Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 11
VISIB Föstudagur 25. júnl 1976 11 BÖLLIN Hótel Saga Hljómsveit Rangars Bjarna- sonar leikur i Atthagasal yfir helgina Klúbburinn Sólo og Lena leika föstudag og laugardagskvöld. Sunnudagur. Galdarmenn og diskótek. Tónabær Kabarett leikur á föstudags- kvöld. Diskótek sunnudags- kvöld. Tjarnarbúð Hljómsveitin Eik leikur föstu- dagskvöld. Röðull Stuðlatrió leikur föstudag, Alfa Beta laugardag og Stuðlatrió skemmtir á sunnudagskvöld. Lindarbær. Gömlu dansarnir. Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar. Skiphóll Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skemmtir. Sigtún. Ponik og Einar skemmta föstudags- og laugardags- kvöld. Drekar leika fyrir gömlu dönsunum sunnudags- kvöld. Glæsibær. Asar leika um helgina. Leikhúskjallarinn. Skuggar skemmta. Sesar Diskótek. óöal. Diskótek Félagsheimilið ltúsavik Fress og breska hljómsveitin Rudolf skemmta á föstudags- kvöld. Siglufjörður. Haukar leika á föstudags- kvöld. Hella Hljómsveit Pálma Gunnars- sonar skemmtir föstudags- kvöld. Hvoll. Paradis skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Víkurröst, Dalvlk. Haukar skemmta laugardag. Festi Grindavlk. Dinamit og Sirkus leika á laugardagskvöld. Reyðarfjörður. Fress og breska hljómsveitin Rudolf skemmta ásamt nektardansmeynni Súsan. ,Óhrœdd við sunnlenska menningu' Sabína kemur suður „Við erum alls óhrædd við menninguna fyrir sunnan”, sagði Trausti Hermannsson for- maöur Litla leikklúbbsins á tsa- firði, þegar við ræddum við hann. Litli leikklúbburinn er nú á leið suður i leikferðalag með leikrit sitt Sabinu. 1 gær sýndu þeir á Búðardal. Siðan er hug- myndin að sýna i Grindavik i kvöld, Keflavik annað kvöld og lokasýningin verður i félags- heimilinu á Seltjarnarnesi á sunnudag. „Þetta verður mikil törn hjá okkur”, sagði Trausti. Sabina er islenskt leikrit. Höf- undur þess er Hafliði Magnús- son á Bildudal. Sabina fjallar um Island og er skýrt frá ýmsu þvi sem gerist i þjóðlifinu. bá koma fram i leikritinu fulltrúar fjögurra erlendra rikja: Þeir Aslákur Amer, Þórólfur Þýzki, Sovétó Rússinó, og Brynleifur Brittanius. Leikstjóri Sabinu er Margrét óskarsdóttir kennari á tsafirði. Hún hefur á undanförnum árum verið virk i leiklistarlifi isfirð- inga. Sama gróskan og fyrr er i leiklistarlifinu á Isafirði. Fóru þrir meðlimir Litla leikklúbbs- ins suður nú i vor og sóttu nám- skeiö i förðun, ljósatækni og leikmyndagerð. — EKG Viðbrögð verkakonu við innrás skrfmslabandalagsins. UrRsjón: Þrúður G. Hara Idsdóttir. SÝNINGAR Listasafn islands Sýningin á verkum Hundert- wasser er opin daglega frá kl 2- 10 Kjarvalsstaðir A sunnudaginn verður opnuð minningarsýning um lista- konuna Barböru Arnason. Loftiö Valtýr Pétursson heldur sýningu á 42 pastel-kritar og gouashmyndum. Af blómum, bátum og fuglum. Sýningin er opin á virkum dögum á verslunartima, en frá kl. 14-18 á laugardögum. Norræna húsið. Á þriðjudag verður opnuð yfir- litssýning á handavinnu i hinum ýmsu skólum á vegur Handa- vinnukennarafélagsins. Sýning þessi er haldin i tilefni Norræna handavinnukennaraþingsins sem haldið er hér 28. júni-1. júli. Bogasalurinn. Sýning á myndum, skjölum og handritum Dunganons er opin kl. 2-10. Henni iýkur á sunnu- dagskvöld. Eden, Hveragerði. Steinþór M. Gunnarsson heldur sýningu á 54 oliur vatnslita-og kritarmyndum Sýningu Stein- þórs í Eden lýkur um helgina „Myndirnar sem ég sýni i Eden eru málaðar á siðustu tveimur árum. Með nýjustu myndunum er myndaflokkur sem ég kalla „Ferðasaga úr Oræfaferð” og málaðar eru frá ýmsum stöðum hálendiáins,” sagði Steinþór Marinó Gunnars- son i viðtali við Visi. Steinþór heldur sýningu i Eden i Hveragerði. Þar sýnir hann 54 oliu, - acryl, - vatnslita og kritarmyndir. Þetta er önnu sýning Steinþórs á árinu, e hann hélt einnig nokkra sýningar á liðnu ári. „önnur störf hafa eiginleg. alveg fallið i skuggann a undanförnu og nú er i bigerð a ég fari til Færeyja og hald sýningu i Þórshöfn i haust.” Sýningu Steinþórs i Edei lýkur á sunnudagskvöld. Söngleikur um keisarann í Kína Danski útvarpsdrengja- kórinn, sem mörgum isiend- ingum er að góðu kunnur kom til landsins I gær. Heimsókn kórsins er i sambandi við norræna vinabæjarm ótið i Garðabæ og munu þeir halda alinenna tónleika i Norræna Danski útvarpsdrengjakórinn kom til landsins I gær og heldur tón- leika á morgun I Norræna húsinu. húsinu á morgun, laugardag, kl. 17.00. Drengjakórinn hefur feröast viða um heim, m.a. til Bandarikjanna og einnig hefur hann heimsótt Sovétrikin, Búgariu, Stóra-Bretland og tsrael. Auk þess hafa drengirnir auðvitað komiö til Færeyja, Grænlands og annarra Norður- landa. Þeir hafa nána samvinnu við útvarpsdrengjakóra Noregs og Sviþjóðar. A tónleikunum hér veröur mest um norræn lög, ný og gömul en einnig má heyra lög frá hinum mörgu löndum sem þeir hafa heimsótt. Tónleikunum lýkur með litlum söngleik sem er byggður á hinu gamla kvæði um keisarann i Kina. Þar sem kórinn hefur komið fram, hefur hann fengið mjög góða dóma. Nú gefst Islend- ingum tækifæri til að hlýöa á Drengirnir I kórnum hafa feröast viða um heim, en hvar þeir voru staddir á jarð- kringlunni þegar þessi mynd var tekin skal ósagt látið. vandaða og vel flutta efnisskrá og verður þar á boðstólum efni fyrir alla fjölskylduna. Aðgöndumiðar fást við innagng- inn. A.H.O. Málverk Steinþórs „Við ströndina”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.