Vísir - 06.01.1976, Side 4

Vísir - 06.01.1976, Side 4
Þriðjudagur 6. janúar 1976. 4 Deilon milli sjúkroþjálfora og heilbrigðisráðuneytisins „Vil að mínir sjúkl- ingar njóti sömu hjunninda og aðrír" — segir Eðvald Hinriksson, bitbeinið í deilunni — segir Sigríður Gísladóttir, for- maður félags íslenskra sjúkraþjálfara frá viðurkenndum skólum. Ef Eðvald fær inngöngu, þá getur alþjóðasambandið neitað að viðurkenna okkar félag, og strikað okkur út af félagaskrá sinni.” Margir nuddarar hafa meiri menntun en Eð- vald. „Það sakar ekki heldur að geta þess, að allmargir nuddar- ar hafa meiri menntun við sjúkranudd eh Eðvald. Ef við viðurkennum hann sem sjúkra- þjáifara, má búast við fleirum sem æsktu inngöngu i félagið. Nú er ekki svo að félag okkar sé svo rammlega lokað, að þar þýði ekki að freista inngöngu. Félag sjúkraþjálfara er aðeins fagfélag þeirra sem hafa lokið viðurkenndu prófi frá sjúkra- þjálfaraskólum. Nafnbótin sjúkraþjálfari er löggild. Það eina sem við sættum okkur ekki við i þessu tilfelli er það að með þvi aö neita samningum við okkur, skuli vera reynt að þvinga okkur til að taka Eðvald inn i félagið. Það er verið að þvinga okkur til að brjóta okkar eigin félags- lög. Það getum við aldrei sam- þykkt,” sagði Sigriður Gisla- dóttir. Vegna þess að ekkert varð af samningum við Trygginga- stofnunina, verða sjúkraþjálf- arar nú að útbúa nýjan taxta til að vinna eftir. Félagsfundur þeirra tekur ákvörðun um það um miöjan þennan mánuð. ,,En ég vona að ráðherra standi við þá yfirlýsingu sina að sjúklingar skaðist ekkert á þessu, og Tryggingastofnunin haldi áfram að greiða sinn hluta,” sagði Sigriður. —OH ,,Ég vil bara að fólkið sem læknar senda til min njóti sömu hlunn- inda og fólk sem lækn- ar senda til annarra sjúkraþjálfara. Hjá sjúkraþjálfurum i fé- laginu þarf fólk ekki að borga nema 40 prósent af kostnaðinum, en hjá mér verður það að borga fullt”. Þetta segir Eðvald Hinriks- son, bitbeinið i deilu sjukra- þjálfara og heilbrigðisráðu- neytis. Eðvald hefur starfsrétt- indi sem sjúkraþjálfari. En sjúkraþjálfarafélagið vill ekki viðurkenna hann sem slikan. Og þar sem Tryggingastofnunin semur aðeins við sjúkraþjálfara sem eru I félaginu, fellur Eðvald utan kerfisins. Þótt hann hafi starfsleyfi, fá sjúklingar sem til hans eru sendir enga hjálp frá Tryggingastofnuninni. 1 ofaná- lag þarf meira að segja að borga söluskatt, 166krónur fyrir hvern klukkutíma. „Eg kæri mig ekkert um að fara i félagið. En til að sjúkling- ar minir njóti sömu hlunninda og sjúklingar annarra sjukra- þjálfara, verð ég að vera i þvi.” Til marks um þá viðurkenn- ingu sem Eðvald hefur notið fyrir störf sin hér á landi i 28 ár, má nefna að læknar hafa sent þúsundir sjúklinga til hans. „Mörg sjúkrasamlög úti á landi endurgreiða meira að segja þeim sjúklingum sem læknar senda til min”, segir Eðvald, „án þess að þau séu skyldug til þess”. Sjúkraþjálfarar hafa m.a. gagnrýnt i félagsblaði sinu, að Eðvald skyldi fyrst sækja um að gerast sjúkraþjálfari eftir að Tryggingarnar voru farnar að greiða hluta á móti sjúklingi. Varðandi þetta sagði Eðvald: „Ég get haft nóg að gera, og ég hef unnið mjög mikið um æv- ina. Það eru engin persónuleg hlunnindi fyrir mig að tryggingarnar taki þátt i kostn- aði sjúklinganna. Ég fæ ekkert meira. Það eru sjúklingarnir sem njóta þessa. Hvers vegna skyldu þeir ekki gera það, eins og sjúklingar annars staðar”? Vísir spurði Eðvald um próf- töku í sjúkraþjálfaraskóla. „Ef