Vísir - 26.04.1976, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Kitstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm.
Ólafur Hagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Emilia
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgarður Sigurösson, Þrúður G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Bjöm Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson.
Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 116G0 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 50 kr. cintakiö. Blaðaprent hf.
Ný sókn
gegn brefum nauðsynleg
•
Breskum togurum, sem hér stunda rányrkju
innan fiskveiðilögsögunnar, hefur fjölgað á ný eftir
nokkurt hlé. Á sama tima eru birtar upplýsingar
um allt að 20% aflarrýrnun á vetrarvertið frá þvi i
fyrra — og var sú vertið þó með eindæmum léleg.
Engum blöðum er þvi um að fletta, að mikið
liggur við, að náð verði virkri stjórn á veiðunum hér
við land. öllum má ljóst vera að það er megin-
forsenda þess að við náum tökum á þeim miklu
vandamálum, sem framundan eru i þessum efnum.
Fundalotu hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna i New York fer senn að ljúka. Það er mat
, islensku fulltrúanna, eins og t.d. Gils Guðmunds-
sonar, að á ráðstefnunni hafi miðað i rétta átt, þó að
slegið hafi i bakseglin.
Ef til vill má segja með nokkrum sanni, að hér
hafi verið bundnar of miklar vonir við árangur af
störfum hafréttarráðstefnunnar. Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingismaður, sem nú situr ráðstefnuna,
hefur t.d. nýlega vakið athygli á, að það sé mikill
misskilningur, sem viða komi þó fram, að á haf-
réttarráðstefnunni snúist allt um tsland.
Ejólfur Konráð bendir réttilega á
að svo !sé ekki, þvi miður. Þjóðirnar
hugsa að sjálfsögðu fyrst og fremst um eigin hag.
Lán okkar er hins vegar i þvi fólgið, að nægjanlega
margir eiga svipaðra hagsmuna að gæta og við.
En við verðum að horfast i augu við þá staðreynd,
að á hafréttarráðstefnunni hefur — eins og raunar
vænta mátti — verið reynt að takmarka verulega
hugmyndir manna um 200 sjómilna meginreglu
varðandi efnahagslögsögu. Óliklegt er þó að ihalds-
sömustu kröfur þar að lútandi nái fram að ganga.
Hans G. Andersén, formaður islensku sendi-
nefndarinnar, hefur skýrt og skorinort bent á, að við
getum aðeins sætt okkur við óskoraðan fullveldis-
rétt strandþjóðanna yfir efnahagslögsögunni. Ef
takmarkanir verða samþykktar á meginreglunni
um 200 sjómilur, stöndum við verr að vigi en áður.
Með flotaofbeldi hér við land hafa bretar stefnt að
tviþættu markmiði. Þeir hafa fyrst og fremst verið
að vernda breska veiðiþjófa. En i öðru lagi hafa þeir
efnt til átaka hér til þess að geta sýnt fram á nauð-
syn þess að alþjóðalegur gerðardómur leysi þrætur
af þessu tagi.
Engum vafa er þvi undirorpið, að mikilvægt er að
binda breta þar til endanleg niðurstaða fæst á
hafréttarráðstefnunni. Takmarkið með útfærslu
landhelginnar er það fyrst og fremst að ná fullum
yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni og stjórn á
veiðunum hér við land.
Við komumst sannarlega harla litið nær settu
marki i þessum efnum með einhvers konar striðs-
aðgerðum við breta. Það er rétt sem einn af skip-
herrum landhelgisgæslunnar sagði, að til deilunnar
hefði verið stofnað við skrifborð og þar eigi að leysa
hana.
Rikisstjórnin á að nota itök okkar erlendis til þess
að þrýsta bretum til undanhalds. Við eigum þvi að
efla sókn okkar á þvi sviði. Við eigum að sækja að
bretum á þeim vettvangi, þar sem við erum sterk-
astir fyrir.
/—^ViWTíKTlV
m
Mánudagur 26. aprll 1976 visir
Umsjón:
Guömundur Pétursson
>
Tékkar vilja 18
tonn af stríðs-
heim aftur
gulli
EN VERÐA AÐ
GREIÐA FYRIR ÞAÐ
NÆR JAFNVIRÐI
GULLSINS
Miklar birgðir af
tékknesku gulli, sem
nasistar rændu i siðari
heimsstyrjöldinni, hafa
verið i vörslu banda-
rikjamanna siðan
striðinu lauk. Tékkar
hafa gert kröfu til að fá
gullið aftur. Nokkrar
likur eru nú taldar á
þvi að samningar náist
um hvernig gullinu
skuli skilað.
