Vísir - 10.04.1976, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 10. april 1976. vism
Gísli Sveinn Loftsson skrifar
Haukar með hljóð-
fœrin til Spánar!
Haukar eru nú að verða reiðu-
búnir til að leika inná stóra
hljómplötu ugstanda vonirtil að
hægt verði að láta til skara
skriða i iok næsta mánaðar.
Aður ætla strákarnir i hljóm-
sveitinni þó að skella sér suður
til Spánar til að safna kröftum
fyrir þá erfiðu vinnu, sem hljóð-
upptaka er.
Hljómsveitin getur ómögu-
lega skilið við sig hljóðfærin.
Stendur til að Haukar spili
annað hvert kvöld meðan á
hinni 18 daga dvöl stendur.
Þessi ferð til Benidorm á
Costa Blanca er farin fyrir til-
stilli SAM-klúbbsins og verður
lagt af stað sunnudaginn 25.
þessa mánaðar. Er ferðin sér-
staklega skipulögð með ungt
fólk íhuga, enum framkvæmdir
sér Ferðamiðstöðin hf.
Að þvi er SAM-klúbburinn
fullyrðir, er hér um eina
ódýrustu Spánarferð þessa árs
að ræða, en með afslætti
klúbbsins kostar ferðin, gisting
á nýju og vönduðu hóteli 58.800
krónur, og er þá fullt fæði inni-
falið. 1 hótelinu.sem gert er ráð
fyrir að gist verði á, er stærsta
diskótek Benidorm. Þar er
einnig útisundlaug, tennis-
völlur, handboltavöllur, sauna,
sny "tistofur, veitingastaðir,
kaffiteriur, snac bar og
verslanir.
Ekki vilja forsvarsmenn
SAM-klúbbsins neinu um það
spá, hvort framhald verði á
utanferðum klúbbsins. Hins-
vegar lofuðu þeir SAM-komu
eftir páska..
Dögg hœttir!
Hljómsveitin Dögg, eða
Nýja-Dögg eins og hún var
kölluð eftir umfangsmiklar
mannabreytingar sem urðu
innan hennar fyrir skömmu,
hefur hætt störfum.
Astæðurnar fyrir þessari
ákvörðun hljómsveitarmanna
eru margvislegar, en þær
helstartaldar, að litla vinnu var
að fá vegna harðnandi sam-
kef^ini smærri hljómsveitanna,
og að einstakir hljómsveitar-
menn voru teknir að þreytast á
vinnunni.
HAUKAR á Reykavfkurflugvelli, ljónhressir að vanda. Myndin var tekin á fimmtudaginn þegar hljóm-
sveitin var aðieggja af stað til Vestmannaeyja til aðleika þar á dansleikjum. — Ljósm.: LA
Þannig mun söngvari hljóm-
sveitarinnar, Páll Pálsson hafa
i huga að hætta alveg i
„bransanum”, og svo mun
einnig vera um aðra i hljóm-
sveitinni. Trommuleikarinn
hefur þó fullan hug á að starfa
áfram, og leitar nú fyrir sér
með stofnun nýrrar hljóm-
sveitar.
*
Dögg þótti nokkuð góð hljóm-
sveit og efnileg fyrir upp-
stokkun þá sem átti sér stað i
henni ekki alls fyrir löngu. Hins
vegar þótti hún aldrei hafa náð
sér á strik eftir þær breytingar.
Verslunar- og skrifstofuhúsnœði
Höfum til sölu
u.þ.b. 1000 ferm.
verslunorhúsnœði
að Háaleitsbraut 68 (2. áfangi)
sem verður ein stœsta verslunarmiðstöðin
við nýja miðbœinn.
Höfum til sölu
verslunar- og
að Síðumúla 37.
1. hœð er fyrirhuguð sem verslunarhúsnœði.
2. hœð sem skrifstofuhúsnœði.
Gott lagerpláss í kjallara.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri.
Breiðholt h.f. -símisisso
Lágmúla 9