Alþýðublaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 2
2- FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
AIMÐUBLAÐIÐ
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn -Jafnaðarmannaflokkur íslands.
Framkvæmdastjóri: Ingvar Sverrisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason.
Umbrot: Guðmundur Steinsson.
Ljósmyndir Ólafur Þórðarson o.fl.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson og Óskar Guðmundsson.
LEIÐARI
Glæsilegt
flokksþing
Frá síðasta flokkksþingi Alþýðuflokksins fyrir tveimur
árum til þess sem haldið var um síðustu helgi hefur margt
gerst í íslenskum stjómmálum. Hæst ber að draumurinn um
sameiningu jafnaðarmanna er að rætast. Það er því ekki nema
von að þingfulltrúar lýstu yfir ánægju sinni með framvindu
stjómmálanna á hinu glæsilega 49. flokksþingi Alþýðuflokks-
ins. Á þinginu fékk forysta flokksins ótvíræðan stuðning og
allir helstu forystumenn flokksins vom endurkjömir í einu
hljóði.
Þar sem minna var um persónupólitísk átök en venja er á
flokksþingum sýndu fjölmiðlar ekki jafn mikinn áhuga á
þinginu og þeir hefðu ella gert. Engu að síður gerðist margt
fréttnæmt og eftirminnilegt á þessu þingi.
í pallborðsumræðum á þinginu kom fram nokkuð eindreg-
inn vilji væntanlegra þátttakenda í sameiginlega framboðinu
um opið prófkjör þar sem því væri við komið. Þannig sýndu
stjómmálaöflin sem taka munu þátt í framboðinu stuðnings-
mönnum sínum, kjósendum tranað og sköpuðu traust á fram-
boðinu. í umræðunum kom fram sú hugmynd frá Svani
Kristjánssyni sem hlaut góðan hljómgmnn meðal annarra, að
eina viðmiðið ætti að verða algert jafnræði milli kynjanna,
þ.e. að framboðslista skipuðu konur og karlar til skiptis. Slík
jafnræðisbylting myndi verða öllum jafnréttissinnum mikið
fagnaðarefni.
Áherslur Alþýðuflokksins í mennta- og menningarmálum
lýstu sér m.a. í því að í fyrsta skipti í sögunni sótti stjómmála-
flokkur heim þá stofnun sem er í senn einn stærsti vinnustað-
ur þjóðarinnar og vegvísir til velferðar í framtíðinni -Háskóla
íslands.
Á fundinum vom samþykktar ályktanir sem kynntar em í
blaðinu og birtar á veffangi Alþýðuflokksins,
http://www.jafnadarmenn.is . Á þinginu var íjallað um marg-
vísleg málefni sem heyrðu undir samheiti þingsins, Auðlinda-
stefnu í almannaþágu. Fjallað var um misskiptinguna í þjóð-
félaginu og nauðsyn nýrrar stjómarstefnu á íslandi.
„Samkvæmt dómi reynslunnar hefur jafnaðarstefnan, hug-
sjón hennar um frelsi, jafnrétti og bræðralag, viðhorf hennar
um mannúð og mildi, manngildishugsjón hennar, reynst nota-
drýgst alþýðu manna.“ Þannig komst Sighvatur Björgvinsson
m.a. að orði í setningarræðu sinni á flokksþinginu.
Og hann lauk ræðu sinni með því að segja: „Við getum
gengið glöð til leiks. Stefnan sem við mörkuðum á síðasta
flokksþingi, er að ná fram að ganga. Draumar okkar um stór-
an og sterkan flokk íslenskra jafnaðarmanna, sem byggir á
hugsjónum jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis, em
að rætast. Framundan em tímar þar sem sköpunargleðin fær
að njóta sín - gleðin við að skapa nýtt og sterkt stjómmálaafl
með nýrri öld. Þar eigum við öll mikilvægu hlutverki að
gegna, - Alþýðuflokksfólk, Alþýðubandalagsmenn, Kvenna-
listakonur, Þjóðvakafólk, Gróskuliðar -allur almenningur í
þessu landi sem aðhyllist hugsjónir jafnaðarstefnunnar um
frjáls samfélag jafnréttis og bræðralags. í því sköpunarstarfi
höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna, hvert eitt og ein-
asta okkar. Brýn þörf er á jákvæðu framlagi okkar hvers og
eins. Það er gleðin yfir því að fá að vera með, sköpunargleð-
in, sem á og þarf að ríkja núna í hjörtum okkar allra.“
Sjá roðann í austri. Flutningurinn á útsetningu Árna Björnssonar þótti undurfagur og skemmtilegur. Lúðrasveit
verkalýðsins undir stjórn Tryggva M. Baldvinssonar og Vox feminae undir stjórn Margrétar Tómasdóttur.
