Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 5. júli 1976 ÁFRAM VÆTA Þaö á ekki fyrir sunnlendingum aö liggja aö fá aö sjá sólina á næstunni, þvi áfram er spáö suöaustlægri átt meö vætu, reyndar á öllu landinu en ekki er loku fyrir þaö skotiö aö þaö létti aöeins til fyrir noröan. Um helgina smábreiddist regniö út um landiö i sunnanátt- inni meö mikium hlýindum og var þetta heita loftiö, sem veriö hefur I Evrópu undanfariö, en á leiðinni yfir hafiö hefur þaö tekiö i sig þennan raka sem viö höfum oröið vör viö. Vindur var nokkur aöallega sunnanlands, komst upp i 10 vind- stig á Stórhöföa en var heldur hægari inn til landsins. —RJ STAL BÆÐI BÍLNUM OG KONUNNI Ungt par frá Egilsstööum á Héraöi varö fyrir fremur óþægilegri reynslu á laugar- dagskvöldiö. Voru þau á leiö i bil sinum framhjá Skjöldólfs- stööum, en þar fór þá fram dansleikur. Stöövaöi maður- inn bifreiö sina og gckk út til aö taia viö kunningja sinn á dansleiknum. Konan sat áfram I bifreiöinni. Skyndilega vindur sér ungur maður upp i bilinn og ekur af stað. Var hann nokkuð drukk- inn, enda var fljótt bundinn endir á ökuferðina, þvi hann missti bilinn út af veginum. Svo lánlega tókst þó til, aö hvorki skemmdist billinn né slasaðist ökumaður eða far- þegi. Lögreglan frá Egilsstöð- um kom á vettvang, og gat ökumaðurinn enga skýringu gefið á þessum akstri sinum annan en þa að hann hafi bara langað til að prófa bilinn! — AH/ERH, Egilsst. ✓ Gripinn við ávísanafals Einn af góökunningjum lög- reglunnar var um helgina gripinn viö ávisanafals. Maöurinn var meö stoliö ávisanahefti og reyndi aö selja ávisanir á einum veitingastaöa borgarinnar. Lög- reglan kom á vettvang og stöövaöi þessa iöju rt^annsins áöur en hann haföi gert sér mat úr hinum fölsku ávisunum. — JOH Þau munu verða þar n nœrrí stödd sem örlög heimsins ráðast" sagði forseti fslands í tilefni 200 ára byltingarafmœlis Bandaríkjanna Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, flutti i gærkveldi ávarp i Ríkisútvarpið i tilefni tvö hundruö ára sjálfstæöisafmælis Kandarikjanna og færöi „hinni miklu bandarisku þjóö og for- ystumönnum hennar innilegar hamingjuóskir á hátiöarstund”, eins og hann komst aö oröi. i ávarpi sinu sagöi forsetinn meöal annars: „Meö sa m band sr ik j um Norður-Ameriku var lýöræðis- legu stjórnarfyrirkomulagi komiö i framkvæmd, þvi sem vér i meginatriðum aðhyllumst og búum við, svo og flestar þjóðir á voru menningarsvæði. Bandarikjamenn urðu fyrstir allra til að koma á sliku stjórnarfari með sjálfstæðis- yfirlýsingunni og þeim stjórn- lögum, sem þeir sömdu hinu nýja lýðveldi sinu, og fram á þennan dag hafa þeir haldið fast við þetta stjórnarform, sem kalla má hinn veigamesta þátt i bandariskri arfleifð. Vitanlega fer þvi fjarri að allir séu sam- þykkir þeirri þjóöfélagsgerð, sem Bandarikin eru voldug- astur fulltrúi fyrir, og engin von er heldur til annars en að skiptar séu skoðanir um annan eins áhrifavald i veröldinni og þetta mikla riki er. En heims- sögulegt hlutverk Bandarikja Norður-Ameriku fær engum dulist, hvort heldur litið er til fortiðar eða nútiöar, og um framtiðina er það vist, að þau munu verða þar nærri stödd sem örlög heimsins ráðast.” Þessi mynd var tekin viö athöfn, sem fram fór um helgina I Menningarstofnun Bandarfkjanna f Reykjavik, þar sem minnst var tveggja alda afmælisins. Nýi Herjólfur aðstöðulaus „Þetta er hið myndar- legasta skip, stærra og myndarlegra en ég átti von á,” sagði Páll Zophaniasson i viðtali við Visi i morgun, um nýja Herjólf, sem kom þangað i gær. „Þaö er bara verst að ekki skuli vera búið að ganga frá aðstöðu fyrir skipiö, þannig aö það kemst ekki i fulla notkun strax. Réyndar eru ekki nema fáeinir dagar þangað til að aöstaðan