Vísir - 27.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 27.03.1976, Blaðsíða 24
„Það sem við erum að fara fram á er að Grjótaþorpinii verði lokað fyrir utanaðkomandi, eða óþarfa bilaumferð, og að viss bilastæði innan hverfisins verði Iögð niður,” sagði Kristin Unnsteins- dóttir íbúi i Grjótaþorpi. tbúasamtök hverfisins lögðu þessar óskir sinar fram til borgaryfirvalda bréflega fyrir jól. Beiðninni var þá hafnað með tilvisun til afgreiðslu umferðarnefndar þar sem segir aö ekki sé hægt að svo stöddu að fallast á þau tilmæli sem fram komu i erindinu. Nú hafa ibúasamtökin itrekað fyrri beiðni sina og einnig óskað eftir rökstuðningi fyrir synjun borgaryfirvalda. Til stuðnings máli sinu benda ibúarnir á að kjarni Grjótaþorps- ins sé ibúahverfi og aðeins örfá fyrirtæki séu með starfsemi sina inni i hverfinu. Aðdrættir og umferð vegna fyrirtækja sem Sex ó slysa- varðstofu ofan af Sandskeiði Geysiharður árekstur varð upp við Sandskeið í gærmorgun rétt fyrir há- degi. Rákust þar saman tveir fólksbílar. Sex manns slösuðust/ fjórir fullorönir og tvö börn. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl urðu á fólkinu en annar ökumaðurinn slasaðist þó mikið. Mikil hálka og harðir svipti- vindar voru þar sem og viðar og mun ökumaður annarrar bifreið- arinnar hafa misst vald á bifreið sinni. Atti lögreglan til að mynda i mestu erfiðleikum að komast á staðinn. —VS. standa i útjöðrum þorpsins þurfi ekki að fara um hverfið sjálft. Ennfremur benda þau á að ef eldur kæmi upp i hverfinu, yrði mjög erfitt fyrir slökkviliðið að komast um hverfið vegna þrengsla. Þá hafa þau og gert það að tillögu sinni að gerður verði barnaleikvöllur i Mjóstræti þar sem nú er bilastæði, en barnaleik- svæði er ekkert i hverfinu. Borgarráð hefur visað siðara bréfi ibúasamtakanna til umsagnar forstöðumanns þróunarstofnunarinnar. —EB SLYS Ilarður árekstur varð á Artúnshöfða á ellefta timanum i gærmorgun. Tveir sendiferða- bilar rákust saman á móts viö hensinstöðina. Óku þeir á móti hver öðrum. Bifreið, sem ekið var inn á Vesturlandsveginn truflaði ökumenn sendiferða- bilanna með fvrrgreindum af- leiðingum. Báðir ökumenn slös- uðust nokkuð. — annar nokkuð á fótum. Mynd af lionum og bilunum tók Ijósmyndari Visis, Einar Karlsson. —VS Lumar þú á góðu flugfélagsnafni? Nýja flugfélagið sem var stofn- að upp úr Air Viking er nú að ganga saman, þótt enn séu cftir nokkrir fundir til að binda enda- hnútinn. Það er nú ljóst að það mun ekki heita Vlkingur hf. þar sem það nafn er eign annarra og ekki falt fyrir nokkurn pening. Hinir nýju flugfélagsmenn velta þvi vængbörðum yfir þvi hvaö þeir eigi að láta það heita. Arngrimur Jóhannsson, formað- ur þess, sagði að ábendingar frá almenningi yrðu mjög vel þegn- ar. Ef einhver kæmi .með gott nafn, sem yrði samþykkt mætti sá hinn sami eiga von á umbun fyrir. En það liggur á og nafnið verður að koma yfir helgina. Skrifstofan verður opin alla helg-. ina og ef einhver er með gott flug- félagsnafn i pokahorninu, getur hann hringt i sima 27177. —ÓT Þau Sigurbjörn, Sigurbjörg, Kristin og Svante eru meðal þeirra íbúa Grjótaþorps setn vilja gera þetta bilastæöi I Mjóstræti aö barnaleik- svæöi. Mynd Einar. BARNALEIKSVÆÐI f STAÐ BÍLASTÆÐA... — segja íbúasamtök Grjótaþorps KRON fœr lóð fyrir vörumarkoð í nýja miðbœnum ,,Ég get ekki gert mér grein fyrir þvi á þessu stigi málsins, hvort undir- skriftasöfnun myndi hafa áhrif í þá átt, aö borgar- stjórnarmeirihlutinn breytti ákvöröun sinni," sagði Ingólfur ólafsson, Afnotagjald síma hœkk- ar um 