Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 17
YISIR Miövikudagur 12. maí 1976. Sjónvarp kl. 20:40: Vaka í nœst síðasta sinn Vaka er I næstsiöasta skipti á dagskrá sjónvarpsins f kvöld. Fjallað verður um sýninguna á verkum Siri Derkert, rætt viö Aöalstein Ingólfsson og loks veröur viötal viö Hauk Gunn- arsson um leikhús f Japan. Siri Derkert fæddist árið 1888 og lést 85 ára gömul. Hún er meðal fremstu listamanna sem svfar hafa átt og Norræna húsið sýnir nú verk hennar, sem við sjáum i þættinum i kvöld. Þá verður einnig rætt við son Siri Derkert sem hér er staddur. Þar á eftir fer viðtal við Aðal- stein Ingólfsson um Kjarvals- staði og litið er á sýninguna á pólsku plakötunum sem þar er nú. Haukur Gunnarsson er að- stoðarleikstjóri Imyndunar- veikinnar sem Þjóðleikhúsið setur nú upp. Hann var við nám i Japan og Englandi og verður rætt itarlega við hann um leik- hús i Japan, gömul og ný. Magdalena Schram er um- sjónarmaður Vöku. Þátturinn hefst að loknum fréttum og aug- lýsingum i kvöld. —EA Vinnumál í útvarpi kl. 19:35: 5 málefni á dagskrá Fjallaö veröur um fimm mál- efni I þættinum Vinnumál i út- varpinu i kvöld. Fyrst verður fjallað um út- gáfustarfsemi stéttarfélaga. Þvi næst verður fjallað um slysabætur. Þar á eftir veröur fjallað um lagasjónarmið um heimildír til að boða vinnu- stöðvun þegar laun eru ekki greidd. Loks eru rakin sjónar- mið þegar um vaneíndir á ráðn- ingarsamningi er að ræða, og tekið dæmi um ráðningar fær- eyinga hingað árið 1954. Siðast verður svo rætt um frumvarpið um jafnstöðu karla og kvenna. Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þáttinn sem hefst klukkan 19.35. —EA Sjónvarp kl. 22:40: UMRÆDUR UM HAFRÉTTARMÁL Umræöur um hafréttarmál veröa á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Umræöurnar voru teknar upp á ráöstefnunni og fara þær fram á ensku. Þátttakendur i þessum um- ræðum eru dr. Fernando Zegers frá Chile, dr. Helmut Turk frá Austurriki og Poul Lapointe frá Kanada. Umræðunum stýrir Gunnar G. Schram en spyrjandi ásamt honum er Eiður Guöna- son. Umræðurnar taka hálftima. Þeim fylgir islenskur texti. —EA 7.00 Morgunútvarp, Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 10.25: Missa Brevis nr. 2 eft- ir Bach. Flytjendur: Agnes Giebel, Gisela Litz, Her- mann Prey, Pro Arte kórinn I Luzern og Pro Arte hljóm- sveitin i Mönchen; Karl Redel stjórnar. Frönsk tón- listkl. 11: Hljómsveit Tón- listarskólans i Paris leikur Forleik eftir Germaine Tailleferre; Georges Tzipine stj./Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur Parade (Skrúögöngu) ballettmúsik eftir Erik Satie; Antal Dorati stj./Hljómsveit Tónlistar- skólans I Paris leikur Sinfóniu nr. 2 eftir Darius Milhaud; Georges Tzipine stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Gestur I blindgötu’’ eftir Jane Btackmore Þýöandinn, Val- dis Halldórsdóttir, les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Lagiö mitt Anne Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rekur minningar frá fyrstu kennsluárum sinum (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Gunnar Eydal og Arnmundur Back- man lögfræðingar. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höfundurinn leikur á pianó. b. Úr sendibréfi frá Kanada Helgi Vigfússon kennari les kafla úr bréfi, sem Rós- mundur Árnason I Elfrœ ritaði h'onum fyrir skemmstu. c. Kvæöi eftir Guttorm J. Guttormsson Baldur Pálmason les. d. Kynni af merkum fræöaþul Sigurður Guttormsson segir frá Sigfúsi Sigfússyni þjóð- sagnaritara! e. Valbrár þáttur Rósa Gisladóttir frá Krossgerði les sögu úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. f. Kórsöngur 21.30 Útvarpssagan: „Siöasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (27). