Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 3
VTSIR Föstudagur 25. júnl 1976 3 Hafrannsóknarstofnun og Þjóðhagsstofnun: Samvinna varðandi sam- drátt í þorskveiðum Þjóöhagsstofnun og Hafrann- sóknarstofnun munu hefja sam- vinnu i sambandi við samdrátt i þorskveiðum. „Við höfum iengi haft samvinnu, en eins og nú er ástatt er sérstök ástæöa til þess”, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar við Visi i gær. 1 nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að brýna nauðsyn beri til að semja áætlun um aflamöguleika okkar. Bæði hvað varðar árið i ár og eins þyrfti að gera slika áætlun til Iengri tima. Segir þar ennfremur að könnun á aflamöguleikum og á eöiahags- legum afleiðingum sé bæði undir- staða fyrir skynsamlega stjórnun á fiskveiðum og ennfremur gerð þjóðhagsáætlunar. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að þorskafli hér við land verði 290 til 320 þúsund tonn á þessu ári. Er þar meðal annars gert ráð fyrir að afli útlendinga verði um 60 þúsund tonn. ,,Ég vil taka það fram sérstak- lega”, sagði Jón Sigurðsson,” að áætlunin fyrir afla útlendinga er byggð á skoðunum Hafrann- sóknarstofnunarinnar.” —EKG Garnaveiki vart í Borgarfirði Garnaveikitilfelli fannst nýlega i Deildartungu i Borgar- fírði, en þar hefur áður komið upp garnaveiki i sauðfé fyrir nokkrum árum. „Okkur þykir þetta nú ekkert nýmæli þvi að við erum alltaf að finna tilfelli á svæöum þar sem garnaveiki er landlæg” sagði Sigurður Sigurðsson, dýra- læknir og forstöðumaður Sauð- fjárveikivarna, er Visir hafði samband við hann vegna þessa máls. Að sögn Sigurðar er sala á sauðfé og nautgripum til llfs bönnuð frá bæjum þar sem garnaveiki hefur fundist á ósýkta bæi, en engar hömlur eru á sölu fjár til slátrunar. Löngum hefur verið mikið um garnaveiki i Mýrarsýslu i Borgarfirði og I haust kom upp garnaveiki i kúm i fyrsta sinn i þeirri sýslu. Nýlega fannst sýkt kú i Biskupstungum i Arnes- sýslu, en hingað til hefur lítið boriö á þessum sjúkdómi þar. „Bændur virðast ekki lita þennan sjúkdóm mjög alvar- legum augum og er full ástæða til aö benda þeim á að vera vel á verði gegn honum” sagði Sigurður. „Garnaveiki getur loöaö við á bæjum árum saman, án þess að menn verði hennar varir. Það virðist vera útilokað að útrýma sjúkdómnum nema bændur séu þvi þrifnari og gætnari og bólusetning rækt til fullrar hlitar. Ef lömb undan smitberum eru tekin frá að hausti er mikil hætta á að þau hafi smitast, en það kemur ekki i ljós fyrr en að minnsta kosti ári siðar” sagði Sigurður að lokum. —AHO. Friðrik Sophusson afhendir Sjólfstæðisflokknum Armannsstofu. Viðstaddir voru ættingjar og vinir Armanns heitins auk nokkurra forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Ármanns- stofa opnuð Armannsstofa hefur verið mun skapast aðstaða fyrir sjálf- formlega tekin i notkun I nýja stæðisfólk til að vinna að Sjálfsstæðishúsinu við Bolholt. hugðarefnum sinum meö hjálp Stofan er til minningar um blaða og bókakosts flokksins. Armann Sveinsson sem iést Minningarsjóður Ármanns fyrir nokkrum árum, en hann Sveinssonan gaf allar inn- var einn af forystumönnum réttingar i stofuna, og flutti for- stúdenta við Háskólann og maður sjóðsins, Friðrik Sophus- ungra sjálfstæðismanna og um son stutt ávarp og afhenti skeið framkvæmdastjóri Sam- gjöfina, en Geir Hallgrimsson bands ungra sjálfstæðismanna. formaður Sjálfsstæðisflokksins Armannsstofa er rannsóknar- veitti henni viðtöku fyrir hönd og bókasafnsherbergi, og þar flokksins. —AH SELTIRNINGAR STOFNA „OFNAVINAFÉLAG" 23 húseigendur á Seltjarnar- nesi, sem orðið hafa fyrir