Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 7
7 VÍSZR ísraelskar víkingasveitir á Entebbe-flugvelli í Uganda: BJÖRGUÐUÍOOGÍSL UM MEÐ MIÐNÆTURÁRÁS — Felldu flugrœningjana sjö og tuttugu Ugandahermenn Israelskar vikinga- sveitir flugu 4.000 km leið suður til Entebbe flugvallar i Uganda, þar sem þeim tókst i gær að frelsa rúmlega 100 gisla flugræningja. „Einsdæmi, hvað við kemur snilld og áræði,” sagði Shimon Peres, varnarmálaráð- herra, við heimkomu gislanna og frelsara þeirra til Rel Aviv. — Þar var mikill mann- safnaður til að fagna ferðalöngunum og ætl- aði allt af göflunum að ganga i 'gleðilátu- unum. Yitzhak Rabin, forsætisráö- herra, lýsti þvi yfir, aö Israel mundi berjast gegn hryðju- verkamönnum, „jafnvel þótt við stöndum einir i baráttunni”. — „Þessi aðgerð okkar er mikið áfall alþjóðlegum hryöjuverka- öflum. Hún mun verða þjóð- saga, þegar fram isækir. Það er framlag Israels til baráttunnar gegn hryðjuverkum, baráttu, sem er alls ekki lokið,” sagði hann. Skömmu eftir miðnætti i nótt lentu þrjár israelskar flutninga- vélar á Entebbe-flugvellinum i Uganda, þar sem 100 gislar hafa veriö i prisund skæruliða Palestinuaraba. Vélarnar voru hlaðnar Israelskum fallhiifa- hermönnum og fótgönguliðum. — Enginn átti slikrarheimsókn- ar von, og kom þetta strandhögg jafn flatt upp á heimamenn sem og hryðjuverkamennina, sem rænt höföu frönsku farþegavél- inni fyrir nær viku og tekiö hátt á annað hundrað farþega hennar gisla. Þegar hermennirnir þustu út úr vélunum, féllust heima- mönnum hendur og notuðu björgunarsveitirnar uppnámið til aö komast að gömlu flug- stöðvarbyggingunni, þar sem gislarnir — flestir israelskir — voru i haldi. í gegnum hátalara var kallað til gislanna að leggjast á gólfiö, og orrustan hófst. Hún tók fljótt af. Þegar skothriðinni linnti lágu flugræningjarnir allir sjö i valnum, tuttugu hermenn frá Uganda og fjórir ísraelsmenn (þrir gislar og einn foringi úr Israelska árasarliöinu). TIu soveskar MIG-herþotur Ugandamanna, sem stóðu á fluglellinum, urðu fyrir spjöllum i orrahriðinni. ísraelsku hermennirnir gáfu sér tima til að rannsaka lik flug- ræningjanna, áður en þeir héldu brott með hina frelsuðu fanga. Kom I ljós, að tveír ræníngjanna höfðu verið þjóðverjar. Lagði Peres varnarmálaráráðherra sérstaklega út af þvi Iræðu sinni viö heimkomu Israelanna til Tel Aviv: „Myndin af þýskri konu og þýskum karlmanni, sem beindu byssum að varnarlaus- um gyðingum, varð enn einu sinni sú sýn, sem enginn israeli getur. umborið.” — Rabin for- sætisráðherra sagði, að flugrán- ið hefði verið skipulagt af ara- biskum skæruliða að nafni Badir Ei Hadad, sem heföi stað- Idi Amin marskálkur og for- seti Uganda bar sig illa undan „árásarhneigð zionista” og skoraði á þjöðir heims að for- dæma vikingaárás ísraela á Entebbe-flugvöllinn i nótt. 1 útvarpi Uganda lýsti hann þvi yfir, að hann mundi bera upp mótmæli viö öryggisráð Sameinuðu þjóöanna', Einingar- samtök Afriku, viö Arabasam- bandið og riki, sem standa utan bandalaga. Marskálkurinn sagði, að 20 Ugandahermenn