Vísir


Vísir - 26.04.1976, Qupperneq 2

Vísir - 26.04.1976, Qupperneq 2
 VISIK spyr Mánudagur 26. aprll 1976 vísm G í Reykjavík ) Áttu von á góöu sumri? Ingigeröur Eggertsdóttir. hús- nióöir: — Ég ætla bara að vona hið besta. Ég er orðin þreytt á leiðinlegu veðráttunni, nóg var af henni i vetur. Steingrímur Jónsson: — Auðvitað á ég von á góðu sumri. bað væri nú annað hvort að sumarið i ár bætti upp leiðindatiðina sem var i fyrrasumar, svo að ekki sé talað um veturinn. Ég vona að það verði mikil sól. Það er aldrei of mikiö af henni. Sigmar Ouömundsson, húsvörö- ur: — Jú, það hlýtur að verða gott i sumar. Tiðarfarið hefur verið svo óstöðugt i vetur. Itirgir Guömundsson, fisksali: — Ég vona það. Þá ætla ég að nota timann og fara i veiðiferð og krækja mér i silung og lax. Það veitir ekki af góðu sumri eftir leiðindaveðrið i vetur. Kristin Ilulda Hauksdóttir, II ára: — Ætli það ekki. Allavega vona ég það. Það er búinn að vera svo ægilega vondur vetur. Sveinsina Aöalsteinsdóttir: — Já, ég vona að við fáum að njóta góðs sumars í ár. Það er sama þótt ekki hafi frosið saman vetur og sumar að þessu sinni. Ég hef samt trú á góðu sumri. Samgöngumálaráðherra tilkynnir óformlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar: Viðbótarsœstrengur lagður, en jarðstöð ekki reist á nœstunni Kikisstjórnin hefur tekiö óformlega ákvöröun um aö leysa aukna fjarskiptaþörf okkar viö útlönd með þvi að| leggja viðbótar- sæstreng mcð| sima og telex- rásum frá Fær-I eyjum hingaöl til lands, en ekki mcö þvi aö reisa móttökustöö fyrir gervi- hnattasendingar hér á landi. Halldór E. Sigurðsson sam- göngumálaráðherra skýrði frá þessu i fréttatima sjónvarpsins i gærkvöldi, og gat þíess að Mikla norræna ritsimafélagið hefði samkvæmt samningi einkarétt til fjarskiptaþjónustu milli ts- lands og annarra landa fram til ársins 1985. Sagðist ráðherra ekki telja, að félagið hefði brotið neitt það af sér, sem gæfi okkur ástæðu til að segja samningnum upp, og hafi þrir lögfræðingar athugað þetta mál sérstaklega fyrir ráðuneytið. „Þess vegna er það mitt mat”, sagði ráðherra, ,,að þótt við ættum jarðstöð i dag, þá gætum við ekki notað hana nema mjög takmarkað, án þess að eiga á hættu, að fá á okkur skaðabótamál. Og ég tel, að fyr- ir þessum staðreyndum verðum við aö beygja okkur, hvort sem okkur likar betur eða verr. Það þýðir, að viö getum ekki farið i að byggja jarðstöð nú”. Aftur á móti sagði samgöngu- málaráðherra, aö þennan samning við Mikla norræna rit- simafélagið ætti ekki að endur- nýja, og teldi hann um það atriði ætti núna að taka ákvörðun. Þá kom fram i sjónvarpsvið- talinu i gærkvöldi, að póst- og simamálastjórninni hefur tekist að ná mun hagstæðari samning- um við Mikla norræna ritsima- félagið, en upphaflega stóðu til boða i sambandi við lagningu viðbótarsæstrengsins. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, kvaðst telja rétt, að skipuð yrði nefnd sér- fræðinga frá landssimanum og fleiri aðilum til þess að vinna að undirbúningi jarðstöðvar- -ÖR Alger skammtímaákvörð- un, sem kemur mér á óvart ,,Ef þessi strengur verður lagöur frá Færeyjum, og fyrir- sjáanlegt er, aö viö þurfum að reisa jaröstööina, er þarna um aö ræöa tvöfaldan kostnað. Þctta er alger skammtima- ákvöröun, og mér kom ákaflega á óvart þessi yfirlýsing Halldórs E. Sigurössonar, samgöngu- málaráöherra,” sagöi Ellert B. Schram, alþingismaður og varaformaöur útvarpsráös