Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 3
VISIR Mánudagur 5. júli 1976 3 Ómissandi þáttur bandariskrar þjóðhátiðar — kýlubolti, eöa baseball eins og hann nefnist á frummálinu. Þarna er kvenna- liö sem leikur, og karlmenn aö- stoöa. Hundurinn „Snoopy” var aö sjálfsögöu mættur I þjóö- hátiöarlestina. Bandarikjamenn hampa börn- um sinum mjög, og fastur þátt- ur á 4. júli á Keflavikurflugvelli er feguröarsamkeppni barna. Þessi móöir haföi kiætt sig og dótturina upp aö siö formæöra sinna. Hún lét ség hvergi bregöa viö regnskúrina, þessi limafagra meyja, þar sem hún lá i makindum sinum á Hawaii vagninum I skrúöförinni. 200 ára afmœli í sudda og strekkingi tslenska veðrið minnti bandarikja- menn á Keflavikur- flugvelli rækilega á hvar þeir væru staddir, þegar þeir héldu upp á 200. þjóðhátiðardag sinn i gær, 4. júli. Hátiöahöldin á vellinum voru mjög fjölbreytt af þessu tilefni, en heldur skóf rigningarsuddinn og strekkingurinn mesta glans- inn af. Bandarikjamennirnir og fjöl- skyldur þeirra reyndu að láta það ekki á sig fá, og fjöldi manna fylgdist með skrúðför lúðrasveitar hermanna, skreyttra bila, ungmeyja i stutt- um pilsum og fleiri fyrirbasrum sem islendingar þekkja litið til. Vagnar og bilar i skrúðförinni höföu verið sérstaklega skreytt- ir fyrir hana og var mikil vinna lögð i það. Dómnefnd valdi slðan fallegasta vagninn. Ahorfendur vöfðu. þykkum úlpunum þéttar að sér, og settu upp hettuna, þegar vagn sem átti að tákna Hawaii ók fram- hjá, og á honum lá fagurlimuð stúlka aðeins klædd i bikini-bað- föt. Hún virtist ekkert láta rigninguna á sig fá. En undir lok fararinnar gafst hún upp, og kastaði yfir sig loðkápu Ahorí endur voru sammála um að hún væri samt hugrakkari en land- gönguliðar flotans, sem léku þá list að stökkva með hausinn á undan fram af þaki flugskýlis. Rétt áöur en þeir snertu jörðina rétti teygja þá af, og dró úr fall- inu. Alls konar annar viðbúnaður var vegna þjóðhátiöarinnar, og var mestgertfyrir börnin. Allir fengu kandiseruð epli, sem er nokkurs konar þjóðarrettur bandarikjamanna á tyllidögum eins og þessum. Sveinn „Patton” Eiriksson slökkviliðs- stjori lánaði einn „brunabil- inn”, og hann ók um með hóp af krökkum sem töldu þá ferð hápunkt þjóðhátiðarinnar. Þjóðhátið bandarikjamanna á Keflavikurfiugvelli lauk um kvöldið með mikilli flugelda- sýningu og dan^leik. _ah Þær voru ekki allar háar i loftinu sem tóku þátt I hátiOaholdun Ljósm. VIsis: —ÓH BORGARSTJÓRANUM í REYKJAVÍK STEFNT „Ég vil aö svo stöddu ekkert frekar um þetta mál segja en kemur fram istefnu þeirri, sem birt hefur veriö borgarstjóran- um i Reykjavik,” sagöi Reynir Þórðarson, fyrrverandi yfir- verkstjóri áhaldahúss Reykja- vikur í samtali viö Visi. Reynir hefur stefnt borgar- stjóra f.h. borgarsjóðs vegna frávikningar úr starfi og eins og segir i stefnunni, „tilefnislausra og allt of viðtækra rannsóknar- aðgerða starfsmanna borgar- sjóðs á meintu misferli stefn- anda i starfi hjá trésmiðju áhaldahúss Reykjavikur”. í stefnunni segir ennfremur, að stefnt sé vegna meiðandi upp- lýsinga starfsmanna borgarinn- ar um meint misferii og al- varlegt brot stefnanda i starfi og umfangsmikilla og tilefnis- lausra kærugerða borgaryfir- Reynir krefst bóta vegna „fyrirvaralausrar og órétt- mætrar frávikningar úr starfi yfirverkstjóra” og áskilur sér rétt til að gera siðar kröfur um bætur vegna skertra lifeyris- sjóðsréttinda. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri vill ekkert láta hafa eftir sér um málið. — JOH HARÐANGURSFIÐLA OG NÆFURLÚÐUR „Spilararnir” Geir E. Larsen og Hans W. Brimi, sem eru tón- listarmenn frá Noregi, skemmta i samkomusal Norræna hússins i kvöld mánudagskvöld kl. 20.30 bandi við stjórnarfund Norræna hússins, en þeir eru haldnir tvisvar á ári, vor og haust. Siðasta dag vorfundarins er venjan, að fulltrúar fari út á land, ljúki fundinum þar og taki siðan þátt I samkomu á staðnum. —AHO I. DEILD í KVÖLD KL. 20 <f§* LAUGARDALSVÖLLUR # Þeir eru báöir þekktir listamenn á sinu sviöi, hafa fariö viöa i tón- leikaferðir og leikiö bæöi i sjón- varpi og útvarpi. Allmargar hljómplötur hafa veriö gcfnar út meö leik þéirra. Hans W. Brimi er sá norski spilarinn, sem flesta sigra hefur unnið með leik á venjulega fiðlu, og er Noregsmeistari, en i Is- landsferðinni spilar hann einnig á Harðangursfiðlu. Geir E. Larsen leikur á ýmiss konar flautur, helst þó „tusse” flautu, sem er af- brigði af blokkflautu, en hann blæs einnig á næfurlúður og leikur á munnhörpu. Geir E. Larsen hefur unnið fyrstu verðlaun fyrir leik sinn á „tusse” flautu á lands- mótum spilara. Koma norsku listamannanna til tslands að þessu sinni er i sam- VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterKa nuo. Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol. iSlippfélagiðíReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.