Alþýðublaðið - 02.07.1997, Page 3

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 r IAIþýðublaðinu í gær var útskýrt að það væri ekki aðeins Haildór Ásgrímsson sem bæri ábyrgð á linkind ríkisstjórnarinnar gagnvart Norðmönnum heldur einnig félagi hans Þorsteinn Pálsson. Af því tilefni hringdi lesandi og minnti á nokkurra ára gamla blaðagrein þar sem haft var Jóni Baldvin Hannibalssyni lýsing á „hörku" Þorsteins í viðræðum síðustu ríkisstjómar við Norðmenn vegna Smugumálsins. Samkvæmt henni áttu Jón Baldvin og Þorsteinn margra tíma fund með norskum stjórnvöldum í Osló. Jón Baldvin minntist þess, að meðan á fundinum stóð hefði íslenski sjávarútvegsráðherrann einu sinni opnað munninn. Það var til að spyrja: Hvar er klósettið?... r Igærmorgun var fyrsti dagurinn hjá Islandsflugi hf eftir að þeir lækkuðu fargjöldin innanlands hressilega, og upp á það var haldið með fjölmennum morgunverði sem hófst klukkan korter yfir sjö um morguninn í húsakynnum félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Þangað var boðið fjölmörgum áhrifamönnum úr þjóðlífinu, og á móti þeim tóku forsvarsmenn íslandsflugs með Gunnar Þorvaldsson í broddi fylkingar. Meðal gesta var meðal annars forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem hélt ávarp. í miðju ávarpinu gerðist það hinsvegar að rafmagnið fór af salnum, svo bæði Ijós og hátalarakerfi urðu óvirk. Ólafur lét sér hinsvegar hvergi bregða, brýndi raustina einsog á kosningafundunum í gamla daga, og lauk ávarþinu einsog ekkert hefði í skorist... sem sýndi mönnum svo um munaði að það er hægt að reka landbúnað á íslandi með góðum árangri. Guðjóni Ólafi verður hinsvegar að virða til vorkunnar að hann getur ekki að því gert hverjir eru frændur hans... IBorgarfirði vekur athygli, að eini þingmaðurinn sem virðist beita sér fyrir opnum tjöldum til stuðnings fjölskyldunni á Stóra-Kroppi er jafnaðarmaðurinn Gísli S. Einarsson á Akranesi. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir meðferðina á bóndanum, og vakið virðingu margra fyrir atfylgi sitt í málinu. Bændur á Vesturlandi spyrja nú æ oftar, hvers vegna þingmenn Framsóknarflokksins halda sig jafnan í felum þegar málið ber á góma... Gunnar Þorvaldsson: Bauð í morgunverð eldsnemma til að halda upp á fargjaldalækkun íslandsflugs... Auk forsetans voru ýmsir úr heimi stjórnmálanna mættir til að fagna með íslandsflugi og neytendum þeim tímamótum sem fargjaldalækkunin felur í sér. Þar á meðal var Halldór Blöndal samgönguráðherra, sem flutti ávarp, en Halldór hefur gegnum tíðina fremur verið tengdur risanum í flugheiminum, Flugleiðum, heldur en smáfuglunum, sem nú eoi reyndar óðum að stækka. Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðismanna var á staðnum auk jafnaðarmannanna Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur og Össurar Skarphéðinssonar. í morgunverðinum voru einnig forsvarsmenn margra fyrirtækja sem eiga skipti við íslandsflug, einsog Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Einar Sveinsson og Ólafur B. Thors frá Sjóvá-Almennum, Einar Benediktsson forstjóri Olís, Sigfús Sigfússon hjá Heklu, en sonur hans og alnafni er einmitt rísandi stjama hjá íslandsflugi... Kjör nýs biskups hefst innan tveggja vikna, og kosning hans verður óvanalega langdregin. Kjörið