hefðu fallið og 32 særst (13 hættulega) I árás Israelanna. „ísraelsmennirnir guldu mik- ið afhroö og við náðum miklu af vopnum þeirra og búnaði,” sagði Ugandaforseti. Hann nefndi engar tölur engatþess að tveir israelsku hermannanna hefðu veriö felldir á flugvellin- um. Amin forseti, sem samdi f eig- in persónu við skæruliöana, bar til baka, að hann hefði stefnt að því að halda glslunum áfram I prisund, heldur kvaðst hann hafa viljað fá þá lausa. Ambassador Somaliu i Uganda, Hashi Abdullah Farah, ið i nánum tengslum við Baader-Meinhoff glæpasamtök- in þýsku á sinum tima. Flugræningjarnir höfðu i kröfugerð sinni i siðustu viku lýst þvi yfir, að þeir væru úr samtökum þjóðfrelsishreyfing- ar Palestinuaraba. Rabin forsætisráðherra ísraels sagði, að ísraelsstjórn hefði ein og án nokkurs samráðs við aðrar rikisstjórnir ákveðið björgunarárásina. „Hún varð óhjákvæmileg.” sagöi hann, „þegar það varð ljóst, að saireiginlegt alþjóðlegt átak eftir diplómatis'.um leiðum til að fá gislana nusa bar ekki árangur.” sem einnig hafði reynt að ganga á milli i samningatilraunum við flugræningjanna, lét eftir sér hafa: „Eg reyndiaösjá til þess, að blóði yrði ekki úthellt. En hinir virtust hafa áhuga fyrir öðru. — Við héldum að Afrika væri sjálfstæð. Þetta er I fyrsta sinn, sem stórveldin hafa ráðist inn í sjálfstætt riki.” Talsmaður þings Einingar- samtaka Afríkulanda, sem stendur einmitt yfir i Mauritaniu, sagði, að fjöldi full- trúa á þinginu heföi fordæmt að- gerð tsraela oglýstyfir „algerri hneykslan”. Nær öll aðildarriki Einingar- samtakanna (sem eru aUs 48) rufu stjórnmálasamband við tsrael i styrjöld Araba og Israela 1973. Amin forseti Ug- anda,sleit stjór nmálasam- bandið Uganda við Israel árið áður, og visaöi öllum israelum úr landi, þar á meðal efnahags- og hernaðarráðunautum. Amin skoraði á riki þriðja heimsins að fordæma einnig Kenya, fyrir að þessi nágranni hans „hafði leyft zionistunum i tsrael að taka bensin á flugvell- inum I Nairóbi á leið til árásar á Leiðtogar Israels veittust beisklega að Idi Amin forseta Uganda, sem hafði staðiö i eigin persónu i samningatilraunum við flugræningjana. Báru þeir honum á brýn að hafa dregiö taum ræningjanna, leyft félög- um þeirra að slást i hópinn eftir að rændu flugvélinni var lent I Entebbe og jafnvel lánað þeim Ugandahermenn til að gæta gislanna. Einn úr áhöfn frönsku vélar- innar lauk lofsorði á umhyggju Idi Amins marskálks fyrir vel ferö gislanna, en þau ummæli vöktu mikla gremju hinna gisl- anna, þegr komið var til Tel Aviv. Sögðu margir gislanna, að systurrlki.” tsraelsvélarnar þrjár höfðu viðkomu i Nairobi á leið sinni til Tel Aviv, og munu hafa skilið þaðhefðiekkí farið leynt á flug- vellinum i Entebbe, að Amin veitti flugræningjunum aðstoö og fyrirgreiöslu Talsmenn rikisstjórna Frakk- lands og Vestur-Þýskalands hafa látið I ljós ánægju sina með, hversu vel björgunarleið- angur tsraelsmanna heppnað- ist. Ford Bandarikjaforseti sendi sérstakt skeyti til Rabins forsætisráðherra og lýsti yfir ánægju bandarisku þjóðarinnar með að gislunum skyldi hafa verið bjargaö. Sovéska fréttastofan Tass lýsti i fréttum sinum atburðin- um sem „sjóránsaögerö”. þar eftir tvo særða gisla. Annar lést á sjúkrahúsinu, en hinn gekkst undir meiriháttar læknisaðgerð. Meðal erlendra gesta, sem staddir eru I Bandarikjunum vegna 200 ára afmæiisins, er Sonja prinsessa frá Noregi, sem hér er niður við höfn I Newport að festa á filmu sérstaka hátiðarsiglingu seglskipa. 