Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 6
jr>C
■$
I
VÍSIH
MlJlUOII.
Jón Björgvinsson
Lýðrœði aftur eftír 50
ára hlé í Portúgal
Fyrsta þingræðislega
rikisstjórn Portúgals i
50 ártekur við völdum i
dag.
Rikisstjórnin verður undir
forsæti Mario Soares leiðtoga
jafnaðarmanna og mun aðsögn
Soares einkum verða skipuð
mönnum úr þeim flokki svo og
nokkrum herforingjum og öháð-
um borgurum.
Stjórnin nýtur ekki fylgis
meirihluta á þingi portúgala, en
er engu að siður ætlað nokkurt
lif. Stjórnin hefur 107 af 263
þingmönnum á sinu bandi og er
að þvi er virðist óskabarn hins
nýkjörna forseta Portúgals,
Antonio Eanes. Forsetinn lét
þaö verða sitt fyrsta verk i' em-
bætti að kveðja Soares á sinn
fund og fela honum stjórnar-
myndun. Flokkur Soares fékk
38% atkvæða I þing-
kosningunum i Portúgal og er
stærsti flokkur landsins. Soares
neitaði að reyna stjórnar-
myndun á breiðari grundvelli
þegar fyrir kosningar og hefur
haldið þvi til streitu siðan.
Rœtt um smíð rúmlega
3000 skríðdreka
Páfi og
sósíal-
istar
miðli
málum
Leiðtogi franskra
sósialista, Francois
Mitterand, sendi i gær
skeyti til Páls páfa og
bað hann að nota af-
stöðu sina til þess að
koma á vopnahléi við
búðir palestinumanna i
Libanon.
Mitterand sendi Kurt Wald-
heim skeyti, svipaðs efnis.
Einnig mun franski sósialista-
leiðtoginn hafa sent svipaða
beiðni til alþjóöasambands
sósialista og til Rauða krossins
Mitterand skoraði á páfa i
skeyti sinu, að reyna að hafa á-
hrif á kristna menn i Libanon
og fá þá til að hætta umsátri
um Al-Zaatar flóttamannabúð-
irnar, iem nú hefur verið barist
um I meira en fjórar vikur.
Fréttir bárust i gær um, að
búðirnar væru i þann veginnn að
falla en palistinumenn neituðu
öllum slikum fréttum og sögðust
berjast áfram.
Bandarikjastjórn hefur frestaö
að taka ákvörðun um skriðdreka-
kaup. Astæðan fyrir þessu er, að
bandarikjamenn og v-þjóðverjar
hafa sitt i hvoru lagi verið að
vinna að endurbótum á skriö-
drekategund, sem þjónar sömu
markmiöum.
Viðræður munu á næstunni fara
fram milli rikjanna um samræm-
ingu á skriðdrekunum.
Tvö af stærstu fyrirtækjum
Bandarikjanna vinna viö banda-
risku gerðina, General Motors og
Chrysler.
Til mikils er að vinna þvi búist
er við, að pantaðir verði nokkuð á
fjórða þúsund skriðdreka af
þeirri gerð, sem ákveðið veröur á
næstunni að framleiða.
Ford tapar fyrir þinginu
Bandariska þingiö hnekkti i
gær ákvörðun Fords forseta um
að beita neitunarvaldi til þess aö
stöðva framgang frumvarps til
laga um aukningu á opinberum
framkvæmdum. Frumvarpið
hefur í för með sér aukningu á út-
gjöidum ríkisins um sem nemur
rúmlega 700 miiijörðum Islenskra
króna og er þvi ætlað aö auka at-
vinnu þar vestra sem nægi um
350.000 manns.
Ford forseti reyndi að stööva
frumvarpið á þeim forsendum að
það yki á verðbólgu i Bandarikj-
unum. Demókratar sem fluttu
frumvarpið bentu hins vegar á,
að 7,5% þjóðarinnar eru atvinnu-
laus.
