Alþýðublaðið - 22.09.1998, Side 1
ALPMBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. september 1998 STOFNAÐ 1919 2. tölublað fyrri hluti 79. árg.
49.flokksþing Alþýðuflokksins
Auðlindastefna í
almannaþágu
Auðlindastefna, umhverfisvernd og jafnréttismál setja svip sinn á flokksþing Alþýðuflokksins auk sameiningarmál-
anna. - En þar verður einnig rúm fyrir samveru og gleðistundir
Frá síðasta fiokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sem haldinn var á Grand Hóteli. Frá vinstri:
Valgerður Guðmundsdóttir ritari Alþýðuflokksins, Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður
Alþýðuflokksins, Magnús Norðdahl formaður framkvæmdastjórnar og Sighvatur Björgvins-
son formaður Aþýðuflokksins í ræðustóli. (Mynd -Dv-mynd)
Auðlindastefna í almannaþágu er yfirskrift
49. flokksþings Alþýðuflokks sem háð verð-
ur dagana 25.-27. september 1998 á Grand
Hótel í Reykjavík. Um 260 manns eiga rétt til
setu á flokksþinginu með fullum réttindum.
Auk þess er þingið opið öllum áhugamönn-
um og stuðningsmönnum Alþýðuflokksins.
Húsið verður opnað kl. 16.30 á föstudaginn
og fer þá fram afhending þinggagna. Upp úr
kl. 17.00 munu menn heyra lúðraþyt og
Lúðrasveit verkalýðsins leikur og flytur
tónlist ásamt kvennakómum Vox feminae.
Setningarræða Sighvats Björgvinssonar
formanns Alþýðuflokksins verður flutt kl.
17.35 en að því loknu mun Lúðrasveit verka-
lýðsins ásamt Vox feminae frumlytja útsetn-
ingu Arna Björnssonar á Sjá roðann í
austri, sem tónskáldið gaf ungum jafnaðar-
mönnum.
Strax á föstudaginn fá fulltrúar að heyra
fjölbreytt sjónarmið jafnaðarmanna. Til hvers
œtlast ég afAlþýðuflokknum? er yfirskriftin á
pallborðsumræðum undir stjórn Össurar
Skarphéðinssonar. Þátttakendur auk hans
verða þau Jóhanna Sigurðardóttir formað-
ur Þjóðvaka, Bryndís Hlöðversdóttir þing-
maður Alþýðubandalags, Svanur Kristjáns-
son prófessor í stjómmálafræði, Þráinn
Hallgrímsson skrifstofustjóri Dagsbrúnar og
Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari.
Að afloknu stuttu matarhléi á föstudaginn
hefjast almennar stjómmálaumræður, Asta
B. Þorsteinsdóttir varaformaður Alþýðu-
flokksins hefur umræðuna.
Um ellefuleytið verður eftirspil pólitíkur.
Sá landskunni jafnaðar- og tónlistarmaður
Jakob Magnússon mun sitja við flygilinn og
leyfa nokkrum ljúfum nótum að fljúga út í
nóttina með þeim stuðkrötum sem vilja.
A laugardagsmorgni verða málefnahópar
að störfum:
Lýðrœði og jafnrétti. Stjómendur: Lúðvík
Bergvinsson, Asta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir og Kolbeinn Stefánsson.
Verkalýðshreyfing og sameiningarferlið:
Hervar Gunnarsson varaforseti ASÍ, Krist-
ján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavikur og Þórunn
Sveinbjarnardóttir formaður Sóknar.
Auðlindir og umhverfi. Stjómendur: Össur
Skarphéðinsson, Margrét Björnsdóttir og
Finnur Birgisson.
Laust fyrir hádegið mun Guðmundur
Árni Stefánsson alþingismaður flytja fram-
sögu fyrir stjómmálaályktun flokksþings, en
að undanfömu hefur málefnahópur verið að
störfum undir stjóm Guðmundar Árna, þ.e.
þau Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður,
Jón Gunnarsson bæjarfulltrúi í Grindvík,
Bryndís Kristjánsdóttir formaður Sam-
bands alþýðuflokkskvenna og Ingvar Sverr-
isson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Eftir hádegið fara þingfulltrúar í kynnis-
ferð til Háskóla Islands. Þar verður sérstak-
lega fjallað um efnið: Háskólinn og þjóðfé-
lagið, hvaða hlutverk hafa vísindin í þróun
þjóðfélagsins?
Kosningar til forystu flokksins hefjast þeg-
ar á laugardagsmorgni og standa í nokkra
klukkutíma fram að því að farið verður í há-
skólaferðina. En að afloknum þeim dagskrár-
lið verður aftur haldið í Grand Hóteli og úrslit
kosninga kynnt.
Eftir kaffitímann á laugardag mun Rann-
veig Guðmundsdóttir formaður þingflokks
jafnaðarmanna kynna stöðu mála um sameig-
inlegt framboð. Jafnframt munu stjómendur
málefnahópanna reifa álit þeirra til áframhald-
andi umræðu í hreyfmgunni.
Klukkan átta verður efnt til vandaðrar Há-
tíðardagskrár. Meðal atriða verða söngkonum-
ar Fjórar klassískar, Jóhannes Kristjánsson
eftirherma og þama verður fjöldasöngur og
ýmislegt fleira sem kemur á óvart. Gísli S.
Einarsson alþingismaður verður veislustjóri.
Á lokadegi þings verða ýmsir hefðbundnir
flokksþingsliðir, eins og t.d. Lagabreytingar
sem jafnframt verða kynntar á netsíðu flokks-
ins http://www.jafnadarmenn.is nú í vikunni.
Þennan morgun hefjast og kosningar til
flokksstjómar og Verkalýðsnefndar.
Magnús Norðdahl kynnir lagabreytingam-
ar og hann flytur einnig skýrslu formanns
framkvæmdastjómar. Sigrún Benediktsdótt-
ir gjaldkeri flokksins flytur líka skýrslu á
laugardagsmorgni en laust fyrir hádegi sunnu-
dags verður kynnt ályktun um menntasamfél-
ag: Framsaga: Ágúst Einarsson.
I sameiginlegum hádegisverði á sunnudag-
inn flytur Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur ávarp og væntanlega munu menn
einnig taka þar lagið. Síðan tekur blýþung al-
varan aftur við með framhaldi almennrar um-
ræðu - afgreiðslu stjómmálaályktunar og
annarra mála. Reiknað er með að þinginu
verði slitið um nónbil á sunnudag.
NYR LUXUSJEPPI
Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin
og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst
þangað sem honum er ætlað að fara.
Hann er byggður á traustum grunni
Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn,
breiðari og glæsilegri.
Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði
frá 2.179.000 kr.
ALLIR
SUZUKI BlLAR
ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS-
L0FTPÚÐUM.
SUZUKI
AFL OG
ÖHYGGI
LD
l\
FULL
FRAJHE
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garóabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehí.Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is