Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1997 MMDUBIMI) Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Alþýðuflokkurinn og frelsið ífluginu Alþýðuflokkurinn barðist á sínum tíma flokka grimmast fyrir því að ísland yrði aðili að hinu evrópska efnahagssvæði. Það kostaði mikla baráttu, og varð tilefni harðra árása á flokkinn og forystumenn hans á vettvangi stjórnmálanna. Alþýðuflokkurinn, með góðri liðveislu sam- starfsflokksins í síðustu ríkisstjórn, kom aðildinni eigi að síður í höfn. Ástæðan fyrir því að jafnaðarmenn lögðu svo mikla áherslu á að tengjast hinum innri markaði Evrópusambandsins var ekki síst hið aukna frelsi í viðskiptum sem því fylgdi. Aukið viðskiptafrelsi færir með sér aukna samkeppni, sem leiðir jafnan af sér lækkun á verði til neytenda samhliða bættri þjónustu. Fyrir utan bættan og aukinn að- gang að mörkuðum Evrópusambandslandanna fyrir afurðir úr íslensk- um sjávarútvegi var því aðild að evrópska efnahagsssvæðinu ávísun á kjarabætur sem ljóst var að myndu fylgja auknu viðskiptafrelsi. í gær uppskáru íslenskir neytendur af gróðursetningu jafnaðar- manna. Þá urðu langþráð og ánægjuleg tímamót í sögu íslenskra sam- gangna, sem ber einungis að rekja til aðildar landsins að evrópska efnahagssvæðinu. Þá rann upp hinn fyrsti dagur algers frelsis í flug- samgöngum innanlands. Eftir þessum kaflaskiftum höfðu íslenskri neytendur lengi beðið, að sjálfsögðu í þeirri von að frelsið leiddi til harðrar samkeppni, sem færði notendum flugþjónustunnar í senn lægri fargjöld og betri þjónustu. Ferðaglöðum íslendingum varð svo sannarlega að ósk sinni. Fyrir- tækið íslandsflug hf greip tækifærið, og boðaði stórfelldar lækkanir á fargjöldum til allra landshluta, og tilkynnti að auki fjölgun leiða. Þannig hefur samkeppnin þegar leitt til bæði aukinnar hagkvæmni og bættrar þjónustu við neytendur. Þetta er því lýsandi dæmi um hvernig framsýni stjóramálaflokks getur leitt til stórfelldra kjarabóta fyrir al- menning. Allt bendir til að fargjaldalækkunin verði varanleg. Flugleiðir hafa svarað íslandsflugi með því að lækka stórlega sín eigin fargjöld ihnan- lands. Það er út af fyrir sig merkiiegt í ljósi þess, að samkvæmt upp- lýsingum Flugleiða hefur rekstur innanlandsflugsins í besta falli stað- ið í jámum, og jafnvel verið rekinn með tapi. Flugleiðir áttu hinsveg- ar ekkert annað svar en lækka sig til móts við Islandsflug, en tapa ella algerlega af lestinni. Það verður sérlega eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig Flug- leiðum tekst upp í samkeppninni við íslandsflug hf. Millilandaflug fyr- irtækisins hefur verið rekið frábærlega, og nú blasir við Flugleiðum enn eitt blómaskeið á því sviði. Þjónustan hefur batnað, og verðið einnig lækkað á síðustu árum, þannig að ferðir milli landa eru miklu auðveldari en áður. Um leið hefur ferðafrelsi manna aukist stórlega, og Flugleiðir eiga í senn hrós og þakklæti skilið fyrir það. Flugleiðum hefur hinsvegar ekki tekist að ná svipuðum árangri í fluginu innanlands. Það kann að stafa af því, að fyrirtækið hefur verið svo upptekið af sókn sinni í millilandafluginu, að það er einsog innan- landsflugið hafi setið á hakanum. Skipulagsbreytingar á þeirri grein Flugleiða eru hinsvegar að fæðast, og fyrir neytendur skiptir miklu máli að innanlandsdeild Flugleiða dafni, og hörð samkeppni verði á millum hennar og íslandsflugs. fslandsflug hf vekur athygli fyrir þann einstaka frumkvöðulsanda sem einkennir forystu félagsins og allan rekstur þess. Þessi andi kem- ur mörgum kunnuglega fyrir sjónir, því satt best að segja minnir hann helst á árdaga Loftleiða á sínum tíma, þegar framsýnir atorkumenn yf- irunnu hverja hindrun á fætur annarri og lögðu grundvöllinn að því stórfyrirtæki sem Flugleiðir eru í dag. Sömu viðhorf hinnar samstilltu baráttugleði sem einkenndu frumkvöðla íslenskra flugsögu svífa nú yfir vötnum íslandsflugs. Fyrirtækið er í rauninni íslenskur kolbítur, sem hefur risið úr öskustónni. Því var naumt skorinn stakkurinn meðan einokun ríkti inn- anlands, en notaði tímann til að eflast að reynslu og þrótti. Nú virðist þessi uppsafnaða reynsla og innri styrkur blómstra í hinu nýja um- hverfi flugfrelsisins. Vonandi tekst hinum