verður bréflegt, og tekur alls þrjár vikur. Ef enginn nær meirihluta f fyrstu umferð verður kosið aftur, en ekki fyrr en í septem- ber. Ólíklegt er talið að nokkurt biskupsefnanna nái meirihluta í fyrstu umferð, og þannig gæti biskupskosningin spannað á þriðja mánuð, væntanlega með tilheyrandi undirgangi í prestastétt og fjölmiðladansi. Innan kirkjunnar eru teknar að vakna efasemdir um ágæti þessa fyrirkomulags, og er talið líklegt að nýr biskup muni beita sér fyrir breytingum á því. Einn maður mun þó sigla rór gegnum kjörið, en það er að sjálfsögðu herra Ólafur Skúlason, sem væntanlega verður langþráðri hvíld býsna feginn... Aðstoðarmenn ráðherra Framsóknarflokksins eru að verða álíka umdeildir og ráðherrarnir sjálfir. Guðmundur Bjarnason er lentur í vondum málum vegna meintra afskipta aðstoðarmanns síns, Guðjóns Ólafs Jónssonar af hinni illskeyttu deilu um vegarlagningu yfir tún bóndans á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, sem þegar hefur ákveðið að flytjast búferlum úr héraðinu. Ástæðan sem hann gefur upp er einföld: Eftir þau vinnubrögð sem hann hefur séð til umhverfisráðuneytisins í málinu kveðst hann ekki lengur treysta því að Guðmundur muni kveða upp óvilhallan úrskurð í málinu og vísar óhikað til tengsla Guðjóns Ólafs og helsta fjandmanns síns í málinu, sem er einmitt náfrændi aðstoðarmannsins. Svo sannfærður er stórbóndinn á Stóra-Kroppi um niðurstöðuna, að hann er þegar búinn að fjárfesta i Guðjón Olafur: Skapar ráð- herranum sífelld vandræði... nýju stórbúi á Suðurlandi. I Borgarfirði eru menn ekki par ánægðir með að vinnubrögð framsóknarmanna hafi með þessum hætti svipt héraðið sterkasta vaxtarsprota sínum, Isamskiptum Húsnæðisstofnunar og félagsmálaráðu- neytisins er komið upp skondið mál. Alþýðublaðið hefur greint frá því, að Páll Pétursson lét setja á fót nefnd til að skoða tiltekna þætti húsnæðiskerfisins, og réði starfsmann að nefndinni, sem heitir Sigurður Friðriksson. Páll krafðist þess að starfsmaðurinn yrði greiddur af Húsnæðis- stofnuninni, en starfaði hinsvegar innan ráðuneytisins. Fyrir skömmu gerðist það, að í Húsnæðisstofnun hringdi maður, sem kynnti sig sem Sigurð Friðriksson. Hann óskaði eftir því að fá sendar tilteknar upplýsingar, sem starfsmönnum stofnunarinnar þóttu vægast sagt einkennilegar. Þegar málið var skoðað frekar kom í Ijós, að Sigurður Friðriksson var í útlöndum og ekki nokkur vafi á því, að hann hafði ’ ekkert með umrædda hringingu að gera. Vitni voru viðstödd, þegar hringingin barst, og því ekki heldur vafi á því að hún var raunveruleg. Taugaveiklunin sem gripið hefur um sig f kringum ráðherrann eftir að upp komst um „heiðursmannasamkomulag" hans og bankanna er hinsvegar slík, að samkvæmt heimildum Aiþýðublaðsins úr ráðuneytinu var símaatið rætt sérstaklega af ráðherra, og niöurstaðan varð sú, að málið þyrfti að skoða niður I kjölinn. Samkvæmt sömu heimildum er nú á leiðinni bréf frá ráðherranum til forstjóra Húsnæðisstofnunar, þar sem Páll Pétursson krefst þess að símaatið verði rannsakað út í hörgul, og hinu háa félagsmálaráðuneyti kunngerð niðurstaða rannsóknarinnar... Það er ekki aðeins í tengslum við málefni Stóra-Kropps sem Guðjón Ólafur Jónsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra hefur bakað yfirmanni sínum