Vísir


Vísir - 03.05.1976, Qupperneq 9

Vísir - 03.05.1976, Qupperneq 9
VISIR Mánudagur 3. maí 1976 Hestur úr gömlum sokk Það er óþarfi að fleygja gömlu sokkunum i stað þess má búa til hesta eða hesta úr þeim handa börnunum. Með- fylgjandi mynd sýnir hvernig að er farið. Það sem til þarf er kústskafteða annað skaft sem er um 1/5 m á lengd/ sokkur/ helst af fullorðn- um/ eitthvað til þess að fylla sokkinn upp með/ garn/ bómullarband/ nokkrir filtbútar eða annað þykkt ef ni, nokkrir hnappar og gott límband. Byrjað er á því að fylla sokkinn upp, svo að höfuðið verði vel þykkt og stórt. Síðan er skaftinu troðið i gegnum fylling- una upp í hælinn á sokkn- um. Ekki þó svo langt að finna megi fyrir honum í gegnum sokkinn. Dragið síðan sokkinn saman neðst við kústskaftið og festið það með límbandinu. Nú er höfuðið tilbúið og þá er að skreyta það með eyrum, augum og öllu tilheyr- andi. Eyrun eru saumuð á en þau eru úr filter. Augun má einnig gera úr filter og sömuleiðis tenn- urnar, faxið er úr garni. Bómullarbandið er notað í beisli og taum. Annars skýrir myndin sig sjálf en það er ekki verra að lima t.d. filtbút neðst á kústskaftið svo það rispi ekki gólf eða annað þegar farið verður i reiðtúr.. Eru gömul föt i skápunum sem ekkert virðist hægt að gera við? Hvemig væri að sniða föt á börnin úr þeim sem ætluð eru á fullorðna fólkið? Hér sjáum við tvö dæmi um það sem gera má. 1 öðru voru sniðnar buxur og vesti upp úr gamalli peysu og i hinu var saumað- ur samfestingur upp úr gömlum gallabux- um. Peysan var hvit en flekkótt svo hún var lituð til að byrja með. Slðan var byrjað að sniða. Ermarnar mátti nota eins og þær komu fyrir. Þær voru klipptar frá og þar voru komnar skálmar. A teikningunni sést vel hvernig farið var að. Vestið var sniðið þannig að stroffið á peysunni kom með. Stroffið i hálsmálinu var klippt frá og saumað á vestið. Svo þarf enginn að vera hræddur við að klippa peysur niður, þvi þær rakna ekki svo auðveldlega upp. Gamlar buxur verða nýjar Upp úr gömlum gallabuxum má sauma góðar buxur á þann litla eða þá litlu. Skálmarnar eruklipptarfrá eftir aðgengið hefur verið úr skugga um að efnið nægi. Klippið siðan upp eftir öðrum hliðarsaumnum og þá má fara að sm'ða. Athugið að nota hinn hliðar- sauminn þannig að hann komi i hliðarnar á barnabuxunum. Það er bæði fallegt og þar með sparar maður sér einn saum. Á myndinni er samfestingur saumaður upp úr buxunum en það má auðvitað lika gera mittisbuxur, t.d. ef efnið nægir ekki I samfesting. GOMUL FOT VERÐA NÝ... Hreppti trtilinn „fegurð- arkóngur Svíþjóðar" Það er ekkert leiðinlegra að sjá sæta stráka en sætar stelpur. Það getur þó verið að skiptar skoðanir séu um fegurð þessara ungu manna hér á myndunum. Lesendur kvennablaðs nokkurs sem víðlesið er i Sviþjóð virtust þó nokkuð á eitt sáttir um það. Þeir kusu nefnilega þann við bilinn fegurðarkóng Svi- þjóðar 1976, Hinn hreppti titilinn I fyrra. Úrslitin voru kynnt fyrir stuttu, og var ekki að sökum að spyrja að sigurvegarinn varð yfir sig ánægð- Hann þótti fallegastur og fékk bllinn I verðlaun þegar úrslitin voru tilkynnt fyrir stuttu. „Ég átta mig tæpast á þessu,” sagði sá lukkulegi, Roger Sellin 20 ára. ur. ,,Ég átta mig tæpast á þessu,” varð honum að orði i viðtali i blað- inu. „Þetta kemur sér þó verulega vel fyrir mig, þvi ég er nýbúinn að selja bilinn minn.” (Hann fékk bil i verðlaun). ,,En,” bætir hann við til öryggis, ,,ég hefði verið ánægður án bilsins. Það fer ekki hjá þvi að maður verði ánægður yfir þvi hversu mörgum finnst maður sætur....!” Roger Sellin heitir sá iukkulegi, 20 ára gamall og afgreiðir i snyrti- vöruverslun. Þar selur hann ilm- vötn, gerviaugnahár og annað til- heyrandi og kann vel við sig i starfl inu. Um helgar er hann svo plötú- snúður. En hver eru svo áhugamál fall- egasta karlmannsins i Sviþjoð? Jú, að fara i bió og sjá þá helst kúreka- myndir eða leynilögreglumyndir. Hann spilar fótbolta á sumrin en hlustar annars mest á tónlist þegar hann á fri. „Að gera eitthvað mikið, eins og t.d. að lesa bækur, nenni ég ekki. Það er svo margt annað spennandi sem hendir mig. Timinn flýgur hreinlega frá mér....” Og þar hafið þið það. Skyldi koma að þvi að kosinn verði falleg- asti karl á Islandi...? _EA Þessi sigraði i fyrra, Tommy Berggren dreymir um að verða leikfimikennari.... Hann

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.