Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 MINNING Jóhann G. Möller Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi sfldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi sér úr greipum í seinasta sporðakast- inu. Brækjan í vitum manns minnti stöðugt á tilgang tilverunnar í „Klon- dæk“ sfldarævintýrisins: Að mala gullið sem sótt var í greipar Ægis konungs. Sfldarhreistrið var límt á hvem bryggjusporð sem breyttist í glerhált dansgólf, þar sem mörgum sakleysingjanum varð síðar hált á svellinu. Og allar þessar konur út um allar þorpagrundir. Kvenblómi Islands saman kominn á einum stað. Þær vom háværar eins og heimaríkur vargfugl í bjargi; hláturmildar í miðj- um hamagangnum og með annarlegt blik í auga af eftirvæntingu þessarar náttlausu voraldar veraldar. Og karlamir? Þeir vom veðurbarð- ir og með saltið í skegginu, látalæti í hverju spori, spígsporandi eins og hanar á haug, sælir í þeirri sjálfs- blekkingu að allt væri þetta þeim til dýrðar. Þvflíkt mannlíf! Þvflíkt kamíval kynslóðanna! Þvflík tímasprengja óhaminna tilfinninga í miðri grútar- bræðslu okkar hversdagslega brauð- strits. Þeir sem aldrei upplifðu Siglu- íjörð sfldaráranna vita ekki hvað það er að hafa lifað; svo að við hljótum að samhryggjast þeim. Það var þama, í sfldarbræðslunni miðri, sem fundum okkar Jóhanns G. Möller bar saman fyrst, fyrir um það bil 40 ámm. Hann var verkstjórinn sem pískaði okkur strákana áfram á vöktum, en létti okkur leiðindin með linnulausum pólitískum málfundi. Hann var grjótharður vinstrikrati og verkalýðssinni með lífsreynslu kreppuáranna í blóðinu. Ég var sautján ára og gallharður bolsi og afneitaði honum og Hanni- bal í annarri hvorri setningu. Eitt- hvað varð maður að gera til að reka af sér slyðruorð ráðherrasonarins á þessu sfldarplani stéttabaráttunnar. Við rifumst nefnilega undir vinstrist- jóm, sem hvorki kunni á gengi né þann gjaldeyri sem við lögðum nótt við nýtan dag til að afla; og tórði í einum andaslitmnum í önnur á for- síðum blaðanna á þessu heita sumri og beið þeirra örlaga að verða tekin af á Alþýðusambandsþingi nokkrum misserum síðar. Að vísu tókst Jóhanni ekki betur til við að píska okkur strákana út en svo að eftir tólf tíma vaktir í bræðslunni stóðum við frívaktir í löndun til þess að komast nær pilsfaldaveldinu á bryggjusporðunum. „Andvaka var allt mitt líf‘, söng Sverrir konungur Birkibeina, fyrir fréttir. Og svo hvarf þessi hverfula draumadís, sfldin, skyndilega og sporðlaust. Fremur en að játa mig sigraðan smyglaði ég mér í skipsrúm um borð í Elliða og þótt- ist þar með eiginlega vera orðinn innfæddur Siglfirðingur og maður með mönnum. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Við Jóhann tókum ekki aftur upp þráðinn fyrr en rúmlega tuttugu árum seinna. Þá var ég seztur í rit- stjórastól á Alþýðublaðinu. Og Jó- hann var þá, sem fyrr, öflugasti boð- beri fagnaðarerindisins á Siglufirði og sérlegur umboðsmaður Alþýðu- blaðsins. Það var eins og við hefðum slitið talinu deginum áður. Jóhann var nefnilega samur við sig. Hann lét sér ekki nægja að tala um hlutina; hann gerði það sem aðrir töluðu um. Hann fór sjálfur á hjólinu sínu út um allan bæ til að safna áskrifendum að blaðinu og aftur til að rukka inn áskriftargjaldið. Á þess- um árum var hann forseti bæjar- stjómar í meirihlutasamstarfi undir fomstu krata - og á kafi í ótal trúnað- arstörfum fyrir flokk, verkalýðs- hreyfingu og íþróttaæskuna í bæn- um. En það breytti engu. Jóhann hafði alltaf nægan tíma fyrir það sem mestu máli skipti. Og upphefðin steig honum seint til höfuðs. Hann var jafn sporléttur fyrir því í þjónustu við þann málstað, sem hann ungur sór sína hollustueiða. Á formannsárum mínum í Alþýðu- flokknum kom ég oft til funda á Siglufirði. Þar ríkir enn sérstök fund- arhefð, sem ber með sér blæ Rauða