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Kvöld- sagan: „Sá svarti senuþjóf- ur”, ævisaga Haralds Björnssonar Höfundurinn Njörður P. Njarðvik, les 22.40 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok Ný framhaldssaga í sjónvarpinu kl. 18:25: 2 STRÁKAR Á SLÓÐ- UM DEMANTSÞJOFA... Demanlaþjófarnir heitir ný framhaldsmynd sem hefur göngu sina i dag. Myndin er i fjórum þáttum. Þar segir frá tveimur piltum sem eru komnir i sumarfri i skólanum. Þeir hafa ljtið að gera og leiðistfrekar. En leiðinn stendur ekki lengi. Þeir veröa varir við grunsamlega menn, sem virðast útlendingar, en myndin gerist i Finnlandi. Þeir fylgjast meö mönnunum og eru áður en langt um liður komnir á slóð demantaþjófa sem hafa látið greipar sópa i Belgiu en farið siðan til Finn- lands. Ekki borgar sig að segja meira, en fyrsti þátturinn hefst klukkan 18.25 i dag. —EA Sjónvarp kl. 18:45: 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmynd i fjórum þáttum. 1. þáttur. Þýðandi Borgþór Kjærne- sted. (Nordvision-Finnska sjónvarpiö) 18.45 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. KrókódQaveiöar Furöuleg reiöhjól Neöri Aswan stffian Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liöandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Bilaieigan Þýskur myndaflokkur. 21.45 Grænaland Kvikmynd Magnúsar Jóhannssonar Ferðaþættir frá Noröaust- ur-Grænlandi og fornum ís- lendingabyggðum við Ei- riksfjörð. Aður á dagskrá 13. september 1969. 22.15 1 kjallaranum Söngsveit- in Þokkabót flytur nokkur lög. I Þokkabót eru Ingólfur Steinsson, Halldór Gunnarsson, Leifur Hauks- son, Eggert Þorleifsson og Sigurjón Sighvatsson. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. 22.40. Umræður um hafréttar- mál. Umræðum stýrir Gunnar G. Schram. Spyrj- andi ásamt honum Eiður Guönason. Þátttakendur frá Chile, Austurriki og Kanada. Viö fáum aösjá krókódilaveiðar i sjónvarpinu I dag. Þessi krókódfil bjó um stund á Sædýrasafninu hér. Hvað er í Gluggum? Krókódillaveiöar, furöuleg reiöhjól og neöri Aswan stiflan. Þetta eru nöfn þeirra mynda' sem sýndar verða i Gluggum i dag. 1 fyrstu myndinni segir frá frumstæöum þjóðflokki i Afriku sem lifir á krókódilaveiöum og fylgjumst við nokkuð með þvi. Þessi þjóðflokkur er i talsverðri h,ættu. Hann er ákaflega frumstæður en menningin heldur innreið sina smám saman og túristahótel og annaö slikt ógnar þjóðflokknum. 1 annarri myndinni er rakin saga hjólsins. Hjólin hafa veriö af öllum gerðum i gegnum árin og oft hefur mátt sjá furðu- legustu gripi. A timabili var það mikiö i tisku að fara i hjólreiða- túr á sunnudögum og eitthvað af sliku ættum viö að sjá . Loks er það myndin um neöri Aswan stifluna, þar sem segir frá vandkvæðum i Egyptalandi vegna virkjunar á Nil. Er greint frá þvi þegar fornar menjar voru i mikilli hættu, hof og önnur verömæti fóru i kaf og sagt er frá starfi manna við aö bjarga þessum gömlu verð- mætum. Þátturinn Gluggar hefst klukkan 18.45 i dag. Þýöandi og þulur er Jón. O. Edwald. — EA Myndin er tekin á blaöamannafundinum sem haldinn var vegna sýningarinnar á verkum Siri Derkert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.