Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1976, Blaðsíða 2
ISIK spyr f I REYKJAVÍK Föstudagur 23. júH 1976.' J Ef þú ættir þess kost að velja/ hvenær vildir þú þá hafa verið uppi? Soffía Guömuudsdóttir, iþrótta- kennari: ,,Á timum Loðviks 14. og þá helst i Frakklandi. Annars er ágætt að lifa i dag! ” Sigurður Ævar Ilarðarson, tré- smiður: „Þetta er nú háfleyg spurning! En ætli það sé nú um nokkuð annað að velja en nútimann.” Svanhvit Sigurgeirsdóttir starfst. Landakoti: „Æ, ég veit þaö ekki, sjálfsagt bara núna”. Þröstur Þorgeirsson: ,,Ég vildi nú bara hafa fæðst 1966 eins og ég gerði! ” Margrét Ponzi, vinnur heima hja sér: ,,200 árum fyrir Krist, — el hann hefur þá nokkuð komið, og helst i Jerúsalem”. LANDIÐ VIÐ KROFLU SEM SEIG UM TVO METRA HÆKKAR NÚ UM 6,5 MM Á DAG Hér sést vel yfir Kröflusvæðið, eins og það biasti við visismönnum, er þeir fóru þangað í heimsókn á dögunum. Mynd: LA Landris heldur stöðugt áfram i Hlíðardal, þar sem aðalathafnasvæðið vegna Kröf luvirkjunar er. Lætur nú nærri að landið rísi um sex og hálfan millimetra á dag og hefur hækkað um 70 sm sl. 4 mán. Svæði það sem hér um ræðir er það sama og seig niður á sl. ári, en þá seig landið um allt að tveim metrum. Landris og sig á víxl er alls ekki neitt nýtt fyrir- brigði, og þarf það alls ekki að tákna að yfirvof- andi séu meiriháttar náttúruhamfarir. Um þessar mundir er unnið að rannsóknum á Kröflusvæðinu og er tilgangur rannsóknarinn- ar tviþættur, i fyrsta lagi eru gerðar athuganir sem gætu varað við eldsumbrotum á Kröflu-ogMývatnssvæðinu, og i öðru lagi er unnið að öflun þekkingar á náttúruviðburðum af þessu tagi, m.a. með tilliti til mannvirkjagerðar á gosbeltum landsins. t skýrslu sem Norræna eld- fjallastöðin, Veðurstofa íslands, Raunvisindastofnun Háskólans og Orkustofnun hafa nýlega sent frá sér, er að finna ýmsar upp- lýsingar um rannsóknir á Kröflusvæðinu, bæði þær sem fyrirhugaðar eru, og þær sem þegar hafa verið framkvæmd- ar. Þar kemur m.a. i ljós, að vinnsla jarðvarma úr háhita- svæðum geta haft svipuð áhrif á yfirborðshæð og eldgos. —AH HÁSKÓLAMtNN ÓÁNÆGÐIR MEÐ ÚRSKURÐ KJARADÓMS „Kjaradómur hefur smám saman á tveimur árum, með dyggilegri aðstoð fjármála- ráðuneytisins sett rikisstarfs- menn 10-15% niður I launum miðað við kjör á almennum vinnumarkaði”, sagði dr. Jónas Bjarnason i viðtali við VIsi i morgun. Sem kunnugt er felldi kjara- dómur úrskurð sinn i kjara- málum aðildarfélaga Banda- lags háskólamanna, þann 17. júli sl. Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna skal kjaradómur við úr- lausnir sinar hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. 2. Kröfum sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni starfsmanna. 3. Afkomu þjóðarbúsins. Telja forsvarsmenn BHM, að kjaradómur hafi sniðgengið þessi lagaákvæði i úrskurði sinum. Þess má geta að launakjör á almennum vinnumarkaði eru a.m.k. 30% og allt upp I 65% hærri en hjá sambærilegum starfshópum háskólamanna i rikisþjónustu. Forsvarsmenn Bandalags háskólamanna telja að engin haldbær rök séu fyrir þvi, að rikisstarfsmenn eigi aö liöa meiri kjararýrnun en sambæri- legir starfshópar á almennum vinnumarkaði svo og launþegar almennt, en sú hefur þróunin verið sl. tvö ár. Mikil óánægja rikir nú i röð- um rikisstarfsmanna og sagði dr. Jónas Bjarnason, að þeir myndu leita allra tiltækra ráða til að knýja fram kjarabætur. —SE Z«MTíW*ÍÍVtó ÞíGiIiiiíÍíilÍ tn L ' — 0 Vestfjarðavegir og aðrir vegir Þeir sem nota tækifærið og fara „litla hringinn” um vest- firði eftir að hafa farið „stóra hringinn” umhverfis landið, komast að raun um, að hægt er að leggja langa vegi á