i viðtaii við Visi i morgun. Ellert flutti nýlega ásamt Þórarni Þórarinssyni á alþingi tillögu þess efnis, að aukin þörf okkar fyrir fjarskiptarásir yrði leyst með þvi að reisa hér jarð- stöð i stað þess að leggja enn einu sinni sæstreng hingað til lands. t þvi sambandi höfðu þeir meðal annars i huga þá mögu- leika, sem sköpuðust fyrir sjónvarpið til þess að taka við sendingum frá útlöndum á ýmiss konar myndefni, sem ekki er hægt aö senda hingað til lands gegnum sæsimastreng. segir Ellert B. Schram í viðtali við Vísi Reiðarslag fyrir sjónvarpið „Þessi yfirlýsing ráðherra um að strengurinn verði lagöur er algert reiðarslag fyrir sjónvarpiö, og allt útlit þvi fyrir, að aðstaða til móttöku á sjón- varpsefni verði engin hér á landi næsta áratuginn, sagði Ellert B. Schram, ennfremur. Hann kvaðst varla trúa þvi, að þetta væri skoðun rikis- stjórnarinnar allrar, þar sem þær skýrslur, sem komið hefðu frá sérfræðingum um tæknilega hlið þessa máls, væru á þann veg, aö allt mælti með þvi að jarðstöð yrði reist. Ástæða væri til að kanna samninginn við Mikla norræna betur, og athuga hvort álit lögfræðinganna þriggja reynist rétt, það er að ekki sé hægt að segja samning- um upp fyrr en 1985 án þess að eiga á hættu mikiar skaðabóta- kröfur. Strengurinn annar aöeins eftirspurninni skamman tíma t þvi sambandi ætti að hug- leiða, meðal annars, aö félagið hefði ekki getað fullnægt þörf- um okkar og hefði ekki brugðist rétt við nýjustu tækni. Nú hefð- um við 29 simarásir i sæstrengj- um til landsins, en með þessum viðbótarstreng myndu bætast 60 rásir til viðbótar. Þetta myndi vdfntanlega anna eftirspurninni rért i augnablikinu, en fyrr en varði yrðu þessar rásir orðnar of fáar. Varðandi samning þann, sem gerður var við Mikla norræna ritsimafélagið, og einkarétt þess til þess að annast öll fjar- skipti tslands við umheiminn til ársins 1985, sagði Elllert B. Schram, að það væri algerlega óviðunandi að búa við slikan samning, þó ekki væri nema vegna sjálfstæðis þjóðarinnar. Hann sagðist halda, að rök is- lensks þjóðfélags fyrir að reisa jarðstöðina væru svo yfirgnæf- andi, að ekki væri stætt á öðru. óhugnanlegt fyrir þjóð- ina að vera háð einokun- arhring „Það er óhugnanlegt, að is- lendingar skuli vera að ákveða það árið 1976, að næsta áratug- inn muni þeir ekki komast i samband við umheiminn á sama hátt og margar aðrar þjóðir hafa getað um langt ára- bil, — og að við verðum háöir Mikla norræna ritsimafélaginu, slikum einokunarhring úti i löndum, varöandi öll okkar fjar- skipti,” sagði Ellert B. Schram, alþingismaður. — ÓR. Freiherr von Baden Baden i hliðinni vestanvert, þar sem Blanda streymir fram úr dal sinum og út að mótum Svartár- dals og Langadals í Aust- ur-Húnavatnssýslu býr Björn Pálsson, hóndi og friherra á I.öngumyri, fyrrum pallafyllir á Alþingi, útgerða rmaður á Skagaströnd og þjóðsagnaper- sóna á landsmælikvarða, maður barnmargur og fjármargur eins og margir niðjar afa hans, Björns Eysteinssonar, sem sneri eignalaus inn á heiðar með konu og börn og kom aftur rikur maður til byggða. Björn Ey- steinsson, l'orveri friherrans og nalni, þótti snjall málafylgju- maður og tefldi gjarnan i lögum við Erlend i Tungunesi — ævi- Ijanda sinn. Ber sú glima mörg einkcnni þeirrar viðureignar, sein friherrann á Löngumýri lieyr með nokkurra ára millibili við yfirvald húnvctninga, Jón isberg sýslumann á Blönduósi. Fyrst var deilt um eign á