Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Otgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvænidastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: l>orsteinn Fálsson, ábm.
Ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir.
íþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, • Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11(>60 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ititstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasöiu 50 kr. eintakið. Blaöaprent hf.
FRJÁLS
ATVINNUSTARFSEMI
Stjórnmálamenn hafa lengi að þvi er virðist
skammast sin fyrir að efla frjálst atvinnulif i land-
inu. Það er eins og enginn þori að viðurkenna þá
staðreynd að allt er undir þvi komið að atvinnu-
fyrirtækjunum vegni vel.
Jafnan hefur verið reynt að þrengja að frjálsri at-
vinnustarfsemi á marga vegu. Hagnaður hefur
verið bannorð á vörum stjórnmálamanna og þar af
leiðandi hefur öll löggjöf verið sniðin með það fyrir
augum að þrengja sem mest að atvinnufyrir-
tækjunum.
Rikisumsvifastefnan, sem allir stjórnmála-
flokkar hafa fylgt fram að meira eða minna leyti,
hefur einnig leitt til þess að rikisvaldið er að
brjótast um i atvinnustarfsemi, sem eðli máls sam-
kvæmt á að vera i höndum einstaklinga og félaga
þeirra. Hér er um að ræða mjög varasama þróun.
Rikið hefur þannig gripið inn i atvinnustarfsemi
af öllu tagi. Það rekur útgerð og fiskvinnslu, ölgerð
og matsölu, ferðaskrifstofu og vélsmiðju svo að
nokkur dæmi séu nefnd. Allt er þetta starfsemi sem
að réttu lagi á að falla fyrir utan rikiskerfið.
Fjái inálaráðherra hefur nýlega varpað fram
hugmynd um að rikið dragi sig út úr fyrirtækjum,
sem þaö lieíur tekið yfir á erfiðleikatimum. Það er
vissulega timabært að hreyfa hugmyndum af þessu
tagi. Mestu máli skiptir þó að gera þær að veru-
ieika.
Hér hefur ekkert verið gert til þess að örva ein-
staklinga til beinnar þátttöku i atvinnustarf-
seminni. Almenningshlutafélög, sem risa undir þvi
nafni, eru varla til hér á landi. Það er engu likara en
stjórnmálamennirnir séu beinlinis andvigir þvi að
hinn almenni borgari geti orðið eignaraðili að
atvinnufyrirtækjum.
Hér er búið þannig að fyrirtækjum að áhugi er að
sjálfsögðu takmarkaður hjá almenningi að leggja fé
i atvinnurekstur. Það fæst einfaldlega meira út úr
þvi að verja peningunum til sólarlandaferða eða til
kaupa á frystikistum. Hér er það spurningin um að
eyða peningunum áður en verðbólgan brennir þá
upp. Og menn mega hafa sig alla við i þvi efni.
Stjórnmálamennirnir spyrja ekki að þvi, hvort
það sé hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að örva fólk til
þess að leggja fjármuni i atvinnustarfsemi. Þeir
eru einfaldlega á móti þvi að fólk geti notið arðs af
slikri fjárfestingu. Þetta er eins konar trúarsetning.
Flestum er þó ljóst, að það verður seint hægt að
byggja upp skynsamlegan búskap i þjóðfélaginu, ef
þessi hugsunarháttur á að ráða rikjum. Á þessu
sviði þarf þvi að stokka upp spilin og leggja grund-
völl að nýsköpun frjálsrar atvinnustarfsemi i land-
inu.
Engum hefur blandast hugur um, að fátt hefur
tryggt betur fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna en
sú staðreynd, að hér búa fleiri i eigin húsnæði en
þekkist með öðrum þjóðum. Við þurfum einnig að
dreifa eignaraðildinni að atvinnufyrirtækjunum á
fleiri hendur. Engum vafa er undirorpið að með þvi
móti er ekki einvorðungu verið að styrkja atvinnu-
starfsemina i landinu, heldur einnig lýðræðið.
Hér er mikið verkefni fyrir þá frjáishyggjumenn i
stjórnmálum, sem vilja og þora að beita sér fyrir
nýsköpun atvinnulifsins.
Feneyjar undir
vinstri stjórn
Léleg húsakynni
Skortur á atvinnu er ekki eina
ástæöan fyrir brottflutningum
fólks. Húsakynni i Feneyjum
eru yfirleitt léleg, og ný húsa-
kynni bjóðast ekki.
