Vísir - 03.05.1976, Síða 7
a~N <
VISIR Mánudagur 3. inaí 1976
g Ólafur Hauksson
Yfírburða-
sigurinn
íTexas
brúaði bitið
Reagan
á hœla
kominn fast
Ford forseta
Úrslitin i forkosning-
unum i Texas hafa
steypt samkeppni
þeirra Fords forseta og
Ronalds Reagans um
útnefningu repú-
blikanaflokksins i nýja
tvisýnu.
Báðir eru á þönum
þessa dagana til undir-
búnings forkosningun-
Ford var vonsvikinn, en taldi á-
fallið ekki alvarlegra en svo, að
hann myndi sigra yfir heildina.
um i Alabama, Georgia
og Indiana, en þær fara
samtimis fram á morg-
un.
1 suðurrfkjunum Alabama og
Georgiu er Reagan spáð sigri
ein s og i Texa s, en m enn láta sér
detta i hug, að sá sigur dugi
jafnvel til þess að snúa kjósend-
um i Indiana lika á sveif með
Reagan.
Stórsigurinn i Texas kom
Reagan sjálfum á óvart eins og
öðrum. Kvaðst hann alveg lé-
magna yfir tiðindunum, þegar
honum var tilkynnt að hann
hefði unnið alla 96 kjörfulltrúa
repúblikanaflokksins i Texas.
(Eftir er að velja 4 til viðbótar.)
Hann taldi, aðvarnarmálin og
hörð afstaða hans til efnahags-
málanna hefðu hjálpað kjós-
endum til að gera upp hug sinn.
„Fólki er að lærast, að
Washington býður þeim ekki
upp á lausn vandamála þeirra,
og nú lætur það álit sitt i ljós”,
sagði Reagan.
Ford forseti yppti hinsvegar
öxlum yfir niðurstöðunum og
taldi að það áfall múndi ekki
skaða hann þegar til lengdar
léti. Hann kvaðst að visu von-
svikinn, en taldi, að úrslitin ættu
orsakir til þess að rekja, að
Geoige Wallace, rikisstjóri i
Alabama, hefði hlaupið i lið með
Reagan. Ennfremur höfðu
margir, sem venjulegast kjósa i
forkosningum demókrata,
hlaupið yfir og kosið hjá
repúblikönum, og það hefði gert
strik i reikninginn.
Hann kvaðst ekki mundi
breyta stefnu stjórnar sinnar
vegna úrslitanna i Texas, en það
er i annað sinn i tiu forkosning-
um, sem Reagan tókst að sigra.
Meðan þessu fór fram sigraði
Carter örugglega i Texas, og
sýnist nú ekkert ógna mögu-
leikum hans til að verða
útnefndur frambjóðandi demó-
krata i forsetakosningunum.
Tveir keppinautar hans, sem
helst hefðu getað att við hann
kappi, drógu sig út úr sviðsljós-
inu i siðustu viku. Hubert
Humphrey, sem að visu hefur
ekki tekið þátt i forkosning-
unum, en þótt liklegur, lýsti þvi
loks afdráttarlaust yfir, að hann
mundi ekki blanda sér i þá
baráttu. — Henry Jackson, sem
hafði sigrað i tvennum
forkosningum, dró sig út úr bar-
áttunni vegna fjárskorts.
Morris Udall er þá einn eftir:
en hann hefur ekki sigrað i einu
einasta riki til þessa.
Reagan er nú aðeins 28 fulltrú-
um á eftir Ford.
Carter er af öllum spáð sigri i
Georgia og Indiana og þarf þá
naumast frekara við til að
tryggja honum útnefninguna.
I Alabama er hinsvegar
George Wallace spáð sigri enda
þá kosið á heimastöðvum rikis-
stjórans. Þó hefur hann tapað
fyrir Carter i öðrum suður-
rikjum, ogþar sem Carter hefur
ferigið fylgi jafnt ihaldssamra
sem frjálslyndra, yrði enginn
hissa, þótt hann sigraði jafnvel i
Alabama.
Það var Wallace, sem átti
nokkurn hlut i ósigri Fords i for-
kosningum repúbikana i Texas,
þegar hörðustu stuðningsmenn
hans I demókrataflokknum
Demókratinn Jimmy
Carter mundi bera sigur-
orð af Ford forseta, ef
forsetakosningar færu
fram í dag. í skoðana-
könnun, sem timaritið
,,Time“ birtir, benda
niðurstöður til þess, að
Carter mundi fá 48% at-
kvæða en Ford 38%.
Þetta er alger viðsnúningur á
skoðanakönnunum, eins og
niðurstöður þeirra voru fyrir sjö
vikum, en þá benti flest til þess,
aðFord mundisigra Carter með
46% gegn 38%.