samstillta hópi sem stýrír fé- laginu að halda þessum anda, og viðhalda harðri samkeppni í þágu ís- lenskra neytenda. Jafnaðarmenn hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir þessum áfanga. Hér er um enn eitt dæmið að ræða, sem sýnir fram á veruleg- nr kjarabætur vegna pólitísks írumkvæðis þeirra. Eg reyki og það mikið Ég er reykingamaður og ef ég skil fréttir rétt á ég möguleika á að krefj- ast bóta fyrir að hafa reykt eins og strompur í þrjátíu ár. Það geta kolleg- ar rnínir í Bandaríkjunum gert. Kannski kemur að mér? Þó er ég ekki viss, það er nefhilega ekki það sama að vera íslendingur og Kani. Ég held að Kanarnir hafi sérstöðu um svo margt, allavega halda þeir það sjálfir, það er ég viss um. Hitt er annað. Ég er strompur og hef verið lengi, tveggjapakkamaður. Þeir urðu stundum þrír eða fjórir pakkarnir þegar ég drakk. Ég hef komist að því að ég, sem er rétt á miðjum aldri, hef greitt hátt á fimmtu milljón króna í reykingatrygginga- til að ná mér í sígarettur og greiða í sjóðinn. Þá kemur að því sem herjar hvað mest á mig um þessar mundir. Það er sá möguleiki að ég veikist aldrei vegna reykinga, deyi í umferðinni til dæmis. Eða bara af einhverri ástæðu sem ekki er hægt að rekja til tóbaks- nautnar minnar. Hvað verður þá um reykingaveikindatryggingasjóðinn minn? Ég er búinn að borga og hef staðið í skilum allt mitt líf við þennan sjóð. Það segir ekki að sé reglumaður, aldeilis ekki. Ég skulda til dæmis meðlög, en ekki í reykingaveikinda- tryggingasjóðinn minn. Því fer fjarri. Já, deyi ég með þeim hætti sem getur hent argasta bindindismann, ur. Það stefnir hvort eð er í að fátt annað verði til skiptanna, það er jú svo dýrt að reykja. Ef ég fæ einhverju um þetta ráðið þá fær hvert þriggja barna minna hátt í tvær milljónir. Ég get dáið sáttur og stoltur. Það er ef það verður ekki af völdum reykinga og ég neyðist til að tæma sjóðinn í sjúkrakostnað. Þá á ég eftir að reikna út öll gjöldin sem ég greiddi þegar ég drakk, þau voru aldeilis til skiptanna. En ég tók talsvert út af þeim sjóði þegar ég fór-í meðferð og skil sáttur við þá innistæðu og mun ekki gera frekari kröfur í vínveikindatrygginga- sjóðinn minn, sem þó var orðinn ansi hár.. Þá kemur að því sem pirrar mig við bætur. Það eru ekki margir Islending- arnir sem borga í hinum og þessum sjoppum, og það án þess að roðna, hundruði króna á dag vegna hugsan- legra veikinda. Eg hef þegar greitt nóg til þess að veikjast illilega og fá alla þá bestu þjónustu sem völ er á án þess að skammast mín hætishót. Ég er nýbúinn að fara í Hjartavernd og niðurstaðan var sú að þessar miklu reykingar hafa varla náð að vinna mér teljandi mein. Horfurnar era góð- ar, bæði fyrir mig og reykingaveik- indatryggingasjóðinn minn. Vissulega eru fimm milljónir króna mikill peningur fyrir frekar blankan miðaldra mann, en samt hef ég safn- að þessum saman. Og greitt eins og fyrr segir í Lukku Láka, Svarta svan- inum, Texas Snack Bar, Fröken Reykjavík og hvað þær heita allar þessar sjoppur sem ég fer reglulega í Ég hef komistað þvíað ég, sem er réttá miðjum aldri, hef greitt hátt á fimmtu milljón króna í reykingatrygg- ingabætur. hvað þá? Fái ég einhverju ráðið þá vil ég ráðstafa sjóðnum sjálfur. Það er tíska að hver beri ábyrgð á sér og sínu. Ég vil að börnin mín þrjú fái sjóðinn, það er ekkí ónýtur föðurarf- það að vera tóbaksfíkill. En það er það frelsisleysi sem mér er boðið upp á. Þrátt fyrir að ég eyði peningum ótæpilega í nautnina hefur mér tekist að ferðast til annarra landa. Þar er allt annað upp á tertingnum, rtema nátt- úrulega í Bandaríkjunum, enda eru þeir sér á parti, allavega telja þeir sjálfir að svo sé. Ég ætla að taka eitt dæmi. Eg var í banka á Spáni og meðan gjaldkerinn, sem var virkilega snotur kona, var að afgreiða mig tók hún upp sígarettu og kveikti sér í. Eg gerði það líka. A Islandi myndi þetta ekki líðast, og þó. Geir Andersen, blaðamaður á DV, stóð í biðröð í banka og var með bigsígar í munn- vikinu. Ung kona sem starfaði í bank- anum gekk að Geir og sagði: „Við reykjum ekki hér". Geir svaraði strax, enda ekki þekktur fyrir að draga svör- in: „Gott hjá ykkur". q q r i e o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.