Vísir - 16.03.1976, Page 9
visra Þriðjudagur 16. mars 1976
astál5órum
BALDUR GUÐLAUGSSON SKRIFAR:
Ltíðvik fjórtándi Frakkakóng-
ur sagði á sinum tima: „Ég er
rikið” og undirstrikaði þar með
þá trií sina, að hagsmunir hans
oghagsmunir rikisins væru óað-
skiljanlegir. Jafnframt voru
þessi ummæli hans til marks
um tök hans á rikisvaldinu. A
ofanverðri tuttugustu öld er svo
komið i flestum velferðarrikj-
um, að mætti rikið mæla, þá
myndu orð Lúðviks fjórtánda
hljóma sem öfugmæli, þvi nær
sanniværi.að rikiðsegði: „Égá
mig sjálft og þegnana með”
Vöxtur rikisumsvifa
og hagvöxtur
Allt frá aldamótum hafa
rikisumsvif vaxið hraðar en
þjóðartekjur i nær öllum hag-
kerfum heims. Athygli vekur,
að vöxtur rikisumsvifa helzt i
hendur við hagvöxt og efna-
hagslegar framfarir og er þvi
mestur i' iðn-og velferðarrikjum
nútlmans, en litill hjá mörgum
þróunarlöndum. Hér á landi
hafa rikisumsvif aukizt jafnt og
þétt.
í siðasta hefti Fjármála-
tiðinda birtist athyglisverð rit-
gerð eftir frú Valgerði Bjarna-
dóttur, viðskiptafræðing um út-
gjöld rikisins, umfang þeirra og
ákvörðunarþætti. Þar er rakin
þróun rikisfjármála á árunum
1958—1973. A þessu timabili
hafa ríkisútgjöld á Ibúa á föstu
verðlagi aukizt úr 5.828 kr. I
18.368 kr. eða rúmlega
þrefaldazt. Þjóðarframleiðsla á
mann hefur á sama timabili
aukizt um 1.6 Hlutdeild rikisút-
gjalda i þjóðarframleiðslu á
þessú timabili hefur á föstu
verðlagi breytzt úr 14.8% i
29.4%.
Tryggingamar hafa
valdið mestum breyt-
ingum
FrU Valgerður velur þrjá
málaflokka til að athuga hvern-
ig þróun þeirra hefur verið á
timabilinu: skóla og fræðslumál
tryggingar og dómgæziu og lög-
reglumál. Skv. athugunum
hennar voru þessir þrir mála-
flokkar 27.9% af öllum útgjöld-
um rikisins árið 1958, en árið
1973 voru þeir hins vegar orðnir
54,3% af öilum útgjöldum rikis-
ins, sem auk þess höfðu þá rúm-
lega þrefaldazt á mann, eins og
fyrr er rakið. Framlög til dóm-
gæzlu og lögreglumál sýndu
sig að hafa verið nokkuð stöðug
hlutfallstala yfir allt timabilið
og hið sama var að segja um
menntamál fram til 1968, en þar
þótt reyndar sé ókannað með
öllu, hvort aðgerðir rikisvalds-
ins stuðli i raun að tekjujöfnun
(sbr. i þvi sambandi fróðlega
ritgerð eftir Þráin Eggertsson
hagfræðing i 1. tölublaði
Eimreiðarinnar á siðasta ári.)
Valgerður Bjarnadóttir nefnir
einnig i ritgerð sinni, að ýmis-
legt virðist benda til þess, að hið
opinbera leitist við að vera
sjálfu sér nægt. „1 stað þess að
láta einkafyrirtæki sjá fyrir
þeim gæðum, sem rikið
þarfnast, virðist vera tilhneig-
ing til þess að setja á stofn rikis-
fyrirtæki sem gegni þessu hlut-
verki. Má sem dæmi um slikar
stofnanir hér á landi nefna
Innkau pastofnun rikisins,
Rikisprentsmiðjuna Gutenberg,
og nU á siðustu árum virðast
mötuneyti starfsmanna rikisins
hafa viðtæk áhrif á matsölustaði
i einkaeign.”
