Vísir - 16.03.1976, Síða 17

Vísir - 16.03.1976, Síða 17
c Þriðjudagur Ifi. mars 1976 17 D Humphrey Bogart fer með aðalhíutverkið i laugardagsmynd.sjónvarpsins, „Uppreisnin á Caine”. — Atriði úr myndinni. Er eifthvað spenn- andi ó dagskró.. ? Er eitthvað nýtt eða sérstak- lega spennandi á dagskrá sjdn- varpsins i vikunni? Eða þá út- varpsins? Við litum yfir dag- skrána og kynntum okkur hana. Jú, eitthvað nýtt var að finna og nokkra þætti sem vel virðast þess virði, að á þá sé sérstak- lega bent. Engu þorum við að lofa um myndaflokka sem hefja göngu sina i sjónvarpinu i vikunni. Á morgun er norskur mynda- flokkur á dagskrá um sama- drenginn Ante. Hann er ætiaður börnum og unglingum. í fyrsta þætti segir frá þvi er Ante er sendur á heimavistar- skóla fjarri heimkynnum sin- um. Allt er honum framandi — og hann kvelst af heimþrá. Alls eru þættirnir sex. Þrælarnir hætta og Bilaleigan hefst Annað kvöld hefst nýr mynda- flokkur, sem heitir Bilaleigan. Þar segir frá Pistulla fjölskyld- unni, sem rekur bilaleigu. Viðskiptavinir hennar eru mislit hjörð og lenda i ymsum ævin- týrum. Sama kvöld, og reyndar strax á eftir, lýkur svo myndaflokkn- um um Þrælahaldið. Mynda- flokkurinn um Bflaleiguna kem- ur reyndar i staðinn. Saga frá 1824 Á föstudagskvöldið er danskt sjónvarpsleikrit á dag- skrá. „Dagbók djáknans” heitir það og er byggt á sögu eftir Steen Steensen Blicher. Hann skrifaði söguna árið 1824 og er hún rituð sem dagbók djáknans Mortens Vinge á árunum 1708—1753. Við bendum svo á myndina um læknana á laugardagskvöld- ið, og þar á eftir fer kvikmynd með Humphrey Bogart i aðal- hlutverki. „Uppreisnin á Caine” heitir myndin. Hún er frá árinu 1954, og ásamt Bogart fara með stór hlutverk José Ferrer, Fred McMurray og Van Johnson. Hvað er i útvarpinu? I kvöld mætti benda á ljóða- lestur Jónasar Guðmundssonar i útvarpinu. „Allir söngvar þagna þó úm siðir” heitir sá dagskrárliður og Jónas les þar eigin ljóð. A Hljóðbergi hefur að geyma „Þrjár myndir úr ævi minni” eftir Albert Engström og þaö er Stig Jarrel sem les. Klukkanhálf tvö á morgun les Halldór Stefánsson fyrri hluta sögunnar „Maðurinn frá Minap” eftir Jurij Daniet. Seinni hlutinn verður lesinn á föstudaginn. Leikritið á fimmtudaginn heitir „Dagbók skálksins” og er eftir Alexands Ostrovsky. Þvi var áður útvarpað 1959. Fljótlega á eftir þvi, sama kvöld, er þáttur á dagskrá út- varpsins sem nefnist Hvað kostaði verkfallið? Þetta er þáttur i umsjón ólafs $igurðs- sonar, Kára Jónassonar og Páls Heiðars Jónssonar. Einhverjir vilja sjálfsagt vita um óperuna „Don Carlos” sem er á dagskránni á föstudags- kvöldið — og á laugardags- kvöldið lesPétur Gunnarsson úr óprentuðu handriti sinu „1 Ljótalandi”. — EA „Dagbók djáknans” heitir leikrit á dagskrá á föstudag. Þaö er byggt á sögu skrifaðri 1824. Þetta er atriöi úr ieikritinu. Sjónvarp, kl. 22.50: Byltingar, gjaldeyr- ir og kommúnistar n Erlend málefni" á dagskrá í þættinum ERLEND MÁL- EFNI i sjónvarpinu i kvöld veröa tekin fyrir þrjú mál. Fyrst verður fjallað stuttlega um byltingar i Afriku — vegna byltingartilraunarinnar i Nigeriu. Þá fjallar Björn Matthiasson hagfræðingur um stöðu punds- ins og gjaldeyrisvandamálin i Vestur-Evrópu að undanförnu. Loks mun svo Árni Bergmann fjalla um nýafstaðið 25. flokks- þing kommúnistaflokksins i Sovétrikjunum. Erlend málefni hefjast klukkan 22.50 og standa til klukkan 23.20. Umsjónarmaður er Jón Hákon Magnússon. — EA Shirley Temple og fleiri íþróttaþœtti í sjónvarpið G.H. og A.II. hringdu: Við viljum endilega fá fleiri iþróttaþætti i sjónvarpið. Við viljum lika fara fram á það að umræðuþáttum, t.d. um stjórnmál, verði fækkað. Það er allt of mikið af svoleiðis þáttum. Svo langar okkur að fá að sjá Shirley Temple i sjónvarpinu. Eru ekki til einhverjar myndir með henni? Að lokum langar okkar að fara fram á það að barnatimarnir verði svolitið betri. Við erum ekki ánægðar með þá eins og þeir eru á sunnudögum. Langar ykkur ekki aö koma ein- hverju á framfæri i sambandi við dagskrá útvarps og sjónvarps? Þurfið þið ekki að lirósa einhverj’t eða þá að nöldra út af öðru? Við erum tilbúin til þess að taka við þvi sem mönnum liggur á hjarta og koma þvi á framf æri hér J á siöunni. Það eina sem gera þarf. er að taka upp tólið og hringia i Xfifill. Við hvetjum vkkur til þess að drifa i þvi sem fyrst: Þriðjudagur 16. marz 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Standiö rétt! Aðalsteinn Halisson fimleikakennari flytur fyrri hluta erindis um fimleikakennslu og sýning- ar. 15.00 Miðdcgistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- laga þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnuöryggi i bygging- ariönaöinum. Sigursveinn Helgi Jóhanncsson málari flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Aö skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Suite Bergamasque” eftir Claude Debussy. Bandariski pianóleikarinn Micha Dichter leikur (Hljóðritun frá útvarpinu i Belgrad). 21.50 „Allir söngvar þagna þó um siðir”Jónas Guðmunds- son les eigin ljóð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (25). 22.25 Kvöldsagan: „i verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guð- mundsson les annað bindi (31). 22.45 Harmonikulög. Tony Romano leikur. 23.00 Á hljóðbergi. ..Þrjár myndir úr ævi minni" eftir Albert Engström. Stig Jarr- el les. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 16. marz 1976 20.00 Fréttir og veður. 30.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.20 McCloud- Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Fingralangar flugfreyjur Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Erlend málefni. Umsjón Jón Hákon Magnússon. 23.20 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.