Vísir - 06.01.1976, Page 19

Vísir - 06.01.1976, Page 19
VISIR Þriöjudagur 6. janúar 1976. 19 „ÞETTA ER EINS OG HEIMILI OKKAR" — segja sex Ástraiíubúar sem vinna nú í frystihúsinu í Súðavík Hvernig getur staðið á þvi að sex ungmenni alla leið sunnan úr Ástraliu leggja leið sina til Súðavikur til þess að fara að vinna þar i frystihúsi? Þegar vetrarnepjan nistir merg og bein hugsar landinn oft til hlýrri landa. Margir láta þaÖ sér ekki nægja að hugsa bara þangað heldur fá sér sumar- auka i suðrænum löndum, og ýmsir dvelja lika um jólin á baðströndum i steikjandi hita. f Ástraliu fara þeir á jólum niður á baðströnd. Það er þvi ekki undarlegt að mörgum is- lendingnum verði á að undrast uppátæki ungmennanna. Reyndar er þetta ekki i fyrsta skipti að hingað til lands kemur fólk sem vill vinna hér i frysti- húsunum. I nokkur ár hefur komið til Hnifsdals ástralskt fólk sem unnið hefur þar i frystihúsunum, og getið sér þar gott orð. Að þéna á íslandi „Við komum til þess að sjá ts- land. Það er ólikt þvi sem við höfum áður séð,” sögðu Astra- liubúarnir sjö i Súðavik er Visir spurði hvers vegna þeir hefðu komið hingað. Þó þau séu langt að komin una þau glöð við sitt og likar hið besta við Súðvikinga. byrjuðum að vinna hér. Okkur fannst þetta bara eins og eitt- hvert grin og hlógum, svo gjör- samlega vankunnandi vorum við um allt sem heitir fisk- vinna.” Þetta sögðu ástralirnir þegar við spurðum hvernig það hefði verið að byrja að vinna i frysti- húsinu. Þau koma öll frá borg- um þar sem allt er svo ólikt þessu. Og hin mikla þýðing fisksins fyrir lif manna var þeim algjörlega framandi. „Það var heppilegt að við byrjuðum öll jafnt að starfa i frystihúsinu, þvi það var auðveldara af þvi allir voru sömu skussarnir”. Hvernig kunnið þið við að vinna i frystihúsinu i saman- burði við annað það sem þið hafið reynt? „Við höfum auðvitað aldrei kynnst neinu liku þessu. Næst sem ég hef komist nálægt fisk- vinnslu er að ég vann á skrif- stofu fiskvinnslufyrirtækis!” sagði ein stúlknanna og hló. „Þetta er miklu betra hér. Ég vann eitt sinn i banka „bætti önnur við ,,og þar mátti hvorki hlæja né gera að gamni sinu allt þurfti að vera svo formlegt. Munur en hérna!” ... og svo eru það strákarnir.... En hvað gerið þið i tóm- stundum ykkar? „Það gefur auga leið að við högum tómstundum okkar öðruvisi hér i Súðavik en i Astraliu. Allir staðhættir og veðurfar er svo frábrugðið þvi sem við eigum að venjast. Aðbúnaðurinn er eins og best verður á kosið. Sjónvarpið sem við höfur.i er mikið notað. Enda er auðvelt fyrir okkur að skilja þaðsem fram fer á skerminum þar sem mikið af ensku efni er flutt i sjónvarpinu. Nú er lika svo komið að við erum farin að geta fylgsl með veðurfregnun- um okkur til gagns. Við förum mikið á bió ég hef aldrei farið á jafn margar myndir á jafn skömmum tima og eftir að ég kom hingað." bætir ein stúlkan við. ,,Og svo ei-u það strákarnir hérna” segja stúlkurnar. ..þeir koma oft hingað að heimsækja okkur. Böllin hér og i kaupstöðunum i kring stundum við mikið. Okk- ur likar vel við skemmtanali'fið hér. Það kom okkur að visu nokkuð undarlega fvrir sjónir fyrst en það breyttist þegar við lærðum á hlutina. Við fáum engin dagblöð að heiman og þau timarit sem fást i bókabúðum eru fyrst og fremst bandarisk og flvtja fregnir af stjórnmálalegum viðburðum. Hlutum sem við höfum ekki mikinn áhuga á. Þess vegna hefði eins getað verið heimsend- ir i gær án þess að við hefðum hugmynd