Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 9
? VISIR Miövikudagur 12. mai 1976. Enginn veit enn hver niöur- staöa rannsdknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar, kann aö veröa, og hverjir þeir aðilar veröa sem dæmdir veröa vegna þess máis, þegar rannsókninni loks lýkur. Þetta blað vill ekki hafa þaö á samviskunni, aö hafa skipað sér meöal þeirra, sem þegar hafa fellt dóm yfir þeim mönnum ersátu i gæsluvaröhaldi á fjóröa mánuö vegna rannsókn- arinnar. Vísir ætlar aö haida 1 heiöri þá grundvallarreglu, aö menn séu sakiausir þar til sekt þeirra hefur veriö sönnuö. Með þá reglu aö leiðarljósi veitum viö Einari Bollasyni tækifæri til þess aö leggja shi spil á borðiö, ef svo má aö orði komast, og vel mættu iesendur hugleiöa viö lestur frá- sagnarinnar þann möguleika aö þeir gengju sjálfir saklausir i gegnum það, sem hér er lýst. — ÓR Hlustað á frásögn þeirra hjóna Einars G. Bollasonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur á heimili þeirra I Hafnarfiröi I fyrradag. Taliö frá vinstri: ólafur Ragnarsson, ritstjóri Vísis, Einar Bollason, slðan körfuknattleiksmenn úr KR, gamlir féiagar Einars, þeir Kristinn Stefánsson, Jón Otti Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Kolbeinn Pálsson^og lengst til hægri Sigrún Ingólfsdóttir, eiginkona Einars. t klifað á því, að ég byggi ákveðinni vitneskju" ar Bollason í þessu viðtali við Vísi kosti þeir, sem eru aö byggja.” ,,Viö keyptum þetta hús hér 1 norðurbænum i Hafnarfirði fok- helt i fyrravor, og ekki vantaði skuldirnar. Ég hafði einmitt hugsað mér að fara um mánaða- mótin, janúar-febrúar, eftir fá- eina daga til þess að ræða við bankastjóra um þessi mál og reyna að fá lán til þess að hægt væri að velta skuldunum áfram.” ,,Þú varst sem sagt að hugsa um allt þetta, eftir að dómarinn hafði tilkynnt þér um gæsluvarð- haldsúrskurðinn, en nefndirðu þetta við hann?” ,,Já, ég gerði það, og mér fannst eins og hann sýndi ákveð- inn skilning á þessum vandkvæð- um öllum, en úrskurðinum varð að sjálfsögðu ekki breytt.” Stöðugar yfirheyrslur „Hvenær hófust svo reglulegar yfirheyrslur?” „Þær hófust fljótlega og alla næstu daga var ég i stööugum yfirheyrslum. Ýmsir menn voru nefndir og ég spurður um kynni min af þeim. Suma kannaðist ég við en aðra ekki. Sifellt var klifað á þvi, að ég byggi yfir einhverri ákveðinni vitneskju varðandi af- drif Geirfinns Einarssonar, en ég vissi ekkert.” „Hafði þér verið sagt frá þvi á þessu stigi málsins, hvaða menn aðrir hefðu verið úrskurðaðir I gæsluvarðhald um sama leyti og þú vegna þessarar sömu rann- sóknar?” „Nei, ég hafði ekki hugmynd um það þá. Það var ekki fyrr en löngu seinna, sem mér var sagt fráþvi. Afturá móti var ég fljót- lega spurður, hvort ég þekkti á- kveðna menn og um hugsanleg tengslmin við þá, en meðal ann- ars voru nefnd nöfn þeirra þriggja manna sem ég frétti löngu siðar að heföu setið i gæslu- varðhaldi vegna þessa máls auk min”. „Ég reyndi samkvæmt bestu samvisku að skýra frá kynnum minum af þeim mönnum og öðr- um, sem spurt var um en þau voru auðvitað mjög