Samkvæmt könnun Time eru
um 50% kjósenda (þeirra sem
könnunin tók til, sem var 1,011
manna úrtak) ákveðin i að kjósa
demókrata fyrir forseta næst,
en 27% vilja styðja repúblikana
aftur.
skiptu um flokksmerki til að
greiða atkvæði i forkosningum
republikana og þá með Reagan.
Reagan hefur nú fylgi 232
fulltrúa að baki sér fyrir árs-
þing repúblikana, þar sem
útneiriing frambjóðandaris fer
fram. Þótt Ford hafi sigrað 8
forkosningar og Reagan aðeins
tvær, hefur Ford ekki nema 28
fulltrúa forskot.
Ekkert ógnar nú orðið mögu
leikum Carters.
CARTER MUNDI
SIGRA FORD
Varúð á vegum
Það er ekkert grin að lenda i
árekstri við skriðdreka, eins og
þessi mynd sýnir. Þeir sem
velta fyrir sér afdrifum öku-
manns og farþega geta varpað
öndinni Iéttar, þvi að enginn var
I bílnum, þegar þetta 45 tonna
ferlíki malaði hann undir sér.
Myndin var tekin á sýningu i
Nurnberg I V-Þýskalandi, þar
sem menn komu saman til að
ræða öryggismál i umferð.
Kringum
hnöttinn á
40 tímum
Stytt Boeing 747 risaþota var i
morgun á leið frá Tokyo til New
York til að setja hraðamet I
farþegaflugi umhverfis hnöttinn.
Ef allt gengi samkvæmt áætl-
un, átti þotan að hafa verið 40 '
tima að fara hringinn i kringum
jörðina, þegar hún lenti i New
York i dag.
100 farþegar eru með vélinni.
Lagt var af stað i ferðina frá New
York, og flogið án viðstöðu til
Nýju Delhi á Indlandi. Það flug
var um leið heimsmet, þvi aldrei
áður hefur verið flogið i farþega-
flugi án viðstöðu milli Bandarikj-
anna og Indlands. Þetta var um
leið lengsta farþegaflug án
viðstöðu.
Ný áhöfn tók við risaþotunni i
Tókýó.
Manndrápari á ferð
Grimmt tigrisdýr reikar um
skóga Súmatra i Indónesiu. Það
drap fimm manns i aprilmánuði,
að þvi er dagblað i Jakarta,
höfuðborg Indónesiu segir.
Schmidt ekki smeykur
við kommónista
— en ekki hrifínn af
þeim í stjórn banda-
lagsríkis heldur
Helmut Schmidt kanslari V-
Þýskalands lét eftir sér hafa i
timaritinu „Tirne” I gær, að
honum mundi líka miður, að sjá
kommúnista komast i stjorn i
Paris eða Róm. — „Hinsvegar sé
ég ekki, að það þurfi nauðsynlega
að leiða til heimsendis,” sagði
kanslarinn.
„Við höfum svo sem séð
kommúnista i ráðherra-
embættum og jafnvel enn hærri
embættum, eins og i Lissabon og
við sjáum þá i Reykjavik. Ekki
leiddi það til þess að Evrópa
hryndi eða Atlantshafsbandalag-
ið,” sagði kanslarinn.
Að þessu var vikið vegna
stjórnarkreppunnar á Italiu, þar
sem menn búast við kosningum i
sumar. En kommúnistar hafa
unnið mjög á i sveitarstjórnar-
kosningum undanfarin ár, og
þykja liklegir til að komast i
stjórnaraðstöðu eftir næstu þing-
kosningar. 1 Frakklandi hefur
kosningabandalag sósialista og
kommúnista unnið mikla sigra i
héraðskosningum.
Hryðjuverkamenn geta
bóið til atómsprengjur
Hryðjuverkamenn
hafa tæknilega mögu-
leika á að búa sér til
kjarnorkusprengju
sem auðvelt er að
flytja, fyrir aðeins 10
þúsund sterlingspund
(3,3 milljónir króna).
Þetta fullyrðir dr. John Wolf,
bandarikjamaður sem er deild-
arstjóri afbrotalagadeildar
Union háskóians i New Jersey i
Bandarikjunum.
Wolf heldur máli sinu fram i
nýjasta hefti breska lögregfu-
timaritsins.
Hann segir i grein sem hann
skrifar þar, að hryðjuverka-
menn þurfi um 9 kg af úranium
til að gera sprengju sem væri
hundrað sinnum öflugri en sú
sem varpað var á Hiroshima.
Wolf segir að möguleikarnir á
að afla úraniums séu talsverðir.
þvi að um þessar mundir eru
kjarnorkuver yfirleitt að hæt;.:
no.tkun þess i kjarnaofnum, en
hafa tekið plútónium i staðiinn.
Wolf segir að kjarnorkt
sprengja sem þessi þurfi ekki ai
vera stærri umfangs en svo a(
flytja megi hana i sendibil.