Vísir - 16.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 16.03.1976, Blaðsíða 7
fcm í Jimmy Carter, einn sigurvissasti demókratinn, fylgist með orrahriö- inni i sjónvarpi. Fjölgar hjá demókrötum Skortur á físki- mjöli á heims- markaði — eftir tíu mánaða veiðibann á ansjósu Eftirspurn eftir fiskimjöli er mi meiri i heiminum en fram- boöið og horfir til þess að is- lendingar losni auðveidlega við loönumjölið. Mestu veldur þar um, aö ansjósuveiðar Perúmanna liafa legiö niðri i tiu mánuöi. Þær voru lagðar niður i maí i íyrra, þegar fiskifræðingum þótti hættuiega nærri ansjósu- stofninum gengiö. Veiðarnar áttu að hefjast i dag aftur, en um tiu þúsund bátasjómenn i Perú fóru þá i verkfall, svo að einhver drátt- ur verður á þvi að veiðarnar byrji aftur. Fiskifræðingar tilkynntu i siðustu viku að ansjósufiski- stofninn þyldi nú aftur veiðar, og fyrirskipaði stjórn Perú, að flotinn skyldi sigla i dögun i morgun. En það var ætlun stjórnarinnar að nota aðeins 400 af þeim 600 ansjósufiski- bátum, sem til eru i Perú. En þá stungu sjómanna- samtökin við fótum og krefj- ast þau þess, aðpllum félögum samtakanna verði útveguð at- vinna. Forkosningar eru I dag í Illi- nois-riki og að afstöðnum fyrstu þrem forkosningunum f Banda- rikjunum hefur Jimmy Carter hiotið nokkurt forskot umfram önnur framboðsefni demókrata- flokksins. Til viðbótar þeim, sem hingað til hafa keppt um útnefningu demókrataflokksins, bætast tveir við i forkosningunum i dag. Nefnilega Jerry Brown rikisstjóri Illinois og Frank Church öldunga- deildarþingmaður Idaho. Þykir þessi mikli fjöldi keppi- nauta um framboð flokksins lik- legur til þess að skapa sundrungu í írak Hollenskur gyðingur, inn- flytjandi i israel, var tekinn af lifi i írak fyrir þremur mán- uðum fyrir njósnir. Maðurinn hét Leon Aaron- son, og var fertugur að aldri. Hann flutti frá Hollandi til Israel 1954, og settist þar að. Samt sem áður telja hollend- ingar hann landsmann sinn, og sagði talsmaður hollenska utanrikisráðuneytisins að menn þar væru þrumu lostnir yfir aftökunni. Aaronson var handtekinn i kúrdahéruðum Irak i október siðastliðnum. Irakmenn sögðu að við yfirheyrslur hjá bylt- ingardómstól hefði hann viðurkennt að hafa stundað njósnirfyrir israelasiðaní júli 1974. Sagt var að Aaronson hefði verið ráðgjafi Barzani, Eygir möguleika á stórmeistaratitli Karpov, heimsmeistarinn i ,skák, er efstur á skákmótinu i Skopje með tiu vinninga, en að- eins hálfum vinning á undan Úhlmann. Timman, sem hefur nú hrist af sér gæfuleysið frá þvi að hann tefldi héri Reykjavik, eri þriðja sæti með 7 1/2 vinning og óteflda biðskák. — Næstir koma svo Tadrdjan, Adorjan, Velimiro- vic, Vaganyan og siðan hinir. Fylgst er af athygli með frammistöðu bandariska al- þjöðameistarans, James Tadrdjan, sem þarf einn og hálfan vinning út úr þrem sið- ustu umferðunum, til þess að hreppa stórmeistaratitilinn. Hann er kominn með 7 1/2 vinn- ing eins og Timman. á flokksþinginu i sumar, sem neytt. gæti flokksþingið til að finna málamiðlunarlausn, og jafnvel útnefna einhvern, sem ekki hefur tekið þátt i forkosningunum. — Þar þykir Hubert Humphrey, fyrrum varaforseti, liklegastur til að koma til skjalanna. 