Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 Hátt reitt til höggs Háskólabíó: Absolute Power ★★★ Aðalleikendur: Clint Eastwood, Gene Hackman, Judy Davis. Hærra verður naumast seilst en í spennumynd þessari, en um hana sagði í Times Literary Supplement 13. júní 1997: „En stjómartök Eastwoods þykja svo snjöll, svo nærfærin og svo hnitmiðuð að Absolute Power, nærri söm við sig, umbreytist úr grófum reyfara í vandað skemmtiefni. Með þessum orðum er þó færra sagt um kvik- mynd þessa en þá stöðu sem Eastwood hefur náð, þá að vera á höndum borinn. I fyrstu var hann blóraböggull gagnrýnenda, sem spagettí-kúrekakappi, fámáll og staður, síðan hlaut hann með sem- ingi viðurkenningu sem kvik- myndastjóri, loks hátt metinn kvik- myndastjóri. Og hefur hann síðustu ár verið hylltur sem meistari (en þau umskipti marka Unforgiven, vestri hans 1992). Slfk umskipti „skemmtikrafts eins“, komins af léttari skeiði, í san- nefndan listamann eiga sér hlið- stæðu í ferli Alfreds Hitchcocks. Umskiptin í ferli hans mun Vertigo (1958) hafa markað. I hálfan annan áratug, á síðasta sköpunarskeiði sínu, breytti hann, eins og af hend- ingu, um framsetningarhátt á myndum sínum, einni af annarri, og komu þau umskipti á stundum flatt upp á og illa við gagnrýnendur og efniviður myndanna þótti honum ekki samboðinn. En hversu fárán- Kvikmyndir 1 legt sem efni þeirra þótti var alltaf farið viðurkenningarorðum um meistaraleg tök hans. Hér heldur Whitney (söguhetjan) sér í formi með því að gera eftir- myndir af verkum meistaranna á söfnum.“ Úr alfaraleiö Konur sem meiða börnin sín til að fá athygli 22 ára gömul kona var fyrir stuttu síðan, dæmd í fjögurra mán- aða fangelsi í undirrétti í Sönder- borg, fyrir ofbeldi gegn baminu sínu en það var á sjúkrahúsinu þar sem atvikið átti sér stað. Atvikið átti sér stað þegar konan lá inni ásamt komabaminu. Konan var með svokallað Munchausen syndrome og var tekið tillit til þess í réttinum, það lýsir sér í sterkri ósk um athygli, svo að viðkomandi er reiðubúinn að ganga ansi langt. Extra blaðið segir að svipað at- vik hafi komið upp árið 1987, þeg- ar að móðir kom með bamið sitt, sem fékk öðm hveiju slæm köst sem lýstu sér með köfnunarein- kennum. Með hjálp myndbandsvél- ar á sjúkrahúsinu kom í ljós að móðirin framkallaði köstin hjá baminu sjálf, með því að láta plast- poka yfir höfuð þess. Meðan bam- ið væri veikt átti hún athyglina vísa. Starfslaun listamanna Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá Reykjavíkurborg. Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við út- hlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir lista- menn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykja- víkur hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaun skal skila til Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu fyrir 15. júlí n.k. Minning Asgerður Bjarnadóttir Vináttan er eins og hlýr, sólríkur dagur. Hún vekur og hvetur, gleður og andar öryggi í athafnimar. Asgerður var yndislegur vinur. Nærvera hennar breytti andrúmsloftinu. Þýður rómur- inn, yfirvegaður og róandi, fasið virðulegt og stundum fann ég allt að því til lotningar í nærvem hennar. Ásgerður vann í Útvegsbankanum gamla og síðar í Islandsbanka. Oneit- anlega var upplitið ekki alltaf djarft á undirrituðum við inngöngu í muster- ið. Þá var gott að vita af Ásgerði. Bankanum var stjómað af öðlingum og á þessum vettvangi getur svo sann- arlega eitt orð dimmu í dagsljós breytt. Kona á borð við Ásgerði hefur mik- il áhrif hvar sem hún er. Bara persónu- leiki hennar sá til þess. Hún var líka fædd inn í stjómmálabaráttu þjóðar- innar og náskyld því fólki sem hvað mest hefur bmnnið á í íslenskum stjómmálum. Viðhorf hennar í ýms- um málum bám þess glögg merki. Aldrei rasaði hún að afstöðu, orð hennar vom yfirveguð