bæjarins og kreppuáranna. Fundirnir em betur sóttir en í öðmm sóknum. En það sem sker sig úr er að fulltrú- ar allra flokka og sjónarmiða mæta og taka til máls og kveða margir fast að orði. En í fundarlok, um eða upp úr miðnættinu, var það óbrigðult að eldhugi siglfirzkra jafnaðarmanna, gamli verkstjórinn minn úr Sfldar- bræðslunni, kvaddi sér hljóðs. Hann las framsögumönnum og fundargest- um pistilinn um baráttuna fyrir rétt- lætinu, um göfgi jafnaðarstefnunnar og um skylduna og trúnaðinn við hugsjónina; um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Að svo mæltu var fundi slitið. Enda fundu allir innst inni að nú hafði sá talað, sem bezt fór á að hefði síðasta orðið. Þær em margar eldmessumar sem við jafnaðarmenn höfum heyrt af vömm Jóhanns G. Möllers, á flokks- stjórnarfundum og á flokksþingum. Þar kom hann ávallt fram sem sá vin- ur er til vamms segir. Og orðum hans, sem mælt vom fram af heitu geði hugsjónamannsins, fylgdi meiri þungi en ella vegna þess að öll viss- um við að Jóhann var jafnaðarmaður af lífi og sál, jafnt í orði sem á borði. Þess vegna var tónninn aldrei falsk- ur. Jóhann G. Möller á að baki langt og farsælt ævistarf í þágu bemsku- hugsjónar sinnar og heimabyggðar, sem hann unni hugástum. Forsjónin hefur líka kunnað að meta hann að verðleikum því hún hefur fært hon- um þá hamingju í einkalífi sem er óforgengileg. Hamingja Jóhanns heitir Helena Sigtryggsdóttir frá Ár- skógsströnd, væn kona og mikil ætt- móðir. Þeim varð sex bama auðið, sem öll eru hvert öðra mannvæn- legra. Þau eru því umvafin bamaláni, sem heitir öðmm orðum guðsbless- un. Þess vegna getum við nú að leið- arlokum kvatt vin okkar með gleði um leið og við jafnaðarmenn þökk- um þessum félaga okkar eftirminni- lega og ánægjulega samfylgd á síld- arplani þessarar jarðvistar. Jón Baldvin Hannibalsson eir voru jafnaldrar, frændi minn Jóhann G. Möller og Siglu- fjarðarkaupstaður. Bærinn fagnar 80 ára afmæli í maí á næsta ári, en Jóhann hefur nú kvatt okkur 79 ára að aldri. Það er nauðsynlegt að minnast hugsjónarmannsins Jóhanns og Siglufjarðar í sömu setningunni því allt hans líf var helgað upp- byggingu sfldarbæjarins, bættum kjömm og blómlegra félagslífi bæjarbúa. Hann var sannarlega litrík persóna sem setti svip sinn á bæinn og óhætt að fullyrða að Siglufjörður verður fátækari þegar Jóhanns nýtur ekki lengur við. Jóhann var ef til vill meira áberandi á götum bæjarins en margur annar sökum þess að hann ýmist ferðaðist um á tveimur jafnfljótum eða á reiðhjóli. Hann fór gjaman hratt yfir og göngulagið var þannig að maður vissi úr langri fjarlægð hver þar var á ferð. Öllum var heilsað og oftast fór hann ekki lagnt án þess að spjall væri tekið á einhverju götuhominu. Jóhann var einn af þeim sem kom sér ávallt strax að efninu þannig að sjaldnast stóð stoppið lengi. Hraðinn var það mikill að það var stundum eins og Jóhann þyrfti að leysa öll mál bæjarins og þjóðarinnar á einum degi. Það er reyndar nokkuð til í þessu, um það bera öll hans verkefni, trúnaðarstörf og félagsstörf glöggt vitni. Jóhann var hugsjónamaður og gekk snemma til liðs við Alþýðu- flokkinn og verkalýðshreyfinguna. Mínar fyrstu minningar tengjast einmitt stjómmálamanninum Jó- hanni Möller. Ég var ekki hár í loft- inu þegar Jóhann boðaði okkur systkinin niður í Borgarkaffi til þess að bijóta saman og bera út Neista — málgagn Alþýðuflokksins á Siglu- firði. Þetta þótti okkur sjálfsagt og vomm í raun stolt af því að fá einhverja „vinnu“. Störfin urði fleiri og ábyrgðarmeiri í kjölfarið; sala á 1. maí merkjum og útburður á Alþýðu- blaðinu með tilheyrandi innheimtu- aðgerðum. Þó ég muni það ekki nú þá geri ég ráð fyrir að baráttumál jafnaðarmanna og verkalýðshreyf- ingarinnar hafi borið á góma strax á þessum ámm. Ég get í það minnsta þakkað þeim feðgum Jóhanni og