200 ára af- mœlið tókst vel Margra milljóna doll- ara verðmæti af flugeld- um var skotið á loft um gjörvöll Bandarikin í gær, til að fagna 200 ára afmæli sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar. Hátiða- höldin tókust vel um allt landið. Umsvifamest voru hátiðahöldin I New York, þar sem rúmlega 200 skip frá rúmlega hundrað þjóöum sigldu upp Hudson fljótiö, með 16 stór seglskip i broddi fylkingar. Um fimm milljónir manna komu til að horfa á siglinguna, og var hver lófastór blettur við fljótið upptekinn. Þúsundir smábáta voru troðnar fólki, og þaðan fylgdist það með seglskipunum. Um kvöldið var mikil ljósadýrð i öllum borgum Bandarikjanna, og hin fræga Empire State bygg- ing var lýst upp með hvitum blá- um og rauðum ljósum. Frelsisbjöllunni (Liberty Bell) I Filadelfiu var hringt i fyrsta skipti siðan 1945, en henni var sið- ast hringt þegar heimsstyrjöld- inni lauk. Vegna sprungu i bjöll- unni var henni hringt með gúmmihamri. Þúsundum annarra bjallna var hringt um leið, vælur fóru i gang, skip þeyttu flautur, hljómsveitir léku, flugeldar þutu upp og kórar sungu. Flestir bandarikjamenn héldu upp á þjóðhátiöardaginn með hefðbundnu sniði, þótt nú væri meiri iburður en venjulega. Fjöl- skyldur komu saman og elduðu á útigrillum, borðuðu „kandiser- uð” epli og fóru I leiki. t hverjum einasta smábæ var farið i skrúð- göngu með tilheyrandi lúöraþyt. Hœgrímenn að ná höfuðvígi skœru- liða i Líbanon Leiðtogi hægrimanna I Liban- on, Pierre Gemayel, tilkynnti i útvarp falangista í gær aö hann væri reiöubúinn aö fallast á að Rauöi krossinn flytti alla ibúa frá Tel Al-Zaatar búöum palestinumanna i Beiriit. Hægrimenn hafa setiö um búö- irnar i tvær vikur, en i þessum búöum er höfuövigi palestinu- skæruliöa talið vera, og mikið vopnabúr. , Bardagarnir um Tel Al-Zaat- ar hafa verið einhverjir þeir hörðustu i Libanon siðan borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmu ári. Hægrimenn segjast vera komnir að þvi að ná búðunum á sitt vald, og þar með hinum miklu vopnabirgðum palestinu- skæruliða. Leiðtogar skærulið- anna hafa ekki lýst yfir mikilli hrifningu meö tilboð Gemayel, nema hvað særðir þyrftu að ná til læknis. Taliö er óliklegt að palestinumenn fallist á að yfir- gefa Tel Al-Zaatar. Ýmsir aðilar borgarastriösins i Libanon áttu með sér fund i gærdag. Fundinn sóttu m.a. fra mkvæmdastjóri araba- bandalagsins, aðstoðarforsætis- ráðherra Sýrlands, leiðtogi frelsishreyfingar palestinu- skæruliða, og fulltrúar hinna striðandi fylkinga. Einnig komu á fundinn fulltrúar libanon- stjórnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.