Kosningar á 49. flokksþinginu
Flokkstjórn Alþýðuflokksins
Aðalfulltrúar:
Gísli Bragi Hjartarson Akureyri
Gunnar Magnússon Kópavogi
Ámi Gunnarsson Hveragerði
Jón Amar Gestsson ísafirði
Hlín Daníelsdóttir Kópavogi
Grétar Geir Nikulásson Reykjavík
Sigbjöm Gunnarsson Mývatnssveit
Kristinn Breiðfjörð Reykjavík
Guðmundur Oddsson Kópavogi
Sigríður Bima Bragadóttir Reykjavík
Anna Karolína Vilhjálmsd. Garðabæ
Guðrún L. Sigurðardóttir Hafiiarfirði
Sigrún Benediktsdóttir Seltjamamesi
GuðlaugurTryggi Karlsson Reykjavík
Cecil Haraldsson Seyðisfirði
Magnús Marísson Reykjavík
Steindór Ögmundsson Hafnarfirði
Jón Gunnarsson Vogum
Jón S. Sigutjónss. Siglufjörður
Jóna Guðjónsdóttir Hafnarfirði
Hólmínður Sveinsdóttir Reykjavík
Þóra Amórsdóttir Reykjavík
Gísli Hjartarson ísafjarðarbæ
Unnur A. Hauksdóttir Hafnarfirði
Gestur Páll Reynisson Reykjanesbæ
Guðfinna Vigfúsdóttir Hafnarfirði
Soffía Ingimarsdóttir Flateyri
Gunnar Alexander Ólafss. Reykjavík
Kristján Eldjám Dalvík
Ástríður Sigurðardóttir Reykjanesbæ
Rúnar Geirmundsson Reykjavík
Guðmundur Haraldsson Reykjavík
Þóra Guðmundsdóttir Mosfellsbæ
Hreinn Hreinsson Reykjavík
Jón Einar Sverrisson Kópavogi
Kristinn Ásgeirsson Reykjavík
Ámi Hjörleifsson Hafriarfirði
Gréta Guðmundsdóttir Kópavogi
VarafuIItrúar:
Kristinn T. Haraldsson Reykjavík
Sjöfn Sigurbjömsdóttir Reykjavík
Benedikt Bjamason Suðureyri
Guðrún K. Jóharmsdóttir Húsavík
Kolbrún Vdbergsdóttir Hafriarfirði
Eyjólfur M. Kristinss. Hafnarfirði
Stefán Jóhann Stefánsson Reykjavík
Hrafnkell Tjörfi Stefánsson Reykjavík
Ásta Magnúsdóttir Hafriarfirði
Katrín Theódórsdóttir Reykjavík
Margrét Ingþórsdóttir Selfossi
Halldór S. Magnússon Garðabæ
Elías Kristjánsson Reykjavík
Ásta Benediktsdóttir Reykjavík
Vilhjálmur Skarphéðinss. Reykjan.bæ
Sigurður Már Einarsson Borgamesi
Gunnar Magnússon Kópavogi
Jón Amar Gestsson ísaf]arð:irbæ
Bjöm Guðmundsson Akranesi
Ný framkvæmdastjórn
Ný framkvæmdastjóm var hosin á
flokksþinginu. Magnús Norðdahl
var endurkjörinn formaður en eft-
irtalin hlutu kosningu í stjómina:
Bryndís Kristjánsdóttir Reykja-
vík, Elín Harðardóttir Hafnar-
firði, Hervar Gunnarsson Akra-
nes Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Reykjavík, Oktavía Jóhannesdót-
tir og Ragnar Halldórsson
Reykjanesbæ, sem komst inn á
jafnræðiskvóta en Hólmfríður
Sveinsdóttir Reykjavík var með
jafn mörg atkvæði. Næstir komu
svo Steindór Haraldsson Skaga-
strönd og Kristinn T. Haraldsson
Reykjavík.
Fráfarandi framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins á síðasta fundi sínum. Talið frá vinstri: Gestur S. Gestsson, Val-
gerður Guðmundsdóttir, Reynir Ólafsson, Hervar Gunnarsson, Magnús Norðdahl formaður stjórnar, Sighvatur
Björgvinsson, Ásta B.Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Ingvar Sverrisson fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
49. flokksþing Alþýðuflokksins-Jafnaðarmannaflokks íslands
Jákvætt stjórnmálaafl - tekist
á við viðfangsefni nýrrar aldar
Segir í ályktun um samfylkingu við alþingiskosningarnar 1999
Alþýðuflokkurinn-Jafnaðarmanna-
flokkur íslands, fagnar því að með
samfylkingu jafnaðarmanna, félags-
hyggjufólks, kvenfrelsissinna og
fleiri er að verða til öflugur valkostur
sem mun takast á við viðfangsefni
nýrrar aldar.
Alþýðuflokkurinn samþykkti á 48.
flokksþingi sínu að stefna ótrauður að
samfylkingu jafnaðarmanna. Stórt
skref í þá átt voru sameiginleg fram-
boð við sveitarstjórnakosningar í
flestum þéttbýlisstöðum landsins. Nú
hefur enn stærra skref verið stigið og
Ijóst að það eru að verða tímamót í ís-
lenskum stjómmálum. Þau áform AI-
þýðuflokksins, Alþýðubandalagsins,
Samtaka um kvennalista og fleiri, að
bjóða fram sameiginlega við alþing-
iskosningar vorið 1999 munu breyta
varanlega landslagi stjómmálanna.
Samfylking undir merkjum jafnað-
arstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis,
fyrir almannahagsmuni gegn sérhags-
munum, verður kröftug og skapandi
hreyfing. Loks er að verða til stór og
breiður valkostur launafólks og þeirra
sem aðhyllast jafnaðarstefnu og vilja
jöfn tækifæri fólks, jákvætt stjóm-
málaafl semhafnar gamaldags úrræð-
um ríkisstjórnarflokkanna, helm-
ingaskiptum þeirra og sérhagsmuna-
gæslu, stjómmálaafl sem byggir á
hugsjónum um frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
Sameining vinstri manna, sem hef-
ur lengi verið draumur margra, sem
kjósendur hafa beðið eftir, er að verða
að veruleika. Jafnaðarmenn, félags-
hyggjufólk og kvenfrelsissinnar ætla
að standa saman, enda erum við
sterkari saman.