Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Gunnar Smári Egilsson Hlutverkaleikir og Ringó Örlítil athugasemd við innskotssetningu í grein eftir Guðmund Andra Thorsson Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein í Alþýðublaðið fyrir helgi um gagnrýni Hallgríms Helgasonar í Fjölni á hið hefðbundna óhefðbundna ljóð og er allt gott um þá grein að segja. Sérstaklega þá fullyrðingu Guðmundar Andra að smekkur sé fyrir letingja. Og síðan það, að hann segist vita ýmislegt. Það er ánægjulegt að heyra eftir margítrekaðar yfirlýsingar um að hann viti ekki. En ekkert af þessu kemur mér svo sem neitt við. Nema hvað hann nefnir mig til sögunnar innan sama sviga og Ringó Starr og þakka ég hjartanlega fyrir mig. Það er rétt hjá Guðmundi Andra að Ringó er minn maður eins og Tómas Sæ- mundsson og fleiri. Það er hins vegar ekki rétt hjá honum að hlutverka- leikur sé persónubundinn vanþroski minn og enn síður að hann eigi rót sína að rekja til bítlaáranna. Um þetta vildi ég — með leyfi háttvirts rit- stjóra — fá að skrifa fáein orð. Pant vera Ásgeir, pant vera Bjarni Samfélag okkar er einn stór hlut- verkaleikur og ég trúi að allir viti það. Ef til vill ekki að það sé leikur en í það minnsta að það snúist um hlutverk. Forsetinn okkar ástsæli veit af leiknum og leikur sér að saman- burði við Asgeir Ásgeirsson. For- sætisráðherrann er stærri um sig og vill fara með tvö hlutverk, bæði Bjama Benediktssonar og Ólafs Thors. Jón Baldvin Hannibalsson rann saman við Jón Sigurðsson í Alþýðublaðsgrein sinni um daginn. Og svona mætti lengi telja áfram. Halldór Guðmundsson í Máli og menningu hefur líkt sínu fyrirtæki við Gyldendal, Jóhannes í Bónus leikur Pálma í Hagkaup og Matthías og Styrmir halda að Mogginn þeirra sé Times. Stundum eru þessir hlut- verkaleikir saklaust daður, stundum vísa þeir til fyrirmynda, stundum lýsa þeir óskhyggju og stundum blindu á eigin getu. En svona er þetta og allt í lagi með það. Mannheimar eru samansettir af mönnum og verkum þeirra og ef ekki má vísa til þess er fátt hægt að segja. Sum hlutverk í samfélaginu eiga sér óljósara upphaf. Þannig virðast þær Vigdís Grímsdóttir, Björk og Guðrún Gísladóttir allar hafa sótt í minnið um eitthvað dökkhært og dularfullt, eitthvað tilfinningasamt og ótamið. Og útkoman eru þrjú tilbrigði við sama stef — svona meira og minna. Og þar sem ég er kominn í menningarheima þá eni þeir allir niðurhólfaðir í velkunn og í flestum tilfellum útþvæld hlutverk. Við eigum þakklátt hlutverk mynd- listarmannsins sem er miskilinn hér heima en á sér bakland í útlöndum — tökum Birgi Andrésson sem dæmi. Við eigum líka málara sem hafna listaheiminum og sýna í Eden og Blómavali eins og Steingrímur og Tolli. Við eigum útbelgda tenóra eins og Kristján og mikla sagnameistara eins og Einar Kára; fágaðar og vel menntaðar listakonur eins og Kristínu Jó og ótemjur og ólíkindai- tól eins og Megas. Og við eigum þunglynda og viðkvæma ljóðskáldið sem Gyrðir leikur svo vel að við erum farin að gleyma Hannesi Sigfússyni. Og við eigum líka „the voice“ eins og Hallgrím og erfða- prinsa skáldsögunar eins og Guð- mund Andra. Hvort viltu suð