Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagur 23. júll 1976.
't
3
„Skattstofan
höllum fœti"
stendur
— segir skattstjórinn
í Reykjavík
Mjólkór-
virkjun
vígð í gœr
„Við reynum aö gera eins vel
og við getum. En við getum ekki
meira”,sagði Halldór Sigfússon
skattstjóri I Reykjavfk þegar
hann kynnti nýju skattskrána
fyrir fréttamönnum I gær.
Halldór er nú búinn að starfa i
skattamálum i 46 ár þar af sem
skattstjóri i 42 ár. „Ég er ekki
farinn að skilja skattamálin
almennilega ennþá”, sagði
hann. „Að fást við framtölin og
leggja skattana á fer að veröa
álika flókið útreikningsfyrir-
brigði og að lenda á Mars.
„Skattamálin hafa sinn
sjarma. En skattstofan stendur
höllum fæti. Hún hefur verið
olnbogabarn i kerfinu.”
„Slaga hátt upp undir
Laxness i bókaútgáfu”
„Ég er nú farinn að slaga hátt
upp undir Laxness i útgáfu á
bókum. Frá þvi ég varð skatt-
stjóri árið 1934 eru liðin 42 ár og
á hverju ári hafa komið út
skattskrár”, sagði Halldór Sig-
fússon skattstjóri i gær.
Þegar Halldór fyrst varð
skattstjóri voru heildarskattar
og útsvör i Reykjavik um þrjár
milljónir króna. Nú nema
heildargjöldin i höfuðborginni
þrjátiu og einum milljarði
króna. Svarar þaö til meira en
hálfra fjárlaga rikisins. Það er
meira en tiu þúsundfalt frá þvi
sem var árið 1934 eða tiltöluleg
hækkun meir en ein milljón
prósent.
—EKG
------------------>
Halldór Sigfússon skattstjóri.
„Að fást við framtölin er álika
flókið fyrirbrigði og að lenda á
Mars.”
Tekjurnar þrisvar
sinnum lœgri en
heildargjöídin
Pálmi Jónsson eigandi Hag-
kaups greiddi hæst gjöld
einstaklinga i Reykjavik i ár.
Hann leggur til rikisins
15.488.272. Það ber að hafa i
huga að Pálmi rekur stórfyrir-
tæki sem einkaaðili og eru þvi
gjöld hans lika þau sem annars
hefðu fallið á Hagkaup.
Tekjur Pálma á siðasta ári
miðað við að útsvar hans sé 11%
af heildartekjum eru um fjórar
og hálf milljón króna.
Annar hæsti greiðandi gjalda i
Reykjavik er Sveinbjörn
Sigurðsson húsasmiðameistari.
Hans gjöld eru litið eitt lægri en
gjöld Pálma eða 14.473 milljón-
ir.
Þriðji maðurinn sem er með
gjöld yfir 10 milljón króna er
Sigfús Jónsson múrarameistari.
Heildargjöld hans eru
14.283.556.
Það vekur athygli við lestur
skattskrárinnar að Rolf
Jóhansen sem verið hefur með
hæstu og oft hæsti gjaldandi i
Reykjavik er nú i 12. sæti.
Greiðir hann 5,6 milljónir i
heildargjöld.
Emil Hjartarson sem er
sjötti hæsti gjaldandinn er bæði
tekjuskatts- og útsvarslaus. En
hann er samt með rúmar 7,3
milljónir i heildargjöld. Astæð-
an fyrir þessu mun vera sú að
hann er með atvinnurekstur og
eru aðeins lögð gjöld á rekstur-
inn. —EKG
Heimsókn vestur-íslendinganna
lýkur um helgina:
Fara með „íslend-
ingadaginn" með
sér til Kanada
„Það er óhætt að fullyrða, að
vestur-islendingarnir, sem hér
hafa dvalist að undanförnu eru
allir mjög ánægðir með
heimsóknina”, sagði séra Bragi
Friöriksson, forseti Þjóðræknis-
félagsins I Reykjavlk, er Vlsir
ræddi við hann I morgun.
„Þjóðræknisfélögin i Reykjavik
og á Akureyri hafa veitt fólkinu
aðstoð og fyrirgreiöslu og i
Reykjavik hefur verið opin upp-
lýsingamiðstöð fyrir vestur-is-
lendingana”, sagði sr. Bragi enn-
fremur.
