Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 FriðríkA. Friðriksson, Nikolina Arnadóttir og Jóhann Jónsson i októberbyrjun 1921 um það leyti sem þau Nikolína fóru utan. Jó- hann og sr. Friðrik voru trúnaðarvinir allt frá bernskuárum og skrifuðust á um 13 ára skeið 1913-1925. Bréf Jóhanns til Friðriks voru gefin út hjá Vöku - Helgafelli 1992 undir heitinu Undarlegt er lif mittl enn í mér, það er margt sem bendir til að sumar af mínum mörgu og marg- víslegu þjáningum stafi af henni...“ (Leipzig 18. febrúar) Langar til íslands Jóhann er að gæla við það að kom- ast heim til íslands og leitar á náðir Kristins „ég hugsa sí og æ um okkar framtíðarplön, því að ég veit, að það getur aldrei skaðað að vera a.m.k. í theoríunni við öllu búinn, hvað sem praxisnum líður. En takist mér að skríða saman hef ég vafalaust fyrir mitt leyti ekki minna erindi heim þangað en hinir gæðingamir. Pró- gramm okkar reformationar er æ að verða mér ljósara - og nauðsyn þess.“ Ástkonan gæti unnið Islandi gagn Það er kreppa í Þýskalandi eins og víðar um þetta leyti. Jóhann er líka að hugsa um ástkonuna: „Heldurðu í alvöru að nokkrir möguleikar væru fyrir Elísabeth þama heima? Hún gæti vitanlega gefið leikurum til- sögn, hún hefur búið marga undir leikstarf hér, sem engrar annarrar til- sagnar hafa notið en hennar. En til að byija með er málleysið (íslenskan) henni til fyrirstöðu - og ísland kvað auk þess hafa Krísu ekki síður en hin fínu löndin. En heim án Elísabethar ætti ég meir en bágt með að fara bæði mín vegna og hennar vegna. Hún yrði mjög einmana hér ef mín missti við og ég (það er best ég játi það) yrði þar varla alveg heima hjá mér án hennar. Við höfum draslað of lengi í gegnum þykkt og þunnt sam- an til þess að geta úr þessu okkur að skaðlausu farið að fara sitt í hvora áttina. Auk þess gæti Elísabeth orðið okkar málstað út á við mjög þörf. Hún myndi afla sér sambanda hér og vinna íslandi margt gagn - bæði heima og heiman." Jónas frá Hriflu til að- stoðar Kreppan gengur hart að fólki og menn verða þunnir á vangann í seinni tíð, segir Jóhann við Kristinn og síðan: „Blessaður hugsaðu nú dá- lítið um mín mál - ég þarf að fá ein- hverja útsýn til þess að kafna ekki hér með öllu í kompunni. Þessi Krísa úti og inni er alveg að fara með mig. En umfram allt skrifaðu. Berðu fólk- inu þama kveðju mína, segðu Lax- ness að ég þýði hann í ergi og sendi honum bráðum kröfu." (Leipzig 18. febrúar) Kristinn reynir hvað hann getur til að hjálpa honum heim, og tekst að fá vilyrði fyrir dvöl á Vífilstaðahælinu. Svo er að skilja á bréfum hans að Kristinn hafi leitað til Jónasar frá Hriflu til milligöngu í þessu máli. En Jóhanni lýst ekkert á blikuna þegar hér er komið sögu, og læknir hans meinar honum ferðalaga. Hann var yfirleitt rúmliggjandi á dánarári sínu, 1932, og brá sér sjaldan út fyrir dyr. Engu að síður notaði hann mátt sinn til bókmenntastarfa, þýðinga t.d. á Gunnari Gunnarssyni og fleira þess háttar. v Bókmentaf róðastur islendinga“ Halldór Laxness lýsir bókmennta- iðju Jóhans vinar síns svo: „Hann varð ótrúlega vel að sér í þýskri túngu og vann fyrir sér sjúkur síðustu árin með því að snúa úr dönsku á þýsku ýmsum verkum Gunnars Gunnarssonar. Hann var svo lángt leiddur síðustu misserin að hann gat ekki setið uppi við skriftir, heldur sagði fyrir. Hygg ég fátítt að íslensk- ur maður snúi erfiðum skáldverkum úr einu útlendu máli á annað, en það er til merkis um vinnubrögð hans að tvö vandfýsnustu útgáfufyrirtæki Þýskalands á tímum Weimarlýðveld- isins, Insel -Verlag og Langen, kept- ust um að fá hann í þjónustu sína. Af þýðingum hans á hinum