Alþýðublaðið - 17.07.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 17.07.1997, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 „Ég get annað hvort verið forseti Bandaríkjanna eða haft stjórn á Alice. Ég get ekki gert hvort tveggja,“ sagði Theodore Roosevelt þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki stjórn á dóttur sinni. Af orðum hans má marka að þarna átti engin venjuleg kona í hlut, eins og hér er rifjað upp Alice Roosevelt, elsta dóttir Theodore Roosevelts 26. forseta Bandaríkjanna, var 17 ára þegar hún flutti ásamt fjöl- skyldu sinni í Hvíta húsið. Hún varð samstundis ein dáðasta kona Banda- ríkjanna og átti öruggan sess í slúð- urdálkum dagblaðanna. í daglegu tali var hún nefnd Alice prinsessa, dæg- urlög voru samin um hana og stúlku- böm skírð í höfuðið á henni. Hún var falleg, gáfuð og orðheppin, en mesti gallagripur. Hún fæddist árið 1884, dóttir Theodores Roosevelts, hálfþrítugs efnilegs stjómmálamanns, og undir- fagurrar eiginkonu hans, Alice Lee. Móðirin unga lést örfáum dögum eft- ir fæðingu dóttur sinnar og Theodore giftist þremur ámm síðar Edith Kermit Carow, miklum kvenskör- ungi. Edith var sannfærð um að ör- lögin hefðu ætlað þeim Theodore að eigast og hún taldi að ráðahagur hans við Alice hefði ekki orðið honum til gæfu hefði Alice lifað. „Honum hefði drepleiðst hún,“ sagði hún snaggaralega. Alice litla hafði alist upp hjá frænkum sínum en Edith taldi að hag hennar væri best borgið á heimili föður síns, og þangað flutti hún þriggja ára gömul. Hún reyndist vera viljasterk stúlka sem stjómaði föður sínum harðri hendi og dag hvem bar hann hana á öxlum sér til morgun- verðar undir hvatningarópum henn- ar: „Afram svín!“ Þegar stjúpa hennar, sem ætíð reyndist henni vel, ákvað að tími væri til þess kominn að Alice færi í skóla þá stappaði stúlkan niður fót- unum og hrópaði: „Ef þú sendir mig burt þá skal ég verða þér til skamm- ar. Ég mun gera eitthvað hræðilegt til að niðurlægja þig. Ég lofa þér því.“ Stjúpan gafst upp og réð einkakenn- ara til að kenna þessari þvermóðsku- fullu stúlku. Alice kunni best við sig í félags- skap stráka, klippti hár sitt stutt, og sagðist, í fyllingu tímans, ætla að fæða apa í stað bama. Hún átti ekki vinkonur en lék sér stundum við upp- burðalitla, ófríða frænku sína, El- eanor Roosevelt. Kannski væri nær að segja að hún hafi leikið sér að henni því Alice stjómaði leikjum þeirra og öllum samskiptum og hæddi Eleanor óspart ef þannig lá á henni. „Ég dáðist alltaf að Alice en um leið var ég hrædd við hana,“ sagði Eleanor. Alice og Eleanor Móðir Eleanor, Anna Hall, hafði líkt og móðir Alice, verið annáluð fyrir fegurð. Skáldið Browning sagð- ist ekki fara fram á annað en að fá að horfa á hana. „Eleanor, ég veit ekki hvað á eftir að verða um þig. Þú ert svo ófríð að þú getur ekkert annað gert en að vera góð,“ kveinaði Anna Alice á brúðkaupsdegi sínum ásamt eiginmanni sínum og föður. þegar hún leit á dóttur sína. Þessi at- hugasemd og aðrar álíka urðu ekki til að styrkja sjálfsmynd Eleanor og ekki bætti úr skák að móðir hennar kallaði hana gjaman „ömmu“ vegna óyndislegs útlits hennar. Ikomin um borb ia Baldur tSfjUS Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar:43S~1 Stykkishólmi 458-201 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi Það var Alice sem kynnti Eleanor fyrir Franklin Delano Roosevelt, fjarskyldum ættingja þeirra beggja og hvatti hann til að sýna henni at- hygli. Kynnin leiddu til hjónabands sem skapaði þeim báðum óhamingju. Mörgum ámm síðar, þegar Franklin átti í eldheitu ástarsambandi við rit- ara sinn aðstoðaði Alice hann eftir fremsta megni við að fela slóðina fyrir eiginkonunni. Þegar vinur Alice gagnrýndi hana fyrir þátt hennar svaraði hún: „Franklin á skilið að eiga sólskinsstundir. Við verðum að hafa í huga að hann er giftur El- eanor.