A morgun, laugardag, hefur
sjónvarpið tekið Laugarásbió á
leigu til þess að sýna gestunum að
vestan og öðrum sem áhuga hafa
á, eina litkvikmyndanna, sem
sjónvarpsmennirnir islensku
gerðu vestra á síðastliðnu ári. Er
það „ís lendingada gurinn ”,
klukkustundarlöng mynd um
hátiðahöldin, sem fram fóru á
Gimli I Manitobafylki i tilefni
þess, að 100 ár voru i fyrrasumar
liöin frá því að fyrstu Islensku
landnemarnir settust að á bökk-
um Winnipegvatns.
Sýning myndarinnar hefst i
Laugarásbiói á morgun klukkan
13.30, cn við það tækifæri mun
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri,
færa formanni tslendingadags-
nefndarinnar i Manitoba, Ted
Arnasyni, aö gjöf eintak af kvik-
myndinni til sýningar vestra.
Að sögn sr. Braga Friðriksson-
ar verður svo efnt til „Gesta-
kvölds” á vegum þjóðræknis-
féiaganna á sunnudagskvöidiö að
Hótel Sögu, og hefst þaö klukkan
20.30. Þar verða allir vestur-Is-
lendingarnir gestir félagánna og
er einnig búist við mikilli þátttöku
ýmissa heimamanna, sem lagt
hafa leið sina i byggðir islendinga
fyrir vestan eða hafa á annan hátt
verið I tengslum við vestur-Is-
lendinga.
„A gestakvöldinu verða fram-
reiddar kaffiveitingar og flutt
ávörp, skemmtiefni og stiginn
dans. Þá veröur þess sérstaklega
minnst aldarafmælis byggðar is-
lendingar i Rivertonbæ I Mani-
toba, en sá bær hefur nýlega
bundist Kópavogi vináttubönd-
umsagði sr. Bragi Friðriksson i
samtalinu við Visi.
SIS HEFUR
BREIÐAST BAKIÐ
StS greiðir langhæstu heildar-
gjöld félaga i Reykjavik i ár.
136.760.780 krónur þurfa þeir að
reiða af hendi til rikisins á þessu
ári.
23 fyrirtæki I Reykjavik
greiða yfir 15 milljónir i heildar-
gjöld I ár.
Flugleiðir greiða næst hæstu
gjöldin eða 76,3 milljónir. Þá
kemur Eimskip með um 63.1,
Oliufélagið 59,3 og ölgerð Egils
Skallagrimssonar 46,8 milljónir.
—EKG
Mjólkárvirkjun i Arnarfiröi
var vigð i gær viö hátiðlega at-
höfn. Það var Matthias Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra sem
ræsti aflstöðvar virkjunarinnar
i forföllum orkumálaráðherra
Gunnars Thoroddsen.
Ætlunin hafði verið að orku-
ráðherra kæmi vestúr til vigsl-
unnar ásamt blaðamönnum og
fjölda gesta, en vegna slæmra
flugskilyrða i gær gat ekki orðið
af þvi.
Visir náði i gærkvöldi tali af
Valgarði Thoroddsen raf-
magnsveitustjóra i Hótel Flóka-
lundi, og fékk hjá honum nokkr-
ar upplýsingar um hina nýju
virkjun.
Valgarð sagði að virkjunin
væri 5700 kilówött, og leysti hún
af hólmi gömlu virkjunina sem
væri aðeins um 2000 kw á stærð..
t gömlu virkjuninni var vatnið
tekið úr 200 metra fallhæð, en
núna væri i þessari nýju virkjun
farið upp i 500 m fallhæð.
Raforkuverið hefur verið reist i
áföngum, og mun hafa verið
byrjað á stiflugerð áriö 1972.
Það var verktakafyrirtækið
ÍSTAK hf, sem sá um allar
verklegar framkvæmdir.
Vélar virkjunarinnar eru
aðallega frá Júgóslaviu, en
einnig frá Frakklandi og
Sviþjóð auk fleiri landa.
Virkjunin i Mjólká i Arnar-
firði hefur verið prufukeyrð nú
um nokkurn tima, og hafa vélar
raforkuversins reynst vel. Afl-
vélarnar voru fyrst gangsettar
um áramótin siðustu.
—AH