Vísir - 16.03.1976, Síða 8
8
Þriðjudagur 16. mars 1976
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm : Þorsteinn Pálsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Að hlaupa undir
pilsfald mömmu
Dómsmálaráðherra hefur i skrifum sinum að
undanförnu lagt sig i framkróka við að hlaupa með
samsæriskenningar af ýmsu tagi úr einu horni i
annað. Er þetta hlaup allt hið spaugilegasta. Mikið
er á sig lagt til að lesendur Timans hafi ávallt hina
einu réttu samsærismynd i huga.
Fyrst voru það ritstjóri og útgefendur Visis, sem
formaðurinn sagði lesendum Timans að væru höf-
uðpaurar hins mikla pólitíska samsæris. Svo sprakk
sú blaðra. Þá var i opnum bréfum farið að tala um,
að fréttamenn útvarpsins bæru ábyrgð á þvi sem
formaður Frámsóknarflokksins og dómsmálaráð-
herra segði i útvarpinu.
Þvi næst var sökinni varpað á fréttastjóra sjón-
varpsins, sem lét sjónvarpa leiksýningunni frægu á
Alþingi. Og loks hafa leyniþjónustumenn ráðherr-
ans nú komist til botns i málinu. Þá heitir það að
krataflokkurinn allur i heild beri ábyrgð á samsær-
inu.
Öll hafa þessi skrif verið hin besta skemmtun.
Þau eru þannig ekki efni til andsvara, heldur ein-
vörðungu til að brosa að.
Á hinn bóginn er það vert umhugsunarefni, þegar
dómsmálaráðherra leggur að dómara að hundsa
lögin og dæma honum i hag eftir að hafa neitað að
finna orðum sinum stað fyrir dóminum. Einhvern
timann hefðu menn verið felldir á almennri lögfræði
fyrir að bera slikar kenningar á borð.
Dómsmálaráðherra segir, að þeir sem leiti réttar
sins fyrir dómstólum séu eins og óþekkir strákar,
sem hlaupi undir pilsfald mömmu. Athyglisvert er
að dómsmálaráðherra skuli líta þannig á réttar-
gæsluna i þjóðfélaginu. En ýmsum finnst þó sem
það sé likara þvi að strákur hlaupi undir pilsfald
mömmu sinnar, þegar dómsmálaráðherra hleypur
með málsvörn sina i Timann, þar sem vist er, að
rök andstæðingsins fá ekki að heyrast. Fyrir dómi
standa þó báðir jafnt að vigi.
Vinnubrögð dómsmálaráðherra við hin opnu
bréfaskrif eru að ýmsu leyti sérstæð. Hér skal til-
fært eitt dæmi þar um: Ráðherrann vitnar i stefnu
ritstjóra þessa blaðs með þessum hætti: ,,Mála-
vextir eru þeir, að menntaskólakennari nokkur i
Reykjavik....hefur á undanförnum mánuðum
skrifað...” o.s.frv.
Ráðherrann leggur út af þessum orðum i stefn-
unni og telur það bera vott um litilsvirðingu i garð
menntaskólakennarans, sennilega af þvi að hann sé
ekki nafngreindur. Þegar fyllt er upp i úrfellingar-
merkin, sem ráðherrann setur i tilvitnun sina, er
setningin svohljóðandi: „Málavextir eru þeir, að
menntaskólakennari nokkur i Reykjavik, Vilmund-
ur Gylfason, hefur á undanförnum mánuðum skrif-
að...” o.s.frv.
Hér fellir ráðherrann niður nafn viðkomandi
manns i tilvitnuninni af þvi að þannig má draga þær
ályktanir, sem hann dregur eins og rauðan þráð i
gegnum bréf sin. Það er óþarfi að hafa lýsingarorð
um vinnubrögð af þessu tagi. En Vísir þykist viss
um að við prófraun lögmanna fengju menn ekki
sæmilegan og þvi siður góðan vitnisburð, ef þeir
reistu málflutning sinn á slikri röksemdafærslu.
Þetta veit Ólafur Jóhannesson manna best. Visir
hefur fullan skilning á þvi, hvers vegna ráðherrann
mætti ekki fyrir dómi. Spurningin er hins vegar sú,
hvort það hefði ekki einnig farið betur á þvi að láta
málsvörn af þessu tagi eiga sig i blöðum, jafnvel þó
að Timinn eigi i hlut.
—^ViWTíKílV
Umsjón: ólafur Hauksson
tsraelskur hermaður við sovéska SAM-3 eidflaug sem tekin var af egyptum f striðinu 1973. Egyptar hafa
ásakað rússa fyrir að hafa ekki látið þeim i té nægilega mikið af vopnum i þeim fimm styrjöldum sem
háðar hafa verið við tsrael.
HVERFUUR
SAMNINGAR
Vináttusamningurinn
milliegypta og rússa sem
egypska þingið mun að
öllum líkindum sam-
þykkja að slíta, var á
sínum tíma kallaður
sögulegt plagg um sam-
skipti landanna tveggja.
