Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 og snillingurinn Falsarinn Hvenær er málverk falsað og hvenær er málverk ekki falsað. Svar- ið er bæði einfalt og flókið. Frá því nafn listamannsins fór að skipta máli við mat á listrænum gæðum mál- verka hafa falsarar gert listamönnum og listáhugamönnum lífið leitt. Nöfn listamanna hafa nefnilega ekki alltaf vegið stórt þegar horft hefur verið á myndlist. Það er ekki að ástæðulausu sem enginn þekkir nöfn þeirra lista- manna sem skreyttu kirkjuveggi og steindu glugga á miðöldum. Það þótti einfaldlega ekki fínt að höfund- ar trönuðu sér fram fyrir verk sín. Slíkt komst ekki í móð fyrr en á endurreisninni. Breytingin varð þó ekki á einni nóttu. Listamenn miðalda unnu margir saman á vinnustofum og margar hendur hjálpuðust að við að ljúka við pantanir á myndum frá aðalsmönn- um þeim og páfum sem héldu lista- mönnum uppi. Líklega var Michael Angelo fyrstur manna til að neita að hafa kollega sér til aðstoðar og það við ekki minna verkefni en loftið í Sixtínsku kapellunni í Róm. Fyrir bragðið var hann talinn hálf geggjað- ur. Hann var fyrsti snillingur lista- sögunnar og í raun iíka einn af fyrstu listamönnunum samkvæmt skilningi nútímans. Hér áður fyrr var nefnilega litið á þá sem handverskmenn og vinna þeirra metin samkvæmt því. Michael litli Angelo var því í hópi fyrstu listamanna sögunnar hvers samtímamenn litu á sem snilling. Mikael engill var uppi í byrjun sext- ándu aldar. Það liðu hins vegar nokkrar aldir áður en snillingshug- takið fékk það inntakið sem við ljá- um því í dag. Michaeal Angelo varð reyndar sjálfur uppvís af listaverkafölsun þegar hann var enn komungur lær- lingur að feta sín fyrstu fótspor á listabrautinni. Þá gerði hann eftir- mynd af rómverski styttu og seldi hana á okurverði sem antík til lista- verkasafnara, kardínála nokkurs í Róm. Svkin komust upp, kaupandinn krafðist bóta, en fékk þá snuprur frá menningarelítu þess tíma fyrir að horfa framhjá hæfileikum unga mannsins. Þetta var þá. Síðar meir, þegar listamenn vom almennt famir að gera út á sjálfa sig og myndlist var orðin eftirsótt söluvara, hugðu minni spámenn sér gott til glóðarinnar, fóm að gera eftirmyndir af verkum þekktra kollega og selja þær sem fmmmyndir. í framhaldi af því fóm myndlistarmenn að merkja myndir sínar og berjast fyrir stofnun laga um vemdun höfundarréttar. Þeirra áttu það líka á hættu að hæfileikar þeirra yrðu dregnir í efa. Tónskáld vora reyndar fyrri til að fá í gegn höfund- arréttarlög í lok 18. aldar, en lög um höfundarrétt myndlistarmanna fylgdu í kjölfarið. Lagasetningar hafa þó aldrei kom- ið í veg fyrir að menn brjóti þær. Höfundarréttarlög hafa því aldrei getað komið alveg í veg fyrir falsan- ir. Þau geta heldur ekki skilgreint hvenær listaverk er gott og hvenær œ I i n það er vont. Falsað málverk getur til að mynda alveg verið betra en fmm- myndin. Það gæti til dæmis átt við ef Picasso hefði gert eftirmynd af verki eftir Gunnlaug Scheving. Það væri engu að síður fölsun ef Picasso hefði reynt að selja það sem verk eftir Gunnlaug. Málaðar eftirmyndir ganga kaup- um og sölum í erlendum galleríum og ku sá markaður lifa góðu h'fi. Verk eftir þekkta listamenn em svo dýr að jafnvel sæmilega efnaðir listáhuga- menn hafa ekki efni á þeim. Finnist þeim ekki fínt að hafa prentaðar ljós- myndir af málverkum upp á vegg hjá sér er eina leiðin að fá málaða eftir- mynd af eftirlætis verkinu. (Það þarf ekki að taka það fram að verk im- pressjónistanna em vinsælust). Til að koma í veg fyrir misskilning má eft- irmyndin hins vegar ekki vera í sömu stærð og fmmmyndin. En hún er al- veg eins að öðm leyti. Eða eins mik- ið eins og hæfileikar kópíistans leyfa. Það er til dæmis mikið lagt upp úr því að ná sömu litatónum og í frammyndinni, sagði mér pólsk myndlistarkona í París sem fengist hefur við það í aukavinnu að mála eftirmyndir af verkum Monets Þessar gerðir eftirmynda eru lög- legar enda ekki reynt að villa um fyr- ir kaupandanum. Því