2200 krónur á óri Gjaldskrá fyrir simaþjónustu hækkar 1. april og fyrir póstþjón- ustu 1. maí. Afnotagjald fyrir sjálfvirkan sima itækkar úr 2.350,- i 2.900,- á ársfjórðungi. Gjald fyrir umfrantsimtöl hækkar úr 6,10 i 7.50 fyrir umframsimtöl hækkar úr 6.10 i 7.50 fyrir hvert skref. Fjöldi teljaraskrefa sem inni- falin eru í afnotagjaldi eykst- úr 525 i 600, nema þar sem notcnda- fjöldi er yfir 20.000 á sama stövar- gjaldsvæði, þar verður skrefa- fjöldinn óbreyttur. Gjald fyrir flutning á sima hækkar úr 7.800 i 10.000,-, og stofngjald úr 15.800 í 20.000. 1 handvirka simakerfinu hækkar afnotagjald úr 12.700 i 15.400, og afnotagjöldin t.d. á simstöð sem opin er 12 klst. á dag úr 2.040 i 2.450 á ársfjórðungi. Gjald fyrir simskeyti innan- lands hækkar úr 7 i 9 krónur fyrir hvert orð. Gjald fyrir venjulegt bréf innanlands og til Norðurlanda hækkar úr 27 krónum i 35 og til annarra landa úr 35 i 45 krónur. Póstkröfugjald hækkar i 65 krónur, póstávisunargjald f 80 krónur, ábyrgðargjald i 75krónur og giróþjónustugjald i 45 krónur. kaupfélagsstjóri KRON, í samtali viö Vísi. Fundur samvinnumanna i Hamragöröum s.l. mið- vikudag samþykkti aö skora á stjórn KRON að hefja almenna undir- skriftasöfnun til að hrinda þeirri árás á kjör launa- fólksog almennings í borg- inni, sem felist i þeirri á- kvöröun borgarstjórnar Reykjavíkur að synja KRON um leyfi til aö reka vörumarkaö í birgðastöð Sambandsins við Elliða- vog. Ingólfur sagði, að engin á- Kikissjóður ætlar nú i áttunda sinn að hefja sölu á happdrættis- skuldabréfum. Hefst sala þessara bréfa, sem eru i H-flokki, á mið- vikudaginn. kvöröun hefði enn verið tekin hjá stjórn KRON um undirskrifta- söfnun. Hann kvað hafa verið sótt um leyfi fyrir vörumarkað i birgðastöðinni til bráðabirgða. Hefði þessu húsnæði verið ætlað að brúa bilið þangað til byggt hefði verið á lóð, sem KRON hef- ur fengið fyrirheit um á nýja mið- bæjarsvæðinu. „Viö fengum vilyrði fyrir þess- ari lóö árið 1972 og var þá búist_ við að allar framkvæmdir við nýja miðbæinn yrðu miklu fyrr á ferðinni. Ennþá er ekkert sem bendir til þess að byggngaframkvæmdir geti hafist fljótlega. Þess vegna vildum við setja upp vörumarkað i húsnæði Sambandsins til að byrja með,” sagði Ingólfur Ölafs- son. —SJ Skuldabréfin eru að upphæö 300 milljónir og skal fénu sem rikis- sjóði áskotnast með sölu þessara bréfa varið til framkvæmda við norður- og austurveg. Happdrættisskuldabréfin eru að upphæð tvö þúsund krónur hvert og verða þau endurgreidd að 10 árum liðnum með fullum visitölubótum. Happdrættisvinningar sem nema 10% af heildarútgáfunni greiðast út einu sinni á ári, sá fyrsti 20. mai. Alls verður dregið 10 sinnum en vinningar eru að upphæð 30 mill- jónir. — E.K.G. GÖGN UM LENDING- UNA í RANNSÓKN! — Það er búið aö taka skýrslu af áhöfn Loftleiðaþotunnar scm hlekktist á i lendingu á Keflavikurflugvelli á fimmtudag, sagði Leif- ur Magnússon. varaflugmálastjóri, við Visi I gær. — Jafnfrainl er búið aö fá skýrslur frá vitnum aö lendingunni, þeirra á meðal eru at- vinnuflugmenn. — Á þessu stigi er ekki hægt aö segja hvað olli þessu. Auk þess sem eftir er að bera saman skýrslurnar á eftir að senda flugrita vél- arinnar út til að vinna úr honum. A þennan flugrita skráist sjálf- krafa allt sem gerist með flugvélina, flughæð, beygjur og þess hátt- ar. Þá verður sendur út sjálfvirkur ritari sem tekur niður orðaskipti I flugstjórnarklefanum og við flugstjórnarmiðstöð. ÓT ENN EFNIR RÍKISSJÓÐ- UR TIL HAPPDRÆTTIS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.