1 herbúðum repúblikana sýnist flestum stefna til sigurs hjá Ford forseta i forkosningunum i dag, en hann og stuðningsmenn hans gera sér vonir um nógu yfirgnæf- andi sigur til að sannfæra Ronald Reagan um að frekari keppni sé vonlaus, svo að hann dragi sig i hlé. leiðtoga uppreisnarmanna kúrda. Israelsmenn neituðu að kannast við Aaronson sem njósnara. Enginn fékk að tala við hann, og hann var dæmdur til dauða. Hins vegar hafa irakmennekki viðurkennt fyrr ennú að hafa tekiðhann af lifi. Kanadískir andstæðing ar selveiðinnar hafc þyrpsttil St. Anthony á Ný fundnalandi/ því að sel veiðitíminn er nú genginn garð. Þeir segjast hafa bæg1 frá norskum selveiðibáti, sem ætlaði að. brjótast i gegnum isinn þar norður frá. Mótmælendur slógu hring utan um selkópana og gripu einn rétt i tæka tið, áður en hann kramdist i ishrönglinu, sem selbáturinn ruddi á undan sér. — Sáu norsku selveiðimennirnir sinn kost vænstan að leita fyrir sér annars staðar. Dýraverndunarfélagið stendur i deilum við fiskimálastofnunina, sem ræður selveiðinni. Hafa dýraverndunarmenn notað þyrlu til þess að trufla þyrlueftirlitsflug yfirvalda. - Sú þyrla var tekin úr umferð i gær. Dýraverndunarmönnum hefur orðið vel ágengt við að fá almenn- ingsálitið á móti selveiðinni, og blöð hafa á undanförnum árum útmálað kópadrápið með ljós- myndum af blóðflekkuðum isnum og kópahræjum. Kanadisk fiskveiðiyfirvöld ætla, að það séu um ein milljón sela á isnum i St. Lawrenceflóa og norður af Nýfundnalandi. Þar . af sennilega um 300,000 krópar. — Ahersla er lögð á að veiða kópana, en skinnið af þeim er keypt á um 25 dollara stykkið. Spikið er notað i snyrtivörur og mataroliur. Nota veiðimenn trékylfur til að rota kópana, sem þeir ganga að á isnum. Veiðikvóti Kanadamanna er 52,333 selir, Norðmanna 44,666 selir og Nýfundnalandsmanna 30.000 selir. Hryðjuverk í lest í London Hryðjuverk á almennings- farartækjum eru hafin í London, eins og lögreglan óttaðist. Sprengja sprakk i neðanjarðar- lest i gærdag, og lestarstjórinn var skotinn tii bana, þegar hann elti manninn sem kom sprengj- unni fyrir. Sprengjan sprakk fyrr en ætl- ast var til, að þvi er virðist. Lestin var á leið frá West Ham stöðinni inn i miðborgina. Nokkrir farþegar voru i lestinni. Allt i einu kom reykur frá bögglinum sem sprengjan var i. Maður stökk upp, greip sprengj- una og þeytti henni inn eftir vagninum, þar sem hún sprakk. Maðurinn meiddist sjálfur tals- vert. Hann stökk út úr lestinni, og hóf að skjóta með skamm- byssu. Lestarstjórinn veitti mannin- um eftirför, en var skotinn. Póstafgreiðslumaður varð einn- ig fyrir skoti, og liggur nú alvar- lega særður á sjúkrahúsi. Lögregla var komin á staðinn eftir fáar minútur. Lögreglan króaði hryðju- verkamanninn af i vörugeymslu Lögreglumaður við lestina semk sprcngjan sprakk í i gær. Lestin~ var á leið inn til miðborgar London. i nágrenni járnbrautarstöðvar- innar. Hann hrópaði ,,You Eng- lish bastards” (þið ensku kyn- blendingar) um leið og hann beindi byssunni að brjósti sér og hleypti af. Hann dó þó ekki, og liggur nú á sjúkrahúsi. Talið er að maðurinn sé irskur, og félagi i irska lýðveldishernum IRA. Niu farþegar meiddust litils- háttar þegar sprengjan sprakk inni i lestinni. M9 Slá hríngi utan um kópana til að verja fyrír veiðimönnum Hollenskur njósn- ari tekinn af /ifi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.