Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 4. JULI 1997 Brauðfætur Borgarleikhússins ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lriiiinti Eg er ekki að skjóta á neinn Þórhildur Þorleifsdóttir kannast ekki við að hafa neitað Ll um samstarf Leikfélag Reykjavíkur setti upp óvenjufáar sýningar á síðasta leikári og féll aðsókn niður um nokkur þús- und áhorfendur frá fyrra leikári eins og frant kemur í úttekt í nýútkomnu hefti tímaritsins Frjáls verslun. Þór- hildur Þorleifsdóttir vill ekki meina að þessar tölur þýði að uppsetningar LR í vetur hafi allar verið illa sóttar. „Oft er það þannig að ein sýning á leikári gengur sérlega vel og laðar til sín flesta áhorfendur. Það þatf ekki að þýða að aðrar sýningar hafi gengið illa, enda eru þær yfirleitt á svipuðu róli x aðsókn. Hins vegar munar um hverja uppsetningu og því hlýtur heildaraðsókn að minnka þegar upp- setningum fækkar.“ Á LR að fylgja lögmálum markað- arins eða gegna sérstöku menningar- hlutverki? „Til þess eru framlög til menning- armála, að menningin sé ekki of háð markaðinum. Hins vegar er aldrei á vísan að róa þegar reynt er að setja upp sýningar sem talið er að fólk vilji sjá. Leikhúsið verður líka að koma til móts við allskonur kröfur og þarfir. Klassísk verk og óþekktir höfundar höfða ekki oft til mjög stórs hóps sem þýðir ekki að það eigi að sniðganga þau. Þá er nauðsynlegt að styðja við bakið á nýjum íslenskum leikritum og því fylgir viss áhætta. Það er ekkert tryggt í þessum efnum, þótt líklegt sé að þekktir söngleikir sem eru dýrir í uppfærslu fái aðsókn." Þórhildur Þorleifsdóttir. Ertu að skjóta á einhvem ? „Ég er ekki að skjóta á neinn. Ég er einfaldlega að benda á að það er eng- in formúla til.“ Þú hefur sagt að Borgarleikhúsið tapi á þvt að fá leikhópa inn í húsið. Leikfélag Island hefur gagnrýnt þessi ummœli. Hvernig á að skilja þetta? „Það hafa mörg samstarfsverkefni af ýmsum toga verið unnin í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavík. Sum hafa gengið vel. Önnur illa. Það er ekkert algilt í þeint efnum. Og ég hef ekki látið orð falla um tap af samstarf- inu við Leikfélag fslands. En þegar litið er yfir margra ára reynslu af slík- unt samstarfsverkefnum er niðurstað- an hins vegar sú að Borgarleikhúsið hefur Iagt meira til en það hefur feng- ið vegna þessara verkefna. Héma er verið að tala um meðaltal en ekki ein- stök verkefni. Ein af ástæðunum fyrir því að Leik- félagið kemur út úr þessu með tapi þegar á heildina er litið er sú að eng- inn hefur þurft að greiða fyrir full af- not af húsinu, og þá er ég að tala um kostnaðinn sem fylgir því að halda húsinu opnu, til dæmis yftr æfmga- tímann. Þegar vel gengur höfum við fengið greiðslu sem mætir þessum kostnaði en ekkert er greitt þegar illa gengur vegna þess að LR hefur deilt áhættu með hópunum. Skuldasöfnun Leikfélagsins frá þeim tíma sem flutt var í Borgarleikhúsið gerir það að verkurn að við getum ekki leyft okkur þetta lengur." Þið virðist samt ekki ætla að hœtta með samstarfsverkefni því eitt slíkt verður frumsýnt í ágúst? Er það ráð- legt samkvœmt þessu? „Þetta er ekki samstarfsverkefni heldur er einfaldlega um leigu að ræða. Það er engin ástæða til að loka á slíkt þegar við fullnýtum ekki húsið, en við ákveðið að breyta forminu. Samningnum við hópinn sem frum- sýnir í ágúst er þannig háttað að for- svarsmenn hans ganga í ábyrgð fyrir vissri upphæð og þurfa að greiða hana að fullu hvemig sem fer. Framlag LR má aldrei fara fram úr þeirri upphæð, þannig er tryggt að leikfélagið fái greiðslur fyrir afnotin. Þetta hefur aldrei verið gert fyrr. Einnig er tryggð lágmarksleiga fyrir hveija sýningu, en ekki bara ef eitthvað er afgangs. Þessi samningur hefur því fordæmisgildi.“ Hefur minna verið sótt um samstarf við LR siðan þessar reglur tóku gildi? „Það er nýverið búið að móta þær og við höfum skýrt reglumar fyrir þeim sem þegar hafa falast eftir sam- starfi í vetur. Þeir sem sótt hafa um verða síðan að ráða hvort þeir ganga að þeirn eða draga umsóknir sínar til baka. Þar sem Leikfélag Islands hefur sagt í Morgunblaðinu að þeirn hafi verið neitað um samstarf í sumar verð ég að segjaað það em helber ósann- indi. Slík beiðni hefur aldrei borist, hvorki munnleg né skrifleg. Mér er það því hulin ráðgáta hvers vegna þeir em með svona yfirlýsingar.“ Þú hefur sagt að Borgarleikhúsið sé ekki samkeppnisfœrt við Þjóðleik- húsið. Hvað áttu við tneð því? „Þjóðleikhúsið fær það miklu meiri pening en við, eða 300 milljónir á móti þeim 140 milljónum sem við fáum. Það er því langt frá því að við sitjum við sama borð. Við getum ekki fullnýtt húsið því við höfurn ekki efni á því að setja upp nógu margar sýn- ingar á leikárinu nema bæta við skuld- imar.“ VelkQmin um barð rferjuna Baldur Daglegar ferðir með viðkomu í Flatey Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi Aukið öryggi í kortaviðskiptum í bensínsjálfsölum “ frá og með 8. júlí Þú þarft að slá inn PIN-númerið þegar þú greiðir með kredit- eða debetkorti í bensínsjálfsölum Til samræmis við alþjóölegar öryggisreglur í kortaviðskiptum hafa íslensku greiðslukortafyrirtækin ákveðið í samráði við olíufélögin að frá og með 8. júlí skuli persónulegt leyninúmer korthafa (PIN-númer) notað í viðskiptum með greiðslukortum í bensínsjálfsölum hér á landi* * PIN-númer vegna ViSA-korta fást endurútgefin hjá viðskiptabönkunum, sparisjóðunum og VISA ef þörf er á. PIN-númer vegna Eurocard-korta fást endurútgefin hjá Europay á íslandi. ÁLFABAKKA 16, 109 REYKJAVÍK simi 525 2000 - fax 525 2020 EUROPAY í s l a n d KREDITKORT HF. ÁRMÚLI 28-30 • 108 REYKJAVÍK Sími: 550 1500 • Fax: 550 1515

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.