Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ö R S O G U R Hallgrímskirkja er með eftirsóttustu brauðum landsins, og þar hafa verið tveir prestar. Fyrir utan biskupsefnið séra Karl Sigurbjörnsson hefur velmetinn klerkur, séra Ragnar Fjalar Láruson gegnt hinu embættinu og verið auk þess prófastur. Nú renna margir prestar hýru auga til Séra Karl: Eftirmaður hans verður Sigurður Pálsson hjá Biblíufélaginu Hallgrímskirkju. Séra Ragnar Fjalar er kominn á aldur og hefur þegar kvatt söfnuð sinn og talsverðar likur eru á því að séra Karl kunni að verða kallaður af prestum til æðri starfa. Þarmeð eru bæði embættin laus í kirkju Hallgríms Péturssonar. Við höfum þegar sagt frá því að miklar líkur séu á að nýlegur aðstoðarprestur séra Karls, Sigurður Pálsson, sem var framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, hreppi annað. Mikið kapphlaup er í uppsiglingu um hitt... Geimverufélagið, eða Félag áhugamanna um fljúgandi furðurhluti starfar í tengslum við Sálarrannsóknaskólann í Reykjavík og hefur síðustu misseri unnið í kyrrþey að því að finna sjónarvotta að geimverum og geimskipum hér á landi. Félaginu hefur svo sannarlega orðið vel ágengt í söfnuninni. Á meðal skráðra sagna eru þó nokkrar sem tengjast brottnámi manna, sem geimverur tóku að sögn um borð í geimför sín en skiluðu aftur. í sumum tilvikum eru fleiri en einn sjónarvottur. Auk Magnúsar H. Skarphéðins- sonar skólastjóra Sálarrann- sóknaskólans hefur Gunnar Ingi Björnsson, sem er í stjórn Geimverufélagsins staðið fyrir söfnun og könnun heimilda. Einnig hefur séra Bjarni Th. Rögnvaldsson fyrrum prestur á Reykjanesi kannað annála og heimildir fyrri alda í leit að lýsingum sem gætu átt við heimsóknir geimvera til íslands fyrr á tímum... r Ikjölfar missættis sem kom upp í stjórn Sálarrannsóknafélagsins á síðasta ári og greint var frá í örsagnadálki Alþýðublaðsins var að mestu skipt um stjórn félagsins á aðalfundi þess á dögunum. Nýr formaður er Guðjón Baldvinsson, ritstjóri tímaritsins Heima erbest sem Skjaldborg gefur út. Jafnframt var ákveðið að breyta um áherslur í starfinu og taka aftur upp auknar vísindalegar rannsóknir á miðlum og tengdum yfirskilvitlegum fyrirbærum. Þess má geta að varaformaður Sálarrannsókna- félagsins var kosinn einn þekktasti áhugamaður síðustu áratuga á sálarrannsóknum en það er Guðmundur Einarsson verkfræðingur. Hann hefur setið í stjórnum félagsins í yfir þrjátíu ár... r Ikjölfar Vesturfarasafnsins á Hofsósi er stöðugt verið að bæta í menningarflóru staðarins. Fyrir skömmu var opnaður þar notalegur og skemmtilegur matsölustaður, Sigtún, sem er rekinn af Valborgu Fjólmundsdóttur. Hún er dóttir Fjólmunds heitins Karlssonar, sem rak á sínum tíma fyrirtækið Stuðlaberg, sem framleiddi landsfræga hljóðkúta og er enn í eigu fjölskyldunnar. I tengslum við Sigtún rekur Valborg einnig lítið gallerí, þar sem eru til sýnis og sölu heimaunnir gripir af ýmsu tagi. Galleríið heitir að sjálfsögðu í höfuðið á eigandanum, sem í daglegu tali er kölluð Valla, og er því nefnt Vallerí... Ferðalangar um Hofsós eiga raunar kost á fleiri veitingastöðum en Sigtúni. í einu gömlu húsanna sem enn er að finna niðri í Kvosinni á Hofsósi og minna á gullöld fyrri ára er nefnilega rekið kaffihúsið Sótvik. Eigandi þess er Sigmundur Frans Kristjánsson sem rekur heildsölu i Reykjavík, en fyrir veitingunum stendur Hofsæsingurinn Dagmar Þorvaldsdóttir. Hún er systir Valgeirs Þorvaldssonar frá Vatni, sem var frumkvöðull Vesturfarasafnsins... Þegar veiðin hófst í Elliðaánum í sumar bar óvanalega mikið á regnbogasilungi í ánum. Borg- Ingibjörg Sólrún: Ræður hún lit fiskanna í Elliðaánum..? arstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veiddi þannig tvo regnbogasilunga auk laxins á opnunardeginum og Rafveitu- stjórinn Aðalsteinn Guðjohnsen fékk aðra tvo. í veiðihúsinu við El- liðaárnar segja