og þegar hún mælti skoðun sína af munni fram var allt að því leikræn tjáning í augnaráð- inu sem gaf orðunum ennþá meira vægi. Ýmislegt bar á góma í samræðum okkar Ásgerðar í gegnum tíðina. Upp- mninn og Isafjarðarárin vom henni mikilvæg. Setti hún stundum mælistiku útvegs bæjarins á atburði líðandi stundar, menn og málefni. Yndislegt var að eiga hana að í flokksstarfi Alþýðuflokksins. Gagn- vart hinum voldugu Vestfirðingum voru orð hennar lög. Góðgjörðimar í kratakaffmu vom líka einstakar. Þegar súkkulaðitertumar smullu alveg inn í andagift málefnisins, þá tókst mér oft að gauka að henni sameiginlegum uppmna okkar í fögmm Skagafjarðar- dölum eða Mývatnssveit. Þá horfði hún á mig með kankvísu brosi og sagðist vona að ég væri ekki á „fitt- inu“ hjá henni daginn eftir. Andlát hennar kom sem reiðarslag. Fæstir vissu um veikindi hennar og enginn ætlaði henni að kvarta þótt hún fyndi til. Ég votta Þorsteini vini mínum, ætt- ingjum og vinum öllum mína dýpstu samúð. Elskuleg vinkona, frænka og félagi hvíli rótt í náðarfaðmi drottins. Guðlaugur Tryggvl Karlsson Leikritið Þrjár systur, fer í fyrsta sinn á íslenskt leiksvið í haust, í leikstjórn litháenska leik- stjórans Rimas Tuminas, en það verður þriðja verkið sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleik- húsið. Mávurinn í leikstjórn hans hlaut sem kunnugt er menningarverðlaun DV árið 1993. Á myndinni eru leikendur verksins en meðal þeirra eru Edda Arnljótsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson. Lesendabréf Úr bankalífinu Mjög er búið að tala og skrifa um há laun bankastjóra og aukasporslur svo sem setu í stjómum og ráðum í vinnutíma. Mikil vinna felst í því að búa skýrslur og aðra pappíra í hend- ur undirsátum. Allt kallar þetta á háar greiðslur enda ábyrgðin mikil að sögn. Ekki er tiltökumál þó frúrnar fái dagpeninga í utanferðum enda ómissandi í fínum veislum og svo er hált á mörgu svelli í útlandi. Þó Jó- hanna kalli þetta sukk og svínarí og það á hinu háa Alþingi er skrifari á annarri skoðun. Góðum bankastjóra er aldrei of vel borgað. Svo er annað. Bankar okkar eru yf- irfullir af seðlum og auglýsa eftir lántakendum í gríð og erg, til 25 ára eða hvað þér þóknast, bara nefna það. En vel að merkja, þetta þýðir ekki að afgreiðslufólkið eigi sífellt að sífra um hærri laun. Nú er semsé af sem áður var, sem betur fer, í þann tíð þegar stjóramir höfðu ekki við að neita smávíxlum. Lítil saga frá þeim tíma. Á kreppuáratugnum miðjum bar svo til að bær bónda nokkurs á Suð- urlandi var að falli kominn sem stundum gerðist um torfbæi. Bóndi hélt þá til Reykjavíkur á fund banka- stjóra í „banka bændanna" með teikningu upp á vasann og beiðni um 3000 króna lán og nöfn valinkunnra ábyrgðarmanna. Bankastjóri tók kveðju bónda þurrlega og við beiðni um lán þvert nei. Ástæðan einföld: Peningar ekki til. Bónda láðist að spyrja eins og fjósakonan sem fór út í heim og skorti farareyri og bað um skyndilán til fararinnar. Þar var sama svar: Pen- ingar ekki til. Konan spurði: Hvað emð þið þá að gera hér, af hverju lok- ið þið ekki? Við svo óvænt viðbrögð var farið að skrapa saman í ferðafé handa fjósakonunni. En bóndinn fór bónleiðar til síns „brostfelduga" bæjar eins og slíkum var tíðum lýst í úttektum. f þessum raunum datt bónda í hug að leita til þingmannsins um hvað væri nú til ráða. Þingmaðurinn var líka prestur en ekki hafði bóndi áfallahjálp í huga, sem var líklega óþekkt þá. Bóndi var flokksbróðir þingmannsins, þingmaðurinn var flokksbróðir bankastjórans, semsé allir þrír flokksbræður. Þingmaður þessi var ekki þekktur fyrir loðin svör. Og nú þurfti hann ekki að hugsa sig um, en svaraði að bragði: Byrja þú bara að byggja, ég skal sjá um að þú fáir lánið. Og þar lýkur kreppusögu. Bankavinur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.