vandræði. Guðmundur Bjarnason er f vaxandi vanda vegna umdeildrar ákvörðunar sinnar um að flytja Landmælingar íslands úr Reykjavík til Akraness. Tveir þingmenn Framsóknar, þau Siv Friðleifsdóttir og ----------- Ólafur Örn Haraldsson hafa opinberfega mótmælt ráðherranum, og er líklegt að málið eigi eftir að vekja harðar deilur á Alþingi næsta vetur. Aðalhvatamaður að flutningnum var einmitt téður Guðjón Ólafur, en framsóknamienn í Reykjavík og Reykjanesi segja fullum fetum að ástæðan fyrir þvf að hann beitti sér svo harkalega fyrir því gegn vilja faglegra ráðgjafa ráðherrans sé væntanlegt framboð hans í prófkjöri flokksins fyrir næstu þingkosningar... Nýjasta dellan í röðum stangaveiðimanna er erlendur gervimaðkur, háll og slepjulegur einsog alvöru ánamaðkur, sem er úr sérstöku efni sem hefur að geyma leyndardómsfulla efnablöndu. Erlendir sérfræðingar hafa komist að því með vísindalegum rannsóknum að laxfiskum þyki aðlöðunarefnin ómótstæðileg. Maðkarnir eru seldir undir vörumerkinu Powerbait, og voru uþþhaflega gerðir til að veiða vatnafisk, sem er alls óskyldur laxi. Eftir að veiðimaður í Meðalfellsvatni fékk fantaveiði á maðkana, þegar allt annað brást, flaug fiskisagan af stað hérlendis. Gervimaðkarnir, sem meðal annars eru seldir í Veiðimanrtinum renna þar út einsog heitar lummur, og verslunin hefur aftur og aftur orðið uppiskroppa með þá. Þurrkatíð víðsvegar um landið síðustu vikur hefur leitt til alvarlegrar maðkaeklu, og í einni af þekktustu veiðiám landsins reyndu Gísli S. Ein- arsson: Skel- eggur stuðn- ingsmaður bóndans á Stóra-Kroppi... menn gúmmímaðkana með svo góðum árangri, að þegar í stað var gerður leiðangur út af örkinni, sem keypti upp allar birgðir Veiðimannsins. Síðan linnir ekki eftirspuminni... Fyrir utan Guðjón Ólaf Jónsson í umhverfisráðuneytinu er annar ungur og framgjam aðstoðarmaður sem líklegt er að eigi eftir að láta kveða að sér á pólitíska sviðinu. Það er Árni Gunnarsson, sem innan félagsmálaráðuneytisins er sagður orðinn jafngildur Páli Péturssyni aðalráðherra. Ungir framsóknarmenn kusu Árna formann sinn á siðasta þingi þeirra, og stuðningsmenn hans í röðum FUF segja fullum fetum að án hans væri Páll bjargarlaus í félagsmálaráðuneytinu, því Árni bæði hugsi og framkvæmi fyrir hann. Ekki síst vegna þessa hefur Ámi verið orðaður við framboð í kjördæmi Páls, Norðurlandi vestra. Árna varð þó á alvarlegur fingurbrjótur á dögunum, þegar úr bankakerfinu var lekið bréfi, þar sem kom fram að félagsmálaráðherra var á bólakafi í subbulegu bandalagi við bankamenn um að hækka gjöld af húsbréfum áður en þau yrðu flutt úr Húsnæðisstofnun yfir til bankanna. I viðtali við DV talaði aðstoðarmaðurinn nefnilega þannig, að það var ómögulegt að skilja mál hans öðru vísi en sem staðfestingu á því að samsæriskenningin sem spratt af bréfinu væri rétt. Páll hinsvegar harðneitaði öllu, þegar hann fékkst loks til að tala við fjölmiðla um málið. Málið kann að reynast Páli mjög erfitt þegar þing kemur saman. Það er því aldrei að vita nema Árni hafi (vonandi óafvitandi) heldur bætt líkumar á því að hann verði fyrr en seinna settur í framboð fyrir Framsókn í Norðurlandi vestra í staðinn fyrir núverandi yfirboðara sinn... Flestir búast við því að Karl Sigurbjörnsson verði efstur í fyrstu umferð