Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 3
3
VISIR Þriðjudagur 6. janúar 1976.
Verður veitt leyfi til þess að leigja Norglobal hingað til lands? Sjávarútvegsráöherra hefur gefið grænt
ljós. Ef svo verður eykst afkastageta loðnubræðslnanna verulega.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐ-
HERRA HLYNNTUR
LEIGU Á NORGLOBAL
„Það er ekki búið að taka
neina lokaákvörðun i þessu
máli, en við i þessu ráðuneyti
erum þvi hlynntir að Norglobai
verði tekið á leigu,” sagði
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra, i samtali við Visi.
Eins og kunnugt er fóru eig-
endur isbjarnarins hf i Reykja-
vik og Hafsíldar á Seyðisfirði
fram á það við Sjávarútvegs-
ráðuneytið að fyrirtækin fengju
að taka norska bræðsluskipið
Norglobal á leigu til loðnu-
bræðslu á sama hátt og i fyrra.
Matthias sagði: „Ég legg á-
herslu á að loðnuveiðin verði
meiri en i fyrra. Allir vilja
minnka sóknina i þorskinn
vegna hins slæma ástands
stofnsins. Til þess að slikt sé
framkvæmanlegt er nauðsyn-
legt að hafa sem mestan verk-
smiðjukost til loðnubræðslu.”
í fyrra voru tvær afkasta-
miklar loðnubræðslur óstarf-
hæfar. Verksmiðja Hafsildar á
Siglufirði og bræðsla Sildar-
vinnslunar á Neskaupstað. Ef
Norglobal verður við tslands-
strendur á loðnuvertiðinni mun
afkastageta loðnuverksmiðj-
anna aukast um 1200 til 1300
tonn.
Það kom fram i samtalinu við
Matthias að Landssamband is-
lenskra útgerðarmanna, Far-
manna- og fiskimannasam-
bandið og samtök sjómanna eru
mjög jákvæð i þvi að leyfi fáist
til leigu á Norglobal.
—EKG
SÍS neitar ásök-
unum um bruðl í
umbúðakaupum
,,Þaö væri fróölegt að
fá að vita hvaðan þeir
sem fréttina skrifuðu
höfðu upplýsingar sínar
eða hvort þeir einungis
sjálfir settu sig í dómara-
sætið," sagði Ólafur
Jónsson hjá Sjávaraf-
urðadeild SlS um frétt í
Þeir voru
Að gefnu tilefni vegna mis-
skilnings sem fram hefur komið
á frétt frá verðlagsráði sjávar-
útvegsins um ákvörðun fisk-
verðs i janúar, vill verðlagsráð
taka fram að fullt samkomulag
utan um vörur sem fari til
mötuneyta og annarra stórra
aðila en ekki beint til neytenda,
jafnvel að kaupendur telji verð
það sem þeir greiði fyrir fiskinn
sé of hátt vegna hinna dýru
umbúða.
Ölafur sagði jafnframt:
„Það var gerð breyting á um-
búðunum fyrir tveimur árum.
Ný mynd er á umbúðunum sem
sammála
var i yfirnefnd verðlagsráðs um
fiskverðið, bæði þær breytingar
sem gerðar voru á stærðar-
flokkun fisks, svo og um aðra
þætti fiskverðsins. .
síðasta tölublaði Sjávar-
frétta þar sem f jallað er
um hvort SÍS haf i bruðlað
í kaupum sínum á um-
búðum utan um frystan
f isk.
1 fréttinni segir að það sé talið
að keyptar hafi verið umbúðir
eftir breytinguna eru fallegri en
áður. Gæði pappirsins eru þau
sömu, og teljum við að ekki sé
um of i borið.
Þvi álitum við afar hæpið að
slá þessu fram að óathuguðu
máli, að þvi er virðist. Og varla
takandi að skrifa frétt um jafn
ómerkilega fullyrðingu.” —EKG
Helmingi fleiri bresk
verndarskip en íslensk
varðskip á
Nú eru tiu bresk herskip,
verndarskip og dráttarbátar á
miðunum umhverfis tsland. Það
er helmingi fleiri en islensku
varðskipin.
Af þessum skipum breta eru
fjórar freigátur, þrir dráttarbát-
ar og þrjú birgða- og eftirlitsskip.
Eitthvað hefur bretunum þótt
gæsla sin ganga illa þvi þeir hafa
fjölgað verndarskipum sinum.
Nýtt herskip bættist i hópinn i gær
og dráttarbáturinn Roysterer
sem er eign breska flotans kom
miðunum
fyrir tveim eða þremur dögum.
Þessar upplýsingar fengust i
gæsluflugi flugvélar landhelgis-
gæslunnar i gær.
1 gæslufluginu töldust 32 bresk-
ir togarar á veiðisvæðinu frá Mel-
rakkasléttu að Glettinganesi.
Gæsluflugvélin Sýr flaug einnig
yfir Kröflusvæðið og sagði skip-
herra flugvélarinnar að nú legði
minni gufu frá gossvæðinu en
seinast þegar flogið var yfir.
—EKG
Erindi um hafréttar-
ráðstefnuna og stefnu
Bandaríkjastjórnar
Bandariski prófessorinn dr.
John J. Louge flytur erindi um
störf Hafréttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna og stefnu Banda-
rikjanna á morgun (miðvikudag)
kl. 5.30 i Lögbergi, húsi lagadeild-
ar Iláskólans, stofu 102. öllum cr
heimill aögangur að fyrirlestrin-
um.
Prófessor Logue hefur setið
alla fundi Hafréttarráðstefnunn-
ar og fylgst náið með störfum
hennar. Hefur hann ritað mikið
um hafréttarmál, m.a. gefið út
bókina „The Fate of the Oceans”.
Dr. Logue er prófessor við Villa-
nova University i Pennsylvania
og forstjóri sérstakrar stofnunar
háskólans, World Order Research
Institute.
1 erindi sinu mun prófessor
Logue ræða um útlit og horfur á
samkomulagi á næstu fundum
hafréttarráðstefnunnar og fjalla
sérstaklega um sjónarmið og til-
lögur Bandarikjanna i auðlinda-
lögsögu og landhelgismálum.
Algeng sjón á götum borgarinnar þessa dagana.
Ljósm. Jim.
Vilja koma í veg fyrir
fleiri skemmdarverk
Stjórn Framfarafélags Breið-
holts III hefur farið þess á leit
við borgarráð, að það hlutist til
um að opið svæði við leikskól-
ann Fellaborg verði hreinsað. A
svæði þessu er heil náma grjóts,
naglaspýtna og járnbúta.
Tvivegis á siðasta ári voru
unnin skemmdarverk á leik-
skólanum og voru þá þessi auð-
fengnu efni notuð til þess að
brjóta með rúður. Auk þess voru
rifin upp tré og gangstéttarhell-
ur og húsið atað for, sem er i ó-
mældu magni á opna svæðinu.
Að sögn forstöðukonu Fella-
borgar. Gvðu Sigvaldadóttir
hefur tjón af völdum rúðubrot-
anna verið gevsimikið, en borg-
aryfirvöld hafa þó verið treg til
að koma svæðinu i viðunandi
horf.
—SJ