eða skell? Reyndar þarf ég ekki að benda Guðmundi Andra á þetta. Hann kann þessa hlutverkaskipan eiginlega of vel. Þegar ég las greinina hélt ég um tíma að hann væri hættur að greina á milli persóna og leikenda. I henni er Hallgrímur eróbikk en Gyrðir jóga, Hallgrímur KafFibarinn en Gyrðir Norðurleiðarrútan, Hallgrímur hurðaskellur en Gyrðir lágvært suð, Hallgrímur hrossabrestur en Gyrðir ftðrildi — ekki japanskt skraut held- ur íslenskt ftðrildi í sauðalitunum. Trúir þessu einhver? Trúir þú þessu í alvörunni, Guðmundur Andri? Þetta er ómur af löngu dauðri heimsmynd sem ég hefði frekar búist við að heyra frá Ömólfi stóra bróður Guðmundar Andra eða jafnvel pabbanum Thor. Hvort viltu epli eða appelsínu? Ríó eða Braga? Mál og menningu eða AB? Og þegar þú hefur valið eitt hefurðu valið allt. Ég býst við að Guðmundur Andri hafi hlegið eins og ég að krökkunum í hverfmu sem fóm í MT og þar af leiðandi í Keflavíkurgöngu og þar af leiðandi í Fylkinguna eða KSML og hlustuðu á þjóðlög frá Erítreu og studdu Múgabe en hötuðu Nkomo og bitu ekki í hamborgara fyrr en 1994 á Hard Rock Café og leið ekkert alltof vel með það. Em ekki bráðum tvö ár síðan Mörður Ámason skrifaði í Moggann? Eigum við hin þá ekki að kasta trúnni á tvískiptan heim góðs og ills? Auðvitað er það ekki svo að tilfinningalíf Megasar sé óheflaðra og taumlausara en Kristínar Jó eða hennar skynjun fínlegri en Einars Kára. Mér er nær að halda að allt sé þetta fólk meira og minna eins þótt það hafi valið sér ólíkar leiðir til að skilgreina sjálfan sig og heiminn og tjá sig í list sinni. Og af þeirri ástæðu getur Hallgrímur dæmt hið lágværa suð Gyrðis dautt og einskis vert án þess að hann sé með því að kalla okkur inn á Kaffibarinn. Sjálfur yfirgaf ég þann bar fyrir tveimur ámm án þess að ætla mér neitt með N orðurleiðarrútunni. Ljóð og Ijóða-fólk Annars er ég sammála Hallgrími um ljóðið — eins og ég er líka ósammála honum. Ég skil ekki hvað hann er að fara með þessari kröfu um hefðbundið form en ég er jafn sann- færður og hann um að hið hefð- bundna óhefðbunda ljóðform sé dauðvona. Form og innihald er orðið svo samfléttað, andlaust og dautt að ekkert nema keisaraskurður getur bjargað því Jitla lífi sem hrærist innra með því — svipað og þegar menn skáru rím, stuðla og höfuðstafi utan af hinu hefðbundna ljóðformi fyrr á öldinni. Þá var ljóðið að kafna af uppdagaðri sveitamennsku og stein- dauðri lífssýn. I dag er það að sálast úr sjálfsvorkunn, lífsdoða og getu- leysi. Ég vona að menn finni því nýtt inntak og þar af leiðandi form, frekar en nýtt form og síðan inntak eins og Hallgrímur virðist vera að biðja um. En það er önnur saga. Ég ætlaði ekki að skrifa um ljóð heldur hlutverk. Ég varð áþreifanlega var við hlut- verk Ijóðaunnandans á hinum ágæta fundi Fjölnis um ljóðið. Þar heyrði ég ljóðelska fúndarmenn brynverja sig fyrir málflutningi Hallgríms. Þeir ætluðu ekki að láta hann taka frá sér sjálfsmynd sína; fólksins sem leitaði stundlegs friðar yfir litlu ljóði eftir heitt bað í lok erilsams dags í því hringleikahúsi sem við köllum líf. Þetta var ekki æðibunufólk, ekki Kringlu-fólk, ekki GSM-fólk — þetta var