Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 2
 Horfir þú á Kastljós? Ólafur Guðtnundsson, vélvirki: - Já, yfirleitt geri ég það. Mér finnst það vera misjafnt. Kastljós á að vera þannig að tekin séu fyrir þau málefni sem eru efst á baugi i þjóðfélaginu. Guðmundur Björgvin Jónsson, verkstjóri. - - Ég horfi alltaf á það. Ég sleppi þvi aldrei að horfa á það. Heldur sleppi ég matar- og kaffiboðum en að missa af Kast- ljósinu. Hreiðar Guðjónsson, málari:- Ég geri það og likar ágætlega. Mér finnst það vera skemmtilega unnið og efnið sem tekið er fyrir er áhugavert. Steinunn Guðjónsdóttir, vinnur hjá SS. - Já ég horfi stundum á það. Mér finnst sumt vera gott annað ekki. En ég mæli samt alveg eindregið með þvi að það sé H áfram. Helgi Þorvaröarson, níu ára: - g Ég horfi stundum á þaö. Það er oft gaman að horfa á það. En samt vil ég heldur sjá lögreglu- | þætti. Guöbjörg Guöbjörnsdóttir, húsmóðir: - Ég horfi á það með öðru auganu og kann þvi prýöi- lega. Þeir taka fyrir aö minum dómi oft áhugaverð mál. Laugardagur 13. mars 1976 VÍSIR VELSKOLINN INNAN Skrúfudagurinn er i dag. Þetta er árlegur kynningar- og nemendamótsdagur Vélskóla tslands. Hann er nú haldinn f fimmtánda sinn. Þennan dag gefst væntanleg- um nemendum og foreldrum þeirra sem og öllum öðrum kostur á að kynnast nokkrum þáttum skólastarfsins. Nem- endur verða við störf I öllum verklegum deildum skólans og munu veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Efalaust fýsir marga fið fýlgj- ast með þeirri þróun, sem orðið hefur i kennsluháttum skólans og kynnast hvernig undirbiin- — Smiðarnar krefjast mikillar nákvæmni og þolinmæði. Ekki var annað að sjá af þeim smiðisgripum, sem við skoðuð- um, að hvort tveggja hafi verið fyrir hendi. ingi er háttað undir þetta sem önnur hagnýt störf i þágu at- vinnuveganna. Dagskrá skrúfudagsins hefst með hátiðarfundi i hátiðasal Sjómannaskólans kl. 13.30. Að honum loknum hefst kynningin á starfsemi skólans og stendur hún til kl. 17.00. Að skrúfudeginum standa Vélsköli Islands, skólafélagið, kvenfélagið Keðjan og Vél- stjórafélag Islands. Aðsóknin aldrei meiri — Aðsóknin hefur aldrei verið meiri en nú i ár, sagði Andrés Guðjónsson, skólastjóri Vél- skólans, i samtali við Visi. Nemendur eru nú 350 i 16 bekkj- ardeildum hér i Reykjavik. Til viðbótar stunda 50 nemendur nám i vélskóladeildum á Akur- eyri, Vestmannaeyjum, Isafirði og á Siglufirði. Samtals eru þvi nemendur Vélskólans 400 tals- ins i vetur. Fyrirhugað er að slikum deildum verði komið upp næsta vetur á Akranesi, Keflavik og Neskaupstað i samvinnu við aðra verknámsskóla á þessum stöðum. — Þessi aukna aðsókn á sina eðlilegu skýringu, hélt Andrés áfram. Vöntun á vélstjórum er orðin allmikil og einnig það, að þessi stétt manna er alltaf að vinna á i þjóðfélaginu og sanna ágæti sitt. Til sönnunar þessum orðum Sinum benti Andrés á að á fimmtiu ára afmæli skólans var tala brautskráðra vélstjóra orð- in 787 en árið 1975 er talan kom- .in upp I 2045. Þarna er þvi um mikið stökk að ræða. Þá eru konur byrjaðar að skiþa sér i raðir vélstjóra. Fyrsta stúlkan var brautskráð vélstjóri með fyrsta stigs réttindi i fyrra á kvennaári. Hún stundar nú nám á öðru stigi. Einnig koma stúdentar i — Allt var orðið fint og flott fyrir Skrúfudaginn i vélasalnum. Vél- arnar biðu bara komu gestanna. auknum mæli til náms við skól- ann. Húsnæðis- og tækjakostur háir nokkuð skólanum. Skólastjóri sagði að húsnæðis- skortur háði nokkuð starfssemi skólans. Skólinn hefur aðstöðu i Sjómannaskólanum, aðalbygg- ingu, og tveimur sérbyggingum við hann. í aðalbyggingunni er skrifstofa skólastjóra, og kenn- arastofa á annarri hæð en smiðastofur i kjallara. Við aust- urenda skólans er vélahús og svokallað Nýja hús. Þar fer öll kennsla við skólann fram. — Aðstaðan batnar talsvert, þegar Tækniskólinn hverfur með aðstöðu si'na úr vélasals- húsinu, sagði Andrés. Verður það sennilega i vor. Þar er fyr- irhugað að koma upp efnarann- sóknarstofu og eðlisfræðistofu auk annars. Slika sérstofu hefur skólinn aldrei átt. — En betur má ef duga skal, sagði hann. Hvert stig gefur sjálfstæð réttindi Vélstjóranám skiptist i fjögur stig, sem hvert um sig er grund- völlur tiltekinna atvinnurétt- inda. I Reykjavík fer fram kennsla i öllum fjórum stigum námsins en i vélskóladeildum úti á