formaður félags sjúkra- þjálfara, og aðrir sjúkraþjálfar- ar i félaginu sem hvað elstir eru i hettunni, treysta sér umsvifa- laust i próf, þá get ég það. En þegar ég hef á 28 ára starfsferli minum gert ein- hverjum eitthvað gott, og hjálp- að með starfi minu, þá hefur viss hópuralltaf risiðá móti þvi. Ég er vanur þessu. En hvers vegna þetta er gert, veit ég ekki”. — ÓH „Prinsipástœður, en við látum ekki þvinga okkur" Eðvald Ilinriksson, liklega betur þekktur undir nafninu Mixon, I nuddstofu sinni Sauna. Eðvald stendur þarna viö eitt af tveimur tækjum sinnar tegundar hér á landi, vatnsnuddtæki. Hann var fyrstur tii að koma með þetta tæki hingað, en fjöldi manna þarf á þvi að halda. Ljósm. Visis: BG „Það eru fyrst og fremst prinsipástæður fyrir þvi að við viljum ekki viðurkenna Eðvald inn í félag sjúkraþjálf- ara. Það er alveg sama hver á hlut að máli, af- staða okkar væri sú sama gagnvart öðrum í sporum Eðvalds." Þetta sagði Sigriður Gisla- dóttir, formaður félags sjúkra- þjálfara, um hitamál það sem hefur leitt til þess að heilbrigð- isráðherra vill ekki viðurkenna samning Tryggingastofnunar- innar við sjúkraþjálfara. Deila félags sjúkraþjálfara og heilbrigðisráðuneytisins um veitingu sjúkraþjálfaranafnbót- ar til Eðvalds Hinrikssonar ætti að vera nokkuð kunn, miðað við þau blaöaskrif sem urðu um málið I aprfl i fyrra. Rétt fyrir áramótin nú kom upp sú staða i málinu, að heil- brigðisráðherra neitaði að sam- þykkja samninga sjúkraþjálf- ara, nema I þeim væri klausa sem segði að allir með réttindi til að starfa sem sjúkraþjálfar- ar hefðu inngöngurétt i félag sjúkraþjálfara. Þetta ákvæði er nauðsynlegt til að Eövald fái aðild að samningunum, þvi að Tryggingastofnunin semur að eins við þá sjúkraþjálfara sem eru i félagi sjúkraþjálfara. Eðvald hefur ekki próf frá viðurkenndum skóla „Aðalástæðan til að við setj- um okkur á móti þvi að Eðvald fái inngöngu i félagið er sú að hann hefur ekki próf frá viður- kenndum sjúkraþjálfaraskóla. Hann hefur aldrei starfað sem sjúkraþjálfari, heldur sem nuddari. Hann sótti um leyfi til að starfa sem nuddari 1962, sama ár og félag sjúkraþjálfara var stofnað. En hann sótti þá ekki um inngöngu i félagið. Samt var um þriðjungur stofn- félaga ekki með tilskilin próf. En alþjóðasamband sjúkra- þjálfara veitti sérstaka undan- þágu, vegna þess að þetta fólk hafði allt starfað að sjúkraþjálf- un i mörg ár. Þegar félag sjúkraþjálfara var stofnað auglýsti Eðvald sig einmitt hvað mest sem nudd- ara. Hann sótti ekki um inn- göngu I félag sjúkraþjálfara fyrr en heilbrigðisráðherra veitti honum löggildingu á sið- asta ári, samkyæmt meðmæl- um landlæknis. Einfaldasta lausnin að Eðvald taki sjúkraþjálf- arapróf Félag sjúkraþjálfara fór fram á þaö við landlækni að Eðvald tæki próf sem sjúkraþjálfari. Landlæknir sagði að engar reglur ákvæðu að það þyrfti. Og þar við sat. En einfaldasta lausnin hlýtur auðvitað að vera sú að Eðvald taki próf frá viðurkenndum sjúkraþjálfaraskóla. Ef slikur skóli getur viðurkennt hann sem sjúkraþjálfara, þá er lika skil- yröum fyrir inngöngu i félag sjúkraþjálfara fullnægt,” sagði Sigriður. Hún benti einnig á, að félag sjúkraþjálfara hefði skyldum að gegna við alþjóðasamtök sjúkraþjálfara. „Félag okkar má ekki hafa neina félaga sem ekki hafa próf Sigrlður Glsladóttir, formaöur félags Islenskra sjúkraþjálfara á vinnustað slnum, Endurhæfingastöö Kópavogs. Ljósm. VIsis: BG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.