islandi um mjög erfitt land svo að segja i kyrrþcy. Hvenær sem iagður er einhver vegarspotti á „aðal- svæði” iandsins, svo nefnt til áðgreiningar frá þöglu svæð- unum, er hamast á þeim fram- kvæmdum nótt sem nýtan dag. Þar má ekki vegur teppast svo það teljist ekki til stórtiðinda, og minnisstæð er öil umræðan, sem varö um Ölafsfjarðarmúla, þegar lagöur var vegurinn frá Daivik til Ólafsfjarðar hér um árið. En sannieikurinn um Múlaveginn cr sá, að hann er heldur ómerkileg framkvæmd miðað við vestfirska vegagerð upp og ofan. Og nú er hafin um- ræða um breytingu á vegi yfir Holtavörðuheiði, sem er ekki einu sinni fjailvegur i vestfirsk- um skilningi heldur minniháttar byggðavegur. Þá eru minnis- stæðar árlegar frásagnir af vetrarfærðinni á svonefndum Dalvikurvegi, sem allur er i byggð og ekki merkilegri en ótal sambærilegir vegarspottar aðr- ir um allt land, sem enginn læt- ur sig varða hvort heldur er fær eða ófær. A sokkabandsárum bilaum- ferðar i landinu voru einstakir staðir I hávegum hafðir i um- ræðu fólks. Einstaka beygjur voru taldar lifshættuiegar, og norðiendingar kannast eflaust enn við goðsögnina um Gilja- reiti á öxnadaisheiði. En þeir, sem óku um vestfiröi á likum tima eða skömmu siðar, hata efiaust hlegið sig máttlausa yfir sliku rausi. Satt er það, að enn i dag eru þeir margir Ólafsfjarð- armúiarnir á vestfjörðum, sem engum hefur þótt tiitökumál að vegleggja, en á timum Gilja- reita voru bíívegir um vestfírðí viða utan þeirra möguleika, sem bilum var ætlað aö hafa, enda var þeim ýmist stefnt svo að segja beint upp fjallahliðar eða beint niður i djúpa dali. llvernig þeir komust þetta og hvernig bilstjórar fóru að þessu er hrein ráðgáta i dag, og hvernig nokkrir fengust tii að ferðast með þessu móti er enn meiri ráðgáta. En allt var þetta svo sjálfsagt, að engum tiö- indum þótti sæta. Fólk talaöi og skrifaðium Giijareiti, sem hafa veriö hreinn byggðavegur sam- anborið götusióðana um vest- fjarðafjöllin og enn sér fyrir I bröttum hliðum. Nú eru komnir góðir vegir uin Vestfirði, en fólk sem feröast um þá er samt ýmist niður við sjó eða uppi á fjallabrúnum. Það ekur hvern Ólafsfjarðar- múlann á fætur öörum, án þess að nokkurntima hafi heyrst að vegarlagningin hafði verið mik- ið fyrirtæki. Og nú siðast var lokið við Vestfjarðahringinn án þess aðstakt orð heyrðist um þá framkvæmd utan hvað Hanni- bal var að gera einhverjar kröf- ur þar um I vinstri stjórninni. Og óneitanlega mun þeim, sem ekið hafa „litla hringínn”, þykja hreinn barnaskapur að vera að tala um fjallvegi eða heiðar þar sem Holtavörðuheið- in og öxnadalsheiðin eru annars vegar. Helst mætti likja Lóns- heiðinni eystra við brot af þvi viöfangsefni, sem vegagerð hefur verið á Vestfjörðum. Nú er „litli hringurinn” aö verða vel birgur af gististöðum og veitingahúsum. Bjarkar- iundur undir Vaðalfjöllum og skammt frá Skógum, fæðingar- stað Matthiasar, er sjálfgerður upphafsstaður hringferðarinn- ar, hvort heldur menn vilja' byrja hana með akstri inn Baröaströnd eða yfir Þorska- fjaröarheiði. f Heydal i Mjóa- firöi eru djúpmenn með skála. A tsafiröi er Eddu hótel rekið i heimavist menntaskólans, og þar fæst matur fyllilega sam- bærilegur við þaö, sem gerist á betri veitingahúsum I Reykja- vík. Frá tsafirði er góður áfangi i Flókalund, sem er tvimæla- laust finasta hótel utan Reykja- vfkur og Akureyrar. Þannig getur vel farið um fólk á þessum slóðum þrátt fyrir brattar leiðir. Og það er spá Svarthöfða, að eftir þvi sem fleiri leggja leið sina „litla hringinn”, minnki geipið um iáglendisvegina ann- ars staðar á landinu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.