Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 4
A FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 Lónsöræfi Lónsöræfi eru stórkostlegt gönguland austan Vatnajökuls og upp frá Lóni. Landið er afar litríkt, enda er það eitt fegursta líparítsvæði á Islandi. Fallegur kjarrgróður er víða og mikið um fallega náttúrusteina. Oft má sjá hreindýr á beit á Lónsöræfum. Hafðu þessi orð o farlega í huga þegar þú heldur i sumar. Á fótunum ættirðu svo að hafa ítalska Scarpa skó sem geta borið þig hér um bil Scarpa skórnir eru fram - leiddir úr bestu efnum sem fáanleg eru. Skórnir eru mótaðir, fóðraðir og síðan saumaðir saman á botninum. Því næst er sólinn límdur á þá þannig að samskeytin lokast en þetta tryggir endingu og vatnsheldni skónna. Scarpa skórnir fást í miklu úrvali - spurðu okkur til vegar og við aðstoðum þig við valið. 'atátn* -gmm fWMm Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Sími 561 2045 Netfang skatabud@itn.is Advance leðurskór með Gore-Tex vatnsvörn Lite Trek GTX léttir skór úr næloni og rúskinni með Gore-Tex vatnsvörn jura - mjúkir skór úr burstuðu leðri. Nýr Vibram veltisóli FerðagKeði uthald, skipulag þrautseigja SKATABUÐIN ■ Hörpudisksveiðar í Skagafirði: Atvinnuskap- andi lostæti Veiðar á hörpudiski hófust fyrir þremur vikum í Skagafirði eftir ára- tugar hlé. Margrét SK 39 þrettán og hálfs tonna bátur frá Hofsósi með Viggó Jón Einarsson í brúnni siglir úr höfn á hverjum morgni og landar um þremur tonnum af hörpudiski að kvöldi. Eins og stendur er fiskurinn sendur til vinnslu í Stykkishólmi þar sem vinnsluleyfi hefur ekki enn ver- ið gefið út á Höfða á Hofsósi. Viggó telur aðeins dagaspursmál hvenær það leyfi fæst, en ekki náðist í sveita- stjórann til að fá það staðfest. Mikið er í húfi fyrir íbúa Hofsóss þar sem atvinnuleysi í bænum er töluvert. Um leið og vinnsluleyftð hefur feng- ist skapast atvinna fyrir fimmtán til tuttugu manns. Leyfið til sjálfra veiðanna var veitt í tilraunaskyni og gildir til 1. september. „Við bindum vonir við að fá kvóta á þessar veiðar. Það myndi þýða atvinnuöryggi í ein- hverja mánuði á ári hér á Hofsósi," segir skipstjórinn og telur nokkuð víst að bráðabirgðaleyfið breytist í kvótaleyfi. „Hörpudisksvinnslan og veiðamar væru kærkomið uppfyll- ingarverkefni hér á staðnum." Aðspurður hvers vegna hörpu- disksveiðar hefðu fallið niður í Skagafirði í svo langan tíma, svarar Viggó því að fiskurinn hafi einfald- iega klárast. „Það var gengið of nærri honum. Mér datt þess vegna í hug að kominn væri tími til að reyna þetta aftur.“ Hörpudiskur er mest veiddur í Breiðafirði við strendur Islands, en Viggó Jón segir að hann sé svæðis- bundinn. „Hér áður fyrr var hann á stórum svæðum í Skagafirði, en við erum ekki búnir að kanna þau öll ennþá.“ Hörpudiskurinn er handpillaður og hreinsaður og ýmist fluttur út unn- inn, frosinn eða ferskur. Mest ku vera selt af honum til Frakklands og Bandaríkjanna. Eitthvað fer þó á inn- anlandsmarkað, sem betur fer. „Hörpudiskur er algjört lostæti," seg- ir Viggó Jón Einarsson, sem auðvitað þarf annað slagið að kanna bragð- gæði aflans. Ærm ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 553 1236

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.