Kristjáni Möller fyrir að eiga stærst- an þátt í að vekja áhuga minn á stjómmálum og boðskap Alþýðu- flokksins. Ég minnist þess til dæmis hversu fagnandi hann tók mér þegar ég leitaði til hans eftir heimildum þegar ég vann að lokaritgerð um átökin í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyf- ingunni á kreppuáranum. í ljós kom að hann lúrði á sínu eigin pólitíska bókasafni sem innhélt m.a. fundar- gerðarbækur flokksfélaga og verka- lýðsfélaga jafnaðamtanna á Siglu- firði frá upphafi. Þó Jóhann hafi vart verið nema unglingur þegar átökin stóðu sem hærst, þá var greinilegt að þessir atburðir stóðu ljóslifandi í minningu hans. Lýsingamar og dramatíkin voru með þeim hætti að maður sá fyrir sér sjóðheita átaka- fundi og allt að því blóðug slagsmál krata og kommúnista. Jóhann var persónugervingur Alþýðuflokksins á Siglufirði. í áratugi gengdi hann öllum helstu embættum og trúnaðarstöfum fyrir flokkinn og verkalýðsfélögin, auk þess að sinna öllum stómm og smá- um verkum sem þurfti að vinna til þess að halda úti öflugu flokksstarfi og heyja kosningabaráttu. Þessu fékk ég að kynnast mjög náið þau ár sem ég var framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins. Þ'að leið varla sú vika, þessi fjögur ár, án þess að Jóhann hringdi á flokks- skrifstofuna í Reykjavík. Oftast lá honum mikið á hjarta, enda flokk- urinn í erfiðum málum og bullandi innanflokksátökum á þessum ámm. Hann hikaði ekki við að segja mein- ingu sína og gagnrýna það sem honum þótti miður fara, en hann hafði einnig ráðleggingar og lausnir á reiðum höndum. Á opnum fundum var gaman að sjá skömnginn Jóhann flytja ræður af mikilli innlifun og sannfæringakrafti. Mér er í fersku minni fundur á Siglufriði fýrir nokkmm áram þar sem Jóhann gagnrýndi Jón Baldvin fyrir að fylgja ekki jafnaðarstefnunni í verki. Jón tók þessu vel, eins og hans var von og vísa, og kvað upp þann úrskurð að Jóhann væri samviska flokksins og það væri hollt fyrir forystumenn hans að koma öðra hvora norður til þess að gleyma ekki homsteinum jafti- aðarstefnunar. Það er ekki ofsagt að Jóhann hafi verið einn af dyggustu stuðnings- mönnum og velgjörðarmönnum Al- þýðublaðsins, og eins og nýleg dæmi sanna þá hefur Alþýðublaðinu oft á tíðum ekki veit af bandamönnum. Hann var umboðsmaður og frétta- ritari blaðsins í áratugi og allt fram á áttræðisaldur hjólaði hann með blaðið til allra áskrifeda á Siglufirði, sem þá vora fleiri en margan granar. Hann vildi gjaman halda þessum starfa áfram á meðan heilsan leifði og var þess vegna vonsvikinn þegar blaðstjómin ákvað að leggja niður umboðsmannakerfi sitt árið 1992. Þrátt fyrir að heilsan hafi verið farin að bila undir það síðasta þá var það ætíð fastur liður hjá Jóhanni að sækja sér eintak í Alþýðuhúsið þegar hann var staddur í Reykjavík. Án Al- þýðublaðsins gat hann ekki verið. Á æskuáram mínum á Siglufirði voram við nágrannar og það var ætíð gott að vippa sér yfir girðinguna til þeirra Jóhanns og Lenu enda eiga þau góða og samheldna fjölskyldu og oft var glatt á hjalla á Laugar- veginum þegar dætumar og barna- bömin komu í heimsókn að sunnan. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast hugsjónamanninum Jóhanni Möller og ég mun sakna góðs frænda og vinar. Við Jenný sendum Helenu, börnum, bamabömum og eftirlifandi systkinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Tómas Björgvinsson ER SPILLIIMG INIMAIM TRYGGIIMGASTOF(MUIMAR RÍKISIIMS? Að gefnu tilefni vilja samtökin Lífsvog auglýsa eftir fólki sem farið hefur í læknisskoðun vegna örorkumats hjá læknum innan veggja Tryggingastofnunar ríkisins og þurft að greiða fyrir matið. Upprætum spillingu innan heilbrigðiskerfisins! Stjórn Lífsvogar. Ásdís Frímannsdóttir, s: 566 6898 Guðrún M. Óskarsdóttir, s: 561 1587

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.