Valdabarátta
stjórnmálamanna
I lok umfjöllunar sinnar um
orsakir aukningar rikisUtgjalda
varpar höfundur þeirri spurn-
ingu fram, hvort stjórnmála-
menn muni nota opinbera
þjónustu sem tæki i valdabar-
áttu sinni. Ekki treystir höfund-
ur sér til að svara þessari
spurningu nema með vanga-
veltum en bendir m.a. á, að
áhrif rikisins hafi farið vaxandi
og það eins þegar við völd hafa
verið þeir stjórnmálamenn,
sem telja einkarekstur fremri
rikisrekstri. Hún vitnar i kenn-
ingar Anthony Downs um
hegðun stjórnmálamannsins i
lýðræðisriki og segir, að ef
kenning hans sé rétt, sé ekki
fráleitt aö álykta, að stjórn-
málamenn notfærðu sér opin-
bera þjónustu til að afla sér
vinsælda og þar með atkvæða.
Þetta gæti þá leitt til þess, að
umfang rikisins verði of stórt,
þ.e., að framboð verði meira en
eftírspurn.
Hér er ekki rúm til að greina
frekar frá fyrrgreindi ritgerð i
Fjármála tiðindum . En
sivaxandi umsvif rikisvaldsins
ogaukiðhlutfall rikisútgjalda af
þjóðarframleiðslu hljóta að
vera áhyggjuefni öllum frjáls-
hyggjumönnum. Er þessi þróun
óhjákvæmileg? Eða er hægt að
ná sömu markmiðum með öðr-
um hætti? En hvernig þá?
varð þá nokkurt stökk. Það voru
þvi tryggingamálin, sem mest-
um breytingum höfðu tekið, þótt
skattkerfisbreytingin árið 1972
ylli þar nokkru um.
Orsök ríkisbólgunnar
1 ritgerð sinni gerir frú
Valgerður Bjarnadóttir grein
fyrir helztu orsökum hinnar
stöðuguaukningar rikisUtgjalda
um allan hinn vestræna heim og
skal hér drepið á nokkur atriði
þessarar upptalningar hennar :
Rikið hefur i æ rikara mæli tekið
að sér að sjá um uppfyllingu
þarfa, sem einstaklingar sáu
um áður.
Fræðslumál, heilbrigðismál
og félagsmál eru stærstu mála-
flokkar, sem þróazt hafa frá þvi
að vera i höndum einstaklinga
eða einkafyrirtækja og yfir á
hendur rikisins. Rikið sér þegn-
unum fyrir menntun og heilsu-
gæzlu þeim að kostnaðarlausu
eða litlu.
Þá eru gerðar kröfur um, að
rikið beinli'nis styrki fólk til
Ibúðarkaupa eða bygginga, en
veiti þvi ekki einungis lán, sbr.
lága vexti af lánum Húsnæðis-
málastofnunar á verðbólgutim-
um. Jafnframt þvi, sem hlut-
deild rikisins vex, aukast kröfur
um gæði þeirrar vöru eða
þjónustu, sem rikið veitir, svo
sem menntunar.
Rikisvaldið er talið bera
ábyrgð á, að full atvinna hald-
ist, að verðlag sé stöðugt o.s.frv.
Af þessu leiðir, að rikið greiðir
niður verðlag og styrkir at-
vinnuvegi og kallar hvort
tveggja á aukin rflúsútgjöld. —
Aukin velmegun hefur aukið
kröfur um félagslegt öryggi og
er talið óeðlilegt, að maður þurfi
að hða skort, þótt hann slasist
og verði óvinnufær. Rikið sér
honum þvi fyrir bótum. Auk
þess má svo nefna fjölskyldu-
bætur o.fl.
