsi og skyldurækni þeirra fjölmörgu sjálf- boðaliða, sem eyða tíma sínum og starfsorku í málefna- og umræðuhóp- um, eða öðru því félagsstarfi, sem heldur lífinu í stjórnmálahreyfingu? Og hvernig væri komið því fjöl- flokka lýðræði, sem vegsamað er á tyllidögum, ef starfskrafta þessa fólks nyti ekki við? Stjórnmála- flokkar eru hvorki verri eða betri en það fólk, sem í þeim starfar. Alþýðu- flokkurinn er góður félagsskapur af því að hann hefur á að skipa góðu fólki, jákvæðu, áhugasömu og vel innrættu fólki, sem vill láta gott af sér leiða. Það er þessu góða fólki að þakka að Alþýðuflokkurinn hefur fengið ótrúlega miklu áorkað til bóta í íslenzku mannfélagi, þrátt fyrir tak- markað fjöldafylgi lengst af. Ásgerður Bjarnadóttir, sem við kveðjum nú í dag, og maður hennar, Þorsteinn Jakobsson, hafa undan- farna áratugi verið burðarásar í fé- lagsstarfi jafnaðarmanna í Reykja- vík. Þau hafa lagt mikið af mörkum, án þess nokkru sinni að ætlast til umbunar í staðinn, enda enga fengið. Þau hafa verið samhent, fórnfús og örlát á tíma sinn og fjármuni í þágu hugsjónar og málstaðar, sem þau hafa óbilandi trú á. Tækju þau að sér eitthvert verkefni í þágu Alþýðu- flokksins, mátti treysta því að það yrði farsællega leyst. En þau voru ekki bara skyldurækin heldur líka skemmtilegir og glaðværir félagar, í góðra vina hópi. Þeirra samveru- stunda minhumst við með gleði. Ef ég ætti að segja í fáum orðum, hvað mér þótti mest um vert í fari Ásgerðar Bjarnadóttur, þá væri það þetta: Hún var gegnheil manneskja. Vönduð til orðs og æðis, traust og áreiðanleg í starfi. Og trygglynd og vinaföst, svo af bar. Ásgerður var fsafjarðarkrati að uppruna og hafði því sterka pólitíska heimanfylgju. Hún var dótturdóttir séra Guðmundar í Gufudal, sem einna fyrstur manna plægði akur jafnaðarstefnunnar á Vestfjörðum. Og Gautíendingur að móðurkyni. Það standa því að hénni sterkir stofn- ar. Og henni kippti greinilega í kynið um greind, íhygli, samvizkusemi og heiðarjeika. Hún fylgdist vel með framvindu mála. Hún hafði mótaðar skoðanir og tók einarða afstöðu og fylgdi skoðunum sínum e'ftir af festu og heilindiim. En framganga hennar var ævinlega öfgalaus og einkenndist af hófsemi og sanngirni í garð annarra. Og það sem skar úr var að hún, og þau hjón bæði, létu ekki sitja við orðin tóm. Þegar aðrir létu sér nægja að tala um hlutina, létu þau verkin tala. Þær voru ótaldar vinnustundirnar sem Ásgerður og Þorsteinn, Hlín og Er- lingur, lögðu fram í sjálfboðavinnu við að skapa Alþýðuflokksfélögun- um í Reykjavík starfsaðstöðu í Fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna (Rósinni). Fundirnir í Rósinni voru fastur punktur í tilverunni. Það var þar sem lifandi umræða um málefni dagsins fór fram. Og ævinlega voru Ásgerður og Þorsteinn mætt fyrst og hurfu seinast á braut, þegar þau höfðu ásamt óðrum sjálfboðaliðum gengið frá öllu í röð og reglu. Þannig voru þau í smáu sem stóru. Þau áunnu sér virðingu og traust af verkum sínum sem sjálfboðaliðar í þjónustu annarra. Ásgerður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1950. Mestan hluta starfsævinnar starfaði hún við Útvegsbanka íslands (síðar Islandsbanka), síðustu tvo áratugina lengst af sem deildarstjóri. Hún kenndi einnig um hríð við Banka- mannaskólann og sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir starfsmenn bank- ans. Ásgerður var ævinlega kjörinn fulltrúi á flokksþing Alþýðuflokksins seinustu áratugina og sat í flokks- stjórn til dauðadags. Síðast liðinn 14 ár átti hún sæti í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur og sat í stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna. Hún starfaði í ýmsum nefndum á vegum ríkis og borgar sem fulltrúi Alþýðuflokksins. 25 ára að aldri giftist Ásgerður eft- irlifandi manni sínum, Þorsteini Jak- obssyni, stýrimanni og síðar hafnar- verði, sem ættaður er úr Hrísey. Börnin þeirra fjögur bera foreldrum sínum fagurt vitni því að þau eru öll vel menntað mannkostafólk, sem eru líkleg til að ávaxta vel þann arf, sem þau fengu úr foreldraranni. Við Bryndís söknum vinar í stað. Við sendum Þorsteini vini okkar, Unni, Bjarna, Haraldi og Jakobi og mökum þeirra og börnum, sem og öðrum frændum og vinum, hugheilar samúðarkveðjur að leiðarlokum. Jón Baldvin Hannibalsson I öllum stjórnmálaflokkum eru fyr- irmyndarfélagar. Félagar sem eru fúllir áhuga, jákvæðir, opnir fyrir nýjum hugmyndum, nýju fólki - fé- lagar sem ávallt eru reiðubúnir til að veita liðsinni í stóru sem smáu. Þeir starfa af hugsjón og gera aldrei kröfu um neitt sjálfum sér til handa, aðra en þá að fá að taka þátt í starfmu og tækifæri til að láta gott af sér leiða. Slíkt fólk er gæfa hverrar hreyf- ingar og þannig