^Bandarikjamenn fundu 18,4
tonn af gulli i Þýskalandi i
striðslok, sem rænt hafði verið
frá tékkum. Það hefur legið
ljóst fy.rir að bandarikjamenn
skiluðu þessu gulli fyrr eða
siðar. En þeir hafa ekki viljað
gera það nema með vissum skil-
yrðum. Bandariskir kaupsýslu-
menn sem hafa viðskipti við
Tékkóslóvakiu, sjá sæng sina
útbreidda ef gullinu verður
skilað. Það mundi auka utan-
rikisverslun tékka við Banda-
rikin 'm.a. til mikilia muna.
Vilja skaðabóta-
greiðslur fyrir gullið
I staðinn fyrir gullið vilja
bandarikjamenn að tékkar
greiði 2.630 bandarikjamönnum
skaðabætur vegna eigna sem
teknar voru af þeim i Tékkó-
slóvakiu eftir að kommúnistar
tóku þar völd eftir striðið.
1974 voru drög að samningi
við tékka lögð fyrir bandariska
þingið. En þingið hafnaði tillög-
unum, þar sem þvi þótti banda-
risku rikisborgararnir ekki fá
nógu mikið fyrir sinn snúð.
Samanlagðar kröfur um bætur
hljóðuðu upp á 72,6 milljón
dollara (13 milljarða islenskra
króna). En tillögurnar gerðu
ráð fyrir 20,5 milljón dollara
(3,6 milljarðar króna) skaða-
bótum, sem greiðast skyldu á 12
árum.
Tékkar tapa á
töfinni
Eftir að þingið hafnaði
samningstillögunni, hefur litil
hreyfing verið i gullmálinu þótt
fundir hafi verið af og til milli
samningsaðila. Tékkar hafa
a.m.k. i bili stórtapað á því að
samningar náðust ekki strax,
þvi að á þeim 2 árum sem liðin
eru, hefur verðmæti
gullbirgðanna lækkað úr 115
milljónum dollara (20,5
miiljarðar króna) niður i 75
milljón dollara (13,5 milljarðar
króna).
Þótt verðmæti heildarkrafna
og gullbirgða sé nú nokkurn
veginn það sama er óliklegt að
tékkar gefi gullið upp á bátinn.
Ljóst er að aldrei verður farið
fram á að bótakröfurnar verði
greiddar upp i topp. Gróðinn
verður þvi tékka megin.
Kröfuhafar bentu sérstaklega
á það ákvæði samningstillagn-
anna hvað greiðslurnar áttu að
koma á löngu timabili.
Frést hefur, að i þeim
samningaviðræðum sem fram
hafa farið undanfarnar vikur,
hafi tekkar fallist á að greiða
bótakröfurnar allar á einu
bretti.
Viðskipti milli
landanna mundu
aukast
Bandariskir kaupahéðnar gera
ráð fyrir að þegar af samning-
um geti orðið, aukist viðskipti á
milli Bandarikjanna og
Tékkóslóvakiu. Þeir Ieggja þvi
áherslu á að viðræður gangi
hratt og komist verði að sam-
komulagi.
En til að viðskiptin verði sem
liflegust, þarf enn eitt að koma
til. Bandarikin verða að veita
Tékkóslóvakiu hagstæðari tolla-
kjör. Oliklegt er að það verði á
þessu ári. Forsetakosningar eru
framundan, og allar tilslakanir
til austurs eru litnar óhýru
auga. Þrjú kommúnistalönd
njóta nú bestu viðskiptakjara
sem Bandarikin veita — Pól-
land, Júgóslavia og Rúmenía.
Slðan i strlðslok hafa bandarikjamenn geymt tékkneska gullið bak
við rammgerðar dyr. Nú eru talsveröar horfur á að samningar náist
um að opna gættina og láta tékka fá aftur 18 tonn af gulli sem nasist-
ar höfðu rænt frá þcim.