Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 1
rVarðskip stuggar togurum ^ 3 af Vestfjarðamiðum Sex breskir togarar voru i morgun komnir i Vikurálinn út af Vestfjörbum. Varöskip er nú aö stugga togurunum burt. A miðunum út af Suð-Austurlandi er allt tiltölulega rólegt, að sögn Landhelgisgæslunnar. bar eru um 23 togarar að veiðum og fylgja þeim a.m.k. 13 verndarskip. — SJ V_________________ J Sjópróf vegna ósiglinga Falmouth ó Tý hófust í morgun: FRÁSÓGN BLAÐAMANNS VÍSIS ER ÓMETANLEG, — segir Guðmundur Kjœrnested Sjóprófhófustklukkan vegna ásiglinga freigát- 10 i morgun i Reykjavik unnar Falmouth á varðskipið Tý á dögun- um. Guðmundur Kjærne- sted, skipherra sagði i morgun, að hann og áhöfn hans myndu fyrir réttinum gefa skýrslu um það, hvernig þessir atburðir hefðu átt sér stað og liklegt væri að lýsingu Óla Tynes, blaðamanns Visis á ásiglingunni bæri á góma i þessu sambandi. Guðmundur kvað ómetanlegt að hafa f höndum slika frásögn Is- lensks blaðamanns, sem fylgst hefði með þeim skipunum, sem gefnar hefðu verið i brú freigát- unnar, og staðfestu þær, að ásigl- ingarnar hefðu ekki veriö nein til- viljun, heldur staðfastur ásetn- ingur skipherra freigátunnar að sigla á Tý og gera hann ósjófær- an. Freigátan Falmouth skemmd- istmjög mikið er hún lenti á Tý, eins og fram hefur komið i frétt- um og sésthefur á myndum, sem Vísir hefur birt, og varð hún afT fara til Bretlands til viðgerðar. Kom skipið til Portsmouth i gær- moigun þar sem unnið verður að viðgerð á þvi. Týrhefurnú veriötekinn i slipp i Reykjavik, og verður unnið að bráðabirgðaviðgerð á skipinu næstu daga. — ÓR Flugvellir í Þorlákshöfn og á Stokkseyri? Islander-vélin, sem Bjarni Jónasson flugmaður i Eyjum hef- ur nú ákveðið að kaupa af Vængj- um, er væntanleg til Eyja eftir viku eða 10 daga. Að sögn Bjarna er véiin I skoðun, en siðan ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að hún komi. Langt er nú komið með að gera flugvöll við Bakka i Landeyjum, og ætti hann að vera tilbúinn um mánaðamótin júli-ágúst. Þá átti að byrja á framkvæmdum við gerð flugvallar i Þórsmörk I gær- kvöldi, og ættihann aö vera tilbú- inn innan fárra daga. Bjarni sagði i viðtali við Visi að hann hefði mikinn hug á að lag- færa völl á Þorlákshöfn, sem Landgræðslan mun hafa notað á sinum tima. Einnig hefur hann augastað á stað rétt austan við Stokkseyri, þar sem gera mætti ágætan lendingarstað. Þess má geta að flug með Islander i Landeyjar tekur 5 minútur, en flug i Þórsmörk 20 mlnútur. — EA. Hann var að hjóla I sólskininu i gær en vildi fá sér smá-hressingu. Rétt við sundiaugina var smápoilur svo að hann dreif sig úr skóm og sokkum og vætti tærnar. Það vannst ekki timi til þess að afklæðast öllu og skella sér I sundlaugarnar, enda hitt alveg eins hressandi. Ljósmynd: Loftur. Viðtal við Einar Bollason bls. 8 og 9 í Vísi í dag En svona fór um sjóferð þó. Alsbert hvolfdi og só í iljarnar ó skipverjum — Sjó nónar ó baksíðu STJÓRNARRÁÐSSTARFSMENN VIUA EKKI VERKFALLSRÉTT Meirihluti stjórnarróðsstarfsmanna er undanþeginn verkfallsrétti — Sjó bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.