ljóðafólk. Það vildi ekki íhuga það örskotsstund að ef til vill væri sú veröld sem finna má í ís- lenskum ljóðum undanfarinna fimmtán tuttugu ára ekki boðleg sem mótvægi við geggjun nútímans heldur í mesta lagi eilítil sefjun — lágvært suð sem hverfur þegar maður ræskir sig. Þetta fólk vildi trúa því sama og Guðmundur Andri, að ef því líkaði ekki við Gyrði væri það að velja Kaffibarinn. Og þannig er nú fyrir ljóðinu komið. Það er andsvar við Kaffibamum. Pínulítið um sjálfan mig Svona geta hlutverkin leikið okkur ef við leikum okkur eldd að þeim. Ég fékk einu sinni að nefna fyrirtæld Nokkra íslendinga hf. af því að Ný félagsrit Jóns Sigurðssonar voru gefin út af nokkrum Islendingum. Ég vinn hjá Bókaforlaginu Dægradvöl ehf. sem er skýrt eftir meistarverki íslenskrar bersögli. Ég er ritstjóri Fjölnis af því ég trúi að samfélagið sé að koðna niður í meiningarleysu. Ég breytti Morgunpóstinum í Helgarpóstinn þegar ég sá eldá lengur til sólar í blaðamennsku. Allt er þetta svo sem saklaust grín. En ég væri ekki að þessu ef þetta væri með öllu merkingarlaust. Ef ég ætlaði mér hins vegar að lifa inni í þessum tilvísunum hefði ég sleppt þeim. Og loks eitthvað um Ringó I einhverjum pistli viðurkenndi ég að ég væri Ringó-maður og hefði staðið með mínum manni síðan honum var neytt upp á mig fimm ára. Eftir að blaðið kom út sat ég við símann og beið. Ég átti von á að einhver hringdi og þalckaði mér fyrir, segðist líka vera Ringó-maður án þess að hafa viljað gangast við því, impraði á því hvort ekki væri ráð að leita uppi Ringó-fólk sem þjáðist í einsemd og jafnvel stofna til félags- skapar. En það hringdi enginn. Ég þarf sem fyrr að glíma einn við Ringóinn í mér. En úr því að Andri minntist á kappann vil ég leyfa mér að fara um hann fáeinum orðum. Ringó varð ríkur en hélt áfram að hella kóld í koníakið sitt. Þetta er kunn staðreynd í íslenskri menn- ingarsögu því hann gerði þetta í Atlavík fyrir framan skemmtana- bransa-elítuna snemma á uppaárun- um. Hún dáðist að Ringó en gat ekki tekið hann sér til fyrirmyndar. Hún var of upptekin af hlutverki sínu, vildi standa sig vel í lífinu og koma sér upp góðu viti á vínum, mat og tískufatnaði. Ringó hannaði kringlótt arinstæði sem hann sá fyrir sér að hægt væri að fella inn í stofuveggina í þröngum verkamannabústöðunum í Liverpool. Ég hef reyndar ekki ábyggilegar fréttir af örlögum þess- arar uppgötvunar en mér segir svo hugur að hún hafi aldrei komist á legg. Ringó efndi til mótmælagöngu árið 1972 til að berjast gegn steríói. Hann bar spjald sem á var letrað „Back to Mono“. Rökin fyrir þessu vonlausa stríði voru þau að fátækt fólk hefði ekki efni á að elta uppi tæknibreytingar til að geta hlustað á tónlist sem var beint til þess. Síðan eru liðnar endalausar tæknibyltingar og enginn hefur tekið upp þennan málstað. Þegar það verður gert munu menn minnast Ringó með hlýhug. Hvað var Ringó að meina? Eða hvað var hann að leika? Tók hann hlutverk „the Working Class Hero“ bókstaflega? Eða var hann svona í innréttaður í raun og veru? Ég veit náttúrlega ekkert um Ringó en ég hef trú á honum. Hann er minn maður. Og ég trúi að ef við ættum