Alþýðublaðið - 02.07.1997, Side 8

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Side 8
WOfílOW/Oe EXPfíESS Nýtt aðalnúmer 5351100 EMMBIOIÐ Miðvikudagur 2. júlí 1997 85. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk WOfíLOW/OE EXPfíESS Nýtt aðalnúmer 5351100 ■ Saksóknari brýtur upplýsingalögin, segir Guðrún Jónsdóttir Fær ekki að sjá kæruna frá biskupi um rógburð „Það er ekki hægt að opinber starfsmaður hagi sér svona, annað hvort þola þessi skjöl dagsins ljós eða ekki,“ segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum en hún hefur ítrekað reynt að fá upplýsingar um ákæru biskups gagnvart sér, en hún var tal- in meðsek konunum sem tengdust biskupsmálinu um rógburð. A skrif- stofu ríkissaksóknara fær hún jafnan þau svör að gögnin séu ekki tiltæk. “Forsaga málsins er sú að þegar upplýsingalögin gengu í gildi um áramótin hugsaði ég með mér að samkvæmt nýju lögunum ætti ég rétt á því að fá að sjá öll þau gögn sem snertu mig í kæru biskups. í biskupsmálinu svokallaða ákærði biskup konumar sem kærðu hann um kynferðislega áreitni, fyrir rógburð og fleiri atriði, og þar var ég talin meðsek. Nú vil ég fá að sjá kæmna gegn mér, öll lögreglugögn sem tengjast henni og skriflega niður- stöðu ríkissaksóknara sem ákveður að aðhafast ekkert í málinu. Það er borgaralegur réttur minn að fá einhver svör og ég skil ekki hvaða tilgangi það á að þjóna að halda þessu leyndu og afhverju gögnin em inni hjá honum en ekki í skjala- geymslu. í Apríl hringdi ég upp á skrifstofu ríkissaksóknara og þar fékk ég þau svör að gögnin væru inni hjá honum og því ekki aðgengileg. Ég hringdi aftur og fékk sömu svör og náði jafn- framt ekki tali af honum sjálfum. Þegar ég hringdi í þriðja sinnið var mér sagt að ég þyrfti að senda skrif- lega beiðni. 27 maí sendi ég hana og ■ Vinnur Tryggingastofnun eftir tyrkneskum lögum? Meðlög til Sophíu felld niour Sophía Hansen fær ekki greidd meðlög vegna bama sinna frá Trygg- ingastofnun frá fyrsta júlí, vegna þess að Hæstiréttur í Tyrklandi hefur úrskurðað Halim A1 forræðið. Þetta kemur Sophíu í gersamlega opna skjöldu enda var henni á sínum tíma úrskurða forræði telpnanna tveggja fyrir íslenskum dómstóli. Það skýtur skökku við að Tryggingastofnun ís- lands skuli fara að tyrkneskum lög- um. Þann 6. júní síðastliðinn sendi Hilmar Björgvinsson yfirmaður í Líftryggingadeild Tryggingastofnun- ar bréf til forstjóra stofnunarinnar þar sem segir að nú hafi Hæstiréttur í Tyrklandi fellt sinn dóm í forræðis- deilu Halims A1 og Sophíu Hansen og Halim A1 sé nú með forræðið því skuli fella niður allar greiðslur til Sophíu vegna bama hennar frá 1. júlí. Ákvörðunin var ekki tilkynnt Sophíu, en þegar hún vitjaði um meðlagsgreiðslur í morgun vom þær ekki inni á reikningnum. Sophía fékk ekki að sjá telpumar í gær en hæstiréttur í Tyrklandi kvað svo á um að hún skildi hafa dætumar hjá sér frá 1. júlí til 31. ágúst. hef ég ekki heyrt neitt síðan, hvorki fengið hringingu né bréf frá embætt- inu. Eftir það hef ég hringt þrisvar. síðast í gær og fékk ég að heyra það sama, að gögnin væm ekki tiltæk, þau væru inni hjá ríkissaksóknara. Nú ætla ég að ræða við lögfræðing og fá hann til að ganga í málið, það er óþolandi að fólk þurfi að kaupa lögfræðiaðstoð til að ná fram ský- lausum rétti sínum, gagnvart hinu opinbera,“ segir Guðrún Jónsdóttir. mesi UNGMENNAFÉLAGS ISLANDS ^orgarfjörðurinn verður fullur af fjöri 3,- 6. júlí á 22. Landsmóti UMFÍ. Keppt verður í yfir 20 íþróttagreinum. Jón Arnar Magnússon reynir við íslandsmet í frjálsum og topplið eigast við í körfubolta. Fjölskyldan getur tekið þátt í gönguferðum, skemmtiskokki og skógarhlaupi. Einnig verða ýmis leiktæki á svæðinu ásamt götuleikhúsi, sýningu á ólympískum lyftingum, ökuleikni o.fl. Sannkölluð fjölskyldu- og íþróttahátíð Enginn aðgangseyrir inn á mótið jTÁý læsileg setningarathöfn verður á föstudag kl. 20. fj/Á laugardag verður kvöldvaka með söng, leikjum og fjölbreyttum skemmtiatriðum m.a. Spaugstofunni og Magnúsi Scheving. Barna- og fjölskylduball verður laugardagskvöld og dansleikir með Draumalandinu og Stuðbandalaginu á föstudags- og laugardagskvöld. Landbúnaðarsýning verður á Hvanneyri 4,- 6. júlí. Landsmótsstemningin er engu lík. Ekki missa af henni. Fimmtudagur 3. júlí Föstudagur 4. júlí Laugardagur 5. júlí Sunnudagur 6. júlí BORGARNES: Körfubolti, sund, fijálsar iþróttir, skák, fimleikar og fótbolti (Sjóvá - Almennra deildin kl. 20 Skallagrímur og Stjarnan). BORGARNES: Borðtennis, körfubolti, sund, fijálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, skák, æsku- hlaup, golf, hcstaíþróttir og hand- bolti. Setningarathöfn á Skallagrímsvelli kl. 20. HVANNEYRI: Fótbolti og Bridds. AKRANES: Blak og körfubolti Reyklaust landsmót TÓBAKSVARNANEFND HVANNEYRI: Fótbolti, bridds, drátta- vélaakstur, jurtagreining og lagt á borð. Landbúnaðarsýning hefst: Búfé á beit, vélasýning - gömul og ný tæki, kynningar Borgfirskra fyrirtækja og stofnana, hestaleiga o.fl. AKRANES: Blak og körfubolti. BORGARNES: Körfubolti, glima, sund, fijálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, starfshlaup, skák, línubeiting, pönnukökubakstur, golf, hestaíþróttir, handbolti og skógarhlaup. Kvöldvaka á Skallagrímsvelli kl. 20. HVANNEYRI: Fótbolti og Bridds. Landbúnaðarsýning: Setning, nautasýn- ing, pijónakeppni, trjáplöntun og leiksýning (Bjartur í Sumarhúsum). AKRANES: Blak og körfubolti. BORGARNES: Körfubolti, blak, frjálsar rþróttir, skák, fótbolti og handbolti. Mótsslit á Skalla- grímsvelli kl. 14:30. HVANNEYRI: Bridds. Landbúnaðarsýning: Helgistund, nautasýning og leiksýning. /7 Ungmennasamband •J\ Borgarfjarðar UNGMENNAFÉIAG ÍSIANDS VÖRUHÚS KB SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU Sjáumst á landsmóti vimmmtv

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.