Vísir - 04.05.1976, Side 20

Vísir - 04.05.1976, Side 20
VfSIR Þriðjudagur 4. maí 1976. ..........y™.. Þessa frú fann Loftur ljós- myndari okkar vestur i bæ, þar sem hún stóð uppi á kassa og beitti trjáklippunum af mikilli leikni. Fólk hefur rokið til siðustu daga og klippt og lagað til i görðunum hjá sér, en hægir nú sjálfsagt eitthvað á — a.m.k. á meðan þetta kuldakast gengur yfir. Hafliði Jónsson garðy rkjust jóri: „Bjargast meðan ekki blœs ## „Þetta kuldakst á ekki að hafa nein áhrif á gróðurinn, hann er ekki kominn það langt á veg ” sagði Hafliöi Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavikur- borgar er við höfðum sam- band viö hann i morgun. „Ef hann heldur áfram að kólna og fer að blása eitthvaö að ráði að norðan, getur það aftur á móti haft slæm áhrif á gróður. Það má alltaf búast við þvi að hann geri kuldakast i byrj- un mai, og þetta er þvi ekkert óvenjulegt. Allur gróöur er á viðkvæmu stigi um þetta leyti, en hann kemur vel undan vetri, og nú er bara að vona að ekki komi neitt langt kulda- kast svo hann fái að njóta sin i sumar.” Nýsköpunarstjórn myndi róða betur við efnahagsvandann ,,Ég skal ekki skor- ast undan að láta i ljós persónulega skoðun mina sem svar við spurningu Visis. Hún er sú, að nýsköpunar- stjórn, þ.e. samsteypu- stjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks með beinni eða óbeinni aðild Samtakanna væri færari um að leysa þann mikla efnahags- vanda, sem nú steðjar að þjóðinni en núver- andi rikisstjórn ” sagði Gylfi Þ. Gislason i samtali við blaðið i morgun. Vísir spurði i framhaldi af yfirlýsinguhansá Alþingi i gær, hvort hann teldi að nýsköpunar- stjóm væri færari um að ráöa við efnahagsvandann en núver- andi stjórn. Gylfi sagði, að hugsanleg myndun rikisstjórnar hefði ekki verið rædd i þingflokki né flokksstjórn Alþýðuflokksins. Það væri ekki venja i neinum flokki aðræða slik mál i einstök- um atriðum nema aðafstöðnum kosningum eða þegar rikis- stjórn hefði sagt af sér, enda hefði þessi hugmynd verið rædd eftir siðustu kosningar. Gylfi sagði, að rök sin væru þau, að Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Samtökin væru sameiginlega langsterk- asta aflið I launþegasamtökun- um, þannig að samvinna ætti að geta tekist varðandi mál launþega. Sjálfstæðisflokkurinn hefði nánust tengsl flokkanna við vinnuveitendur. En án þess að samvinna tækist á stjórn- málasviöinu milli launþega og vinnuveitenda varðandi stefn- una i launamálum, verölags- málum og fjárfestingarmálum yrðu núverandi vandamál ekki leyst. Hann sagðist að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að engin breyting yrði á meginstefnunni i utanrfcis- málum. Allir vissu að Islandi yröi ekki stjórnað nema með samsteypu- stjórnum. Nýsköpunarstjóm væri sú tegund stjórnarsam- vinnu, sem lengst væri siðan hefði veriö reynd, en hún hefði gefist vel á sinum tima, einmitt varðandi framangreind atriöi. Samsteypustjórnir Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks heföu aldrei gefist vel og aldrei tekist að sitja út heilt kjörtimabil. Hann héldi að þaö myndi ekki heldur takast nú. Ef rikisstjórnin segði af sér teldi hann persónulega að kanna ætti þennan möguleika. Ef til kosn- inga kæmi ætti Alþýðuflokkur- inn að mati hans að ganga óbundinn til þeirra og hafa af- stöðu til stjórnarmyndunar i samræmi við niðurstöður þeirra, grundvallarsjónarmið Alþýðuflokksins og heill þjóðar- innar.” — þp Bensínskatturinn verð ur að fara í verðlagið eða salan að stöðvast — segir forstjóri BP ,,Við getum ekki starfað við þessar aðstæður. Annað hvort verða oiiufélögin að 1 morgun var enn hægt að kaupa bensin á sextiu og sex krónur litrann gegn vilja rikisstjórnarinnar. Að sögn forsvarsmanna oliufélag- anna getur sú dýrðin ekki staðið lengi en neyttu á meðan á nefinu stendur. Mynd Jim. