Vísir - 26.04.1976, Blaðsíða 6
Mánudagur 26. april 1976 vjsœ
■v-----------
Ródesía efst á blaði í
Afríkuferð Kissingers
Henry Kissinger, utanrikisráð-
lierra Bandarikjanna og Julius
Nyerere, forseti Tanzaniu hittast
í annaðsinn i dag i höfuðborginni
Dar Es Saiaam. Nyerere er einn
harðasti gagnrýnandi stefnu
Bandarikjanna i Suður-Afríku.
Kissinger kom til Tanzaniu i
gær, og hóf þá þegar viðræður við
Nyerere. Kissinger kom frá Nai-
robi, en þar hóf hann ferðalag sitt
til sjö Afrikurikja.
Ekkert hefur verið látið uppi
um viðræður ráðherrans og for-
setans. En utanrikisráðherra
Tanzaniu sagði i hófi i gærkvöldi,
að hann vonaðist til að heimsókn
Kissingers veitti honum betri
yfirsýn, svo að Bandarikin sneru
ekki blinda auganu að ástandinu i
Suður-Afriku þar til um seinan,
og væru þá jafnvel röngu megin”.
Ráðherrann bætti þvi við að frelsi
yrði aðfá meö ofbeldi, ef það væri
eina úrræðið.
Viðræður Kissingers við afriku-
leiðtoga virðast ætla að mestu
leyti að snúast um Ródesiu. Talið
er að Nyerere forseti Tanzaniu
muni biðja Kissinger i dag um að
stöðvainnflutning Bandarikjanna
á krómi frá Ródesiu, og auka
þrýsting á Suður-Afriku til að
fullkomna efaahagsþvingunina
sem Ródesia er beitt.
Áður en Kissinger fór frá Nai-
robi i Kenya, sagði hann að
Bandarikin hefðu alls ekki i
hyggju að veita frelsishreyfing-
um svertingja i Ródesiu
hernaðara ðstoð.
Embættismaður i föruneyti
hans mildaði þessa yfirlýsingu
strax á eftir, með þvi að segja að
ef reynslan yrði sú sama i
Ródesiu og Angóla, mundu
bandarikjamenn hugsa sig um
tvisvar.
Fréttaskýrendur skilja þetta
svo, að ef svertingjar færu að
berjast fyrir frelsi sinu í Ródesíu i
mörgum deildum, og ein
hreyfingin fengi aðstoö kommún-
ista, mundu bandarikjamenn
yfirvega að veita annarri
hernaöaraðstoð.
Kissinger fer frá Tanzaniu til
POLITIKUSINN
MR.POUT/GWM
...fer til Afríku
Zambiu, þar sem hann mun m.a.
eiga viðræður við Kennet Kaunda
forseta.
Likt og hjá starfsbróður hans i
Tanzaniu, er Kaunda Ródesia
ofarlega ihuga. Hann sagði igær,
að eina úrræðið fyrir svarta þar
væri nú að berjast fyrir frelsi
sinu.
Faro á svœða-
mót í skók
Stórmeistararnir, Jan
Smejkal frá Tékkóslóvakiu, og
Woifgang Uhlmann frá A-
Þýskalandi, unnu sér rétt til
að keppa á svæðamótinu sem
undanfara heimsmeistara-
keppnmnar, eftir að hafa teflt
til úrslita við fjórða mann um
réttinn.
Þeir höfðu orðið jafnir i
fyrsta sæti ásamt þriðja
manninum, Andrash Adorjan
frá Ungverjalandi. Fjórði
stórmeistarinn var Drasko
Velimirovic frá Júgóslaviu.
—
! /
GOCS To ^F^1C4
• . * , ....—r?——t 1 1,1
\ " ♦. ^ , >v" *-•
VSÍI
4-21-76
-miÉMEtöa-J
SKYRSLURNAR UM CIA BIRTAR I DAG
Nefnd öldungadeildarinnar
bandarisku sem hefur i eitt ár
rannsakað misnotkun leyniþjón-
ustunnar CIA á aöstöðu sinni, hef-
ur i dag útgáfu á skýrslum sinum.
Fyrsti hlutinn sem birtur verð-
ur, fjallar um njósnir erlendis. A
miðvikudag birtir nefndin skýrsl-
ur um njósnir innanlands. Siðar
verða birtar skýrslur um morðið
á Kennedy forseta og tilraunir al-
rikislögreglunnar FBI til að koma
óorði á Martin Luther King.
Búist var við að nefndin mundi
hafna beiðni George Bush, for-
stjóra CIA, um að ekki yrði upp-
lýst hvað heildarútgjöld
stofnunarinnar væru mikil. Get-
gátur hafa verið um að rekstur
CIA hafi kostað allt að 10 mill-
jarða dollara á ári (um 1790 mill-
jarða króna).