Umbóta áætlanir vinstri
borgarstjórnarinnar þýöa þó
ekki aö verndun minjanna veröi
vanrækt. Frekar er ætlunin aö
leggja jafn mikla áherslu á
hvorutveggja, aö halda fólkinu
og aö halda borginni.
Til aö halda fólkinu eru m.a.
ráöagerðir um aö rifa niður
fátækrahverfi, byggja ný hús,
byggjaskóla, almenningsgaröa,
og skapa atvinnu.
Þeir menn sem bera ábyrgö á
áætlunum um endurreisn Fen-
eyja eru allir vinstri menn,
flestir kommúnistar.
Samstarfiö viö kristilega
demókrata, stjórnarandstöö-
una, i borgarstjórn Feneyja, er
nokkuögott, a.m.k. hvað varöar
viðhald og endurbætur á fornum
minjum og verðmætum húsum.
Svipmyndir frá Feneyjum. Lltið hefur breyst á yfirboröinu eftir nlu mánaða stjórn kommúnista og
vinstri manna I borginni, en mikiö er i bigerö. Myndir frá Feröaskrifstofunni Útsýn.
Mánudagur 31. mai 1976..
VÍSIR
Umsjón:
ólafur Hauksson
Kommúnistar og sósialistar
hafa stjórnaö Feneyjum saman
i niu mánuði. Þessi vinstri
stjórn viröist ekki hafa breytt
borginni mikið, a.m.k. hefur
þaö ekki komiö fram aö ráöi,
hvaö sem siðar kann aö veröa.
Yfirboröið er það sama.
Túristarnir ganga um göturnar,
taka myndir, fá sér hressingu á
útiveitingahúsunum, hlusta á
hljómsveitir veitingahúsanna
og slappa af. Gondólarnir liöa
um sikin eins og alltaf áöur.
Bar Harrys er eins útlltandi
ogþegar Ernest Hemingway sat
þar og sötraði vln, hástéttafólk
kom þangað, og ameriskir
feröamenn litu þar inn. Þetta
sama fólk kemuráfram þangaö,
og drekkur rándýrt viniö.
„Borgarráö viröist gera betur
en þaö slðasta.að minnsta kosti
gerir það eitthvaö”, segir eig-
andi veitingastaöarins, Arrigo
Cipriani.
Hrein vinstristjórn
BorgarstjórnFeneyja er skip-
uö 10 kommúnistum og sex
sósialistum. Þessir flokkar hafa
meirihluta i hinu 60 manna
borgarráði.
Borgarstjórinn er sósialisti,
MarioRigo aö nafni. Hann segir
að samstarf flokkanna tveggja
sé gott.
„Þetta er nokkurskonar sam-
keppni, og hún er jákvæö, þvi
allir keppa að þvi að gera sem
mest til aö ná sem mestum vin-
sældum”.
Undir niöri telur
kommúnistaflokkurinn sig samt
eiga meiri rétt til að ráöa en
sósialistar, vegna fleiri at-
kvæöa. Þetta hefur vakiö
nokkra andúö sósialista, sem
vilja ekki sætta sig viö aö vera
annars flokks viö stjórnun
borgarinnar.
Sá sem ræður öllu undir niöri
er ekki borgarstjórinn, heldur
varaborgarstjórinn, kommún-
istinn Giovani Pellicani. Hann
er einnig þingmaður.
Áhersla á tvennt
Borgarstjórn leggur aðallega
áherslu á tvennt við stjórnun
borgarinnar. Hún vill aö
borgararnir séu vel upplýstir
um hvað sé verið að gera, og
hvað sé i undirbúningi aö gera,
og aö borgararnir taki sem
mestan þátt i ákvörðunum
borgaryfirvalda. i ööru lagi tel-
ur borgarstjóm rétt aö beina at-
hyglinni frá þeim vandamálum
sem viðhald minja borgarinnar
er, og að þvi vandamáli aö
halda fólkinu kyrru.
íbúar Feneyja eru smátt og
smátt farnir aö gera sér grein
fyrir þvi, að ef takast á aö
vernda hina sögufrægu staöi og
byggingar borgarinnar, þá
veröi eitthvað af fólki að vera
eftir til þess. En fólksflótti frá
borginni er númikill, og er þaö
aöallega ungt fólk sem flyst
burt, þvi þaö fær ekki atvinnu
við sitt hæfi i Feneyjum.
Vinslrimenn segja, aö þeir
geri sér vel ljóst aö kannski
verði borgin sokkin i sæ eftir
hundraö ár. En þeir benda á aö
þegar sá timi er kannski
hálfnaöur, verði enginn eftir i
borginni.