mismun- andi.” „Geturðu nefnt okkur dæmi'um það?” „Já, já. Ég sagði þeim til dæm- is, að ég hefði meðal annars rætt við Magnús Leopoldsson fyrir KR og körfuknattleikssambandið i sambandi við dansleikjahald, en Séð gegnum rimlahuröina inn á annan klefagang fangageymslunnar viö Siöumúla I Reykjavik. aldrei kynnst honum náið. Ég kenndireyndarkonuhans i gagn- fræðaskóla.” Athyglinni beint að 19. nóvember 1974 , „Hvenær var farið að kanna, hvarþúhefðir verið 19. nóvember 1974, kvöldið sem Geirfinnur Ein- arsson sást siðast?” „Það var fljótlega i yfirheyrsl- unum, sem athyglin fór að bein- ast að þeim degi, og i fyrstu mundi ég ekkert i sambandi við þettakvöld, —enda varla hægtað ætlast til þess að menn geti sagt til um sllkt þegar liðið er á annað ár frá þessum ákveðna degi og lifið og vinnan i föstum farvegi, þannig að fátt er sérlega minnis- stætt.” „En svo skýrastlinurnar smám saman, þegar þú ferð að einbeita þér að þessum ákveðna degi?” „Jú, það er rétt. Ég fór að leggja þetta allt niður fyrir mér og mundi að ég hafði verið með æfingar hjá KR á mánudags- og miðvikudagskvöldum haustið 1974 en 19. nóvember var á þriðju- degi. Þá mundi ég einnig, að við KR-ingarnir höfðum veriö með fánasölu og sölu happdrættismiöa um þetta leyti fyrir utanförina, sem ég nefndi áðan. Þá mundi ég að ég kenndi I námsflokkum Hafnarfjarðar milli klukkan hálf sex og sjö á þriöjudögum. Það kom I ljós, þegar kladdinn i námsflokkunum var athugaður, aö þarhafði ég merkt við þá, sem mættu þetta kvöld og kvittað fyrir kennsluna, „En hvað um kvöldið sjálft?” „Mig minnti að ég heföi farið til Reykjavlkur eftir að ég var búinn að ljúka kennslunni til þess að greiða upp I verð farmiðanna hjá Ferðaskrifstofunni Otsýn. Þetta rifjaði það upp fyrir mér, að gjaldkerinn okkar I KR hafði að mestu fri frá þessari undirbún- ingsvinnu okkar þessa daga, þvi að hann stóð 1 húsakaupum. 1 framhaldi af þessu minnti mig aö við strákarnir hefðum hist úti I KR-heimili þetta kvöld út af loka- uppgjöri I sambandi við fjáröflun vegna utanfarar liösins. Eftir þaö heföi ég farið heim, og ég bjóst við að þangað hefði ég verið kom- inn um hálf tiu leytið.” „En þessi atriði hefur verib erf- itt að staðfesia?” „Já, það er rétt, en mér var þó eftirnokkra daga skýrtfrá þvi, að búið væri að sannprófa að ég heföi verið I KR-heimilinu og komist að raun um hvar ég hefði verið til klukkan hálf tiu um kvöldið. En þá var það erfiðasta eftir, að finna út hvort ég hefði verið heima hjá mér þaö sem eftir var kvöldsins, það er á þeim tima, sem talið var að Geirfinnur Ein- arsson hefði látið lifið I Keflavik, og á þeim tima, sem banamenn Guðmundar Einarssonar og Erla, systir min, töldu að þau hefðu séö mig I dráttarbrautinni i Kefla- vik”, sagði Einar Bollason. Þessistaðfesting fékkst þó meö ötulli vinnu rannsóknarlögreglu- mannanna og samvinnu annarra aðila, en þeirri leit verða ekki gerð skil á þessari siöu i dag, enda meira mál en svo. Aftur á móti munum við hefja frásognina- á þvf I Vísi á morgun. —ÓR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.