Á lokuðum fundi með rann-
sóknarnefndinni var talið að Bush
mundi segja nefndinni, að opin-
berun upphæðarinnar væri hættu-
leg öryggi landsins.
Allnokkuð hefur lekið út um
efni skýrslnanna um rannsóknina
á CIA og FBI. 1 þeim mun m.a.
koma fram hvernig stofnanirnar
notuðu blaðamenn i sina þágu.
Nöfn blaðamannanna eða fjöl-
miðlanna sem þeir vinna við
verða ekki birt.
Þá mun skýrslan einnig greina
frá njósnurum CIA og FBI innan
bandariskra háskóla og góð-
gerðastofnana.
Formaður rannsóknarnefndar-
innar er öldungadeildarþing-
rr»Q?viirinn Franlf r’hlirrh
Ingmar Bergman leikstjóri og kona hans Ingrid fyrir utan hótel
þeirra I Parls eftir komuna þangað frá Svlþjóð. Þar höfðu þau þó
ekki langa viðdvöl, heldur fóru til Holiywood.
,Lœt hverjum degi
nœgja sína þjáningu'
— segir Ingmar Bergman í útlegðinni, bitur í garð skatta-
yfirvalda í Svíþjóð
Ingmar Bergman,
sænski leikstjórinn, er
farinn frá Svíþjóð, ósátt-
ur við yfirvöld í heima-
landi sinu, og kom hann
til Hollywood i fyrra-
kvöld.
,, Ég er sígauni, sem læt
hverjum degi nægja sína
þjáningu," sagði þessi 58
ára gamli svii, þegar
blaðamenn spurðu hann
um framtíðaráætlanir
hans.
Eftir árekstra við skattayfir-
völd, handtöku og legu á sjúkra-
húsi vegna taugaáfalls er Berg-
man á leið til fundar við Dino de
Laurentiis, italska kvikmynda-
framleiðandann.
Leikstjórinn kvaðst vera bú-
inn að ná sér eftir sjúkraleguna.
— „Það er allt í lagi með mig
núna,” sagði hann. ,,Ég varð
ofsareiður, en er búinn að ná
mér.”
Hann kvaðst ætla að hitta de
Laurentiis að máli i dag, en
/
hvað morgundagurinn mundi
bera I skauti sér fyrir hann,
kvaðst hann ekkert vita um. —
Blaðafulltrúi Bergmans, Paul
Kohner, sagði, að Bergman ætl-
aði að ræða við Laurentiis um
gerð þriggja kvikmynda. Sú
fyrsta á að heita „Egg nöðrunn-
ar”.
Bergman sagðist mundu fara
til ttaliu i júni til að ræða við
hinn italska starfsbróður sinn,
Federico Fellini, um verk, sem
þeir ætla að vinna saman.
Kohner fulltrúi hans sagði, að
Olof Palme, forsætisráðherra
Sviþjóðar, hefði haft samband
við Bergman um að snúa aftur
heim til Sviþjóðar. — Um það
vildi Bergman hinsvegar ekkert
segja.
t janúar siðasta, þegar Berg-
man var að búa „Dauðadans-
inn” eftir August Strindberg
undir sýningu i Konunglega
leikhúsinu, varhann handtekinn
á vinnustað og fluttur til yfir-
heyrslu hjá skattalögreglunni.
Hann var ákærður fyrir skatt-
svik. — Ákæran var felld niður
siðar, en yfirvöld héldu þó fast
við sinn keip um að hann skuld-
aði skatt.
Bergman fékk taugaáfall og
var lagður inn á sjúkrahús.
Fyrir nokkrum dögum skrif-
aði hann opið bréf, sem „Ex-
pressen” birti. Þar var hann
mjög bitur og lýsti þvi yfir, að
hann hefði ákveðið að yfirgefa
Sviþjóð. Hann skrifaði, að
sl.attamálið hefði opnað augu
hans fyrir þvi, að „hver sem er,
hvenærsem er i þessu landi get-
ur átt yfir höfði sér slikar árásir
og auðmýkingu af hálfu sér-
staks skrifstofubákns, sem vex
eins og krabbamein.”
Hann bar sænskum skatta-
yfirvöldum á brýn að reyna að
prútta við hann um skatta sem
hann ætti að greiða, og sagði, að
þau væru að reyna að bjarga
eigin andliti i deilunni. Sakaði
hann embættismenn um að
reyna að beita hann fjárþving-
un.
Bergman tilkynnti, áður en
hann flaug frá Stokkhólmi til
Parisar með konu sinni Ingrid,
að hann mundi skilja allar eigur
sinar eftir i Sviþjóð fyrir skatta-
yfirvöldin að gramsa i, svo að
hann yrði ekki sakaður um að
fara i útlegð til þess eins að flýja
skattana.