bil- unum I ofnakerfi húsa sinna, hafa stofnað með sér félag. Félag þetta hefur manna á milli gengið undir nafninu „Ofnavinafélagið” og er tilgangur þess að gæta hagsmuna þeirra sem eiga yfir höfði sér bilanir i ofnum sinum. A undanförnum mánuðum hefur orðiö vart við leka i vissum tegundum ofna á Seltjarnamesi. Hefur þetta valdið nokkru óhag- ræði og kostnaði fyrir þá húseig- endur sem fyrir hafa oröið. „Ofnavinafélagið” hefur farið þess á leit við Hitaveitu Sel- tjarnarness, að rannsóknum á or- sökum bilananna verði hraðað og þær hafðar itarlegrien hingað til. Þá hefur komið fram sú hug- mynd, aö hitaveitan komi á fót viðgerðarþjónustu fyrir bæjar- búa. Að sögn Sigurgeirs Sigurðs- sonar bæjarstjóra eru bilanir þessar ekki mjög viöa. 1 athugun sem gerð var i vetur komu i ljós 69 bilanir i um 2000 ofnum. Voru aðeins athuguð þau hús sem byggð voru eftir 1967, en bilanir hafa ekki komið fram i oftia- kerfum eldri húsa. Sigurgeir sagði, að rannsókn hefði farið fram á efna- samsetningu hitaveituvatnsins og áhrifum þess á ofnana á vegum Rannsóknarstofnunar iðnaðarins og verkfræðifyrirtækinu Vermi h/f. Ekki hefði tekist aö komast að óyggjandi niðurstöðu um orsök tæringarinnar. Hins vegar væri nú gerð tilraun með meiri sýru- blöndun. Væri sýruinnihald vatnsins hækkað úr 8.5 gráðum í 9.5 gráöur. Sagði hann að vonast væri til þess að þessar aðgerðir dragi það mikið úr skemmdunum, aö þær verði innan eðlilegra marka.-sj. Ófremdarástand í kennslumálum vangefinna lagafyrirmæli er þessi minni- hlutahópur ennþá utangarðs i menntakerfi þjóðarinnar, án skóla og námsskipuiags, og engin sýnileg merki þess að úr- bóta sé að vænta. Þetta kom m.a. fram á fulltrúaþingi Sambands islenskra barnakennara sem handið var i Reykjavik nýlega. Þingið sátu 72 fulltrúar frá tiu svæðafélögum SIB. Skorað var á menntamálaráðherra að gefa þegar i stað út þá reglugerð um sérkennslu vangefinna og annarra afbrigðilegra nemenda sem legið hefur i drögum i menntamálaráðuneytinu i hart nær ár og láta hana koma til framkvæmda þegar i haust. Þá átaldi þingið harðlega þá ráðstöfun menntamála- ráðuneytisins að stööva áform Kennaraháskóla íslands um framhaldsnám fyrir kennara vangefinna og annarra af- brigðilegra barna næsta starfs- ár, en gifurlegur skortur er á hæfum kennurum á þessu sviði. Einsetinn skóli og samfelld stundaskrá hefur verið baráttu- mál Sambands islenskra barna- kennara i áraraðir. Að þess aliti er enginn hópur i þjóð- félaginu jafn hart leikinn af sundurslitnum vinnudegi og grunnskólanemendur og eru þeir einu nemendur i norðurálfu sem búa við tvi- og þrisetningu. Þingið harmaði þær deilur um stafsetningarreglur sem áttu sér stað á siðasta Alþingi og benti á hættuna sem af þvi stafar að meiri hluti Alþingis á hver jum tima geti breytt þessum reglum að vild og skapað með þvi glundroða. Þá var lýst yfir fyllsta stuðn- ingi við það framtak krabba- meinssamtakanna á íslandi, að kynna skólanemendum þær hættur, sem heilsu manna stafar af völdum reykinga. Mikla umræður uröu um launa- og kjaramál og stöðu kennarastéttarinnar og var samþykkt að vekja athygli á hinum lélegu launakjörum kennara og vanmati þjóðarinnar á störfum þeirra sem vinna að uppeldis- og kennslumálum. —AHO. Mikið ófremdarastand rikir i kennslumálum vangefinna hér á landi, en á þessu sviði hefur viðgengist svo langvarandi mis- rétti að lengur verður ekki við slikt unað. Þrátt fyrir skýlaus Nokkrir fulltrúar Reykvikinga á 24. fulltrúaþingi Sambands isienskra barnakennara ræöa vandamál nemenda og kennarastéttarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.