verður til- búin hérna I Ey jum, en lengra er i það i Þorlákshöfn.” Eins og sakir standa er ekki annað ákveðið en Herjólfur sigli til Þorlákshafnar, en hugsanlegt er að hann sigli til Reykjavikur um vetrarmánuðina. Ferjuaðstaðan, sem Akraborg- in hefur I Reykjavik hentar ekki Herjólfi nema til komi smávægi- legar breytingar, en hins vegar er hægt að nota ferjuaöstöðuna á Akranesi. Skipstjóri á Herjólfi er Jón Jónsson, en hann var áður stýri- maður á gamla Herjólfi. —RS BANASLYS JAFN-MÖRG OG í FYRRA Alvarleg umferöarslys voru mun færri fyrstu fimm mánuöi þessa árs en á sama tima I fyrra. Þó voru fleiri banaslys á fyrstu fimm mánuöum þessa árs, fimm biöu bana i umferöinni til mai- loka I ár en þrir i fyrra. i júni s.l. biöu þrir bana I umferöinni — en fimm I fyrra, svo aö fjöldi banaslysa á árinu er sá sami og á fyrra helmingi siöara árs. JOH— Er með hólfa milljón í aukatekjur ó mónuði Slys á Háaleitisbraut Innheimtumenn rikisins, þ.e sýslumenn, bæjarfógetar og tollstjórinn i Reykjavik fá inn- heimtulaun af gjöldum, sem embætti þeirra innheimta fyrir rikissjóð. Auk þess fá þessir að- ilar umboöslaun fyrir innheimtu og útborgun bóta fyrir Tryggingastofnun rikisins. Gifurlegur munur er á upp- hæð þessara aukatekna eftir embættum og fer upphæð auka- teknanna litið eftir þvi hve vel innheimtist þvi munurinn á um- fangi þessarar innheimtu er meira en hundraðfaldur milli einstakra embætta. Upplýsingar um innheimtu fyrir árið 1975 liggja ekki fyrir, en árið 1974 voru aukatekjur innheimtumanna allt frá fáein- um þúsundum á mánuði uppi nálega hálfa milljón á mánuði hjá tollstjóranum i Reykjavik. Unnið er nú að samningu nýrrar reglugerðar um þessi mál en þvi verki er enn ólokið og er Visir reyndi að grennslast fyrir um þessi mál fyrir helgina var engar upplýsingar að fá um gang málsins. Blaðið hefur fregnað að hin nýja reglugerð eigi að miða að minnkun á þeim mikla mun sem verið hefur á aukatekjum þessara embættis- manna og verðlauna eigi góða frammistöðu við einnheimtu meira en núverandi kerfi býður uppá. — JOH — Bifreiöin á slysstaö. Mynd: LA ölvaöur ökumaöur ók bifreiö suöur Háaleitisbraut á laugar- dag og gleymdi aö beygja þar sem Háaleitisbraut þrengist I eina akbraut. ökumaöur skarst nokkuö á höföi og iá enn á sjúkrahúsi i morgun. Þetta er annaö slysiö á sama staö á stuttum tima og var um ölvun aö ræöa i bæöi skiptin. JOH Loðnuveiði hafín fyrir norðan land „Guðmundur RE.og Sigurður RE fengu á milli 500 og 600 tonn af loðnu i nótt,” sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni, i samtali við Visi i morg- un. „Það hefur verið reytingur hjá þeim. 1 gærkvöldi. fannst litiö á miöunum en það var eftir miðnættið sem þeir fengu þenn- an afla. Loðnan sem Guömund- ur og Sigurður fengu I nótt fékkst 20 sjómílum vestar en sú sem Sigurður fékk i fyrrinótt,” sagði Hjálmar. „Loðnan var uppi undir yfir- boröi fram undir morgun i morgun. En torfurnar eru þunn- ar og afli i kasti þvi ekki mik- ill.” Loðnan sem veiðst hefur er mjög góð aö sögn Hjálmars. „Við erum hins vegar ekki búnir að mynda okkur neina skoðun á þvi hvort von sé á mikilli veiði þarna. Það er greinilega erfitt aö eiga viö hana,” sagði hann. Hjálmar sagði að loðnan héldi sig I nokkrum torfum og þvi væri veiöi undir þvi komin að vera á réttum stað á hverjum tima. Þeir Sigurður og Guðmundur eru sem stendur aðeins tveir á 1oðnum i ðunum , auk rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar. Hins vegar eru tveir bátar væntanlegir á miðin innan skamms. Skipin tvö verða á miðunum I dag, en undir kvöld er búist við að þau haldi inn til löndunar. Þá annað hvort til Bolungarvikur eða Siglufjarðar. — EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.