skjóttri mcri, sem vegna frægð- ar sinnar stendur uppstoppuð i dýrasaini við Skóla vörðustig. \ú er barist út af ótta um kláða- maur i fé friherrans, setn baðar aðeins einu sinni þegar sagt er að baða tvisvar. Björn á Löngu- inýri mun eiga um ellefu liundruð fjár. Það verður lag- legur hópur uppstoppaður, ef lara á fyrir roliunum eins og merinni Skjónu að felldum dóm- um út al' fjárböðunum og nýlið- inni aðlör sýslumanns, sem lét taka dreng fastan við l'jár- geymslu og gefa honum sveskjugraut á Blönduösi, en missti annárs á hlaupum á stór- túni friherrans. Björn Pálsson var lengi þing- maður íyrir Framsóknarflokk- inn, en taldi sig löngum eiga bestum vinum að mæta i öðrum l'lokkum. Björn hafði uppi nokkra l'rjálsræðistilburði innan þingflokks sins, en liann gekk nokk i hús. eins og rollurnar ’ellefu hundruð, þegar svipurnar voru á lofti i stórmálum. A framboðsfundum fór hann með gamanmál og glannalegt tal svo fundarsalir fylltust af strákum, að visu atkvæðisbæruin, og var ekki laust við að hrollur færi um hina ráðsettari frambjóðcndur. Frfherrann á Löngumýri hefur aldreiskort fylgi, hvorki til and- mæla við ylirvöld eða til þing- larar. Enda fór svo, að hann gat ineð skjótum hætti kvatt til menn af Skagaströnd til að eyði- leggja þrifabaðsathafnir sýslu- manns. liefur friherrann eflaust hnippt I nærstadda, þegar sýslu- inaður sásthverfa yfir hálsinn i átt til Svinadals og spurt hvort þetta væri ekki gott hjá sér. Friherrann á Löngumýri hef- ur lastmótaðar skoðanir á öllu inilii liimins og jarðar. Þegar sérfræðingar vildu l'ella gengið um þrjátiu og sjö af hundraði, reiknaði liann út að gcngisfell- ing upp á þrjátiu og þrjá af hundraði væri nægileg. Þegar yfirvöld vilja baða tvisvar telur liann nóg að baða einu sinni. Ilafi bændur allt í kringum hann hlýðnast tilskipunum um að baða tvisvar kemur það ekki mál við fríherrann. Grannarnir stiga bara ekki i vitið. Björn á Löngumýri leggur mikið upp úr peningaviti, eða þvi, sem kallaðer gripsvit norö- an lieiða. Ilann lét eitt sinn smiða bát i skipasmiðastöð KEA á Akureyri. Honum þótti báturinn ekki nógu hraðskreið- ur og taldi til galla. Frilierrann þrjóskaðist þvi við að borga all- an bátinn. Loks lét hann tilleið- ast að borga hluta hans meö skuldabréfum á nafnverði og 4% vöxtum. Þá krimti i honunt al' kæti yfir heivitis vitleysunni i KEA-mönnum, hnippti I við- stadda og sagði: Var þetta ekki gott hjá mér.? Það er von að Jóni tsberg, meinhægðarmanni, gangi illa að koma Iram lögunt við fri- herrann á Löngumýri, sem bæði er slunginn, og heppinn eins og úrskurður hæstaréttar i fjár- böðuninni er ljósast dærni um. Friherrann fellir löngum sýslu- mann á formgöilum eða ein- hverjum öörum fiýtisverkum. Nú getur friherrann gengið unt landareign sina þessa vordaga, innanum féð sem átti að baða tvisvar, og hugsaö upp ný ráð gegn yfirvaldinu meðan vorgol- an leikur um grátt hár hans. Brátt fjölgar um tún og móa. Ellefu hundruö ær eiga að fara að bera. Það er eins gott að þurfa ekki aö fara i sveskju- graut út á Blönduós á hverjum- degi eftir að sauðburðurinn liefst. Bændur í nágrenninu lialda áfram að óttast að fleira kunni að dafna i þessum mikla fjársal'ni fríherrans en lömbin. Þeir segja : baöa. baða, En fri- herrann hlustar aðeins á sina eigin samvisku, lóuna og spó- ann, og jarmið i lömbunum jafnótt og þau fæðast. Svarth öfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.