er ekkert við þeim að segja. Þær hafa það helst fram yfir fmmmyndina að vera miklu ódýrari. Eftirmynd telst því ekki svikin nema hún sé seld sent fmmmynd. Hagur falsarans felst í því að meira fæst fyrir svikna mynd en heiðarlega kópíu. I það minnsta ef verk tiltekins listamanns em eftirsótt og seljast fyrir háar fjárhæðir. Söluverð málverka er svo annar og óskildur handleggur. Verðmat lista- verka fylgir ekki neinum venjulegum markaðslögmálum. Verðlagning þeirra fer ekki eftir raungildi. Þannig var það reyndar í eina tíð, en breytt- ist um svipað leyti og myndlistar- menn fengu nafn. Þá var hætt að verðleggja myndlist samkvæmt tíma- vinnu og efniskostnaði. Verð hennar fór eftir snilligáfu listamannsins og frægð, en einnig eftir eftirspum. Verð listaverka á uppboðum og á peninga- mörkuðum lýtur enn öðrum lögmál- um sem í rauninni byggjast ekki á neinu öðm en dyntum kaupenda. Sé listaverk keypt fyrir lítinn pening en selst skömmu síðar fyrir svimandi fjárhæð á uppboði þýðir það ekkert annað en að bjóðendur hafa bitið það í sig að viðkomandi verk sé arðbær fjárfesting. Sannir listáhugamenn era nefnilega færri í uppboðssölum en peningamenn. Því rýkur verð á lista- verkum oft upp úr öllu valdi á upp- boðum. Hvort kaupandinn síðan reynist sannspár um fjárfestinguna getur ekkert nema tíminn leitt í ljós. Listaverk em nefnilega alls ekki alltaf ömgg fjárfesting. Smekkur á myndlist fylgir tíðarandanum eins og svo margt. Meira að segja góð mynd- list. Það hefur sagan margoft sannað. b (2 I i n Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, jöklafari og rithöfundur vinnur um þessar mundir að bók um íslenska náttúru sem líklega kemur út síðar á árinu hjá <i>lcelandic review. Útgáfan er gamall draumur Haraldar J. Hamar sem er aðaleigandi lcelandic review og hefur verið lengi í undirbúningi, því hugmyndin fæddist fyrir áratugum og þá var sjálfur Sigurður Þórarinsson, höfuðpáfi íslenskra jarðfræða, fenginn til verksins en auðnaðist ekki timi til að Ijúka því. Ari Trausti er hinsvegar orðinn einn helsti rithöfundur landsins þear náttúrufræði eru annars vegar og þykir líklegur til að Ijúka verkinu með sóma. Helmingur bókarinnar á að vera texti en hinn helmingurinn myndir, og þar verður fyrst og fremst stuðst við náttúrumyndasafn Páls Steingrímssonar Ijósmyndara sem hefur um árabil átt mestan heiðurinn af frábærum náttúrmyndum í ritum lcelandic review... Alþýðublaðið er vel lesið á skrifstofum félagsmálaráðherrans þessa dagana. Á föstudaginn birtist örlítil eindálka frétt á forsíðu, þar sem getið var um fokdýra og lítt nauðsynlega Norðurlandaferð á vegum nefndar, sem ráðuneytið átti frumkvæði að. Þar var þess getið, að þó langt væri um liðið frá því ferðin var farin, hefði ekki einu sinni verið iögð fram skýrsla um ferðina, ef frá var talin frásögn Sigurðar E. Guðmundssonar forstjóra Húsnæðisstofnunar. Síðla sama dags renndi leigubifreið upp að húsum stjómarmanna stofnunarinnar, og út sté sendiboði með umslag frá ráðuneytinu. I því voru spánný drög að skýrslu um ferðina. Segið svo að Alþýðublaðið hafi ekki áhrif... Nýtt líf var að koma út í dag, og skartar það viðtali við Bryndísi Hlöðversdóttur alþingismann. Það fjallar mik- ið um óléttu Bryndísar en líka um pólitikina eins og gengur. Bryndís segir til dæmis að hún sé sannfærð um að það verði samfylking vinstri flokkanna fyrir næstu kosningar og það sé heiðarlegra að nálgast nágranna sína en að hlaupa í stjórn með Sjálfstæðisflokkunum. Forsetafrúin Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hefur hvar- vetna vakið eftirtekt fyrir glæsileika sinn og er orðin eftir- lætisefni glanstímaritanna. Fyrir skömmu birti þannig tímarit- ið Mannlíf langa grein sem fjallaði um hana, smekk hennar og stíl. Höfundurinn var ungur og efnilegur blaðamaður Ró- bert Marshail sem hefur um langt skeið tilheyrt aðdáenda- hópi hjónanna. Frú Guðrún Katrín er fræg hannyrðakona og var á sínum tíma þekkt fyrir hannyrðaverslun sem hún rak á