Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 5
vism Þjóðlaga- konsert í dag kl. 2 i dag klukkan tvö verður haldinn konsert i Austurbæj- arbiói, styrktarkonsert, og rennur allur ágóði af honum til Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Aðgangur kostar 300 krónur og ætti enginn að sjá eftir þeim. Hér er um að ræða þjóðlagakonsert og meðal þeirra sem fram koma eru Þokkabót og Árni Johnsen en flestir aðrir eru litt þekktir, nýir listamenn, meðal annars Þremillinn. Konsertinn verður i u.þ.b. tvo tima og aðilarnir leika 4- 5 lög hver. Nánar verður fjallað um konsert þennan i næstu viku. Bítlaœði enn ó ný Fimmta mars siðastliðinn gaf EMI út 23 íitlar plötur með Beaties, en á þeim degi voru einmitt liðin 6 ár siðan siðasta plata Beatles kom út (Let It Be). Reyndar hafa allar þessar plötur komið út áður, en eitthvað af þeim hefur ekki verið fáanleg i Bretlandi um skeið. Ein af þessum plötum hefur þó ekki verið gefin út i Bretlandi áð- ur en það er „Yesterday” / „I Should Have Known Bett- er”. Það er vonandi islensk- ar hljómplötuverslanir panti inn þessar smáskifur þvi efalaust langar margan Bitlaaðdáandann að endur- nýja plötur sinar og svo vantar suma kannski þessa dýrgripi. Animals Hljómsveitin Animals sem var fræg hér á sinum tima fyrir t.d. lögin „House of the Rising Sun” og „Don’t Let Me Be Misunderstood” hafa undanfarnar vikur verið að taka upp nýja breiðskifu i Advision Studio i London. Óvist er hvort hljómsveitin taki saman að fullu, en þeir hafa ekki starfað sáman i nokkur ár. Eric Burdon hef ur að mestu haldið sig i USA og söng þar um skeið með hljómsveitinni War.Chas Chandler bassaleikari sem uppgötvaði Jimi Hendrix og Slade og Alan Price hefur gengið ágætlega (svona af og til). Hinir eru svo þeir John Steel (trommur) og Hilton Valentine (gitar). FRJÁLST UTVARP ER NAUÐSYNLEGT Um þessar mundir er mikið rætt og ritað um hið rikisrekna útvarp okkan og eru allflestir á sama máli um það, að einokun rikisvaldsins sé óæskileg á þessum áhrifamikla og nauðsynlega fjölmiðli. Þegar ég segi allf lestir, á ég við þann hóp manna sem um þessi mál hafa ritað, en þar fer f remstur í flokki ritstjóri þessa blaðs, Þorsteinn Pálsson, og á hann þakkir skildar fyrir framtak sitt. Af öðrum má nefna Hrafn Gunnlaugsson og Pétur Haf- stein o.fl., en fáir (ef þá nokkur) hefur varið og rökstutt hina núverandi reglugerð þ.e. út- varpslögin. Það eitt hlýtur að sanna órétt- mæti þessarar einokunar. 1 þessari grein, svo og seinni sýna fram á það og sanna að frjáls útvarpsrekstur á fullan rétt á sér, og getur staðið fylli- lega undir sér. Þunga tónlistin Sýna má fram á þann leiðin- lega kvilla sem hrjáir Rikisút- varpið i dag, en það er óhóflega timafrekur flutningur þyngri tegundar tónlistar (klassik- óperum-kirkjutónlist m.m.) Forráðamenn tónlistar- deildar Rikisútvarpsins leggja mikla áherslu á flutning þess- arar tónlistar, enda vart að furða þar eð flestir eru þeir menntaðir á þvi sviði, eða hafa getið sér ágætis orðstis á vett- vangi sönglistar. Boðskapur þessara herra- manna kemur fram á öldum ljósvakans á hinum óliklegustu timum sólarhringsins, efalaust meirihluta landsmanna til mik- illar gremju. Þessi þunga tónlist á fullan rétt á sér, en fær m.a. engan veginn notið sin við þau lélegu móttökuskilyrði sem rikja viðast hvar úti á landsbyggð- inni. Undirritaður hefur oft ánægju af klassiskri tónlist, en þá aðeins undir vissum kringum- stæðum. og i góðum hljóm- burðartækjum. Vanræktar tónlistarfréttir Fréttaflutningur af vettvangi tónlistar er einnig vanræktur i Rikisútvarpinu, og er þar aðal- lega átt við isíenska tónlistar- menn sem fást við létta tónlist. Dagblöðin gera þessum málum t.d. góð skil i formi ritaðs máls (popp-siðurnar), i mörgum tilvikum tvær siður vikulega. Það er furðulegt að tónlistar- deildin skuli setja blátt bann við öll viðtöl islenska tónlistarmenn (þ.e. þá sem ekki fást við þyngri tegund tónlistar), sem margir hverjir eru menntaðir i sinni grein, og hafa sannað það að vera fyllilega sambærilegir við erlenda aðila sem fást við svip- aða tegund tónlistar. Rökstuðningur tónlistar- deildarmanna við þessu athæfi er, að viss auglýsing felist i þvi- likum