Neitunarvaldsbeitingu Fords
var hnekkt með 310 atkvæðum
gegn 96.
Demókratar liktu andstöðu
Fords við frumvarpið viö and-
stöðu Hoovers forseta við viðlika
frumvörpum demókrata i krepp-
unni miklu. Hoover féll sem
kunnugt er, þegar hann reyndi að
ná endurkjöri árið 1932, og haföi
'Skömmu áður beitt neitunarvaldi
gegn frumvarpi sama eðlis og af-
greitt var sem lög frá bandarikja-
þingi i gær.
Kanadamemi vígbúast
Kanadastjórn undir-
itaði i gær stærsta
vopnakaupsamning i
»ögu landsins. Samn-
íngsupphæðin var 180
milljarðar islenskra
tróna og fær kanada-
itjórn fyrir þá upphæð
18 Orion kafbátaleitar-
yélar.
petta er jafnframt stærsti
samningur seljenda vélanna,
^ockheed verksmiðjanna, við
erlendan aðila.
Vélarnar verða afhentar
kanadamönnum á árunum 1980
og 1981, en kanadamenn hafa
heitiö þvi, aö auka framlög sin
til sameiginlegra varna Nato.
Aöur en af kaupunum varö
óskaði stjórn Kanada eftir rann-
sókn á hvort Lockheed verk-
smiðjurnar hefðu reynt að múta
ákvörðunaraðilum i Kanada.
Rannsóknin leiddi i sljós að eng-
inn kanadamaður hafði þegið
mútur hjá félaginu, en hvert
mútuhneykslið hefur rekið ann-
að á ferli félagsins siðustu miss-
eri.
Þessi stóri samningur vakti
mikla bjartsýni meðal forráða-
manna Lockheed á framtlð fé-
lagsins, en þegar rannsókn
'mútuhneykslanna stóð sem
hæst horfði mjög illa fyrir þvi.
Glórulaus
áróður
breta um
Amin
Idi Amin Ugandaforseti kallaði
i gær á sinn fund sendimann breta
i Kampala. Erindi Amins við
sendimanninn var aö fá skýring-
ar á stöðu mannsins og tign og af-
henda mótmælaorðsendingu. 1
orðsendingunni mótmælir Amin,
þvisem hann kallar tilhæfulausar
og glórulausar fullyrðingar breta
um Uganda, sem þeir noti i áróðri
sinum gegn landinu.
Amin hefur að undanförnu
verið mjöguppsigað við breta og
hefur kennt þeim um árás is-
raelsmanna á Entebbeflugvöll,
og um að magna erjur milli
bræðraþjóðanna Uganda og
Kenya. Hann hefur visað einum
af sendimönnum breta frá Ug-
anda og segist hugleiða frekari
aðgerðir gegn þeim.
Nýtt
„fót-
bolta-
stríð"
Tii átaka kom fyrir skömmu
á landamærum Hondúras og
E1 Salvador að sögn hondúr-
asmanna i gær. Sagt var i til-
kynningu stjórnarinnar, að
salvadormenn hafi gert árásir
á Hondúras á þremur stöðum.
Löndin komu sér saman i
gær um að binda enda á skær-
ur sin i milli og virða vopna-
hléið sem rikin undirrituðu i
Costa Rica árið 1970. Að sögn
isalvadormanna kostuðu skær-
urnar tvo menn lifið.
Tilátaka kom milli rikjanna
árið 1969, og horfði þá um tima
mjög alvarlega, og var talið
að til algjörs striðs gæti komið
milli rikjanna en hernaðar-
styrkur þeirra er mjög svipað-
ur. '
Það sem hleypti siðasta
striði rikjanna á stað voru ó-
eirðir i kjölfar landsleiks rikj-
anna i fótbolta, en sambúð
rikjanna hafði þá verið stirð
um langa hrið.
-