Vísir - 16.03.1976, Qupperneq 5
visro Þriðjudagur 16. mars 1976
5
FJOGUR
EFNILEG
DEILUMÁL
Matthias Bjarnason
Ilcnry Kissinger
Ólafur Jóhannesson
Höfundur þessara lina
gerir það stundum fyrir
gamans sakir að reyna
að geta upp á þvi, hvaða
mál það hafi nú verið,
sem skutu upp kollinum
i þeirri viku, sem um
skal fjallað i þessum
dálki, og eigi eftir að
vaxa i þeim næstu og
verða aðaldeiluefnin —
næsta mánuðinn.
Það er trúa min að
ekki færri en fjögur slik
mál hafi látið á sér
kræla og nú verður
spennandi a.m.k. fyrir
undirritaðan, að fylgjast
með þvi hversu forspár
hann hafi nú verið. En
nú skulu þessi mál til-
greind:
Mál nr. 1:
Þessi frétt birtist á innsiöum
nýja Alþýðublaðsins á laugardag-
inn var, en hún fjallaði um firmaö
Itak h.f., sem talið er hafa hlutafé
að upphæð kr. 200 þúsund og hefur
eftir þvi sem blaðið segir, fengið
það verkefni hjá Reykjavikur-
borg, að „frumhanna byggingu
Seljaskóla” — og gott ef ekki sjá
um þær framkvæmdir. Arki-
tektafélagið er búið að mótmæla
þessari ráðstöfun og byggir þau
mótmæli fyrst og fremst á þvi að
„enginn af eigendum Itaks hafi
menntun eða réttindi til að starfa
við hönnun bygginga” eins og það
er orðað. Það kæmi mér ekki á
óvart að hér væri á ferðinni eitt
þeirra mála, sem á eftir að fylla
margan blaðadálkinn á næstunni
— fá umfjöllun ileiðurum og yfir-
leitt alla þá meðferð, sem tilheyr-
ir, þegar svona lagaðber við — þó
ekki væri nú nema vegna nafns
fyrirtækisins — ÍTAK — og menn
fari að spyrjast fyrir um þau itök,
sem firmað og aðstandendur þess
hafi hjá borginni.
Mál nr. 2:
Ég vil taka fram, að niðurröðun
þessara mála gefur ekki til kynna
hversu mikilvæg ég tel þau vera,
ellegar væntanlegt langlifi þeirra
i rifrildisdálkum blaðanna, en
ekki kæmi mér á óvart, þó þetta
mál ætti ekki eftir að sjást oftar á
siðum blaðanna á næstunni:
Bbandaríkjaaaenn
■beðnir um skip
■TILGÆZLUSTARFA
Já, ekki vantaði að málið byrj-
aði sakleysislega enda getur fátt
verið eðlilegra en einmitt það, að
við óskum eftir að fá lánað skip
hjá Bandarikjamönnum til þess-
ara starfa. Það var dómsmála-
ráðuneytið, sem fór þess á leit við
utanrikisráðuneytið að það færi
þess á leit við Bandarikjastjórn,
að viðfengjum skip af svokallaðri
Asheville-gerð til þess arna — og
þegar Timinn ræddi málið við
Ólaf Jóhannesson dómsmálaráð-
herra fyrra laugardag, daginn
sem fréttin birtist i Timanum,
sagði ráðherrann meðal annars:
— Skipift ætti aft geta komift til '
landsins mjög fljótlega, sagöi /
ólafur Jóhannesson, dómsmála-
ráftherra, ef Bandarikjamenn
vilja láta okkur þaft I té. Þaft á
eftir aft sýna sig, hvort beiftni
okkar verfti samþykkt — og þaft
er gott aft þaft sýni sig, sagfti ólaf- ,
Þá fylgdi það einnig með i frétt-
inni, að þeim Landhelgisgæslu-
mönnum heföi einnig litist dável á
rússneska freigátu af Mirka-gerð,
og kæmi fullt eins vel til greina að
fá slikt skip, ef einhver fyrirstaða
yrði á um hið bandariska.
En hvernig má þetta verða
deilumál, kannt þú nú að spyrja,
lesari minn og þér er vissulega
ekki láandi. Eru ekki allir sam-
mála um nauðsyn þess að efla
gæsluna og fá henni i hendur
nægilega hraðskreið skip til þess
að nota á Bretann? Eru ekki allir
sammála um það, að reyna að
koma i veg fyrir veiðar þeirra
með öllum tiltækum ráðum — og
hefta þær eftir mætti? Jú, vitan-
lega, en máliö er ekki alveg svona
einfalt. Mönnum hljóta að vera
viðbrögð Norðmanna við slikri
ósk okkar i fersku minni — þeir
kærðu sig ekkert um að koma sér
illa við Breta með þvi að vera að
fá okkur i hendur hraðskreið skip
— og nú er boltinn hjá Banda-
rikjamönnum. I umræddri frétt
dómsmálaráðuneytisins er vitnað
til viðauka varnarsamningsins
frá 1974, þar sem ræett er um
nánari samvinnu Landhelgis-
gæslu og varnarliðsins. Og það er
einmitt i þessum viðauka, sem
hundurinn kann að liggja grafinn,
eins og Morgunblaðið flýtti sér að
benda á i frétt á þriðjudaginn var.
