Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 4
GLÆSILEGASTA SAMKOMA ÁRSINS Hver mundi vera glæsilegasti hádegisverður á landi hér? var ein þeirra spurninga, sem höf- undur þessara lína tók að velta fyrir sér, þegar leið á vikuna og styttast tók í afhendingartíma þessa greinarkorns. Skilgreini maður orðið ,,glæsi- legur" þannig, að í þessu sam- bandi sé átt við glæsileika í f ram- komu, fegurð og líkamsatgervi, þá er nokkurt vafamál, að um- rætt lýsingarorð geti átt við það samkvæmi, sem hér er haft í huga. Geri maður hinsvegar ráð f yrir því, að með orðinu sé átt við þann flokk manna, sem mestum glæsileika skartar í formi bif- reiða, skrifstofa af sjötugsaf- mælastærð, æðstu völdum í mis- munandi voldugum stofnunum, sem hýstar eru í mismunandi voldugum húsakynnum, þá nálg- ast maður skilgreiningu, sem höfð var i huga, þegar lýsingar- orðið „glæsilegur" var valið í upphafi þessa greinarkorns. Hér er vitanlega átt við svo- nefndan „ársfund" Seðlabanka (slands, en þessi ágæti fundur var nefnilega haldinn í seinustu viku að Hótel Sögu. Hefðbundið svipmót Þessi árlegu fundahöld Seðlabankans hafa nú þegar öðlast fast svipmót, sinn „seðlabankalega stll”, þar sem ritúalið er óumbreytanlegt eins og við messugjörð á stórhátið, þar sem sjálfsagt þykir að Herra Biskupinn sjálfur leiki aðalhlut- verkið — og boðsgestir eru ætiö þeir sömu (kannski ekki ætið sömu menn — en sömu fulltrúar), og i huga höfundar þessara lina fellur önnur serimónia, sem einnig fer fram á heföbundinn hátt með óúm- breytanlegu vali þátttakenda og alltaf á sama stað — nefnilega setning Alþingis með guðsþjónustuna i Dómkirkjunni sem ófrávikjanlega prelúdiu þess, sem siðar fer fram i steinhúsinu við Austurvöll — ja næstum þvi i skuggann fyrir Seðlabanka- serimóniunni á Hótel Sögu. Litum nú eilitið nánar á þetta stór- merkilega fyrirbæri — kannski merkileg- asta fyrirbæriö i þessum annars furðu- ' lega fjármálaheimi okkar, sem mörgum þykir á stundum minna talsvert á „furðu- lega tesamkvæmiö” i sögunni af henni Lisu i Undralandi. Teveislan furðulega Vitanlega má ekki taka þessa samlik- ingu fjármálaheimsinS viö tesamkvæmið furðulega of bókstaflega — að minnsta kosti er gestum „Arsfundarins” ekki boð- ið upp á te — ónei — meira um veitingarn- ar siöar — en eitt þeirra atriða, sem gerá þennan merkilega fund alveg einstæðan i þessu „funda og ráðstefnu-þjóðfélagi” er það, að þessa morgun- og miðdegísstund koma saman i sama sal til þess að hlýða á sama manninn (ár eftir ár) flytja sama eða a.m.k. svipaöan boðskap (ár eftir ár), allir helstu valdamenn landsins — I heimi fjármála og stjórnmálanna — önnum köfnustu menn þjóðarinnar gefa sér tima til þess að skjótast vestur á Sögu — hlýða þar á sömu ræðuna — og borða slðan há- degisverð i boöi Seðlabankans — allir sem einn — þar má engan vanta. Fríður flokkur Og ekki vantar að flokkurinn sé friöur og vel á sig kominn. öll rikisstjórnin meö sjálfan forsætisráöherrann i broddi fylk- ingar er þarna mætt til leiks — allir al- þingismenn að sjálfsögðu lika — allir bankastjórar rikisbankanna og sjálfsagt fleiri banka — þ.e.a.s. þeirra sem þá hafa bankastjóra til þess aö státa sig af — manni verður hugsaö til vesalings fólks- ins, sem búið er að biða úti á tröppum bankanna síöan klukkan 8 eða jafnvel fyrr ( bara til þess að komast aö i biðstofunni til þess að láta skrá sig — i þeirri veiku von aö ná fundi bankastjóra — sem við- komandi gerir sér enn veikari vonir um að miskunni sig yfir hann og láti bankann kaupa velkt og svitastorkið vixilblaöiö — þegar i ljós kemur eftir alla biðiria, fóta- stappið i kuldanum á tröppunum, að bankastjórinn er á „ársfundinum” vestur á Hótel Sögu, engin móttaka i dag — engin vixlakaup! Og vitanlega eru fleiri kallaðir en ráð- herrar, alþingismenn og bankastjórar; þarna eru einnig allir bankaráðsmennirn- ir — og þar meÖ opnast leið fyrir einn og sama manninn að vera tviboðinn á „árs- fundinn”, þar sem ósjaldan vill svo til, að bankaráðsmaður og alþingismaður er ein og sama persónan — en á „ársfundinum” er ekkert bruðl og engin sóun: viðkom- andi fær ekkert meira að borða þótt hann sé