stærri verk- um Gunnars Gunnarssonar skal hér getið skáldsögunnar Jóns Arasonar sem hann þýskaði banvænn. Hann hélt áfram að efla anda sinn með lestri þýngstu bókmenta allt- frammí andlátið. Þegar ég hitti hann 1931 var hann fyrst og fremst lær- dómsmaður. Hann var þá orðinn bókmentafróðastur þeirra íslendínga sem ég þekti." (Af skáldum) í baráttu við sálar- sýklana í síðasta bréfi Jóhanns til Kristins 24. apríl 1932 virðist sem veikindin hafi náð heljartökum á honum, einnig andlega, og hann sér enga leið, „Það er eins og það sé ekki ein- leikið, ..hefur tóbakseitrunin kvalið mig svo djöfullega að ég hef enn á ný ekki verið mönnum sinnandi." Berklar voru ægilegur sjúkdómur en sjúklingar töluðu líka sín á milli um dauðahroll og guðdómlega sælu, og dauðhættulega virðingu fyrir sjúk- dómnum. Jóhann viðurkennir fyrir vini sín- um hræðslu við Vífilsstaði og sveip- ar hana sérkennilegu orðfæri:. „ Mér er engin launung á því; ég er hrædd- ur við Sanatorium og við ekkert svo mjög sem við Vífilsstaði. Þessi hræðsla er ekki blind, heldur er hún miklu frekar sprottin af yfirlagðri sannfæringu, svo skringilega það kann að láta í eyrum. Með tilliti til veiki minnar lifi ég nefnilega mjög í skoðun! Ég er t.d. þeirrar skoðunar að aðalhætta þessarar veiki sé fólgin í hennar alveg typisku töfrasýn á sál- ar (og andlegt) líf manna og hennar sterkustu meðul til þess að beita valdi sínu eru svo að segja — lyrisk! þ.e. athmosphysisk, landslagsleg ( í methaphyskri merkingu). Eina ráðið gegn slíku er að skapa andstæða stemmningu, að halda umhverfi sínu hreinu fyrir sálarsýklum hennar (sem e.t.v., eru hættulegri en hinir!) Mína methoðu þekkirðu kannski að nokkru leyti, hún er sú, að ignorera réttindi (ef ég má nefna það svo) veikinnar í lífi mínu, þ.e. afstaða mr'n til lífsins er - og þetta er sannleikur - afstaða heilbrigðs manns. Veikin hefur aldrei, þrátt fyrir það hve langvar- andi hún er orðin og hve háu stigi hún hefur náð, - eitrað sálarlíf mitt. Þessi staðreynd er, umfram það sem ég líklega á henni það að þakka að ég yfirleitt tóri enn, minn eini styrkur fyrir framtíð mína, mín eina vonar- hella; því er ég svo ófús á að breyta lífi mínu í þá átt sem veikir þessa mína andlegu vamarstöðu....Vort innra umhverfi fær alltaf meira eða minna blæ sinn af ytra umhverfinu. Og í svona Sanatorium er tæringin nú einu sinni æðsti valdhafinn, lífið er þar algjörlega lútandi hennar lög- um.“ Það er fleira sem angrar hann þó hann muni til íslands umfram annað. „Ég geri sjálfur þá kröfu til mín að ég sanni mig - líka fyrir öðrum. Á slrkri sönnun veltur minn sociali rétt- ur - einsog annarra. Það væri því vissulega æskilegast fyrir mig ef ég fengi búið betur um hnútana,en enn er orðið, áður en ég sný heim í land míns borgararéttar!" Þorna daganna lindir Hann átti ekki eftir að snúa lifandi heim í land síns borgararéttar og af frásagnarþætti Magnúsar Kristjáns- sonar frænda hans má lesa eftirfar- andi: „Þegar síðustu lífsvonir hans voru að hverfa og hann sá ekkert framundan nema dauðann og gröf- ina, hafa skáldskaparhugmyndir hans orðið tilfinningaríkar og naprar og þungar. Þá ætla ég að setja hér eitt erindi sem sýnishom sem hann kall- ar Eg hef drukkið Eg hef drukkið af daganna lindum Dánarveig allra harma. Eg hefi teygað mig scelan af syndum Sofið og dreymt. Eg hefi sigltfyrir öllum örlagavindum Grátið - og gleymt. „Hann var mikið skáld, vera hans og vitund öll af heimi skáldskapar- ins“, sagði Halldór Laxness og að verk hans hafi aldrei orðið til eins og verk annarra skálda sem komust í tæri við blek og penna og prentsvertu og blý. Snilld hans fannst