Alþýðublaðið - 22.09.1998, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUnAGUR 2 2 . SEPTEMBF.R 1998 - 3
Þinflokkur Jafnaðarmanna eins og hann var skipaður við stofnun hans í fyrra. Talið frá vinstri: Össur Skarphéðinsson, Gísli V. Einarsson, Svanfrfður
Jónasdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvfk Bergvinsson, Sighvatur Björgvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson, en við sæti hans tók Ásta B. Þorsteinsdóttir.
49. flokksþingið
Happadráttur
á þingi
Glæsilegir vinningar
Happdrætti Alþýðuflokksins
er venju samkvæmt haldið í
tengslum við flokksþing Al-
þýðuflokksins. -Miðinn kostar
aðeins 500 krónur, segir Ingvar
Sverrisson framkvæmdastjóri
flokksins.
Ingvar segir vinninga glæsi-
lega eins og t.d.: Ferð fyrir tvo
til Dublínar, hinn glæsilegi
Heimsatlas Máls og menning-
ar, nokkur hálfsárs kort í lík-
amsræktarstöðina World Class
- og hugsanlega verður einnig
tölva í lotteríinu.
Framkvæmdastjórinn kveð-
ur mikilvægt að jafnaðarmenn
sýni þegnskap í verki og kaupi
miða, því hagnaður af happ-
drættinu sé flokknum alger
nauðsyn.
Við munum sigra
Jafnrétti -iand vorra drauma
Vorið kallar
Dregur til sátta
Framtíðin er okkar
Vonir brautryðjendanna rætast
Við erum á réttri leið
Sameining jafnaðarmanna
Stuðningsmenn verði allir með í baráttunni
í ályktun 48. flokksþings Alþýðuflokksins í nóvember
1996 segir að flokkurinn gangi til umræðunnar um auk-
ið samstarf jafnaðarmanna „án fordóma og skilyrða,
meðvitaður um að framundan er mikilvæg þróun, þar sem
tekist verður á um það hverjir skulu hafa forystu um að
leiða ísland inn í 21. öldina, inn í nýtt árþúsund.
Það er hins vegar brýnt að umræðan um samvinnu og
sameiningu jafnaðarmanna lokist aldrei af í stofnunum
flokkanna, heldur sé einnig hvatt til hennar utan hinna
formlegu hreyfmga. Til hennar á einnig að bjóða þeim
sem hvergi standa í flokki, en fylgja jafnaðarstefnunni að
málum, félögum verkafólks, öðrum samtökum og ein-
staklingum. Með því að leiða saman hugmyndir, atgervi
og fólk úr ólíkum áttum og með fjölbreyttan bakgrunn er
hægt að skapa trúverðugan valkost jafnaðarmanna, sem
að loknum næstu kosningum getur haft forystu um að
stýra þjóðinni í nýja öld. Aldrei fyrr á öldinni hafa skap-
ast jafn miklir möguleikar og nú á því að sameina ís-
lenska jafnaðarmenn í breiða og öfluga hreyfingu."
Dagskrá 49. flokksþings Alþýðuflokksins Jafnaðarmannaflokks íslands
Auðlindasletna í almannaþágu
25.-27. september 1998 - Grand Hótel Reykjavík
Föstudagur 25.09.
16.00 Afhending þinggagna
17.15 Lúðraþytur. Lúðrasveit verkalýðsins flytur þjóðleg
lög ásamt kvennakórnum Vox feminae
17.35 Setningarræða Sighvats Björgvinssonar for-
manns
18.15 Sjá roðann í austri, Lúðrasveit og Vox feminae
frumflytja útsetningu Árna Björnssonar sem tón-
skáldið gaf ungum jafnaðarmönnum
18.20 Þingsetning, kjör starfsmanna þingsins
18.30 Pallborðsumræður- Til hvers ætlast ég af
Alþýðuflokknum? Stjórnandi Össur Skarphéðins-
son, en aðrir þátttakendur: Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Svanur Kristjáns-
son, Þráinn Hallgrímsson og Hulda Ólafsdóttir
19.30 Matarhlé
20.40 Almennar stjórnmálaumræður. Ásta B. Þorsteins-
dóttir varaformaður hefur umræðuna
23.00 Eftirspil. Jakob Magnúson við flygilinn
23.30 Háttumál
Framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera,
ritara og formanns framkvæmdastjórnar verður
að tilkynna þingforseta fyrir lok almennra stjórn-
máiaumræðna
Laugardagur 26.09.
08.30 Skýrsla formanns framkvæmdastjórnar -
Magnús Norðdahl
08.45 Skýrsla gjaldkera -Sigrún Benediktsdóttir
09.00 Starf umræðuhópa
1. Lýðræði og jafnrétti.
Stjórn: Lúðvík Bergvinsson, Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir og Kolbeinn Stefánsson
2. Auðlindir og umhverfi.
Stjórn: Össur Skarphéðinsson, Margrét
Björnsdóttir og Finnur Birgisson
3. Verkalýðshreyfing og sameiningarferlið.
Stjórn: Hervar Gunnarsson, Kristján Gunnars
son og Þórunn Sveinbjörnsdóttir
09.00 Kosningar hefjast um formann, varaformann,
gjaldkera, ritara og formann framkvæm-
dastjórnar
11.30 Framsaga fyrir stjórnmálaályktun flokksþings -
Guðmundur Árni Stefánsson
Ritnefnd ályktunar auk hans: Svanfríður Jónas-
dóttir, Jón Gunnarsson, Bryndís Kristjánsdóttir
og Ingvar Sverrisson
12.00 Hádegisverður
13.00 Haldið til Háskóla íslands
Kosningu lýkur um formann, varaformann, gjald-
kera, ritara og formann framkvæmdastjórnar
13.15 Háskólinn og þjóðfélagið, hvaða hlutverk hafa
vísindin í þróun þjóðfélagsins. Háskólarektor Páll
Skúlason flytur ávarp. Pallborðsumræður
14.30 Haldið til Grand Hótel
14.45 Kaffihlé
Tilkynna skal þingforseta framboð til fram-
kvæmdastjórnar fyrir kl. 16.30
15.00 Kynning á sameiginlegu framboði - Rannveig
Guðmundsdóttir formaður Þingflokks jafnaðar-
manna.
Úrslit kosninga kynnt
16.00 Skýrslur umræðuhópa
17.00 Kosningar til framkvæmdastjórnar hefjast
18.30 Kosningum til framkvæmdastjórnar lýkur
Þingfrestun
20.00 Hátíðardagskrá. Veislustjóri Gísli V. Einarsson
Sunnudagur 27.09
09.30 Lagabreytingar.
Kosningar til Flokksstjórnar og Verkalýðsnefndar
hefjast. Úrslit kosninga til framkvæmdastjórnar
kynnt
10.30 Kynning á heimasíðu Alþýðuflokksins
11.30. Ályktun um menntasamfélag:
Ágúst Einarsson hefur framsögu
12.00 Hádegisverður.
Guðmundur Andri Thorsson flytur ávarp
14.00 Framhald almennrar umræðu - afgreiðsla stjórn-
málaályktunar og annarra mála
15.00 Þingslit