- fV.
^„Aðspurður sagði
uslsson, um þaö atriði sam-
komulagsins, sem birt er 1 sér-i
1 stakri bókun, sem þvl fylgir,^
, undir liðnum E, en þar segir, '
að athuga skuli leiðir til sam-s
1 vlnnu varnttrliðsins annars veg-4
, ar og landhelgisgæzlunnar, al-|
mannavarna og flugmálastjðrn-X
arinnar hins vegar, að þar væri ,
aðeins rætt um nánari sam-
vinnu á sviði björgunarmíla.4
, m.a. með þvl að lslendingara
tekju ríkari þátt I þvl björgun-1
arstarfi, sem varnarliðið hefui^
látið lslcndingum I té.“
Ekki verður betur séð en i þessu
felist það fyrst og fremst, að við
tökum áð okkur meiri starfsemi á
sviði björgunarmála en hingað til
— en alls ekki að Bandarikja-
menn eigiaðhjálpa okkur á neinn
hátt!
Það er grunur minn að þessi
litla frétt I Morgunblaðinu sé
þarna ekki af einni saman tilvilj-
un, eins og skýrt skal hér á eftir,
heldur megi fremur skoða hana
sem lið i röksemdafærslu, sem
við eigum eftir að sjá birtast á
öðrum stöðum i þvi blaði nú á
næstunni. Ástæðan til þess arna
er einnig þessi frétt, sem birtist i
blaðinu á sunnudag — heimild
þess var einkaskeyti frá AP:
Þetta virðast sem sagt vera
óhæf skip til starfans — eða það
gæti maður lesið út úr fréttinni þó
hinsvegar sé tæplega að vænta 21
stigs frosts og 25-35 hnúta þegar
fer að vora.
Mér kæmi nefnilega ekki á
óvart, .að afstaða Bandarikja-
stjórnar til þessarar beiðni okkar
yrði svipuð þeirrar norsku — og
það sjá allir i hendi sér, hverjar
pólitiskar afleiðingar það kann að
hafa hér á landi — einkum af-
nf oÁn vyi o nno fi 1 ítomorrotYimnrte-
Þorgeir Þorgeirsson
ins. Ætli þeir Morgunblaðsmenn
séu ekki að undirbúa varnarað-
gerðir, sem muni þá m.a. byggj-
astá vanhæfni skipanna til starf-
ans og þó einkum þvi atriði, að
samkvæmt e. lið viðaukans frá
1974 eru það við, sem bjóðum
fram aðstoð til handa varnarlið-
inu en ekki það til okkar!
„En það er gott að það sýni sig
------” eins og ólafur Jóhannes-
son orðaði það á dögunum, en
y
Páll Heiðar
Jónsson skrifar:
IIMMIM l
VARÐSKIP af Asheville-ger6
henla ekki vel í Norðurhöfum
þar sem Mirif isingar draga úr 1
sjóhæfni þeirra að sögn banda-
ríska sjóhersins er leitað var
, álits hans á skipunum vegna
frétta um að fslenzka landhelg-
isgæzlaji h^fi
Þar að auki segir flotinn að
hætta sé á isingu á skipunum.'
Þar sem þau eru smíðuð úr<
trefjaplasti og áli eykur það
áhrif ísingarinnar á sjóhæfnma
rog þvi er afising erfiðari en ella
> að sögn flotans.
I 18 til 21 stigs frosti og þegar
^vindhraði er 25 til 35 hnútar
, hleðst 1.60 til 2 metra þykkt
islag á skipin á um það bil 10
klukkutímum. Þetta íslag eyk*
ur þyngd skipsins um um það
bil einn fjórða að sögn flotans.
Aiá>ÉÉÉÉ>
þessum kafla erbestað ljúka með
skemmtilegu leiðarakorni, sem
birtist i Dagblaðinu fyrra þriðju-
dag:
Övœnt skot í I
Lögfneðileg bragðvisi hefur öldurn i.......... ....
af Jþróllum (siendinga. Dútminálaráóuneviiö hcíur 4
Maðió sig vel i þessari þjóóariþróli meó þvi að fini
' varnarsamningnum við Bandarikin ikvæði. vein lúlka ]
á þann hill. að Bandaríkjum lé skyll að lána okkur ]
k hraðskreið varðskip, svo sem dómsmilariðuncyiið y
L hefur lagl 11!
Dómsmilaráðuneynð hefur jafnframl upplvsl.
Landhelgisgrzlan hafi svlpaðan ihuga i bandariskum
ikipum af 'Asheville-gerð og sové/.kum skipum af
r Mirka-gerð
Fróðlegi verður að fylgjasl mcð. hvernig handaríska
’sljórnm versl |>cssu óvarnla og skemnililega markskou
Mariðuneyiisins.