Sadat egyptalandsfor-
seti, sem er aðalhvata-
maður að samningsslit-
unum, var aðalhvata-
maðurinn að gerð hans
árið 1971.
Margt er i heiminum hverfult,
má segja um þessi umskipti. En
þau hafa legið i loftinu nokkuð
lengi, þótt fáir hafi búist við svo
róttækum aðgerðum af hálfu
egypta.
En rússar vilja ekki heyra
minnst á lengri tima en 20 ár.
Lánin eru um fjórir millj-
arðar dollara. Siðast ræddu
egyptar og rússar um endur-
greiðslurnar i nóvember siðast-
liðnum. Samkomulag varð ekki
i viðræðunum, og þær fóru út
um þúfur.
hefur einnig sett sinn svip á
deilurnar.
Rússar eru litt hrifnir af
frelsistilhneigingu i Egypta-
landi. En staðreyndin er sú að
siðan Sadat tók við völdum
hefur stjórnmálalegt frelsi
aukist mjög mikið. Það sem
áður var aðeins hvislað milli
manna er nú rætt fullum hálsi á
t vináttusamningnum sem
gerður var i júli 1971 fólst — auk
efnahagshjálpar — að sovét-
menn tókust á hendur að þjálfa
egypta til að nota sovésk
hernaðartól.
Um tuttugu þúsund sovéskir
ráðgjafar, aðallega hernaðar-
Sadat hefur leitað fyrir sér á nýjum vigstöðvum um vopnakaup —
m.a. á þessum Sea King þyrlum sem framleiddar eru i Bretlandi.
ráðgjafar, voru i Egyptalandi
1972. En vináttan kólnaði
skyndilega þegar Sadat rak þá
alla úr landi i einu vetfangi.
Hann sakaði rússa um að hafa
ekki staðið við loforð um
hernaðaraðstoð.
Siðar hefur Sadat haldið uppi
hörðum árásum á rússa fyrir
samningssvik. Hann sagði að
egyptar hefðu ekki fengið nægi-
leg vopn til að berjast við isra-
elsmenn i þeim fimm styrj-
öldum sem löndin hafa háð.
Kröfur rússa um endur-
greiðslur efnahagsaðstoðar
hafa einnig verið bitbein. Sadat
vill endurgreiða lánin á 30 til 40
árum, og ber við að styrjald-
irnar við Israel hafi skaðað
efnahag landsins alvarlega.
í ræðu sinni á egypska þinginu
sagði Sadat að eftir að vináttan
minnkaði milli rússa og egypta,
hefðu egyptar rekið sig á að
hvergi væri hægt að fá varahluti
i sovésku vopnin. Indverjar
framleiða vopn af sovéskri gerð
með leyfi rússa, en þeir hafa
verið ófáanlegir til að láta
egyptum nokkuð i té.
Fyrir aðeins tíu dögum
neituðu indverjar að selja
egyptum varahluti i sovéskar
MIG orrustuþotur. Mikill hluti
egypska flughersins eru flug-
vélar af rússneskum gerðum,
þrátt fyrir ýmsar tilraunir
Sadats til að fá flugvélar frá
öðrum löndum.
Ágreiningur um stjórnarfar
Egypskir hermenn æfa sig i
meðferð sovésks skriðdreka af
gerðinni M-55.
opinberum samkomum. Enn
eiga egyptar þó langt i land með
að ná lýðræðislegu stjórnarfari
að vestrænum hætti. Stjórn-
málaflokkar eru enn ekki
leyfðir, þrátt fyrir þrýsting á
Sadat. En Sadat telur að eins og
málum sé háttað i Egyptalandi
sé heppilegast að þar riki forseti
með mikil völd, en fái ráð frá
góðum mönnum, semsagt nokk-
urs konar „menntað einræði”
eða „upplýst einveldi”.
Sadat sagði að Brezhnev hefði
lýst sig andvigan svona
stjórnarfari i ræðu sinni á
flokksþingi kommúnista i
Moskvu, sem lauk fyrir
skömmu.
Samningurinn sem Sadat
hefur nú lagt fram frumvarp
um að verði slitið, átti að gilda
ti! 15 ára. 1 samningnum er
ákvæði sem segir að verði annar
hvor aðilinn óánægður og vilji
segja honum upp, sé upp-
sagnarfrestur eitt ár. Hins
vegar leggur Sadat til i frum-
varpi sinu að samningurinn
gangi úr gildi nú þegar.
Búist er við að yfirgnæfandi
meirihluti hinna 360 þingmanna
samþykki lagairumvarp
Sadats. Þegar Sadat bar fram
frumvarpið á þinginu heyrðist
ekki til hans i langan tima
vegna fagnaðarópa þingmanna.
Sovétmenn hafa i nær tvo ára-
tugi verið aðal-vopnasali til
egypta. Samvinna landanna á
sjötta og sjöunda áratugnum
varð sifellt nánari. Þá var
Nasser forseti Egyptalands.
Samvinnan var bæði hernaðar-
leg og efnahagsleg. Sovétmenn
veittu gifurleg lán.