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvœðinu stofnuð í kvöld „Hugmyndin er að stofna sam- eiginlegan vettvang þar sem fulltrúar sveitarfélaganna geti hist og rætt sameiginleg mál. Ef sveitarfélögin siðan vilja stofna til samstarfs um ákveðna mála- flokka er þarna kominn grund- völlur fyrir þvi.” Þetta kvað ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar vera aðal- forsendu fyrir stofnun samtaka sveitarfélaga á höfuöborgar- svæðinu, en stofnfundur samtak- anna verður haldinn I kvöld. Ólafur sagði aö ekki væri neitt ákveðið ennþá um samstarf sveitarfélaganna, en augljóst væri að skipul'agsmál væru fyrst og fremst sá málaflokkur sem ástæða væri fyrir sveitarfélögin á svæðinu að hafa samvinnu um. Á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er nú starf- andi samstarfsnefnd um skipu- lagsmál, enda eru þessi sveitar- félög skipulagslega ein heild. ólafur sagði aö með stofnun sam- takanna væri hugað að nánara samstarfi á þessu sviði. Einnig gæti komið til greina að sveitarfé- lögin sameinuðust I framtiðinni um þróunarstofnun fyrir allt svæðið. „Hvatinn að stofnun þessara samtaka er sá að sveitarfélögin gera sér grein fyrir að það eru fjölmörg mál sem snerta þau öll sameiginlega og þvi full ástæða til að ræða á sameiginlegum vett- vangi. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir þvi að samtökin geti bundið neitt sveitarfélaganna,” sagði Ólafur. A stofnfundinn hafa verið boðaðir sveitarstjórnarmenn I Hafnarfirði, Garðabæ, Bessa- staðahreppi, Kópavogi, Reykjavik, Seltjarnarnesi, Mos- fellshreppi, Kjalarnesi og Kjósar- hreppi. —sj hætta sölunni, eða þá að bensinskatturinn verður að fara út i verðlagið. Reglugerðinni verður ekki breytt”, sagði Önundur Ásgeirsson, forstjóri Oiiuverslunar íslands i viðtali við Visi i morgun. Verðlagsnefnd felldi i gær, þá tveggja krónu hækkun á bensin- litranum sem reglugerð fjár- málaráðuneytisins hljóðaði upp á. Að sögn önundar lendir þessi skattur i augnablikinu á oliu- félögunum, eða á svokölluðum jöfnunarreikningi. Á honum er nú þegar bensin- skuld upp á hátt á annað hundrað milljónir, áður en þessi nýi skattur bætist við. „Viðseljum um 10 milljón Iitra á mánuði, þannig að þessi skattur þýðir um 20 milljónir á mánuði. Þetta ástand getur ekki staðið nema mjög skamman tima, þetta er nánast algjör vitleysa”, sagði önundur Asgeirsson. — EB Jeppar hœkka um 11 % Söluverö á nýjum jepp- im hækkar aö meðaltali um 11% nú, viö þaö aö innflutningsgjald á þeim hækkar úr 50% í 75%. Inn- flutningsgjaldið hækkar i 90% 1. júlí og heildar- hækkun á útsöluverði jeppanna nemur þá 17,5% frá gamla veröinu. Þetta þýðir i raun, að jeppi sem kostaði 2,5 milljónir fyrir mánaðamótin, kostar nú um 2,775 millj., en eftir 1. júli mun hann kosta 2,937 milljónir. Samsvarandi eru hækkanir á jeppa sem kostaöi 3 milljónir, hann fer nú i 3,330 millj. og eftir 1. júli i 3,525 mifljónir. Hér er aðeins miðað við hækkanir á innflutningsgjaldi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru fluttir inn 588 nýir fólksbil- ar og jeppar, en þar af voru að- eins um 70 jeppar. Nú munu vera i pöntun, komnir eða á leið tillandsins, rúmlega 300 jeppar. —EB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.