gárungarnir að merki Reykjavíkurlistans sé farið að færast yfir á fiskinn í Elliðaán- um, en einsog menn muna var það einmitt regnboginn... Innan Framsóknarflokksins hafa menn áhyggjur af þvi að staða Halldórs Ásgrímssonar hafi veikst eftir að Davíð Oddsson er farinn að sinna þyngstu málunum á sviði utanríkismála, og jafnvel forseti Islands orðinn einskonar utanríkisráðherra einsog örsögur Alþýðublaðsins greindu frá í gær. Háttsettir menn í flokknum fara heldur ekkert í felur með þau við- horf, að afskipti Davíðs Odds- sonar af utanrikismálum hafi ekki orðið íslendingum til framdráttar. Þeir segja fullum fetum að for- sætisráðherra hafi átt grófan af- Halldór: (hlutun Davíðs í utan- ríkismálin hefur veikt hann... leik, þegar hann brást af ofsa við töku Norðmanna á nótaskipinu Sigurði. Ýmsar yfirlýsingar hans hafi beinlínis verið rangar. Þannig hafi Davíð staðhæft, að taka skipsins hafi verið lögregluaðgerð með pólitískum bakstuðningi ráð- herra í norsku stjórninni. Þetta, segja þungavigtarmenn í Fram- sókn, var ekki rétt hjá Davíð, og halda þvi fram að hann hafi ekki haft neitt fyrir sér í málinu. Þvert á móti liggi fyrir skýrar upplýsingar frá reyndum mönnum innan utan- ríkisþjónustunnar, sem sýni að hvorki utanríkisráðherrann né varnarmálaráðherrann norski hafi nokkuð komið að eða vitað af töku Sigurðar. Forsætisráðherra sem talar svona án þess að hafa nokkuð fyrir sér ætti ekki að skipta sér mikið af utanríkismál- um segja Framsóknarmenn, og skjóta föstum skotum að sam- starfsflokknum... r aðdáendafélagi forsætisráð- herra sem kennt er við Valhöll segja menn hinsvegar að Halldór Ásgrímsson geti sjálfum sér um kennt. Honum verði ekki pólitík úr neinu, en hafi þó burði til að geta með tímanum orðið fyrirtaks varautanríkisráðherra. Það sé þessvegna góð verkaskipting að Davíð Oddsson móti stefnuna í stóru málunum, Ólafur Ragnar Grímsson taki á móti erlendum stórveldum og túlki stefnu íslands í erfiðum málum einsog Evrópu- málunum, þar sem þeir Davíð eru á svipuðu róli. Það sé hinsvegar alveg nóg fyrir Halldór að fá að sinna Kolbeinsey og Bosníu... Landslag yrði litíls virði, ef það héti ekki neitt, orti Tómas Guðmundsson og í þeim anda hefur Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur í góðri sam- vinnu við Landmælingar íslands staðið fyrir útgáfu á veiðikortum yfir veiðiár. Á þeim eru sýnd öll helstu örnefni, og veiðistaðir merktir sérstaklega auk þess sem margvíslegar góðar leið- beiningar fylgja. í sumarbyrjun kom út nýtt kort um Stóru-Laxá en áður voru komin út kort um Hítará, Sogið, og Elliðaárnar. Þá er ónefnt mjög gott veiðikort af Norðurá en Ágúst Guð- mundsson forstjóri Landmæl- inga mun hafa sagt að það væri ekki nema von að gríðarlega vel veiddist í Norðuránni á þessu sumri, því veiðistaðirnir væru svo vel merktir af Land- mælingum... Páll Pétursson skipaði á sín- um tíma Ólaf Örn Haralds- son í sérstaka nefnd sem fjall- aði um málefni sumarhúsa og eigenda þeirra. í síðasta tölu- blaði Sumarhúsafrétta er kostu- leg frásögn af því, þegar Ólafur Örn mætir í krafti þessarar upp- hefðar sinnar á aðalfund sumar- húsaeigenda.Hún er í raun texta- bókardæmi um hvemig þingmað- ur breytist úr mannlegri veru í yfir- náttúrlegan atkvæðasmala þegar hann kemst í tæri við vænleg fórnarlömb. Lýsingin byrjar á því að þingmaðurinn hafi kvatt sér Ólafur Örn: Meistarataktar við að skjalla kjósendur... hljóðs á fundinum, og hafið mál sitt með þvi að lofa mjög gildi hins góða félags sumarhúsaeig- enda. Taldi þingmaðurinn það hafa náð miklum árangri á sínu sviði. Þvínæst lýsti Ólafur Örn mikilli undrun sinni með hversu gríðarlega vel félagið væri rekið, og „undraðist stórlega hið lága ár- gjald“einsog segir í fundarlýs- ingu. Þegar hér var komið sögu beindi hann ræðu sinni að tveim- ur helstu embættismönnum fé- lagsins, þeim Kristjáni Jó- hannssyni formanni