Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 1
ðtigangsmenn leggja
útlendinga í einelti
Tuttugu útigangsmenn
eru handteknir í miðborg
Reykjavikur á degi
hverjum. Lögreglan segir
þá leggja útlendinga í
einelti til að betla af þeim
peninga.
„Þetta er stórkostlegt
vandamál"# segir
Erlendur Sveinsson varð-
stjóri i samtali við Vísi.
— sjá baksíðu
Slasaöi maðurinn borinn úr þyrlu varnarliösins viö komuna til Reykjavíkur i morgun. Vísismynd: Kari
Jeppesen. g
ELDSNEYTISVEL OG ÞYRLA I
SJUKRAFLUGI I MORGUN
Þyrla frá varnarliöinu á
Keflavikurflugvelli sátti i nótt
siasaöan mann austur i
Landmannalaugar og flaug meö
hann til Reykjavíkur.
Hópur þjóöverja var þarna á
ferö, og ungur maöur i hópnum
féll fram af klettum og slasaöist
mikiö á höföi. Læknir sem var
með hópnum taldi ekki þorandi
að flytja hinn slasaða i bil, þar
sem taliö var að hann heföi
fengið slæman heilahristing og
jafnvel aö blætt hefði á milli
höfðukúpu og heila.
Flugskilyrði voru fremur
erfiö yfir Landmannalaugum
sökum dimmviðris og tók flug-
ferðin þvi lengri tima en áætlaö
haföi verið. Varð að senda elds-
neytisvél til móts við þyrluna til
að hún kæmist til baka.
Þyrlan kom svo til Reykja-
vikur um hálf-niu i morgun, og
sjúklingurinn fluttur á Borgar-
spitalann.
AH
SIGLUFJORÐUR:
Loðnumóttöku hœtt
Sfldarverksmiöjur rikisins á
Siglufiröi hafa tilkynnt loönu-
nefnd aö þar sé nú hætt aö taka á
móti loðnu. Jón Reynir Magnús-
son, framkvæmdastjóri SR, er nú
staddur á Siglufiröi — og sagöi
hann I morgun aö meö núverandi
afköstum þýddi ekki aö taka á
móti meira magni.
Jón sagði að mjölið væri feitt.
„Það er ekki nóg pressa til að ná
fitu úr kökunni”, sagði hann.
Jón sagöi að þeir fengju auka-
skilvindu i næstu viku.
Siðasti bátur sem landar á
Siglufirði þar til annað verður til-
kynnt loðnunefnd, er Asgeir RE,
en hann kom inn til Siglufjarðar
um hádegisbilið.
Bræðslan hefur gengið eftir at-
vikum i Bolungarvik. Þar hefur
ekki verið tekið á móti miklu
magni og verksmiðjan þar haft
undan aflanum sem borist hefur.
Jón Finnsson landaði þar 280
tonnum i morgun.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur um borð i Bjarna
Sæmundssyni, sagði i morgun aö
veiði hefði verið treg undanfarið
og bátar aðeins fengið slatta.
Loönuflotinn er enn norður af
Horni og viröist vera allmikið um
loðnu þar. En hún er stygg og illa
gengur að ná henni.
Hjálmar sagði að
skipstjórarnir hefðu haft á orði að
loönan væri hin fallegasta — það
væri bara ekki hægt að ná henni.
Bjarni Sæmundsson hefur
leitað norður af Siglunesi en litið
fundið —EKG.
Lótinn maður
fékk launahœkkun
„Úrskurður kjara-
nefndar sýnir ljóslega
að ekkert tillit hefur
verið tekið til kröfugerð-
ar Starfsmannafélags
ríkisstofnana, en hins
vegar ganga röksemdir
rikisvaldsins eins og
rauður þráður i gegnum
úrskurðinn”.
Þetta kemur fram i ályktun
sem Visi hefur borist frá stjórn og
trúnaðarmannaráði Starfs-
mannafélags rikisstofnana. Þar
segir einnig að vinnubrögð nefnd-
arinnar séu forkastanleg að öðru
leyti. Til dæmis sé úrskurðað um
störf, sem ekki eru lengur til,
önnur hverfi og enn önnur lækki.
Aö þvi er segir i ályktuninni er
dæmi til um að maður sem hefur
verið látinn i rúmt ár fái eins
flokks hækkun.
Trúnaðarmannaráð félagsins
mótmælir harðlega þessum úr-
skuröi kjaranefndar. Það telur
að nefndin hafi með honum gefið
mjög skorinorða yfirlýsingu um,
hvernig hún litur á hlutverk sitt,
og það sé um leið yfirlýsing til
rikisstarfsmanna um að nú þurfi
að breyta um starfsaðferðir. Trún-
aðarmannaráöið bendir á að úr-
skurður nefndarinnar sé enn ein
röksemd fyrir þvi hve rýmkun
verkfallsréttarins sé brýnt við-
fangsefni. Nú megi öllum vera
ljóst að leiðrétting fáist ekki á
kjörum félagsmanna ef ekki sé
hægt að setja þunga verkfalls-
réttarins bak við kröfurnar.
Kröfugerð félagsins hafi verið
hógvær og langt frá þvi aö nálgast
þær viðmiðanir 'sem félagsmenn
hafi úti á hinum frjálsa vinnu-
markaði.
Trúnaöarmannaráð fól stjórn
félagsins að leita eftir samstöðu
og samvinnu við önnur félög inn-
an BSRB til undirbúnings aðal-
kjarasamnings á næsta ári með
verkfallsréttinn að bakhjarli, og
fá á þann hátt leiðréttingu þá sem
nú var hafnað.
—AHO.
..
Sýnir myndir sem honn
tók fyrir sextíu órum
Sjá /#Lif og list" bls. 8