landi geta menn tekið 1. og 2. stig. Stúdentar taka 1. og 2. stig saman en fylgjast með 2. stigi og taka próf þaðan. Vilji menn ekki stáldra við vélstjóranám, geta þeir komist á háskólastig gegnum Tækni- skólann. Vilji vélstjóri fara i land, þá getur hann tekið eitt ár hjá rafvirkjameistara og öðlast þannig réttindi rafvirkja. Enn frekar er únnið að samræmingu i námi og til athugunar er það kerfi sem danir hafa. Gefur það mönnum enn frekari möguleika til menntunar. Þá hafa þrjú endurhæfinga- námskeið verið haldin og kom- ust færri að en vildu. Svo mœlir Svarthöfði: Menningarhallir handa Mikið fjör I listum ætti að benda til þess, aö fslendingar væru að tiltölu og „miðað við mannfjölda” einhverjir mestu lisamenn hcimsins. Félagatölur i ýmiskonar listasamtökum eru svo háar, að það jaðrar við að ýmsar störhreyfingar á vinnu- markaðnum séu ekki fjöl- mennari. Allt ber þetta þeirri. þróun vitni, að lengur verði ekki treyst á einstaka snillinga heldur heilar listastéttir, þar sem eitthvað gutlar svona almennt á mönnum, en enginn skeri sig úr, og er það mjög I anda þeirrar félagsvæðingar, sem nú tröllriður öllu með til- heyrandi ráðstefnum, hring- borðsfundum og umræðu- hópum. Það er sem maöur sjái þá Einar Benediktsson eða Jó- hannes S. Kjarval ræða þjóð- félagslegt gildi listar sinnar undir forsæti Birnu rauðu, eða Inúkhópurinn færi að segja Guðjóni Samúlessyni hvernig skyldi teikna Þjóðleikhúsið. Menningarhöllin Kjarvals- staðir hafa nú alfarið verið afhent rauðliðakliku i mynd- listarsamtökum, svo það rignir ekki lengur upp I nasir hennar á viðavangi. Væntanlegt borgar- leikhús, sem reykviskir skatt- greiðendur koma til með að borga, verður yfirtekið af hinum „félagslega þroskuðu”, þegar það er komið undir þak, enda er Inúkhópurinn á fullri ferö viðað fá teikningum breytt, svo ekki þurfi að byggja á aðsókn I stórum sölum, heldur verði hægt að tuldra þjóðfélags- ádeiluna á svo litlum sviðum aö tiu áheyrendur hafi gildi sex rauðliðum hundruð manna fyrir þá leiklistarlegu sjálfsfróun, sem koma á i staðinn fyrir almennan áhuga. Og fleiri menningarhall- ir, bæði óbyggðar og byggðar er i hyggju að „yfirtaka félags- lega”. Til þess að hirða menningar- höll (sbr. Kjarvalsstaði) þarf listafélagsskap, þar sem réttur meirihluti fer með völd. Nú hefur hingað til horft heldur illa I samtökum leikara. Þar búa meðlimirnir að gamalli gerð, og hingað til hefur sá andi ráðið þar rikjum, að fólk veröi aö kunna að leika og hafi auk þess sýnt listræna verðleika til að geta yfir höfuð haft eitthvaö að segja um málefni leikara. Nú er þetta að breytast. Félagsmála- stóðið innan þessar listgreinar er byrjað að ryðjast til valda. Jafnhliða er sóknin hert innan húss i Þjóðleikhúsinu, enda er fengin reynsla fyrir þvi að með félagsfrekju erhægt að fá heilar menningarhallir afhentar, þótt engum dytti ihug að afhenda af- burða leikurum slikar hallir til umráða. Og siðan er yfirtaka Borgarleikhússins nýja I fullum gangi. Til þess að auðvelda valda- töku i samtökum leikara og yfirráð yfir menningar- höllunum þarf auðvitað hag- stæða meðlimatölu í félagi. Og i haust var gengið rösklega fram I þvi að undirbúa æskilegt atkvæðamagn, þegar til stykkisins kemur, með þvi að smala einum sextiu hagstæðum nemendum inn i leiklistarskóla rikisins. Engum kemur til hugar, að á þremur árum verði slikt mannfall meðal leikara, að þeir verði allir dauöir, þegar sextiu manna súpan útskrifast. Enginn þarf heldur að állta, að sextiu manna súpan verði öll hæfir leikarar við útskrift. Samt verður það engu að siður stað- reynd, aö sextiu útskrifaðir leikarar bætasti samtök leikara að þrem árum liðnum, og byrja þar væntanlega að greiða at- kvæði. Flestir þessara sextiu nemenda hafa tvimælalaust meiri „félagslegan þroska” en leiklistargáfu, enda skiptir slikur þroski mestu máli á leik- sviðinu eins og allir vita. Sextiu manna hópurinn I leiklistarskól- anum, svo fáránleg sem sú tala er, á einfaldlega aö reka smiðshöggið á þá valdasókn, sem nú er hafin af hinum „félagslega þroskuðu” innan leikarastéttarinnar. Og hin nýju völd eiga að færa þroskastóðinu tvær eða fleiri menningarhallir i morgungjöf á vettvangi þar sem listin tilheyrir hinni abströktu hugsun, en „félagslegur þroski” er áþreifanlegur. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.