þess og Sveini Guðmundssyni lögfræð- ingi, og bar á þá ótæpilegt skjall fyrir hversu stórkostlega þeir héldu á málum félagsins. Ein- ræða þingmannsins snérist svo upp í gagnkvæmt skjallbandalag þegar Kristján formaður flutti á móti tárvota ræðu, þar sem hann bar mikið lof á Ólaf Örn, og segir frá því í lýsingunni að hann hafi flutt Ólafi sérstakar þakkir... Framkvæmdastjóri Máls og Menningar, Sigurður Svav- arsson hefur látið jafnréttismál mjög til sín taka og er formaður karlanefndar Jafnréttisráðs. Á sið- asta ári skipaði norræna ráð- herranefndin sérstaka karlanefnd til að sinna jafnréttismálum og um Norðurlönd fannst enginn betri en Sigurður, sem varð einnig formaður norrænu nefndarinnar. Nefnd Sigurðar hefur nú skilað til- lögum i fjórtán liðum og norræna ráðherranefndin hefur gefið þær út ásamt ítarefni, sem Sigurður og sveit hans tók einnig saman. Gert er ráð fyrir því að í haust muni jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda leggja endanlega blessun sina yfir tillögur Sigurðar. Þess má geta að jafnréttismála- ráðherra Islands er enginn annar en Páll Pétursson og seint myndi Jóhanna Sigurðardóttir fallast á að hann væri neitt annað en bölvað karlrembusvín... Hinn gamli þingmaður Borgar- arflokksins, Hreggviður Jónsson sinnir um þessar mund- ir heildsölu og gengur að sögn dável. Hann hefur þó ekki alveg Ingi Björn: Vill hann Hreggvið sem borgarstjóra..? sagt skilið við stjórnmálin því þessa dagana veltir hann alvar- lega fyrir sér að kanna grundvöll framboðs til borgarstjómar með ýmsum gömlum félögum á borð við þá Ásgeir Hannes Eiríksson og Inga Björn Albertsson. Hug- mynd hans byggir á því að með því að hóa saman kjarna hins tvístraða hulduhers sem veldi Al- berts heitins Guðmundssonar byggðist á þá gæti slíkt framboð náð oddaaðstöðu milli Sjálfstæð- isflokks og Reykjavíkurlista. Hreggviður Jónsson, forseti borg- arstjómar, hljómar hreint ekki svo illa... hinumegin “FarSide” eftir Gary Larson rm miLmik — = SFHWJ Grænmetisbæir Villta vestursins. fimm ú förnum v c g i Ætlar þú á víkingahátíðin í Hafnarfirði? Sigrún Ýr Svansdóttir: Nei, ég held ekki. Friðjón Hermannsson: Nei. Ása Valdís Gísladóttir: Ég efast um það. Kristjana Helga Jónsdótt- ir: Nei. Þóra Björk Óskarsdóttir: Nei. vi t i menn Það er stór og mikill áfangi og ég held að ástæða sé til að fagna því. Davíð Oddsson forsætisráðherra túlkar niðurstöður fundar NATO í Mogganum. Hljómar kunnuglega Steingrímur. Ég sé þetta sem ... togstreitu tveggja mjög gamaldags sjón- armiða innan kirkjunnar. Séra Gunnar Kristján?son í Degi-Tíman- um. Biskupskandidatinn sem á ekki sjens og getur því leyft sér að hafa aðra skoðun? Þetta kemur eiginlega af sjálfu sér og engin barátta verið starfrækt í hefðbundnum skilningi þess orðs. Séra Karl Sigurbjörnsson biskupskandidat í DT. Það er ekki hægt að tala um neina kosningabaráttu hjá mér en það er ákveðin vinna í gangi. Séra Sigurður Sigurðsson biskupskandidat ( DT. Já, hér er unnið skipulagt kosningastarf. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir biskups- kandidat í DT. Nú jæja? Það er ekkert sjálfgefið að út- gerðin geti ráðskazt með með veiðiréttinn eins og henni sýnist. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands Islands í Verinu. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Úr leiðara Morgunblaðsins. Mýið kemur alltaf á hverju ári Erlingur Ólafsson dýrafræðingur reynir að róa Moggann. íslenski draumurinn er að verða ríkur hratt og komast burt til sólarlanda. Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóri í DT Samt er ég hrædd um að all- flestum „almenningi" finnist þetta blað vera ósköp dæmi- gerð afurð [menningarelítunnar]. Fjölmiðlarýnir Dags-Tímas um tímaritið Fjölni. Það er spurning. Þeim seni ber kórónu er ekki svefnsamt. William Shakespeare.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.