þannig tvöfaldur i roðinu — jafnvel þrefaldur (sameini með þingmennskunni og bankaráössetunni einnig mikil umsvif i atvinnulifinu). Og þarna getur að lita heldur óvænta samstarfsmenn og sessu- nauta, sem kallaðir hafa verið til þess að hlýða á boöskapinn; þarna voru til dæmis félagarnir Jón H. Bergs formaður Vinnu- veitendasambandsins og Björn Jónsson forseti A.S.I.; höfuðfjandmaður Islenska auðvaldsins um áratugaskeiö og helsti skelfir „bankavalds og auðstétta” núver- andi formaður bankaráðs Landsbankans, Einar Olgeirsson, ásamt og með varafor- manni sinum Kristni Finnbogasyni fram- kvæmdastjóra. Og þannig mætti halda á- fram að telja lengi dags — en niðurstaðan hlýtur að veröa sú, að sért þú eitthvað að fást við atvinnurekstur eða viðskipti og sért EKKI boðinn á „ársfundinn”, þá hlýtur þú að gera þér ljóst, að talsvert skortir enn á að hafa náð markinu. Boöskapurinn Og þá vantar ekki fulltrúa fjölmiðl- anna> öll blöðin senda sina menn, útvarp- ið mætir meö segulband og hljóðnema til þess að hljóðrita einu ræðuna, sem flutt er á „ársfundinum”; þar fara engar umræð- ur fram enda ekki til þess ætlast (hvernig sem á þvi stendur) og sjónvarpið telur það ekki eftir sér að filma öll herlegheitin — bæði aðalpersónuna i ræðustólnum sem og útvalda gesti og sýna okkur, sem heima sitjum. Hér verður ekki fjallað itarlega um „ræðuna”, sem hefðin mælir fyrir um að flutt sé á þessum fundi, enda sennilega fátt i henni, sem gestirnir vissu ekki um áður en þeir mættu þarna vestur frá. Engu að siður er rétt að rifja upp ofurlit- inn kafla, sem jafnframt má skoðast að nokkru leyti sem einkunnin, sem margir gestanna höfðu fengið fyrir seinasta ár: Að málsverðinum loknum mun við- skiptaráðherrann okkar hafa þakkað bæði fyrir matinn og ræðuna enda mælir hefðin svo fyrir — og gert það m.a. að tillögu sinni að nafni Seðlabankang skyldi breytt, færi betur á að kalla hann hér eftir „Aðal- bankann” sem vissulega er ágætt útaf fyrir sig, þótt hinsvegar geti farið svo að einhverjum vefjist tunga um tönn, þegar rætt verður um „Aðalbankastjóra Aðal- bankans” eða „Formann Aðalbankaráðs Aðalbankans”, enda hafði ráðherrann annað nýtt nafn i pokahorninu handa bankanum: ISLANDSBANKI — og telur höfundur þessara lina sig finna þar vott um alkunna kimnigáfu ráðherrans — hvert mannsbarn veit hvernig fór um bankann þann! Setning vikunnar Hún er vitanlega úr ræöu Ssðlabanka- stjóra — nokkurskonar aðaleinkunn til handa gestum hans eftir frammistöðuna s.l. ár — og hljóðar þannig i Nordals nafni: þjónustujöfnuðmum hafa. numið um 780 milljónum króna á ármu 1 975. en það er nokkur bati frá fyrra ári. þegar þjónustujöfnuðurinn var óhagstæður um 1300 4 milljónir króna. hvort tveggja reiknað á meðalgengi ársins 1975 Heildartekjur af þjónustuviðskiptum á árinu námu 24,7 milljörðum króna, en þjónustugjöld l 25,5 milljörðum króna -------- . Séu fyrrgreindar tölur um viðskipti með vörur og * þjónustu teknar saman. kemur i Ijós, að viðskiptahall- inn við útlönd hefur numið 21.4 milljörðum króna á árinu 1975. en árið áður nam hallinn um 24 3 i milljörðum króna. hvort tveggja umreiknað að meðal- viðskiptagengi síðasta árs Sem hlutfall af þjóðarfram- * leiðslu reyndist viðskiptahallinn á síðasta ári nema 1 1,5% sem er mjög lítil breytmg frá fyrra ári Þá ályktun *rerður->& draga af þeirri þróun fjármála 1 0g peningamála. sem nú hefur verið rakm, að skortur á heilsteyptri og samræmdri stefnu I þessum málum hafi verið megmveikleiki hagstjórnar á siðasta ári FRJÁLS VERZLUN Frjáls verslun fjallar aö þessu sinni um Svíþjóð. Sagt er f rá velferðarríkinu í orði og á borði, sænsk- um ef nahagsmálum og skattabyrðinni, sem sænsk- ur almenningur kvartar sáran undan. Ýmsum öðr- um þáttum í sænsku þjóðlífi eru og gerð skil í blaðinu. Byggðaþáttur f jallar að þessu sinni um Suðurnes. Gerist áskrifendur að Frjálsri verslun. Frjáls verslun kostar kr. 395 og er eingöngu seld í áskrift. Áskriftarsími 82300. Til Frjálsrar verslunar, Laugavegi 178 pósthólf 1193 Rvík. Oska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang Sími FRJÁLS VERZLUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.