Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 m i n n i n r Asgerður Bj amadóttir Fædd á ísafirði 17. júní 1929 - Dáin 23. júní 1997 Hinn 1. maí síðastliðinn verður alla tíð í huga mér dagur and- stæðnanna, gleði og sorgar. Blásið var í baráttulúðra jafnaðarmanna og félagar í Alþýðuflokksfélagi og Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur sameinuðust í anda frelsis, jafnréttis og bræðalags til samverustundar á Hótel Borg. Bjartsýni ríkti um sam- fylkingu jafnaðarmanna og gleðin náði tökum á mönnum. Þama mættu líka Asgerður Bjama- dóttir og Þorsteinn Jakobsson, einir helstu máttarstólpar Alþýðuflokks- félagsins í Reykjavík, þrátt fyrir það að Ásgerður hefði þá nýverið fengið að heyra þann dóm að hún gengi með illkynja, ólæknandi sjúkdóm. Þama fréttum við, félagar hennar, þessi ótíðindi, og var mjög bmgðið. Það lýsir Ásgerði Bjamadóttur vel, að þrátt fyrir hið vonlausa sjúkdóms- stríð, sem hún var að heyja, bar hún höfuðið hátt og lét sl£k tímamót, sem sameiginleg 1. maí hátíð íslenskra jafnaðarmanna var, ekki fram hjá sér fara. Þar skyldi hún vera. Á þessum degi hét ég mér því að Ásgerði skyldi ég hitta vel og oft á meðan tími gæfist. En bjartsýni hennar blekkti mig. Ég hélt að tími væri enn til margra góðra samverustunda meðal okkar Alþýðuflokkskvenna, þar sem við gætum sem svo oft áður stundað gleði og alvöm og rætt pólitíkina fram og aftur, þar sem Ásgerður væri eins og fyrr hrókur alls fagnaðar og kona sterkra skoðana. Annir daglega lífsins gripu mann og góðu áformin biðu tíma sem því miður aldrei kom, því fyrr en varði hringdi Hlín vin- kona okkar í mig til þess að segja mér að Ásgerður væri farin, alltof, alltof fljótt. Ásgerður fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Ur ísfirskum jarðvegi spmttu margir af helstu talsmönnum jafnaðarstefnunnar, en Ásgerður var sannarlega ein þeirra. Hún trúði ein- læglega á boðskap jafnaðarstefn- unnar og fylgdi honum trú allt til síð- asta dags. Þegar ég hitti hana Ásgerði fyrst var ég snortin af birtunni, sem frá henni stafaði, hún sjálf bjartleit og fríð, en fasið allt ákaft og áræðið. Hún var vel menntuð og skarpgreind kona með ríka réttlætiskennd. Hún og Þorsteinn maður hennar vom bæði virkir þátttakendur í starfí Alþýðuflokksins-Jafnaðarmanna- flokks íslands. Ásgerði var tniað fyrir margvíslegum trúnaðarstörfum á vegum flokksins. Hún sat í stjórn flokksins til dauðadags og var jafn- framt í stjóm fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík. Þá var hún þingkjörinn fulltrúi í þjóð- hátíðamefnd og starfaði um skeið í Barnavemdamefnd Reykjavíkur. En það em ekki síst öll verkin hennar Ásgerðar í þágu félagsstarfsins í Reykjavfk sem eiga eftir að halda minningu hennar á lofti. Þessi verk vom unnin án hávaða eða um- fjöllunar á síðum Alþýðublaðsins. Þau vom unnin af trúmennsku og einlægum vilja til þess að stefna jafnaðarmanna fengi að blómsta, en ekki til að láta á sér bera eða kalla eftir vegtyllum. Það var ekki háttur Ásgerðar að fara í meiðandi skoð- anaskipti á opinbemm vettvangi, þrátt fyrir mjög sterkar póltískar skoðanir hennar. Væri í huga hennar ágreiningur um málefni, var rökrætt þar til niðurstaða fékkst, eða það viðurkennt, að hætti Kaj Munk's, danska heimspekingsins og prests- ins, „að það væri ekki skilyrðislaust skaðlegt að vera ósammála.