í samtöl- um, magnaðri rödd og framsetningu „letrað mál var hégómlegt í saman- burði við þennan gullbrydda róm sem stundum hafði mýkt af flosi. „Verk“ hans, hugsmíðir eða skáld- sýnir, líktust jurt sem blómgast og fellir blóm sitt alt í einni svipan; að heyra hann tjá þau var einsog undur í draumi“. Halldór heimsótti Jóhann síðast er hann lá fyrir dauðanum síðsumars árið 1932. Hann sat við rúmstokk hans heilan dag og langt fram á nótt „og hann sagði mér stórfeinglegt skáldverk sem hann hafði fullsamið í huganum; það var um íslenskan saungvara, sem saung fyrir allan heiminn, líf hans, stríð og heim- komu. Hefði hraðritari setið við rúm- stokkinn og skrifað upp hvert orð sem hann hvíslaði væru íslenskar bókmentir nú snildarverki ríkari. Fám dögum síðar var ég staddur í öðru landi og þá barst mér símskeyti um að hann væri dáinn.“ Engir draumar rætast Það er í takt við lífsferil Jóhanns Jónssonar að ljúka bréfi með vanga- veltum um ófullkomnaðan draum eins og hann gerir í síðasta bréfinu til Kristins E. Andréssonar sem ég fann á handritadeild Landsbókasafnsins: „Æi, guð má vita hvort það er ekki yftrleitt bamaskapur að vera nokkum hlut að bíta sig í þessa blessuðu „ís- lensku menningu" - hún er líklega hvort sem er ekkert annað en lygi - eins og flest annað , sem við lærðum þegar við vomm litlir! En ég er búinn að ala þetta tímarit okkar svo lengi við hjarta mitt, að það dafnar nú meðal minna fegurstu drauma - als wie ein Mond unter Stemen (máni í stjömuskini) Mig tæki það svo sárt ef þessi draumur ætti heldur ekki að rætast.“ Em þetta ekki grimmúðleg enda- lok? Magnús Kristjánsson segir að þeg- ar Jóhann hafi séð framá dauða sinn hafi hann óskað helst að fá að liggja í Ólafsvíkurkirkjugarði. „En af því hann var svo fátækur sá hann ekki fram á að það væri mögulegt yfir svo langa Jeið á þeim ámm. Gerði hann því ráð fyrir að láta brenna líkama sinn og láta svo flytja duft sitt til Ólafsvíkur." Jóhann andaðist ( Þýskalandi 1. september 1932, og var þá 35 ára gamall. Var þá líkarrú hans brenndur þar og fór sú bálför fram að þýskum sið. Og eftir þrjú ár tók Elísabet ást- kona Jóhanns sáluga ferð á hendur með duft hans alla leið til íslands og svo áframhaldandi til Ólafsvíkur og afhenti móður hans sem þá var lif- andi en gömul orðin. Og var svo duft hans jarðsett í Ólafsvíkur kirkjugarði 2. september 1935.“ Séra Magnús Guðmundsson sóknarprestur í Ólafs- vík jarðsöng hann og nú nýverið fann höfundur þessara þátta handrit- ið að sérstæðri og fallegri útfarar- ræðu sem flutt var nákvæmlega þremur ámm eftir andlát skáldsins góða frá Ólafsvík , -og hefur aldrei áður komið fyrir sjónir lesenda. (Heimildir: Bréf til Kristins I handritum er / handritadeild Landsbókasafns I Þjóðarbókhlöðu. Handrit Magnúsar Kristjánssonar eru úr fórum Eyjólfs Magnússonar sonar hans. Bækurnar Af skáldum og Grikklandsárið eftir Halldór Laxness) Nikolína Arnadóttir i brúðarskartinu í október 1921. Þau Nikolina og Jóhann giftu sig um þetta leyti og hún fór með honum til Þýskalands. Þau skildu 1925 og síðar hóf Jóhann samlag sitt með Elisabethu Goehlsdorf leikkonu sem annaðist hann allt til enda 1932. En tvennum sögumfór uf skilnaði þeirra Jóhanns og Nikolinu. ,, Þaö var sagt að hún Itefði verið vond við hann, en Inin var afskaplega mikil dama og liefur sjálfsagt gefist upp á baslinu. Hún kom heim og var alltaf hreint veik eftir það... En þótt hún vœri heilsulaus var hún alltaf uppskveruð og aíltaf liafði hún kavaléra, jafnvel miklu yngri menn en liún var sjálf', segir Inga Laxness i endurminningum sinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.