viðtölum (eða kynningum), þvilikur rök- stuðningur! Aftur á móti þykir þeim full ástæða til þess að fræða lands- menn um list þá er felst i þyngri tegund tónlistar, og nota til þess ýmsa dagskráliði, þar sem hug- myndaflugið eitt ræður nafninu. Mismunandi nöfn á sama tóbakinu Má þar nefna eftirtalda dag- skráliði: Morguntónleikar — miðdegistónleikar — létt músik á siðkvöldi — létt klassisk tón- list — stundarkorn með — frá tónlistrhátiðinni i — islensk tónlist — mánudagslögin — pianókonsert — hljómleikar Sinfóniuhljómsveitar islands — kvöldvaka (blandað efni) — nútimatónlist — einsöngur i útvarpssal — pianóleikur i sama sal — tónskáldakynning (góður þáttur hjá Atla Heimi) — hljómplöturabb — hljómplötu- safnið og efalaust hafa nokkrir farið framhjá mér. Á móti þessum fjölda dag- skráliða sem innihalda þunga tónlist að mestu, má sjá popp- horn sem óðum fer fækkandi. og óskalagaþætti. 45% meira af þungri tónlist Minútur þær sem vikulega fara i flutning þyngri tónlistar eruu.þ.b. 1315 (sbr. dagskrá út- varpsins 7.-13/3) á móti u.þ.b. 995 minútum léttrar tónlistar. Þar með er öll sagan ekki sögð, þvi innifalið i þessum 995 minútum eru óskalagaþættirnir (já þvi óskalög geta varla verið af þyngra taginu), lögin við vinnuna (sem i dagsrkanni fá 90 minútur til umráða þrisvar i viku. en oftast minna vegna auglýsinga). popphorn og laugardagspopphorn sem oft eru stytt af sömu orsökum, og þátturinn Áfangar, sem i raun má teljast eini fréttnæmi popp- þátturinn. Þá eru einnig innifaldir i þessum m'inútum harmónikulög (15 minútur. mætti vera lengri) og danslög um helgar. Áhugaleysi um popphornið Áhugaleysi forráðamanna tónlistardeildarinnar á léttri tónlist kemur einnig fram i þeim fáu popphornum sem nú eru við liði. Þessum þáttum þarf að veita miklu meira aðhald. i núverandi mynd minna þeir mig ósjálfrátt á morgunútvarp þeirra Péturs og Jóns Múla. Oft er sama platan kynnt i fjórum popp-hornum vikunnar, og kynning á nýjum hljóm- plötum er mjög ábótavant i sumum þeirra hvað fróðleik viðkemur. Það er verk tónlistardeildar- innar og forráðamanna hennar að sjá svo um að þessir þættir séu að einhverju leyti fræði- legir, ekki bara morgunútvarp eða danslög á eftirmiðdegi. Þó vil ég taka það fram að popphorn Magnúsar M. ber þarna af, önnur popphorn virðast stangast á og vera full einhæf. Það er ekki að furða þótt þætt- irnir verði svona þegar að ábyrgu aðilarnir bregðast. Ekki mikið verk að kippa þessu i lag Fleiri orð vil ég ekki rita um tónlist þá er einokun rikisins býður uppá, en það hlýtur að vera samróma álit allflestra að útvarpið býður ekki uppá nægi- legan léttleika. en vissulega er það ekki mikið verk að kippa þvi i lag. Þar myndi frjáls samkeppni hafa mikið að segja og i öðrum hluta þessarar greinar mun verða sýnt fram á að rekstur slikra stöðva er ódýr og einfaldur. Vinsœldarlistar London-New York 10. mars 1976 Tina Charles heldur sig á toppnum á vinsældalistanum i London með lag sitt „I Love To Love”. Af nýjum lögum á listanum virðist Glitter Band eiga mesta mögu- leikana á að ná á toppinn, með lag sitt „Peoplc Like You, People Like Me”. Glitter Band hefur haldið áfram þrátt fyrir að Gary Glitt- sé farinn úr hljómsveitinni. A New York listanum hafa orðið þó nokkrar tilfæringar, lög, sem voru i 6. 7 og 8. sæti, hafa færst upp i 2. 3. og 4. sæti. Lagið „Cisco Lady” með Johnnie Taylor hefur tekið stórt stökk úr 27. sæti upp í 10. —ÓH V«o*°* 8 9 10 fl) I Love To Love: Tina Charles (3) Convoy: C.W. McCall (2) December ’63: Four Seasons (12) Love Really Hurts Without You: Billy Ocean (7) Rain: Status Quo (4) Rodrigo’s Guitar Concert: Manuel and the Music of the Mountains (24) People Like You, People Like Me: Glitter Band (5) It Shoud Have Been Me: Yvonne Fair (14) Funky Weekend: Stylistics (9) Dat: Pluto Shervington 8 9 10 (2) All By Myself: Eric Carmen (8) December ’63: Four Seasons (7) Dream Weaver: Gary Wright (6) Lonely Night: Captain And Tenile (I) Love Machine: Miracles (3) Theme from S.W.A.T.: Rhytm Heritage (II) Sweet Thing: Rufus Featuring Chaka Khan (12) Dream On: Aerosmith (10) Love Hurts: Nazareth (27) Disco Lady: Johnnie Taylor

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.