“ Það er ekki hægt að nefna hana Ásgerði nema að nefna hann Þor- steinn Iíka í sömu andránni. Þar sem Ásgerður var, þar var Þorsteinn líka, svo samrýmnd vom þau. Það er sennilega ekki öllum ljóst, að Ásgerður og Þorsteinn, ásamt fleir- um ötulum jafnaðarmönnum, áttu veg og vanda af því að skapa Rósina félagsmiðstöð jafnaðarmanna sem var um margra ára skeið vettvangur samvemstunda og skoðanaskipta þeirra á milli. Þama hittust jafnaðar- menn í hinu margrómaða „krata- kaffi“ og gátu rökrætt málin, hvort sem var það við ráðherra flokksins, aðra trúnaðarmenn, eða hver við annan. Þessa tíma minnast margir nú með eftirsjá og því væri vel við hæfi nú í minningu Ásgerðar að endur- vekja þessa hefð í anda hennar. Alþýðuflokkurinn verður ekki samur eftir fráfall svo merkrar konu, konu sem var talsmaður góðra og göfugra gilda, nokkuð sem við þurf- um svo sannarlega á að halda í hörðum heimi nútímans. Trú- mennska, heiðarleiki, hugsjón og hlýja voru hennar aðalsmerki. Aðeins örfáum er það gefíð að halda léttleika æskunnar og eldmóð allt sitt líf, þeir deyja ungir sama hvaða aldri þeir ná. Slík var Ásgerður. Að leiðarlokum vil ég þakka Ás- gerði það sem hún var mér, hvemig hún tók á móti mér er ég kom til starfa í flokknum, hvatti mig og studdi. Vertu sæl kæra vinkona. Alþýðuflokkurinn-Jafnaðar- mannaflokkur Islands þakkar Ásgerði allt og kveður hana með söknuði, þökk og virðingu. Guð huggi og blessi Þorstein og böm þeirra Ásgerðar, tengda- og barnaböm. Ásta B. Þorsteinsdóttir, varaformaður Alþýðuflokksins- Jafnaðarmannaflokks íslands. Mig langar til að skrifa nokkur minningarorð um frænku mína, Ásgerði Bjarnadóttur, sem í dag er til grafar borin frá Bústaða- kirkju. Ásgerði hef ég þekkt allt mitt líf. Þó að hún gætti mín og bræðra minna í ffumbemsku í fæðingarbæ okkar, ísafirði, er mín fyrsta skýra minning um hana frá Reykjavík. Þegar ég var um það bil 5 ára var ég sendur til Reykjavíkur til læknismeð- ferðar vegna þrálátra eymakvilla. Þar var ég í umsjá Ásgerðar og ömmu minnar, Rebekku Jónsdóttur, sem bjó í Garðastræti. Hjá henni var Ásgerð- ur sem þá var við nám í Verslunar- skóla íslands. Mynd Ásgerðar stend- ur mér enn lifandi fyrir hugskots- sjónum þar sem hún, hlýleg og vin- gjamleg, er að telja í mig kjark fyrir heimsóknimar til læknisins sem ekki vom mér tilhlökkunarefni. Ég man glöggt hversu hughreystandi það var fyrir lítinn snáða að halda í hönd Ás- gerðar á göngunni úr Garðastræti niður í Túngötu þar sem læknisstofan var til húsa. Slíkan stuðningsmann var gott að eiga. Að loknu stúdentsprófí frá Versl- unarskólanum fór Ásgerður brátt til starfa í Utvegsbanka Islands í Reykjavík. Þar, og síðar í íslands- banka, var lengst af starfsvettvangur hennar til æviloka. Bankastörfin fóm Ásgerði vel úr hendi. Hjá henni fór saman glöggskyggni og nákvæmni og góðir hæfileikar til samstarfs við annað fólk. Ásgerður kom sér alls staðar vel, enda með afbrigðum hjálpsöm og skilningsgóð á sjónar- mið og vandamál annarra. Þótt Ásgerður væri lengst af í Reykjavík mín uppvaxtarár á ísafírði og leiðir mínar lægju síðar til náms á Akureyri og erlendis, héldust okkar góðu kynni vegna þess að hjá for- eldrum hennar, Unni Guðmundsdótt- ur og Bjarna Ásgeirssyni. átti ég jafnan gott athvarf, ekki síst eftir frá- fall foreldra minna. Ásgerður var einkabarn Unnar og Bjarna. Það var falleg fjölskylda og sambandið milli þeirra þriggja einkar ástúðlegt. Til þeirra var gott að koma. Önnur mynd af Ásgerði sem stendur fyrir mér ljóslifandi er þegar hún kom til ísatjarðar með manns- efni sitt, Þorstein Jakobsson úr Hrís- ey. Þau komu saman í Félagsbakaríið við Silfurgötu 11 þar sem ég átti heima. Ég man enn hvernig hamingj- an