fleiri menn eins og Ringó þá sætum við ekki uppi með eina og hálfa kynslóð skálda sem öll eru að leika sama hlutverkið, öll upplifa það sama frá degi til dags og öll skynja sig eins í veröldinni. Þótt Ringó hafi verið hæfileikalítill og agnarsmár í list sinni má hann eiga það, að hann reyndi að halda í það sem hann var. Ef hann tæld upp á því að yrkja myndi hann byggja á raunverulegri upplifun sinni á lífinu en ekki leita að löggiltum tóni eða takti. Það segja mér menn að enginn geti trommað eins og Ringó og enginn láti sér detta í hug að lfkja eftir honum. Okkur vantar fleiri þannig menn. Og þá mun ljóðið aftur finna sín skáld. Gunnar Smári Egilsson ps. Fiðrildið er japönskum hæku- skáldum tákn fegurðar sköpunar- verksins, hinnar endalausu hring- rásar náttúrunnar; afls hennar og brothættrar viðkvæmni í senn. Sambærileg tákn í íslenskum ljóðaheimi eru lóan sem kemur eða þrösturinn trúr sem fer. Að nefna þessi 19. aldar fyrirbrigði í íslensku nútímaljóði er Mns vegar eins og að ákalla andskotann í kirkju eða hlusta á rapp í Norð- urleiðarrútunni. En gallinn við þennan útlegðardóm lóunnar úr ljóðinu er sá helstur að hann var kveðinn upp á röngum forsendum. Auðvitað kemur vorið ekki að sunnan — og allra síst frá Japan. Vorið springur út hér heima, í kollinum á mér og þér. pps. Sólargeislar rista ekki munstur á augnloldn á olckur eins og Gyrðir segir og Guðmundur Andri trúir. Sólin býr til rauðan eldhnött undir augnlokunum sem síðan fær svartan kjama ef nógu lengi er horft í sólarljósið. Það er hins vegar hægt að búa til munstur undir augnlokin með því að þrýsta fingurgómunum á þau, eins og allir sem hafa verið böm vita. Það er því ekki lífgjafmn Sólin sem býr til munstrið heldur þunginn og myrkrið. Svona getur lífið verið öfugsnúið og skemmtilegt. Úr alfaraleið Gekk staurblank- ur um í hálft ár meö 20 milljón króna vinning í rassvasanum BT í Danmörku segir frá því að blankur byggingaverkamaður í Danmörku gekk með vinnings- miða í lottó í rassvasanum í hálft ár, en það var auglýsing í dagblaði sem fékk hann til að ganga úr skygga um hvort það hefði fallið vinningur á miðann. Hann er nú milljónamæringur. Það var mikil lukka hjá verka- manninum sem hafði verið blank- ur í langa hríð, þegar hann upp- götvaði að hann hafði gengið um með margra milljóna króna vinn- ing í rassvasanum á vinnubuxun- um. Hann var nýkomin úr sumar- fríi þar sem hann átti svo litla pen- inga að hann hafði ekki ráð á að fara út með kærustunni. Fjárhags- vandræði þeirra hófust fyrir alvöru þegar þau festu kaup á húsi en gátu ekJd staðið í sldlum með afborgan- ir. Með gleðitárin streymandi niður kinnamar gekk hinn nýbakaði milljónamæringur áleiðis í höfuð- stöðvar lottósins til að fá vinning- inn greiddan út. Þegar hann var kominn að dyrunum hringdi far- síminn, bankinn vildi kalla hann inn á teppi þar sem hann var kom- inn hundrað þúsund fram yfir heimildina. „Fólk segir gjaman að peningar skipti ekki máli, þeir gera líka ekki allt, en þeir þýða mikið frelsi," segir maðurinn sem var milljóna- mæringur f sex mánuði án þess að hafa hugmynd um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.