var Ásgerður Bjarnadóttir okkur, sem undanfarin ár höfum starfað í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna innan Alþýðuflokks- ins. Hún var bakhjarl og hjálparhella, hvatti okkur stöðugt til dáða og mætti á alla fundi sem við héldum, með eiginmanni sínum Þorsteini Jak- obssyni. Þau komu okkur ávallt fyrir sjónir sem nýgift par, alltaf samstíga, glöð og áhugasöm. Nú verða þeir fundir ekki fleiri. Við munum sakna hennar og minnast sem eins okkar besta félaga. Þorsteini og börnum þeirra send- um við innilegar samúðarkveðjur. F. h. stjornar Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna, Margrét S. Björnsdóttir, Vil- hjálmur Þorsteinsson. Idag er borin til grafar Ásgerður Bjarnadóttir, jafnaðarmaður og stjórnarmaður í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Eg kynntist þessari ágætu konu er ég fór að starfa fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík árið 1991. Asgerður sóttist ekki eftir sviðs- ljósinu en var ötul við að leggja hönd á plóg í flokksstarfinu. Hún kom mér fyrir sjónir sem virðuleg kona sem var hafsjór af fróðleik og stálminnug á állt sem við kom pólitík. I pólitísku samstarfi var Ásgerður góður félagi, búin að vera lengi í flokknum, þekkti alla, kunni spjald- skrána nánast utanað og því gladdi það mig er hún var kosin í stjórn Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Það var fengur í því að hafa svo reýnslumikla konu í flokks- starfi. Fyrsta stóra verk okkar var að halda sameiginlegt 1. maí kaffi á Hótel Borg með Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Það verk var henni mjög kært. I undirbúningi að 1. maí kaff- inu greindist hinn alvarlegi sjúkdóm- ur sem nú hefur lagt hana að velli. Þó hún væri veik hringdi hún nokkrum sinnum í mig og spurði hvort Al- þýðubandalagið í Reykjavík væri ekki tilbúið til þátttöku. Þegar ég sagði henni að svo væri sagðist hún ætla að mæta á Borgina 1. maí og það gerði hún þó veik væri. Eftir fundinn var hún ánægð með hvernig til tókst og var sannfærð um að þetta framtak okkar væri gott innlegg í umræðuna um sameiningu jafnaðar- manna, nánast fyrsta alvöruskrefið sem stígið hefði verið í þessu sam- bandi. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og stjórnarmanna vil ég þakka Ásgerði Bjarnadóttur sam- starfið og óeigingjarnt starf á undan- förnum árum í þágu félagsins'. Eiginmanni Ásgerðar, Þorsteini Jakobssyni (Steina mínum eins og hún kallaði hann) og börnum þeirra hjóna votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning um góða konu lifa. Rúnar Geirmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Vinkona mín er látin og það myndar tómarúm í hjarta mínu. Minningar koma um æsku og ung- lingsárin heima á fsafirði, fullorðins- árin í Reykjavík, fjölskyldustofnanir, barneignir og svo öll ferðalögin með krötunum. Árvissar fræðslu- og skemmtiferðir um landið, fyrst með börnin lítil, síðan stálpuð og svo við hjónin með öllu hinu fólkinu. Allt góðar minningar, enda var Ásgerður Bjarnadóttir einstök kona, heiðarleg til orðs og æðis, lagði aldrei illt til nokkurs manns, hafði næmt skop- skyn, var orðheppin og skemmtileg. Ásgerður hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með þær. Gat verið hvassyrt ef henni fannst rétti hallað, þó án þess að særa eða lítilsvirða nokkurn. Lítil- magninn átti málsvara þar sem As- gerður fór. Hennar er því sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Vináttu og hlýhug sem hún og eig- inmaður hennar, Þorsteinn Jakobs- son, hafa sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina þakka ég af al- hug og þá sérstaklega stuðning og styrk okkur gefin nú á síðustu vikum á érfiðum tíma í lífi okkar. Minning um góða konu mun lifa með okkur. Ég votta eiginmanni hennar og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Björg Kristjánsdóttir Alþýðuflokkurinn Alþingismenn í kjördæmum Alþingismenn Alþýðuflokksins eru í kjördæmum sínum um þessar mundir. Þeir sem vilja ná tali af þeim geta haft samband við Alþingi í síma 563-0500, þar sem nánari upplýsingar um ferðir þing- mennina fást. Eins er hægt að hafa samband við þingmenn flokksins með tölvupósti, en póstfang þeirra er eftirfarandi: Gísli Einarsson: gisli@lthingi.is Guðmundur Arni Stefánsson: garni@althingi.is Jón Baldvin Hannibalsson: jbh@althíngi.is Lúðvík Bergvinsson: ludvik@althingi.is Rannveig Guðmundsdóttir: rannveig@althingi.is Sighvatur Björgvinsson; Ossur Skarphéðinsson: sighv@althingi.is ossur@althtngi.is Magnús Norðsdhal, formaður framkvæmdastjórnar, er á ferðalagi á Austurlandi til 4. júlí. Þeir sem vilja ná tali af Magnúsi er bent á farsíma, en númerið er; 898-2754.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.