Nýmerkantilismi
Þá vikur Valgerður Bjarna-
dóttir að þeirri breytingu á
markmiðum rikisins, sem i ná-
grannalöndunum hefur verið
kölluð „nýmerkantilismi”. Er
þar átt við ný efnahagsleg eða
þjóðfélgsleg markmið, sem
koma til skjalanna eftir að al-
mennum markmiðum hefur
verið náð. Þegar rikisvaldinu
hefur t.d. tekizt að sjá fyrir
fullri atvinnu, er þvi falið að sjá
minnihlutahópum, sem fram til
þess tima höfðu ekki verið taldir
til vinnuafls, fyrir fullri atvinnu.
Má nefna sem dæmi öryrkja,
húsmæður, aldraða, unglinga í
skólaleyfum o.s.frv.
Til þess að ná slikum þrengri
markmiðum er óvist að almenn
stjórntæki fjármála eða pen-
ingamála dugi. Rikið getur t.d.
þurft að stofna sérstakt fyrir-
tæki til að geta séð minnihluta-
hópum fyrir vinnu við þeirra
hæfi og kallar slikt enn á aukin
umsvif rikisvaldsins. Höfundur
telur ekki liklegt, að þetta nýja
hlutverk rikisins sé farið að
segja mjög til sin hér á landi,
þar sem rikisvaldið hafi átt fullt
i fangi með að ná hinum al-
mennu markmiðum sinum. Þó
sé framkvæmd byggðastefnu af
þessum toga.
Tekjujöfnun
Þá nefnir höfundur, að aukin
viðleitni til tekjujöfnunar hljóti
að leiða til aukins umfangs og
aukinna áhrifa rikisvaidsins,
Annir í tveimur ríkisstofnunum. Efri myndin er tekin í pósthúsinu en neðri
myndin í Tryggingastofnuninni.
Arkitektafélag islands hefur
sent borgarstjóra brcf, þar sein
félagið mótmælir þeirri ráöstöl'un
borgaryíirvalda aðfela fyrirtæk-
inu itak h/f hönnun Seljaskóla i
Bre iðholti.
Afstöðu sina byggir félagið á
þvi að enginn af eigendum itaks
h/l' liafi menntun eöa réttindi til
að starl'a að hönnun bygginga. Þá
sé fyrirtækinu stjórnað af manni,
sem sé véll'ræðimenntaður og geti
þar af leiðandi hvoilíi stýrt né
borið ábyrgð á starfsemi á verk-
sviði arkitekta og byggingaverk-
fræðinga. Loks liafi ítak h/f
aldrei áður vcrið viöriðið höiinun
neins konar bygginga, hvað þá
skólabygginga, og hafi reyndar
ekki veriö til nema sem pappirs-
gagn, þegar þvi hal'i verið l'alin
frumliönnun Seljaskóla.
Afþessum ástæðum telur félag-
ið að engar réttlætanlegar for-
þvi að fela fyrirtækinu lionuun
7—8110 milljoii króna skólabygg-
ingar.
Agúst Jónsson, lramkvæmda-
stjóri ítaks h/f, hafði það unt
málið að segja þegar Visir hafði
samband við hann, að orðið hefði
breyting á hluthafaskipan. sem
sendendum bréfsins væri ekki
kunnugt um.
Þá sagði hann að frumhönnunin
hefði verið gerð af islenskum
arkitekt i samvinnu við sérfræð-
inga i hönnun skólabygginga er-
lendis. Ennfremur hef'ðu allir þeir
aðilar, sem væru i ítaki h/f. hver
á sinu sviði starfað að hönnun i
ntörg ár.
Borgarstjóri tjáði Visi i ntorg-
un. að þetta mál hafi að mestu
verið i höndum fræðslustjóra.
Hann væri nú staddur erlendis og
yrðibeðið með aðtaka málið fyrir
þar til hann ká?mi til landsins.
—SJ
Mótmœli qrkitekta veana ítaks
Beðið etftir frœðslustjóra
seudur liafi verið til grundvaliar