Mál nr. 3:
Það málið, sem sennilega mun
bera hvað hæst i umræðum þessa
og næstu viku og vikur, verða ef-
laust tillögur fiskveiðinefndar-
innar um „skipan og stjórn á fisk-
veiðum Islendinga”, leiðir til
samdráttar o.fl., sem fela i sér
80-90 þúsund lesta skerðingu á
þorskafla okkar miðað við fyrra
ár — en útflutningsverömæti þess
afla er talið nema átta og hálfum
milljarði króna.
Enn sem komið er hafa tiltölu-
lega fá viðbrögð komið fram um
hugmyndir nefndarinnar — að
ógleymdri sjómannasiðu Ásgeirs
Jakobssonar i Morgunblaðinu á
laugardag, en auðséð er að Ás-
geiri líst illa á þann hugsunar-
hátt, sem þarna lýsir sér. Hann
gerir m.a. samanburð á
hugsunarhættinum eins og hann
var á þeim góðu, gömlu dögum i
kreppunni 1934, þegar botninn féll
úr saltfiskmarkaðinum auk afla-
brests og fleira, og segir m.a.:
»En nú eru viðbrögð-
iiTsvolitiTÍ önnur en 1934. Þau
eru ekki; — ef við fáum ekki
þorsk, veiðuni við annan fisk —
heldur ef við ekki fáum þorsk,
leggjum við skipunum — það
virðist varla hugsuð önnur
húgsun — nema rétt til mála-
mynda. — Nú er ekki kallað á
lifsreynda og dugmikla menn
né skorað á menn að beita hug*
kvæmni til jákva‘ðra úrræða,
heldur hugkvæmni til að leggja
skipunum sem haganlegast.
• >>> »ááá4
Asheville freigáta.
Þaö verður eflaust mikið rætt
og rifist um þetta mál — einkum
þó hvemig að þvi skuli staðið
bæði á Alþingi og i blöðunum nú á
næstunni, enda ekkert smámál á
ferðinni —- og þessvegna gefst
áreiðanlega tækifæri sfðar til þess
að gera þvi betri skil einhvern
þriðjudaginn.
Mál nr. 4:
Þótt þetta mál sé auðkennt hér
með tölunni fjórum, ber alls ekki
að skoða það sem „eitthvert
fjórða flokks mál”, né heldur, að
það sé eitthvað ómerkilegra en
hin. Ástæðan til þess að það er til-
fært seinast, er einfaldlega sú, að
i uppeldinu var þvi hamrað inn i
mann, að alltaf ætti að geyma
besta bitann þangað til seinast —
og helst að vera orðinn saddur,
áður en að honum kom. Það er
vitanlega „Vilmundarmálið”,
sem ég ætla að leyfa mér að nefna
svo i þeirri von að lesendur
þessara lina átti sig á þvi, hvað
við er átt.
Málið hélt áfram að þróast alla
vikuna — Ölafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra hélt áfram að
skrifa ritstjóra þessa blaðs opin
bréf i Timanum en ritstjórinn
hefur fram að þessu brugðist við
á einkar islenzkan hátt — hann
hefur engu bréfi svarað! Eru nú
bréf dómsmálaráðherra orðin
fjögur talsins — eða i f jórum hlut-
um — og hefur ráðherrann komið
viða við og æði margir fengið
ofanigjöf auk viðtakanda bréfs-
ins. Verður það ekki rakið hér —
að sinni — né heldur viðbrögð Vil-
mundar Gylfasonar s.l. föstudag,
enda vottar þar ekki fyrir „iðrun
né yfirbót” nema siður sé — „for-
stokkun” hans virðist i besta lagi
svo ekki sé meira sagt.
En þótt Þorsteinn Pálsson rit-
stjóri hafi ekki séð ástæðu til þess
að svara bréfi eða bréfum ráð-
herrans fram að þessu, réðst
samt annar maður fram á ritvöll-
inn og skrifaði Ölafi Jóhannessyni
bréf — nefnilega enginn annar en
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur,
kvikmyndasmiður o.fl. og gerði
þar þann mismun, sem orðinn er
á orðbragði ,,,yfirstéttanna”,
stjórnmálamanna og fleiri, og
„almúgans” að umræðuefni:
Það litur þvi þannig út sem
mikil bréfgleði hafi gripið um sig
bæði meðal „almúgans” og „yfir-
stéttanna” og þess er að vænta,
að margumræddri og átalinni
bréfleti Islendinga fari nú að
linna.
Setning vikunnar!
S.l. laugardag fékk höfundur
þessara lina einnig tilskrif — það
er ekki að ósekju að bréfgleðin er
gerð hér að umræðuefni — frá
„Ljóðavini”, og birtist bréf hans i
Landfara Timans. Þar bendir
„Ljóðavinur” réttilega á mistök
höfundar, sem vildi af veikum
mætti vitna i ljóðlinu listaskálds-
ins góða i pistlinum 2. marz s.l. en
þurfti vitanlega að fara rangt
með. Er beðist velvirðingar á
þessu og ennfremur tekin til
greina þau tilmæli „Ljóðavinar”,
að setning vikunnar i þetta skipti
verði:
„ÞAÐ ER SVO ERFITT
— AÐ LÆRA LJÓÐ
JÓNASAR HALL-
GRÍMSSONAR”.