biskupskjörsins, sem hefst eftir tvær vikur. Alls óvíst er þó um að hann nái meirihluta í það sinnið, þó margir innan kirkjunnar telji farsælt fyrir hana að úrslit réðust í aðeins einni umferð. I röðum stuðnngsmanna hann ríkir ákveðinn kvíði yfir framhaldinu. Fleiri en eitt dæmi eru nefnilega úr biskuþskjörum um að sá sem fær mikinn stuðning í fyrstu umferð tapi á lokasprettinum. Gott dæmi um það er af núverandi biskupi, Óiafi Skúlasynl þegar hann séra Kar|. Hæ jð að freistaði kjors hið fyrra sinmð ánð hann nai meirihluta 1980. Ólafur hlaut þá langflest í fyrstu umferð... atkvæði í fyrri umferðinni, og flestir stuðningsmenn hans gengu að því sem vlsu að hann yrði yfirburða sigurvegari í þeirri seinni. En það fór á annan veg. Herra Pétur Sigurgeirsson vann embættið á einu atkvæði... inumegin “FarSlde” eftir Gary Larson Bræður mínir í baráttunni! Við munum rfða niður í dalinn eins og vindurinn, hófar reiðskjóta okkar munu valda þrumum og glampandi stál sverða okkar skjóta eldingum. Muniði bara að láta blómagarðinn hennar Fjólu í friði. Hver er fegurst kvenna/karla á Islandi? Þorsteinn Richter: Innri konan. Ólafur Jónsson: Fjóla Dögg Helgadóttir: Fyrrverandi konan mfn. Páll Óskar Hjálmtýsson. Berglind Stefánsdóttir: Hjalti Úrsus Ámason. Erla Hrönn Diðriksdóttir: Pabbi. v i t i m q n n Það er verið að reyna að búa til evrópska Cannes-hátíð. Hér er ekki jafnmargt fólk og markaðurinn er ekki viðlíka og í Cannes. En þetta er mjög skemmtilegur staður og ákjós- anlegur til þess að hátíðin nái að dafna. Þorfinnur Ómarsson framkvæmdarstjóri Kvikmyndasjóðs íslands í Mogganum um Evrópsku kvikmyndahátíðina í bretónska strandbænum La Baule í Frakklandi. Tengingu við Frakkland hefur vantað heima á íslandi. íslenskar kvikmyndir hafa nán- ast aldrei verið gerðar í sam- vinnu við Frakka. Það veitti því ekkert af því að ná sam- bandi við Frakka. Þorfinnur Ómarsson við Morgunblaðið eftir að Kaldur klaki Friðriks Þórs fékk aðal- verðlaunin á aðalhátíðinni. Ég skil ekki hvernig menn tíma að eyða tíma og pening- um í það að eyðileggja sig á áfengi. Árni Helgason bindindispostuli og nýkjör- inn heiðursborgari f Stykkishólmi f Mogganum. Hér hefur honum liðið vel og hér á hann heima. Gunnlaugur Árnason þakkar heiðurinn fyrir hðnd föður slns. Úr Mogga. Menn minnast ekki hversdags- legra atvika eins og degi í vinnunni, heldur þeirra sem sérstök eru, eins óg þegar menn eignast barn og giftast. Michael Skinner lögfræðingur frá Banda- ríkjunum og þátttakandi í Arctic open golf- mótinu á Akureyri f heimspekilegum hug- leiðingum að sögn Dags-Tfmans. Stundum horfi ég líka á alveg kolólöglegar myndir úr videó- inu. Það hefur sennilega ann- að hvort með eftirhreytur af kynhvöt að gera, eða þá óeðli. Jonni á Uppsölum skriftar í Degi-Tímanum. Ég tel að samkynhneigt fólk hafi meiri ástæðu til að hvetja hvað annað til umburðarlyndis og kærleika í garð gagnkyn- hneigðra. Auður Eir Vilhjálmsdóttir í DV. Samkynhneigt fólk hefur ekki tekið sig saman um að draga í efa þau mannréttindi gagnkyn- hneigðra að vera gagnkyn- hneigð. Auður Eir Vilhjálmsdóttir í DV. Sannleikurinn er ástvinur guð- anna, gleði himinsins, ljós jarðarinn- ar, fótskör réttlætisins og grundvöll- ur góðra stjórnmálá. Epímenídes

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.