geislaði af þeirn. Gæfan blasti greinilega við þessum hjónaefnum. Enda gekk það eftir. Hjónaband Ás- gerðar og Þorsteins var mjög farsælt. Þau eignuðust fjögur myndarleg og vel gefín böm, Unni, Bjama, Harald og Jakob. Nærri má geta að annasamt hafí stundum verið hjá Ásgerði á uppvaxtarárum bamanna fjögurra, ekki síst meðan Þorsteinn var stýri- maður á farskipum og hún sjálf stundum við störf utan heimilis ásamt húsmóðurstörfum. Það sem einkenndi Ásgerði alla ævi var ósér- hlífni og dugnaður, bjartsýni og hjálpsemi. Þau Þorsteinn voru ein- staklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Og þótt þeirra eigið heimili væri stórt var eins og Ásgerð- ur og Þorsteinn gætu alltaf gefið sér tíma til þess að sinna öðmm og styðja þá sem vom hjálpar þurfí. í Giljalandi 33 í Fossvogi gerðu þau sér fallegt heimili. Þar bar marga gesti að garði og allir hlutu að dást að þeim myndarbrag sem þar ríkti en ekki síður þeim anda gestrisni og góðvildar sem þau hjónin vom svo samstillt að skapa. Þegar ég og Laufey kona mín sett- umst að í Reykjavík með bömum okkar fyrir meira en 30 ámm var gott að eiga þau að, Ásgerði og Þorstein. Þessi bönd frændsemi og vináttu hafa styrkst með ámnum og em Laufeyju og mér og bömunum okkar mikils virði. Þegar ég hóf virka þátttöku í stjómmálum veturinn 1986-1987 og var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Alþingiskosningum í Reykjavík vor- ið 1987, kynntist ég enn nýrri hlið á frænku minni Ásgerði. Ég vissi að vfsu að hún tók þátt í flokksstarfi jafnaðarmanna í Reykjavík en hitt vissi ég ekki hversu mikið og fóm- fúst starf hún innti þar af höndum. Ekkert verk sem vinna þurfti fyrir Alþýðuflokkinn var svo stórt - eða svo smátt - að Ásgerður væri ekki boðin og búin að sinna því. Þar var ekki spurt um daglaun að kvöldi. f þessu sem öðm vom þau Þorsteinn afar samhent. Þegar ég kynntist þessu starfi varð mér betur ljóst hvað það þýðir að eiga stuðningsmenn. Þeir sem slíks stuðnings njóta standa í ævarandi þakkarskuld við þá sem þannig setja málstaðinn ofar eigin hag. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að hitta frænku mína stutta stund á sjúkrahúsinu í lok maí síðast- liðins. Þar sýndi hún sem jafnan fyrr mikið sálarþrek og ræddi af raunsæi um sinn erfiða sjúkdóm. En hún ræddi líka urn fjölskylduna og lands- málin sent voru henni jafnan hug- leikin. Endurminningar um Ásgerði Bjarnadóttur eru dýrmætar. Hugir okkar Laufeyjar og bama okkar leita nú með innilegri samúð til Þorsteins og fjölskyldu hans sem svo mikið hafa misst. Helsingfors í júnílok 1997 Jón Sigurðsson Asgerður Bjarnadóttir og Alþýðu- flokkurinn voru oft nefnd sam- tímis í vinahópi Ásgerðar. Það var reyndar ósköp eðlilegt því alltaf þeg- ar við hittumst þá bar Alþýðuflokk- inn á góma. Ásgerður og Steini ásamt nokkmm vinum sáu um upp- byggingu á Rósinni. félagsmiðstöð okkar jafnaðarmanna í Alþýðuhús- inu. Það var draumur þeirra að gera A Frá Húsnæðisnefnd Kópavogs Vegna sumarleyfa verður skrifstofa húsnæðis- deildar lokuð frá og með mánudeginum 7. júlí 1997 til þriðjudagsins 5. ágúst 1997. Húsnæðisnefnd Kópavogs Kringlumýrarbraut • göngubrú við Sóltún Kynning á tillögu um göngubrú yfir Kringlumýr- arbraut við Sóltún. Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og Byggingar- fulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9:00-16:00 virka daga og stendur til 30. júlí 1997. Upplýsingar verða veittar á sama stað eða í síma 563-2340 á kynningartíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.