Skólavörðustígnum. Heimildir tímaritsins voru þó ekki alls- kostar byggðar á traustum grunni. í Mannlífi kom nefnilega fram að verslun frú Guðrúnar Katrínar hefði eitt sinn verið lokað vegna vangoldins söluskatts, en verið opnuð jafnskjótt degi síðar. Af Mannlífi mátti skilja að það hefði verið vegna áhrifa fjármálaráðherrans, sem þá var einmitt Ólafur Ragn- ar. Þetta var hinsvegar fingurbrjótur í annars ágætri grein því fyrir þessu er enginn fótur. Frú Guðrún Katrín stóð að sjálfsögðu ávallt í skilum með sin gjöld og skatta og verslunini var aldrei lokað, hvað þá heldur að hún væri innsigluð. Miðaldra Heimdellingar, sem teknir eru að reskjast fyrir aldur fram, sjá hinsvegar of- sjónum yfir velgengni Ólafs Ragnars í for- setaembættinu og hafa reynt að gera sér mat úr missögn Mannlífs í sérkennilegu riti sem þeir halda úti á Vefnum undir heitinu Þjóðviljinn. Þeir eru jafnan fastir við sitt gamla heygarðshom, þar sem betra þykir að veifa röngu tré en öngu... þeir séra Flóki Kristinsson, og formaður Prestafélagsins, séra Geir Waage auk annarra úr liði svartstakka. Jesús Kristur fæddist í fjárhúsi sem kunnugt er og hinn táknræni grunnur kirkjunnar er því fjárhúsið. Það má því ætla að lista- konan sé að koma enn frekari boðskap á framfæri með því að listaverk hennar er staðsett á rústum fjárhúss. Þeim sem opnaði sýninguna í júni hefur líklega ekki verið skemmt þeg- ar hann skoðaði Boöberana en það var enginn annar en herra Ólafur Skúlason biskup... “FarSide” eftir Gary Larson Heldur erfiðlega gekk að rukka inn lög- regluskírteini hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, eftir að hún var formlega lögð niöur á þriðjudag. Skyndilega var stór hluti skír- teinanna týndur og menn höfðu enga hug- mynd hvar þau væri að finna. Söfnunargildi þeirra verður sjálfsagt mikið í framtíðinni, svo ekki sé talað um persónulega minningu. r ISkálholti stendur nú yfir merkilegt sýning á útilistaverkum. Eitt þeirra er eftir austfirsku listakonuna Ingu Jónsdóttur. Það er úr plexígleri og stáli og úrklippum fjölmiðla þar sem fjallað er um hin frægu biskupsmál sið- ustu ára. í fjarlægð lítur verkið út einsog steindur gluggi, en þegar nær dregur koma úrklippumar í Ijós. Verkið heitir Boðberar og heitið er táknrænt, því þegar sýningargestir eru komnir alveg að glugganum kemur í Ijós að boðberamir á úrklippunum eru einkum Heyröu Noreen - ef þú vilt vera Ijósmyndari næst, þá er það í lagi mín vegna. Hver þykir þér vera fallegasti staður á Islandi? Henny Hinz: Haukur Hauksson: Björg Sveinsdóttir: Smári Guðmundsson: Róbert Róbertsson: Gullfoss. Geysir. Vatnsdalur í Húnavatns- Þingvellir. sýslu. Snæfellsnesið. Á Búðuni. Og hjá Skógum, undir Eyja- fjöllum. v i t i m q n n Nú hefur skoðanakönnun stað- fest, að nærri þriðjungur ís- lendinga les eina eða fleiri Ijóðabækur á ári. Víkverji í Mogga. Alltaf spakur. Menn vita hins vegar aldrei hvað gerist þegar bandarískir dómstólar eru annars vegar. Sigurður Helgason um sýknun Flugleiða í USA. Úr Mogga. Við tókum mjög skýrt fram við þetta fólk að þetta væri ekki Morgunblaðinu að kenna held- ur væri þarna um prentvillu að ræða hjá okkur. Ragnar Ingimarsson forstjóri Happrdrættis Háskóla íslands í Morgunblaðinu. Var ein- hver svekktur? Þetta er reynsla sem við hefð- um ekki viljað missa af. Sigurður Sveinsson eyddi sumarfríinu í Reykjavik. Úr Degi- Timanum. Ekki er það ofsögum sagt, að margt er það skrýtið sem hrærist í kýrhausnum. Oddur um frjáls viðskipti í DT. Ég spyr. Svavar Gestsson í DT. Kannski er þetta líka spurning um að sögurnar séu góðar. Þorfinnur Ómarsson um aðsókn á (slensk- ar kvikmyndir í DT. Á fallegum sumarkvöidum er hægt að fylgjast með sóiinni hníga til viðar... Egill Egilsson í Mogga. Ja hérna. Eitt sinn hélt kyrrlátur lærdóms- maður heim úr fjölmennu sam- kvæmi. Aðspurður hversu honum hefði líkað við gestina svaraði hann: „Ef þetta hefðu verið bækur þá hefði ég ekki lesið þær.“ Goethe.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.