Alþýðublaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 4
4- FÖSTUDAGVR 2. OKTÓBER 1998 ALÞÝÐUBIAÐIÐ Pallborðsumræðunar á flokksþinginu Vilja opið prófkjör í fjörugum umræðum kom fram eindreginn vilji fyrir opnu prófkjöri. Hugmynd um algert jafnræði kynjanna á framboðslistum sameiningarinnar Allir talsmenn þeirra stjórnmála- afla sem mynda sameiginlega hreyf- ingu jafnaðarmanna vilja að valið verði á framboðslista í opnu próf- kjöri, - nema fulltrúi Kvennalistans. í pallborðsumræðunum kom fram sú hugmynd að eina viðmiðið ætti að verða að konur og karlar skipuðu annað hvert sæti á framboðslistum sameiningarinnar. Svanur Kristjánsson prófessor sem stendur utan flokka lagði einmitt til al- gert jafnræði kynjanna yrði viðmið á framboðslistunum, en að öðru leyti ættu þessi stjórnmálaöfl að treysta fólkinu fyrir vali frambjóðenda á lis- tana. Svanur kvaðst ætlast til þess af Alþýðuflokknum að hann yrði uppruna sínum trúr og vitnaði í því sambandi til stofnskrár flokksins, þar sem kom fram að þá þegar aðhylltist Alþýðuflokkur- inn fijálslyndi samfara sígildri jafnað- arstefnu. Hann kvað verkefni dagsins vera að mynda lýðræðishreyfingu sem mótaði þjóðfélag framtíðarinnar og leysti það lénsherrakerfi af hólmi sem verið hefði við lýði á íslandi undanfar- in ár með tilheyrandi misskiptingu og Einróma síuöningur Forystan endurkjörin Allir forystumenn flokksins sem kost gáfu á sér voru endurkjörnir með glæsibrag. Sighvatur Björgvinsson formaður, Asta B. Þorsteinsdóttir varaformaður, Valgerður Guðmundsdóttir ritari og Reynir Olafsson var kosihn gjaldkeri, en Sigrún Benediktsdóttir sem gegnt hefur þeim starfa gaf ekki kost á sér, þar sem hún er erlendis við framhaldsnám. Magnús Norðdahl var svo endurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar. Arni Gunnarsson forseti þingsins ásamt einum hinna erlendu gesta, Benediktu Thorsteinsson frá Grænlandi. Á borðum voru „fljótandi rósir“ og í bakgrunni er hluti skreytinga salarins. lénsveldi á eignum þjóðarinnar í sjón- um og á hálendinu. Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðubandalags kvaðst ætlast til þess af flokkunum að þeir mynduðu fram- sækna stjómmálahreyfingu og Alþýðu- flokkurinn og aðrir flokkar þyrðu „að sleppa takinu" og treysta samfylking- unni fyrir þróunarstarfinu. Þá þyrfti og að búa svo um hnútana að fólkið fengi að velja á framboðslistana. Þráinn Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar-Framsóknar lýsti yfir ánægju sinni með hve Al- þýðuflokkurinn hefði verið örlátur og reiðubúinn til að vinna af heilindum í sameiningarferlinu. Það mætti ekki loka málin inni í herbergjum forystu- fólksins, það þyrfti að færa sameining- arferlið enn meira til fólksins, og það ætti jafnt við um málefni sem val á framboðslista. Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og talsmaður Kvennalistans í umræðunum kvaðst ánægð með málefnaskrána og afstöðu hinna sameinuðu í jafnréttis- málunum. Hins vegar legði Kvenna- listinn áherslu á að samkomulagt næð- ist um verklag og val á lista og þátttaka Kvennalistans í sameiginlegu framboði yrði borin upp á landssfundi áður en til endalegrar uppröðunar kæmi. Hún kvaðst ætlast til þess sérstaklega að Al- þýðuflokkurinn stæði sig betur í jafn- réttismálum en hingað til. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka kvaðst á hinn bóginn hlynnt opnu prófkjöri, það væri það vinnulag sem væri forsenda nauðsynlegs trúnað- ar milli stuðningsmanna og fram- boðsaflsins. Hún þakkaði Alþýðu- flokknum og Sighvati Björgvinssyni formanni sérstaklega trausta mála- fylgju í sameiningarferlinu og kvaðst ætlast til þess af flokknum að hann lyki verkinu. Þátttakendumir kváðust flestir reik- na með því að uppúr þessu samstarfi yrði stofnaður flokkur, það gæti orðið eftir nokkur ár, flest nefndu árið 2003 í þessu sambandi en Þráinn kvaðst hafa vonast að það gæti orðið að þeirri flokksstonfun fyrr. Svanur vakti at- hygli á því að sameiningin hefði þegar orðið, fólkið hefði sameinast svo sem síðustu sveitastjórnarkosningar vitn- uðu um. Fólkið hefur svarað fyrir sig og lýst sínum vilja heima í héraði og nú væri komið að flokkunum á lands- vísu að svara kallinu. Össur Skarphéðinsson ritstjóri og alþingismaður Alþýðuflokks stjómaði umræðunum snöfurmannlega. Áheyr- endur höfðu á orði að í þessum urnræð- um hefði margt skýrst og komið vel fram, -atriði sem áður vom á huldu. Þannig virðist t.d. að draga megi þá ályktun af umræðunum að ekki verði hjá því komist að efna til opins próf- kjörs um skipan framboðslista amk í Reykjavík - með því skilyrði að jafn- ræði verði meðal kynja, þannig að fyrsta sæti skipi sú kona eða sá karl sem flest atkvæði hlýtur í prófkjöri, næsta sæti sá frambjóðandi af gagn- stæðu kyni sem næst flest atkvæði hlaut og svo koll af kolli, kona og karl til skiptis. SET vatnsrör úr PE og PP efni eru framleidd í öllum víddum frá 16 til 500 mm að þvermáli. Rörin henta vel í vatnsveitur, hitaveitur, snjó- bræðslu, ræsi o.fl. Röraverksmiðja SET á Selfossi hefur yfir að ráða fullkomnustu tækni sem völ er á við framleiðslu á plaströrum og leggur áherslu á vöruvöndun og góða þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.