“ „Alice lítur vel út, en er ruglaðri en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Eleanor Franklin skömmu eftir giftingu þeirra, „ég mætti henni í morgun, al- einni með þremur karlmönnum.“ Ekki var hrifning Eleanor meiri þeg- ar hún kom eitt sinn að Alice „al- einni“ með Franklin þar sem þau drukku piparmyntulíkjör og skiptust á beittum palladómum um samferða- menn sína. „Enginn sem sæi ykkur saman gæti ímyndað sér að þú væri frændi hennar,“ sagði Eleanor áminnandi við eiginmann sinn, „ég held að það væri góð hugmynd að þið hittust ekki í nokkum tíma.“ Alice hafði nóg að starfa annað en að þamba piparmyntulíkjör með Franklin. Blaðamanni, sem tók að sér að skrá ferðir hennar í tæp tvö ár, taldist til að hún hefði á þeim tíma farið á 407 dansleiki, í 350 sam- kvæmi, 680 teboð, auk 1706 heim- sókna. Hún reykti opinberlega á tímum þegar penar stúlkur létu slíkt ekki sjást til sín. Hún smyglaði víni í sam- kvæmi sem átti að vera áfengislaus. Hún sökkti sér niður í hvítagaldur og alls kyns kukl. Hún sprangaði um Hvíta húsið með risastóran suður- afrískan páfagauk á öxl og snákinn Emily vafðan um hönd sér. Hún var einmitt með Emily upp á arminn þegar hún birtist á skrifstofu föður síns þar sem hann sat á tali við rithöfundinn Owen Wister. Þegar hún hafði kvatt spurði Wister forset- ann af hverju í ósköpunum hann reyndi ekki að hafa stjórn á dóttur sinni. Forsetinn svaraði: „Ég get ann- að hvort verið forseti Bandaríkjanna eða haft stjóm á Alice. Ég get ekki gert hvort tveggja." Vúdú dúkkur á lóð Hvíta hússins Alice sagði eitt sinn að faðir sinn vildi vera líkið í hverri jarðarför sem hann var viðstaddur og brúðguminn við hverja giftingu. Þau orð hefðu eins getað átt við hana sjálfa. Þau feðgin voru um margt lík, bæði at- hyglisjúk og sjálfhverf en bjuggu yfir miklum gáfum. óvenjulega sterkum persónuleika og viljastyrk. Alice hélt því fram að föður sínum þætti ekki eins vænt um sig og böm sín af seinna hjónabandi. í dagbók s£na skrifaði hún: “Enginn mun nokkra sinni vita hvað mér þykir vænt um hann - þegar mér á annað borð þykir vænt um hann.“ Hún tók það afar nærri sér þegar faðir hennar lét af forsetaembætti. Theodore hafði í fljótræði eldhugans gefið þá yfirlýsingu að hann myndi ekki sækjast eftir því að sitja þriðja kjörtímabilið sem forseti. Hann iðr- aðist þessara orða en ekki varð aftur snúið og Wiliam Howard Taft varð næsti forseti Bandaríkjanna. Þegar fjölskyldan kvaddi Hvíta húsið af- myndaði Alice andlit sitt til að líkja eftir svip frú Taft, og minnti þá helst á nashyming. „Þetta elskumar mín- ar,“ sagði hún við öryggisverðina, „er það sem tekur við af okkur.“ Þremur ámm síðar lét Theodore Roosevelt sig dreyma um að ná út- nefningunni frá Taft, og Alice deildi draumnum með honum, en aðstæður vom á þann veg að hann gat ekki orðið að veruleika. Ekki mildaðist geð hennar þegar hinn frjálslyndi friðarsinni Woodrow Wilson settist í sæti forseta. Alice var hatrammur andstæðingur hugmynda hans um þátttöku Bandaríkjanna í Þjóðar- bandalaginu og daglegur gestur á þingpöllum þegar umræður um þátt- töku Bandaríkjanna fóru fram. Oft sást til hennar á vappi við Hvíta hús- ið tautandi bölbænir sem beint var til forsetans: “Þrífistu aldrei! Þrífistu aldrei!“ Hún lét orðin ekki einungis tala heldur bjó til litlar vúdú dúkkur sem bám svipmerki Wilsons, stakk prjónum í hjartastað þeirra og henti þeim inn á lóð Hvíta hússins í skjóli nætur. Henni þótti ekki mikið til Hardings koma, en hann tók við for- setaembætti af Wilson árið 1921 og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.