um þnð.” — EKO Rolf er eini karlmaðurinn á þessu heimili og kann vel við sig.... kveðst aldrei sýna hús- bóndavaldið enda gerist þess ekki þörf. „Svo ætlum við að safna pen- ingum og þá er alveg tilvalið að fara til íslands. Að visu hefð- um við getað þénað jafn mikiö ef við hefðum unnið einhvers staðar annars staðar i Evrópu en hér er færra sem glepur fyrir, svo okkur helst betur á aurunum. Aður en við komum hingað vorum við i nokkrar vikur i London. Þar rákumst við á aug- lýsingu þar sem óskað var eftir fólki er vildi vinna hér á landi. Einnig hittum við nokkra landa okkar sem höfðu verið við vinnu á Islandi. Hvernig báru þeir okkur sög- una? „Fólk hafði auðvitað misjafna sögu að segja, sumum likaði dvölin vel, en öðrum miður. Ferðast um heiminn „I Astraliu er það algengt að ungt fólk taki sig til og ferðist um heiminn og skoði sig um. Hvað veldur þessu er ekki gott að segja. En manni dettur i hug að góð afkoma fólks valdi þvi að það telji sig hafa efni á slikum ferðalögum. Svo er það bara löngunin til þess að sjá sig um ekki sist þar sem Astralia er eyja. Það er heldur ekki óliklegt að um ein- hvers konar hreyfingu sé að ræða meðal fólksins um að ferð- ast og sjá hlutina i kringum sig.” Þessi áströlsku ungmenni eru einmitt á slikri heimsreisu. Þau hafa ekki ferðast saman i hóp heldur koma þau úr sitt hverri áttinni.og kynntust fyrst er þau hittust i Súðavik, i september sl. er þau komu þangað. Ein stúlkan var um tima i Suðaustur-Asiu og fór þaðan til London. En hvað tekur við að lokinni dvölinni hér? „Við ætlum aðnota peningana sem okkur hefur áskotnast hér i Svo þarf lika að vaska upp, og það er þó nokkurt verk á svona fjölmennu heimili. Súgandafirði, Patreksfirði og Grundarfirði er þó nokkuð margt, en alls munu vera hér á landi um 200 manns frá Astra- liu. Hvernig skyldi þessu fólki lika hér á landi? „Almennt held ég að það sé ánægt. Að minnsta kosti erum við mjög ánægð hérna i Súðavik. Þetta er eins og heimili okkar. Það er svo vel að okkur búið. Við höfum sjónvarp til afnota. Húsgögnum er vel fyrir komið, ogsvohöfum við eldhús þar sem við getum eldað okkur mat og og lagað okkur kaffisopa að is- lenskum sið. Svo má ekki gleyma þvi að okkur er lánaður Bronco jeppi fyrirtækisins ef við ætlum á ba 11 eða þvilikt.” Eru að læra islenskuna Fólkið er mjög alúðlegt og þolinmótt við okkur. Það er alltaf tilbúið að kenna okkur sama hve upptekið það er. Nú er svo komið að við erum farin að skilja furðanlega mikið i is- lensku.” Af þessum hópi eru tvær stúlkur sem eru búnar að vera hér á landi áður, þær voru hér i fyrravetur. Og þeir segja það i Súðavik að þær séu farnar að skilja ótrúlega mikið af þvi sem talað er á islensku. Nærri að þær séu farnar að geta bjargað sér með islenskunni einni saman. „Það er ekki aðeins að fólk sé alúðlegt við okkur i vinnutiman- um og leiðbeini okkur við það sem við erum að gera. Lika fyrir utan vinnutimann mætum við sömu alúðinni, og oft er okkur boðið i heimahús. Á gamlárskvöld var okkur boðið heim til framkvæmdastjóra frystihússins.” „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út i þegar við Að islenskum sið er helit upp á kaffið og gestum og gangandi boðnir tiu dropar. Súðavik til þess að ferðast um Evrópu. Þetta verður örugglega mesta ferð sem við eigum nokkurn ti'ma eftir að fara”. 200 Ástraliubúar hér Enþaðerviðar fólk frá Ástra- liu en i Súðavik. 1 Hnffsdal. á

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.